Tíminn - 24.02.1973, Side 27
Laugardagur 24. febr. 1973.
TÍMINN
27
0 Brúðhjón
að velja, slikt var úrvalið. Að
lokum ákváðu þau, að loknum
löngum samræðum þeirra Jóns
og Veigars á fagmannamáli að
taka þarna útvarpssamstæðu án
fóns, sem kostaði rúmlega 44
þúsund krónur. 25 þúsundirnar
frá Timanum gengu upp i sem
fyrsta afborgun, en eftir-
stöðvarnar greiða þau Jón og
Bryndis i tvennu lagi, i seinna
skiptið um mánaðamótin júli—
ágúst. Tækjunum var nú komið
heim, en á eftir skyldi haldið á
Hótel Esju og snætt þar i boði
hótelsins.
Kampavín og krásir
Ekki voru þau Bryndis og Jón
fyrr komin inn úr dyrunum á
Hótel Esju, en Sigurður Haralds-
son veitingastjóri tók á móti þeim
og afhenti þeim að gjöf blómum
skreytta kampavinsflösku frá
hótelinu. Fylgdi hann siðan
hjónunum til veitingasalar, þar
sem Pétur Sturluson inspektor
tók við þjónustunni. Hann visaði
þeim til sætis úti við glugga, þar
sem fá má góða yfirsýn yfir
sundin og til Esjunnar. En þegar
hér var komið sögu var orðið
dimmt og ekkert tungl, svo að
útsýnisrómantikin lenti fyrir ofan
garð og neðan. En það bætti allur
innri aðbúnaður margfaldlega
fyrir. Skemmtileg lýsing þægileg
músik, falleg borð og góðir stólar,
—■ allt þetta hjálpaðist að þvi að
gera kvöldið ánægjulegt ásamt
hinum framúrskarandi mat og
góðu þjónustu, sem siðar mun
verða sagt frá.
Úr mörgu var að velja á mat-
seðlinum og þvi erfitt valið. Þau
Bryndis og Jón ákváðu að prófa
rétt, sem nefnist undur hafsins,
en það eru margs konar sjávar-
réttir, steiktir i ofni. Auk þess
fengu þau sér Uxakótelettu Mont-
holon með sveppum, tómat,
bökuðum kartöflum og öðru til-
heyrandi. Þessu fylgdu svo við-
eigandi borðvin og á eftir fengu
þau glóðarsteikta ávexti.
Allt var þetta vel og rösklega
fram borið og þjónustan öll með
afbrigðum góð, enda virtust þau
hjónin njóta kvöldsins vel.
Að afloknu borðhaldi var þeim
svo boðið kaffi i svitu hótelsins,
jafnframt þvi að skoða hana.
Kaffið smakkaðist að sjálfsögðu
ágætlega þarna i glæsilegri svit-
unni, klæddri palisander i hólf og
gólf, laglegri lýsingu og eldrauðu
teppi á gólfinu, sem fór vel við
blátt áklæðið á djúpbólstruðum
og sérlega þægilegum stólunum.
Þarna var kjörið að „slappa af”
og láta fara vel um sig eftir
matinn, og kaffið og koniakið jók
á velliðanina.
En þar kom, að ekki var til setu
boðið. Nýr starfsdagur var að
morgni hjá þeim báðum, og innan
tiðar fer Jón Hjörtur austur á
Skeiðarársand að leggja veg
heim til konunnar sinnar, en hún
er frá Hofi i öræfum, eins og áður
hefur verið sagt frá, en hann
vinnur hjá Vegagerðinni. Þvi var
haldið heimleiðis á 10. timanum,
þar sem Jón Hjörtur réðist strax i
að taka upp nýju tækin og tengja
þau. Það gekk furðu fljótt og vel,
en þó þurfti öðru hverju að lita i
leiðarvisinn, sem með fylgdi, en
þar er allt sýnt á einkar glöggan
hátt.
Loksin þegar tengingum öllum
var lokið og skrúfað frá hljómaði
lestur annars passiusálms úr
hátölurunum út yfir stofuna. Það
getur þvi enginn sagt með sanni,
að kaupin á útvarpinu séu óguð-
leg. enda sannar þessi guðiega
rödd, að svo er ekki.
Eftir að hafa hlustað á drottins
orðið, kvöddum við blaðasnápar,
með kærum þökkum fyrir
ánægjulegt kvöld, og góðum
óskum um bjarta framtið, sem
við einnig erum vissir um, að
allir sem þetta lesa, senda
þessum elskulegu og yfirlætis-
lausu brúðhjónum.
