Tíminn - 24.02.1973, Side 19

Tíminn - 24.02.1973, Side 19
Laugardagur 24. febr. 1973. TÍMINN 19 Magnesíumskorfur og h|artasjúkdómar VÖNTUN Á magnesium i likamanum getur leitt til hjartasjúkdóma, eða sú er að minnsta kosti skoðun þriggja visindamanna, sem rannsakað hafa þetta efm, og niðurstoður læknablaðinu The Lancet Visindamennirnir hafa rann- sakað áhrif magnesiumskorts á rottur. Þeir fylgdust með þvi, hvernig magn kolefnissambanda i blóðinu jókst samtimis þvi, sem sjúklegar breytingar áttu sér stað i nýrunum, m.a. óx kalkmagn þeirra. Skjótur bati Kalkmagnið i nýra, sem vantar magnesium minnkar mjög skjót- lega, þegar bætt er úr magnesium skortinum. Sjúklegt ástand blóðsins hverfur eftir u.þ.b. viku eftir að byrjað er að gefa dýrunum magnesium. Athuganir hafa sýnt, að magn kolefnis vex oft i blóði fólks, sem þjáist af hjartasjúkdómum. Ef sjúkdómurinn læknast kemst kolefnismagnið aftur i eðlilegt horf. Ástand rottanna, sem lifa við magnesiumskort, likist ástandi eru birtar 1 brezka fyrir skömmu. sjúklinga með meðfædda hjarta- galla Þetta ásamt fleiri niðurstöðum þykir visindamönnunum þremur renna stoðum undir það, að hjartasjúkdómar séu á stundum afleiðing magnesiumskorts, sem leiði af sér skemmdir á frumum og bindivefjum. Um leið minnkar virkni hjartans. Það leiðir aftur til minnkandi blóðstreymis til nýrnanna, og við það vex kolefnisinnihald blóðsins. Þessi kolefnisvöxtur hverfur hins vegar á um það bil viku tima, ef menn taka inn magnesium og það segja visindamennirnir að bendi til að þeir hafi rétt fyrir sér. Tilraunir hafa verið gerðar með að ala rottur með bæði magnesium- og kaliumskort en þá hefur það sýnt, að það er ekki nóg að gefa þeim kalium til að fjarlægja kolefni úr blóðinu. Það þarf einnig magnesium. (JGK) Vilja að Lúðvík leysi deiluna Þó, Reykjavik —Á stjórnarfundi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sem haldinn var 20. febr úar, var samþykkt að óska eftir þvi við sjávarútvegsráðherra, að hann beitti sér fyrir þvi, að yfir- standandi togaradeila verði leyst svo fljótt sem unnt er. Ennfremur segir i samþykkt- inni, að áframhaldandi stöðvun togaranna muni auka enn meira á erfiðleika sjávarútvegs og fisk- iðnaðar i landinu. Það er skoðun stjórnar S.H., að islenzkt at- vinnulif hafi orðið fyrir svo miklum áföllum á siðustu timum, að einskis megi láta ófrestað að leysa þessa deilu, og þar með stuðla að þvi að bæta úr þeim erfiðleikum, sem þjóðin á nú við að etja. Beðið um deild handa sykursjúku fólki við Akureyrarsjúkrahús Aðalfundur Samhjálpar, félags til varnar sykursýki, var haldinn á Hótel K.E.A. sunnudaginn 18. febrúar s.l.. Formaöur félagsins, Gunnlaugur P. Kristinsson, minntist látins félaga, Gunnars Karlssonar, sem lézt af slysförum i siöasta mánuði. Þá fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf. 1 skýrslu formanns kom fram, að stjórnin hafði á árinu ritað heilbrigðismálaráðu- neytinu bréf, þar sem óskað var eftir, að i viðbótarbyggingu sjúkrahússins hér verði gert ráð fyrir, að aðstaða verði til að taka á móti sykursjúku fólki. Þá upp- lýsti hann einnig, að göngudeild fyrir sykursjúka mundi stofnuð við Landspitalann á þessu ári, og von sé bráðlega á þýddum bækl- ingi um sykursýki. Þá fór fram stjórnarkosning og samþykkt reikninga. t stjórn fé- lagsins eru: Gunnlaugur P. Kristinsson formaður, Eirikur Sigurðsson ritari, Jóhann Bjarmi Simonarson gjaldkeri, Þóra Franklín og Elin Jónsdóttir með- stjórnendur. A fundinum flutti Baldur Jóns- son læknir erindi um sykursýki i börnum og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Moka upp loðnunni á tveimur stöðum ÞÓ, Reykjavik — Ekkert lát er á loðnuveiöinni við Austur- og Suð- austuriand. Siðasta sólarhringinn voru bátarnir einkum á tveim veiðisvæðum, annars vegar á svæðinu umhverfis Hvalbak og hins vegar við Skaftárós. 