Tíminn - 24.02.1973, Side 23
Laugardagur 24. febr. 1973.
TÍMINN
23
Tekið á æfingu i Lindarbæ. Sviðsbúnaður er ekki kominn upp. Sigmundur örn sem steinaldarmaður að
éta fisk, umkringdur konum á flestar hiiðar. Hann kemur fram sem hálfgerð raggeit i leiknum, en staö-
reyndin er bara sú, að hann er nokkrum milljónum ára á undan hinu steinaidarfólkinu og hefur þroskað
mcð sér hættuskyn! Frá vinstri: Halla Guðmundsdóttir, Sigmundur, Kristin Magnús og Herdis Þor-
valdsdóttir. —Timamynd, Gunnar.
Þjóðleikhúsið í fyrsta
sinn með barnaleik-
rit út á land
Stp, Rcykjavik. — Hvað vita börn almennt um sköpunarsögu stjörnu-
kerfis okkar, jarðarinnar og mannsins? Er það ekki af fremur skornum
skammti? Erfitt er að geta sér til um þaö. En hvað sem þvi liður, þá
mun næsta fátt um islenzkar bækur um þetta efni, sem aðgengilegar
eru börnum. Engu ákveðnu verður slegiö fram um það hér, en áreið-
anlcgir menn álita, að þær séu engar. Er þá ekki kominn timi til aö
svipta hulunni af hinu mikla furðuverki, leyndardómum fortlöarinnar.
Nokkrir leikarar úr Þjóðleik-
húsinu eru meðal þeirra, sem
telja, að eigi sé ráðlegt að halda
börnum i þessari óvissu lengur,
og sé nú mál að linni þessu
ófremdarástandi. Þvi tóku þeir
sig til og löbbuðu sig niður i
Lindarbæ, (þeim.sem ekki eru
kunnugir i Reykjavik, skal það
sagt, að Lindarbær er eitt af
mörgum samkomuhúsum hér i
borg, og er nánast i seilingarfjar-
lægð frá Þjóðleikhúsinu). Nú, nú,
eins og karlinn sagði, — leik-
ararnir löbbuðu sig sem sé niður i
Lindarbæ, hérna skömmu fyrir
jól, og hugðu á leiksmið um
þróunarsögu mannsins og jarðar-
innar.
Svo maður fari nú ekki að
spinna lopann of langan, þá hefur
þessi fimm manna hópur ásamt
aðstoðarfólki unnið baki brotnu
að þessu verki siðan þá. Þau hafa
samið leikritið sjálf, svona smám
saman, og mun þetta vera eitt af
örfáum leikritum, sem þannig
hafa orðið til. Forkólfur er Kristin
Magnús, og er hún jafnframt leik-
stjóri. Mun hún hafa orðið fyrst til
þess hér á landi að fara af stað
með ,,impróviseringar”. Var það
fyrireinum 11 árum, og hefur hún
siðan unnið mikið að sliku. Aðrir
íeikendur eru Sigmundur örn
Arngrimsson, Halla Guðmunds-
dóttir og Herdis Þorvaldsdóttir.
Hópurinn hefur fyrir nokkru lokið
smið verksins og æfir það nú af
kappi fimm daga vikunnar frá kl.
eitt til fjögur .siðdegis.
Fleiri koma við sögu við gerð
leiksins. Má þar fyrst nefna þá
fóstbræður Árna Elvar og Hrafn
Pálsson (spiluðu saman i hljóm-
sveit um 20 ára skéið). Þeir
semja i sameiningu lögin, sem
leiknum fylgja, og er Hrafn jafn-
framt textahöfundur. Þá sér Arni
og um ýmis leikhljóð. Leikmuni
og búninga hefur Birgir Engil-
berts gert, en leikmynd er unnin
af nemendum i Handiða- og
myndlistarskólanum.
Við brugðum okkur á æfingu
hjá hópnum á dögunum og fylgd-
umst með, er leikarar, fóru ham-
förum i hinum ólikustu gervum.
