Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 24. febr. 1973. TlMlW 13 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tlmans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: sími 18300. Askriftagjald 225 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 15 kr. eintakið Blaðaprent h.f. - Hækkanirnar Miklar kaup- og verðhækkanir koma til sögu nú um mánaðamótin. Til viðbótar hinni um- sömdu grunnkaupshækkun, verða allmiklar launahækkanir af völdum kaupgreiðsluvisitöl- unnar. 1 kjölfarið koma svo miklar verð- hækkanir á landbúnaðarvörum og margar fleiri verðhækkanir, sem hljótast af þvi vixl- hækkanakerfi, seríl hér hefur verið i gangi um langt skeið. Vafasamt er hver gróði launþega verður af þessum kauphækkunum. Gylfi Þ. Gislason hef- ur oft talað óskynsamlegar en þegar hann sagði, að visitölubætur veittu launþegum enga raunverulega kjarabót, heldur fleiri krónur. En þótt hagnaður launþega geti orðið vafa- samur, eykst byrði atvinnuveganna verulega og til eru þau atvinnufyrirtæki, sem munu gef- ast upp að mestu eða öllu. Þegar svo er komið, getur verið skammt til atvinnuleysis, nema gripið verði til gengisfalls, eða einhverra vand- ræðaráðstafana. Rikisstjórnin hefur gert sitt til að hamla gegn þessari öfugþróun. Hún hefur reynt að ná samkomulagi á Alþingi um að sett yrði svo- kallað þak á kaupgreiðsluvisitöluna og þannig yrði dregið úr hækkunaröldunni. Þegar það tókst ekki, gerði hún tilraun til þess að draga úr henni með þvi að leggja til, að tæp tvö stig yrðu felld úr visitölunni vegna siðustu hækkana á áfengi og tóbaki. Það náðist ekki heldur sam- komulag um það. Hækkanirnar munu þvi skella á atvinnuvegina með fullum þunga. Það var vitað, að vissir forustumenn verka- lýðssamtakanna myndu beita sér gegn þeim skerðingum, sem rikisstjórnin hefur lagt til, að yrðu gerðar á kaupgreiðsluvisitölunni. Hins vegar hefði mátt vænta þess, að stjórnarand- stöðuflokkarnir styddu þessar tillögur rikis- stjórnarinnar vegna afstöðu þeirra til hlið- stæðra mála, þegar þeir voru i rikisstjórn. Þvi var hins vegar siður en svo að heilsa. Þegar frumvarpið um, að hækkun áfengis og tóbaks kæmi ekki inn i kaupgreiðsluvisitöluna, taldi Jóhann Hafstein það svo fráleitt, að hann skor- aði á forsætisráðherra að draga það til baka. Svipuð var afstaða Gylfa Þ. Gislasonar. Þar með voru örlög frumvarpsins ráðin. Forystumenn atvinnuveganna geta fært Jó- hanni og Gylfa þakkir fyrir þær byrðar, sem leggjast á atvinnufyrirtækin vegna áfengis- og tóbakshækkunarinnar. Þar hafa þeir gott dæmi um þá baráttu, sem nú er háð af Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum til að styrkja grundvöll atvinnulifsins og nægrar atvinnu i landinu. Óhæfuverkið Menn setti hljóða, þegar arabisku skæru- liðarnir myrtu iþróttamennina frá ísrael i Munchen. Sá verknaður var fordæmdur um allan heim og stjórn ísraels var vottuð samúð á margvislegan hátt. Það er sorglegt til þess að vita, að nú hafa ísraelsmenn gert sig seka um sizt minni glæp, þar sem þeir skjóta niður far- þegaflugvél, sem hefur villzt af leið. Eftir slik- an verknað er erfitt fyrir ísraelsmenn að for- dæma flugvélaræningja. Það er ekki minnst óhugnanlegt, að stjórn ísraels skuli afsaka verknaðinn. Framkoma hennar i þessu máli bendir lika til alls annars en að hún vilji sættast við Araba. Þ.