—Eri
© Iþróttir
legasti badmintonspilari i dag,
með frábæra tækni, sem hann
hefur tamið sér frá unga aldri, en
hann hóf að leika badminton mjög
ungur. Sigurður er margfaldur
unglingameistari. 1 vetur sigraði
hann sitt fyrsta meistaraflokks-
mót er hann vann Harald
Korneliusson i úrslitum á haust-
móti T.B.R. Hann tók þátt i
Norðurlandamóti i vetur ásamt
Haraldi. Sigurður er maður
framtiðarinnar, sem verður
örugglega mikið i sviðsljósinu
næstkomandi ár.
Tilhögun landsleiksins á
laugardaginn er mjög góð með
tilliti til áhorfenda, þ.e. að aðeins
einn leikur fer fram i einu og
leikið á sérstökum velli, sem
komið verður upp þvert á gólfið i
Iþróttahöllinni. Er ekki að efa, að
hér gefst bezta tækifæri til að
fylgjast með þessari skemmti-
legu og fögru Iþrótt, sem
Islendingum hefur boðizt.
Eins og áður sagði, eru mót-
herjar okkar mjög sterkir, en
islenzkir badmintonmenn hafa
tekið miklum framförum á
undanförnum árum og er þvi
fróðlegt að sjá hvernig þeim
gengur gegn hinum sterku and-
stæðingum.
© Ljósmyndir
fyrir að fara i kirkju næsta
sunnudag með okkur og verða til
altaris. Sira Þorgrfmur i Múla
messaði hér. A sunnudags-
morguninn þann 20. okt. settist
hún upp, eins og vant var, en
kvaðst þó eigi mundu treysta sér i
kirkju”.
Það hefur þvi ekki verið seinna
vænna, að mynda þessa miklu
ættmóður, en hún léztþetta haust.
Þá eru á sýningunni kaflar úr
fleiri bréfum frá fyrstu árum
islenzkrar ljósmyndunar, sem
sýna glögglega hve mikla
nýjung þarna hefur verið um að
ræða, að geta allt i einu horft
framan i sjálfan sig.
Flestar Reykjavikurmyndirnar
eru teknar af Sigfúsi Eymunds-
syni eða mági hans Daniel
Danielssyni, en þeir voru um-
svifamestir ljósmyndara hér Þá
eru og þarna myndir annars
staðar að af landinu, teknar af
ýmsum.
Gamlar myndavélar eru einnig
á sýningunni m.a. ein geysistór
og mikil, sem talið er að Pétur
Brynjólfsson hafi átt, og önnur
sem Jón Guðmundsson i Ljár-
skógum átti. Eru vélar þessar
eins og vönduðustu mublur,
harðviðarklæddar og gylltar.
Skemmtilegust er þó eins konar
stereomyndavél, sem danskur
ljósmvndari, sem hér tók myndii;
átti. Henni fylgir og sýningarkikir
fyrir myndirnar, sem vélin tók,
en það eru tvær i einu skoti, sin
fyrir hvort auga. Fleiraer þarna
forvitnilegt.
Sýningin stendur yfir næsta
mánuðinn, og verður opin á
laugardögum, sunnudögum,
iriðjudögum og fimmtudögum
frá kl. 13.30 — 16.00.
AuglýsHf
iTimamun
Finnsku tónlistarmennirnir, sein halda tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 20.30.
Finnskirlistamenn
í Norræna húsinu
Erl-Reykjavik. — ,Tveir finnskir
tónlistarmenn munu halda tón-
leika i Norræna húsinu á morgun,
sunnudag 25. febrúar kl. 20.30.
Tónlistarmennirnir eru Erkki
Rautio, sem leikur á selló, og Ralf
Gothoni pianóleikari. Þeir hafa
báðir farið viða um hcim i hljóm-
leikaferðir, og koma hingað frá
Noregi, þar sem þeir héldu tón-
leika með sömu efnisskrá, og þeir
flytja hér, og hlutu mjög lofsam-
lega dóma fyrir.
Erkki Rautio er prófessor við
Sibeliusarakademiuna i Helsinki,
og þar starfar Ralí Gothoni
einnig. Eins og áður sagði, hafa
þeir haldið hljómleika viða um
heim, bæði sjálfstæða, og sem
einleikarar með hljómsveitum.