Aður en lengra er haldið, er rétt
að vekja athygli á þvi, að frum-
sýning á verkinu er ákveðin n.
marz n.k. Hvar hún verður, er
ekki ákveðið, en það verður ein-
hvers staðar úti á landi. Ætlunin
er að sýna verkið út um allt land,
Frumsýnt 18. marz
og er það sérstaklega ætlað börn-
um frá 6 ára og upp úr, — þvi full-
orðnir geta vafalaust einnig haft
gaman af þvi.
Er þetta i fyrsta sinn, sem
Þjóðleikhúsið fer með barnaleik-
rit út á land. Barnaleikrit þau,
sem Þjóðleikhúsið hefur áður
verið með, hafa nefnilega öll ver-
ið það viðamikil, að vandkvæðum
hefur verið bundið að fara um
með þau. En um þetta leikrit
gegnir öðru máli, — það er allt
mjög laust og liðugt og létt i með-
förum. Leikritinu hefur verið
gefið nafn Furðuverkið.
Fyrsta atriði leiksins var rétt
að hefjast, er við skutumst inn úr
dyrunum. Verið var að syngja
upphafssönginn og Arni Elvar
tróð orgelið (liklega er ekki hægt
að tala um að troða rafmagns-
orgel). Leikararnir eru léttir i
spori, hýrir og ferskir á sviðinu.
Þeir eru að sýna tilkomu stjörnu-
kerfisins og jarðarinnar, skv.
nýjustu tölum, er talið, að jörðin
hafi orðið til fyrir einum 5 þúsund
milljónum ára. Siöan rekur hvert
atriðið annað, fyrst verður frum-
an til, siðan koma fiskarnir,
skriðdýrin og fuglarnir, apamenn
og^teinaldarmenn. Leiknum lýk-
ur einmitt á steinaldarstiginu og
sýnir fjölskyldu, sem er að fikra
-sig áfram með hinar ýmsu
„nýjungar”, eins og hvernig
steikja má kjöt á eldi.
Það er ljóst, að hér er eitthvað
ferskt og skemmtilegt á ferðinni.
Leikararnir bera það með sér,
sem og andrúmsloftið allt i
Lindarbæ.
Stjörnukerfið — Jörðin — Fruman —
Fiskurinn — Fuglar — Skriðdýr —
Apamenn — Steinaldarmenn
OHNS-MANVILLE
glerullareinangrurt
••••••
••••• ■
«••••*
•••••-
jHjjj er nú sem fyrr vinsælasta og
örugglega ódýrasta glerullar-
jjjjjj einangrun á markaðnum í
::j:j: dag. Auk þess fáiS þér frían
jjjjjj álpappír með. Hagkvæmasta j,
jjjjj: einangrunarefnið í flutningi. I’r
jjHjj Jafnvel flugfragt borgar slg.
imil MUNIO
f alla einangrun
*♦••••
•♦•*•♦
jjiji: Hagkvæmir greiSsluskilmálar.
iilÍH Sendum hvert á land_
Ífnii *«m er.
4F
/
///::::«
/. // tzzzix
7// /
JÖN LOFTSSON HF.
Hringbraut 121 ® 10 600
••••••••••**
Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag
OMEGA
Nivada
©
nOAMER
JUpina.
PICRPOflT
Magnús E. Baldvlnsson
Laucavrgi 12 - Simi 22104
Við velium PUnlflð
þaS borgar sig
-
IHOltaÍ - OFNAR H/F.
< Síðumukx 27 . Reykjavík
Símar 3-55-55 og 3-42-00
»1 SSfJ
atlam ti<
Magnús
E. Baldvlnsson
Laugavegi 12 - Sími
sson J
i 22B04^fl
-=-25555
/^14444
\wim
BILALEIGA
IIVEUFISGÖTU 103
V-WJSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn
VW9manna-Landrover 7manna