1 fyrri- nótt og i fyrramorgun var góð veiði við Hvalbak, en loðnan dreifði sér,er leið á daginn, siöan þétti hún sig aftur þegar fór að dimma. Fengu þá margir bátar þarna góð köst. Nú virðist loðnan hafa dreift sér þarna aftur, enda virðist hún nú hafa tekið stefnuna á Lónsbugt, en oft kemur fyrir að hún dreifir sér á meðan hún gengur frá Hvalbak upp að land- inu. A veiðisvæðinu við Skaft- árósa hefur verið mjög góð veiði i tvo sólarhringa — sama hvort það cr á nóttu eða degi — loðnan er þarna mjög nálægt landi, og hafa margir bátarnir fyllt sig i einu kasti. Frá þvi klukkan 10 i fyrra- morgun til klukkan 15 i gær, til- kynntu 27 loðnubátar um afla til loðnulöndunarnefndar. Flestir fóru bátarnir til hafna við Faxa- flóa, en þó nokkrir fóru til Aust- fjarða. Þessi skip tilkynntu um afla: Jón Garðar GK 230 tonn, Ásberg RE 280, Ljósfari ÞH 210, Fylkir NK 110, Harpa ÞH 310. Seley SU 250. Fifill GK 300. Gissur hviti SF 270, Hilmir SU 230, Keflvikingur KE 270, Helga 2. RE 250, Guðrún Jónsdóttir 1S 240, Bergur VE 200, Jón Helgason AR 130. Ársæll Sigurðsson GK 180, Gullberg VE 140, Magnús NK 200, Gunnar Jónsson VE 130, Þórður Jónasson EA 220, Skinney SF 240, Hrönn GK 220, Gisli Arni RE 350, Rauðsey AK 300, Vörður ÞH 270, Þorkatla 2. GK 230, Ólafur Sigurðsson AK 240, Grimseyingur GK 250, Esjar RE 300 og tsleifur VE 260. Þór Magnússon heldur hér á einni hinna gömlu mynda á sýningunni. Hún sýnir gamla verbúð i Þorláks- höfn. öxarárfoss, sem allir kannast við af mynd. Sennilega er þetta ein fyrsta myndin, sem tekin var af honum. Gamlar Ijósmyndir og Ijósmyndavélar á sýningu í Þjóðminjasafninu í tilefni af 110 ára afmæli þess, sem er í dag Erl, Reykjavík — I dag á Þjóðminjasafn íslands 110 ára afmæli, og í tilefni af því, verður haldin í boga- salnum sýning á gömlum myndum, felstum frá því fyrir aldamót. Þjóðminjasafnið hóf snemma söfnun mynda, og á nú mikiðsafn. Eru þær allar vandlega flokkaðar og skráðar, og taldi Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, að skráðar manna- myndir í eigu safnsins muni nú vera um 40.000 talsins, og filmurog plötur í eigu þessséu ekki langt frá 400 þúsundum. Langflestar myndanna eru komnar i eigu safnsins á þann hátt, að gamlar Ijós- myndastofur hafa lagt upp laupana, og safnið þá fengið myndasafn þeirra. Allar myndir sem safninu berast, eru skráðar og að- gangur að þeim gerður mjög auðveldur, enda eru þær mikið notaðar til eftir- töku, einkum af út- gefendum og blaða- mönnum. Þær myndir, sem á sýningunni eru , eru aðeins örlitið brot þess fjölda, sem safnið á yfir að ráða. Þar eru milli 50 og 60 stækkanir, gerðar af Leifi Þorsteinssyni i Myndiðn eftir plötum safnsins, auk þess sem þar eru einnig all- margar mannamyndir i hópi hinna elztu, og myndir af fyrstu hérlendu ljósmyndurunum. Þeirra fyrstur til að læra mun hafa verið Helgi Sigurðsson frá Jörfa, einn aðalhvatamaðurinn að stofnun safnsins. Hann kom heim frá námi árið 1846 og hafði þá lært til ljósmyndunar. A sýningunni má lita mynd af honum og einnig af föður hans, sem er eina myndin, sem hægt er að ganga út frá sem nokkurn veginn visu, að Helgi hafi tekið. Þá eru og þarna myndir af öðrum gömlum Ijósmyndurum eins og t.d. Sigfúsi Eymundssyni, Tryggva Gunnarssyni, Jón Chr. Stefánssyni, og sr. Siggeiri Páls- syni á Skeggjastöðum, sem lærði ljósmyndun i Noregi veturinn 1856-57, en hann er talinn hafa tekið myndina af sr. Guttormi Pálssyni i Vallanesi, sem þarna er til sýnis. Er það elzti Islend- ingur, sem mynd er varðveitt af, svo að vitað sé, en hann var fæddur 1775. Þá eru og þarna myndir af öðru 18. aldar fólki, og má þar nefna mynd að Þuriði Hallgrfmsdóttur, konu sr. Jóns Þorsteinssonar i Reykjahlið, en frá þeim er mikill ættleggur kominn. Þvi er hennar getið hér, að á sýningunni iiggur einnig frammi kafli úr bréfi frá dóttur hennar, Jakobinu Jóns- dóttur Thomsen, konu Grims, þar sem hún segir frá myndatökunni. Bréfið er dagsett 18. nóv. 1867, og getur Jakobina þar þess, að hinn 15. október þá um haustið hafi verið á ferðinni á Bessa- stöðum einn „photograph”, hvern hún hafi beðið að mynda móður sina. Eru siðan lýsingar á þeim tilfæringum, sem viðhafa þurfti, og segir siðan orðrétt: „Sýndist hún engin eftirköst hafa af þessu, svo hún gerði ráð Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.