Þ. Viðtal við rússneskan rdðherra: Brottflutningur sovézkra borgara til annarra landa Sérstakar reglur gilda um endurgreiðslu ndmsstyrkja llótcl Moskva í Moskvu. Af hálfu tsraelsmanna hefur því verið haldið fram, að yfirvöld Sovét- rikjanna torvelduðu Gyð- ingum að fara frá Sovét- rikjunum með þvi að heimta af þeim há brott- farargjöld. Af háffu stjórnar . Sovétrikjanna hefur þessu veriö mótmælt og sagt, að cngar sérreglur giltu um Gyðinga. Þær reglur næðu hinsvegar til allra Sovétborgara, að þeir yrðu að endurgreiða náms- kostnað eftir vissum reglum. í eftirfarandi grein, gerir rússneskur ráðhcrra, B.T. Sjumilin, grein fyrir þessum reglum i viðtaliö við fréttamann frá rússnesku frétta- stofnuninni APN; FRÉTTAMAÐUR APN átti eftirfarandi viðtal við B.T. Sjumilin, aðstoðarinnanrikis- ráðherra Sovétrikjanna um reglur varðandi brottför sovézkrar borgara til varan- legs aðseturs erlendis: Að undanförnu hefur borgaralegur áróður, fjand- samlegur Sovétrikjunum, einkanlega áróður Zionista, beinzt að reglum, sem gilda i Sovétrikjunum um brott- flutning sovézkra borgara til varanlegrar dvalar erlendis. Ég vil fyrst a f öllu benda á, að þessi lög gilda um alla borgara landsins án tillits til þjóðernis. En vikjum nú að umræðuefninu. Sú staðreynd, að einstakir borgarar óska af ýmsum ástæðum, einkanlega per- sónulegum, að flytjast til annars lands, brýtur ekki i bága við sovézk lög. Umsóknir um brott för er fjallað um af réttum aðilum i samræmi við lög og eru þær venjulega samþykktar. Þrátt fyrir það ætla rikin sér ekki að reka neina góðgerðastarfsemi gagnvart fólki, sem rikið hefur veitt verulegar fjár- hæðir til mennta, né gagnvart þeim rikjum auðvalds- landanna sem þetta fólk hyggst flytjast til. Þetta fólk geturfarið frá Sovétrikjunum, eftir að hafa endurgreitt að hluta eða til fulls.kosntað við æðri menntun, sem það hefur hlotið á kostnað rikisins, enn- fremur kostnað við sérþjálfun æðrivisindamanna og sér- fræðinga. EINS OG kunnugt er, er æðrimenntun i Sovétrikjunum ókeypis og auk þess fá stúdentar námsstyrki. Þess vegna er endurgreiðsla kostnaðar við menntun mjög eðlileg og i þágu alls al- mennings að þvi er varðar sósialisku rikin. Á Vesturlöndum er reynt að rangfæra eðli þessara rétt- mætu ráðstafana, sem eru hreint innanrikismál Sovét- rikjanna. Orðrómi er dreift um, að endurgreiðslur vegna menntunakostnaðar séu teknar án tillits til aldurs, heilsufars, starfsaldurs og annarra einstaklingsbundinna atriða. Svo er ekki. Samkvæmt þeim reglum, sem nú gilda i Sovélrikjunum, eru karla, sem náð hafa sextugsaldri og konur sem eru orðnar 55 ára, svo og heilsuveilir, að fullu undan- þegnir þvi að endurgreiða rikinu þessi útgjöld. Við endurgreiðslu menntunar- kostnaðar er tekið fullt tillit til starfsaldurs manna. Karl- menn, sem hafa starfað 25, 15 og 8 ár og konur, sem hafa unnið 20, 12 og 6 ár, eru undan- þegin endurgreiðslu i hlutföll- unum 75, 50 og 25 prósent. Fólk, sem hefur numið við æðri stofnanir