Tíminn - 24.02.1973, Side 28

Tíminn - 24.02.1973, Side 28
*......... ■» Laugardagur 24. febr. 1973. > & EignaSALA Eigna SK,PT' markaðurinn Aðalstræti 9 Simi 2-69-33 Miðbæjarmarkaðurinn Hlégarður * '—''iQamlrnmncalir •'Samkomusalir til leigu fyrir: Arshátiöir, Þorrablót, fundi, ttH^él ráðstefnur, afmælis- og ferm- rp ingarveizlur. Fjölbreyttar veitingar, stjórir og litlir salir^- stórt dansgólf. Uppl. og pantan- ’ir hjá húsverði i sima 6-61-95. „GOÐI L JL fyrir yóöan niat $ KJÖTIDNADARSTÖD SAMBANDSINS Á myndinni er bæjar- stjóri Hafnarf jarðar, ásamt ýmsum þeim sem hafa unnið að nýja skipulaginu. Talið frá vinstri: Björn Árnason, bæjarverkfræðingur, Friðþjófur Sigurðsson, formaður skipulags- nefndar, Kristinn ó. Guðmundsson, bæjar- stjóri, Gunnar H. Ágústsson, hafnarstjóri, Helgi Jónasson, fræðslustjóri, og Jóhann G. Bergsson, deildar- verkfræðingur. Sjá bls. 3 Timamynd: G.E. Bandaríkjamenn hefja á ný loftárásir í Laos NTB, Víentiane — Tak- markaðar sprengjuárásir með bandarískum orustu- þotum hafa verið hafnar á ný á skotmörk í Laos sam- kvæmt beiðni Souvannah Phouma forsætisráðherra landsins, að þvi er fregnir frá Bandaríkjamönnum herma. Phouma ásakaði skæruliða- hreyfingu Pathet Lao og her- sveitir Norður Vietnama i landinu um itrekuð vopnahlésbrot. Starf nefndar styrjaldaraðila gengur hægt NTB-Saigon. Harðir bardagar geisuðu á hálendi Suður-Vietnam i gær, samkvæmt fregnum frá suðurvietnömsku herstjórninni. Nefnd styrjaldaraðila, sem skipuð var fyrir þrem vikum, hefur enn ekki hafið störf vegna ágreinings um formsatriði. Talsmaður herstjórnarinnar kvað Norður-Vietnama og Þjóð- frelsihreyfingu hafa notað stór- skotalið i árásum á suðurviet namskar stöðvar i Pleiku, Kontum og Darlac, en árásunum hafi verið hrundið með stórtapi þeirra fyrrnefndu. Forseti Suður Vietnam, Nguyen Van Thieu sagði i ræðu á fundi i Saigon á föstudag að kommúnistar hygðust hefja nýtt stjórnmálalegt strið i landinu þrem til sex mánuðum eftir að allur bandariskur her væri á brott þaðan. Thieu sagði að Norður-Viet- namar hygðust reyna að afla kommúnistum yfir milljón at- kvæða i næstu kosningum með þvi að senda fjölskyldur hermanna sinna til S-Vietnam. Samkvæmt friðarsamningunum bera Saigon- stjórnin og Bráðabirgða- byltingarstjórn Þjóðfrelsishreyf- ingarinnar sameiginlega ábyrgð á að efna til kosninga i landinu. Nefnd styrjaldaraðila, þ.e. fulltrúa Bandarikjanna, Norður- og Suðurvietnam og Þjóðfrelsis hreyfingarinnar, hafði i gær ekki heldur getað ákveðið hvernig næsta þætti fangaskiptanna skyldi hagað, enda þótt allir striðsfangar eigi að hafa verið látnir lausir fyrir miðvikudag. Rogers vongóður um árangur af friðarráðstefnu NTB-Washington. Nixon Banda- rikjaforseti ræddi i gær við ráð- gjafa sinn Henry Kissinger og William Rogers utanrikisráð- herra um alþjóðlegu friðarráð- stefnuna um Vietnam, sem hefst i Paris á mánudag. Rogers fer til Parisar i dag ásamt William Sullivan sérfræð- ingi utanrikisráðuneytisins i málum Austur-Asiu. Rogers kvaðst i gær ætla að dveljast viku i Paris og bjóst við að árangur næöist á friðarráðstefnunni innan skamms tima. A ráðstefnunni er ætlunin að tryggja að vopnahlés- samningarnir frá 27. janúar verði virtir. Þátttakendur á ráðstefnunni verða fulltrúar Bandarikjanna, Norður- og Suður-Vietnam, bráðabirgðabyltingarstjórnar i Suður-Vietnam, Kanada, Ung- verjalands, Indónesiu, Póllands, Frakklands Stóra-Bretlands og Sameinuðu þjóðanna. Asakanirnar voru bornar fram á fundi með fulltrúa Pathet Lao, Phoumi Vongvichit. Fundi þeirra var lýst sem stuttum og form- legum, en hann var haldinn eftir að Souvannah Phouma hafði ásakað andstæðingana um að hafa notfært sér að srepngjuárásum Bandarikja manna hefði verið hætt þegar vopmahlé gekk i gildi. A fundinum kvaðst Phouma biðja Bandarikjamenn að hefja aftur árásir ef Pathet Lao og N - Vietnamar héldu áfram vopna- hlésbrotum. Vongvichit á að hafa varaö við þvi að Bandarikja- menn hæfu á ný sprengjuárásir, það yrði talið alvarlegt vopna- hlésbrot. Tilkynnt var um 59 vopnahlés- brot Pathet Lao á föstudag. 