Þá hefur Gothoni og farið viða
sem undirleikari með finnskum
söngvurum, m.a. lék hann undir
hjá Tarju Valakka á Listahátið-
inni hér i fyrra.
A efnisskránni eru verk eftir
Richard Strauss, Claude De-
bussy, Edvard Grieg og Matti
Rautio, en hann er bróðir Erkki
Rautio, sem leikur á sellóið.
Aðgöngumiðar að tónleikunum
eru seldir á kaffistofu Norræna
hússins og við innganginn, og
kosta kr. 200.
Þá má og geta þess, að á næst-
unni verður hér staddur Ole
Falck teiknikennari og blaða-
maður. Hann mun halda tvo
fyrirlestra i Norræna húsinu,
fimmtudag 1. og laugardag 3.
marz, og einnig mun hann fara til
Akureyrar og halda fyrirlestur
þar. Þá kemur og til greina, að
haldin verði myndasýning, á
meðan á dvöl hans stendur.
Rafvirkjar
Danskur banki gaf 10 þús. d. kr.
heppilegur timi fyrir islenzka
iðnaðarmenn yfirleitt að
hagnýta sér þetta úrræði i sinni
kjarabaráttu. A grundvelli
þessa rekstursfyrirkomulags
tryggja iðnsveinar sér allan
afrakstur vinnu og fjármagns
og útilokað er að nokkurt arðrán
af vinnu geti átt sér stað. Með
þessu móti sameina iðnsveinar i
eiginhöndum bæði fjármagn og
vinnu og gerast ábyrgir og sjálf-
stæðir þátttakendur i fram-
leiðslulifinu. Með tilkomu slikra
félaga dreifist valdið og
lýðræðisleg skipan ketnst á
rekstur atvinnuveganna.
Hannes tók fram, að hin þjóð-
félagslega afstaða félags eins og
þessa er sú, að það stendur
ávallt með launþegum i kjara-
baráttunni og i þeirri baráttu á
félag af þessu tagi alltaf að sitja
sömu megin við samninga-
borðið og fulltrúar verkalýös-
félaganna, en ekki með
fulltrúum atvinnurekenda.
Asgeir Eyjólfsson var kjör-
inn formaður rafvirkjadeildar
félagsins á stoínfundinum.
Hann sagði að hann vonaðist til
að starfsemin gæti hafizt sem
fyrst, en hvenær það verður er
enn óráðið. Enn er of snemmt að
segja um hvort rafvirkjar úti á
landi taki virkan þátt i starf-
seminni, en greinilegt sé, að
nokkur áhugi riki meðal raf-
virkja i stærri kaupstöðum.
Aðrir i stjórn rafvirkja-
deildarinnar eru Eyþór Steins-
son, Guðbrandur Benediktsson,
Guðmundur Magnússon og
Ingvar Elisson.
Formaður almennu deildar-
innar var kjörinn Hannes Jóns-
son. Oó
BANKASTJÓRN Útvegsbanka
tslands hefur borizt bréf frá
Kjöbenhavns Handelsbank þar
sem tilkynnt er, að hann hafi
greitt inn á reikning bankans 10
þúsund danskar krónur, sem Út-
vegsbankinn er beðinn um að
ráðstafa til hjálpar vegna eld-
gossins i Heimaey.
Bankastjórnin hefur afhent
bæjarstjórn Vestmannaeyja gjöf
þessa, sem nemur 152.980.00
islenzkum krónum, með ósk um,
að henni verði ráðstafað i sam-
ræmi við óskir gefanda.
24,32% verðlagsuppbót
Kauplagsnefnd hefur reiknað
kaupgreiðsluvisitölu fyrir tima-
bilið 1. marz til 31. mai 1973, sam-
kvæmt kjarasamningi 4. des. 1971
og samningi fjármálaráðherra og
Kjararáðs Bandalags starfs-
manna rikis og bæja 19. des. 1970.
Er þessi kaupgreiðluvisitala
124,32 stig og skal samkvæmt
þessu greiða 24,32% verðlags-
uppbót á grunnlaun á nefndu
timabili. Kemur þessi verðlags-
uppbót i stað 17,00% uppbótar,
sem gildir til febrúarloka 1973.
BIBLIUDAGUR 1973
sunnudagur 25. febrúar
BLÓMASALUR
VÍKINGASALUR
KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7.
BORÐAPANTANIR I SIMUM
22321 22322.
BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.
J