á eftirnám- skeiðum eða námskeiðum fyrir hermenn, greiðir aðeins 50 prósent menntunar- kostnaðarins og utanskólastú- dentar greiða aðeins 25 prósent. Þar að auki er sumt fólk leyst frá endurgreiðslu- skyldunni með tiiliti til efna- hags síns. Þannig hafa 530 manns verið undanþegnir greiðslu menntunarkostnaðar af þeim, sem að undan- förnu hafa fengið leyfi til að flytjast brott. Ég vil enn leggja áherzlu á, að reglurnar um brottflutning til útlanda eru nákvæmlega þær sömu fyrir alla borgara, hvert sem þjóðerni þeirra er. Ekkert tillit er heldur tekið til hvaða lands menn ætla aö flytjast til, að undanskildum þó sósialisku rikjunum, og ný- frjálsu ríkjunum. Endur- greiðslu menntunarkostnaðar til rikisins er ekki krafizt af sovétborgurum, sem flytjast til sósialisku landanna. Þessi sérréttindi byggjst á þvi, hvers eðlis samskipti sósialisku landanna og Sovét- rikjanna eru, sem ákvörðuð eru af hagstæðum samningum. FOLK, sem yfirgefur Sovét- rikin af ýmsum ástæðum, t.d. vegna þess að það giftist borgurum annarra landa. Sovézk löggjöf er vilhöll sliku fólki og leysir það frá endur- greiðslu að verulegu leyti. Gerðar eru sérstakar undan- þágur varðandi endurgreiðslu menntunarkostnaðar, ef um er að ræða fólk, sem gifzt hefur borgurum frá þróunar- löndunum og er það yfirleitt að fullu laust við peninga- greiðslur. Þannig eru útgjöld vegna menntunar endurgreidd með ýmsum hætti, þar sem tillit er tekið til margvislegra atriða og kringumstæðna. Athyglisvert er i sambandi við það fólk, sem flytur frá Sovétrikjunum til varanlegrar dvalar i öðrum löndum, að i reynd ná endurgreiðslu- ákvæðin aðeins til tiunda hluta þess, vegna þess að megnið af þeim, sem flytjast brotthefur hvorki æðri mentun sé aðra sérmenntun. BORGARALEGUR áróður gerir mikið veður út af þvi að borgurum af gyðingakyni sé ekki leyft að yfirgefa Sovét- rikin. Ég get upplýst, að árið 1972, var 95.5 prósent fólks af gyöingaættum, sem sótti um leyfi til að flytjast til tsrael, veitt brottfararleyfi. Aðrar umsóknir eru i athugun. Hömlur eru '.agöar á þá, sem hafa sérstaka hernaðar- þjálfun eöa,ef störf þeirra varða hagsmuni rfkisins. Siik ákvæði eru mjög tiðkuö á alþjóðavettvangi og eru i sam- ræmi við tillögur SÞ. Alþjóðlegur samningur um mannréttindi (3. kafli, grein 12) geriri einmitt ráð fyrir að slikar takmarkanir séu nauðsynlegar til verndar rikisleyndarmálum. Eftirfarandi staðreyndir eru einnig eftirtektarverðar: Æ fleiri borgarar af gyðingaætt- um, sem sækja um leyfi til að flytjast til Israel og fá það, hætta við að nota það. Þannig notuðu yfir 2000 manns á árinu 1972 ekki leyfi, sem veitt hafði verið til brottflutnings frá Sovétrikjunum. ( Þetta fólk hafði ekki æðri menntun) Hundruð fyrrverandi sóvét- borgarar, sem fluttust til tsrael á ýmsum timum i zionista,,paradisina” þar. hafa sent umsóknir um leyfi til að snúa aftur til Sovét- rikjanna, t.d. J. Gait, I. Gold- blat, I. Fleisher og fleiri. or nýverið hafa komið aftur tiHands okkar. Þannig er hið raunsanna ástand i sambandi við brott flutning sovézkra borgar til varanlegrár dvalar i öðrum löndum. tAPN)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.