1 flestum tilfellum er um að ræða eldflaugaárásir á stöðvar rikis- stjórnarinnar sunnan Krukku- sléttu. „Við höfum ekki ráð á að hætta á neitt" segir ísraelsstjórn NTB, Tel Aviv. Sérfræðingar leituðu i gær aö ferðritanum úr libisku farþegavélinni, sem Israelsmenn skutu niður yfir Sinaieyðimörk á miöviku- dag, i von um að upplýsingar á honum gætu skýrt hverjar væru raunverulega orsakir hins dapurlega atburðar, sem kostaði 106 manns lifið. Moshe Dayan varnarmála- ráðherra gaf utanrikis- og öryggisnefndum skýrslu um tildrög þess að israelskir orustuflugmenn skutu vélina niður. Margir israelskir áhrifa- menn hafa látið i ljós von um að þessi dapurlegi atburður verði ekki til að ástandið i Mið-Austurlöndum versni eða hindri viðleitni i þá átt að finna friðsamlega lausn deilu- málanna. Golda Meir forsætisráð- herra býst um þessar mundir til farar til Washington, þar sem hún mun hitta Nixon 1. marz. Þótt ýmsir þjóðarleiðtogar hafi látið orð falla um at- burðinn á miðvikudag, hefur engin formleg ásökun borizt til Israelsstjórnar, og ekkert bendir til þess að hið góða samband Israels og Banda- rikjanna hafi beðið tjón, að þvi er fulltrúar utanrikisráðu- neytisins i Tel Aviv sögðu i gær. Svo virðist sem afdrif libisku farþegaflugvélarinnar hafi fengið á almenning i Israel, einkum þar sem svo mörgum mannslifum var á glæ kastað. En margir muna eftir fjöldamorði palestiu- skæruliða á Lod flugvelli og morði israelsku ólympiu- keppendanna i Miinchen i fyrra. Svo virðist sem fólk taki þá skýringu rikisstjórnar- innar góða og gilda að Israelsmenn hafi ekki ráð á að hætta á neitt. Danskir dátar fallbyssufóður lendi þeir á móti sovézkum hersveitum NTB-Kaupmannahöfn Danskir dátar verða aðeins fallbyssufóður verði þeir að lokinni niu mánaða þjálfun sendir gegn sovézkum her- sveitum með tveggja ára járnharða þjálfun að baki. Þessi ummæli lét fyrrverandi yfirmaður Nato á norðurhluta aðildar svæðis bandalagsins, brezki hershöfðinginn Sir Walter Walker,i blaðaviðtali i Jyllands- posten i gær, en þar gagnrýnir hann varnarmálasamþykkt, sem gerð var i danska þinginu i sið- ustu viku. — Hvernig getur Nato sent hersveitir til Danmerkur ef fyrirfram er vitað, að það er til- gangslaust, og það er það ef varnir Danmerkur eru ekki nægi- legar öflugar til að hrinda árásum þar til liðstyrkur kemur á vettvang. Walker segir i viðtalinu að hernaðarlegt ástand Danmerkur og Noregs sé mikilvægt fyrir öll vestræn lönd. Og hin nýja varnar- málasamþykkt Dana sé á „tak- mörkunum að vera leyfileg”, en þar er gert ráð fyrir niu mánaða herskyldu. Walker bendir á að 18 mánuðir séu algjör lágmarks- herskylda að dómi allra hernaðarsérfræðinga. — Að minu áliti er timi til kominn, að Danir og Norðmenn komi lagi á sin eigin mál eða afturkalli bannið gegn þvi að Natoherlið verði i löndum þeirra. Brezki hershöfðinginn bætir við, að Skandinavia sé viðkvæmasti bletturinn I aóildarlöndum hernaðarbandalagsins. Líbíumenn mótmæla við bandaríska sendiráðið NTB, Tripolí — Hópur Lí- bíumanna réðst að banda- ríska sendiráðinu í Trípólí i fyrrakvöld og brenndu bandariska fánann í mót- mælaskyni við atburðinn á Sínaíeyðimörk á miðviku- dag. Fre'ttir frá Egyptalandi herma, að israelsku orustuþoturnar, sem notaðar voru i skotárásinni á libisku farþegaflugvélina, séu af Phantom gerð og framleiddar i Bandarikjunum. Minni mót- mæaaðgerðir voru viðar i Tripóli Sendiráðið var lokað i gær og hingað til hefur ekki reynzt kleyft að komast að hve mikið tjón unnið var á byggingunni i i fyrra- kvöld. Einn bilstjóranna, sem starfa hjá sendiráðinu,staðfestir að fáninn hafi verið tekinn niður og brenndur og gluggar brotnir i sendiráðsbyggingunni. Fregnir frá Kairó herma að kistur þeirra rúmlega hundrað manna, sem fórust á miðvikudag, hafi i gær verið afhentar egypzkum yfirvöldum við Súez- skurð og þeim ekið til Kairó. Trú- lega verður útför þeirra gerð i Kario. Meðal þeirra, sem létust, var kona að nafni Salwa Hegazi, vinsæl meðal milljóna egypzkra sjónvarpsáhorfenda fyrir barna- þætti sina, hún átti að stjórna barnatima i sjónvarpi i gær.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.