Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 25

Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 25
Laugardagur 24. febr. 1973. TÍMINN 25 HVER VILL VERÐA FANGELSISSTJÓRI? Auglýst eftir manni, sem vill læra fangelsisstjórn ÞÓ, Reykjavik — Nú á aö senda islending i fyrsta skipti utan til aö læra fangelsisstjórn, og hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytiö þegar auglýst eftir umsækjend- um, sem síðan verður valið úr. Ætlazt er til að umsækjendur hafi háskóla menntun. Þegar við- komandi hefur lokið námi er- lendis má búast við að hann verði gerður að fangelsisstjóra á Litla Hrauni, þar sem eflaust læiða enn nokkur ár þangað til nýja rikis- fangelsið, sein á að byggja nærri Reykjavik, verður risið. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri sagði i viðtali við blaðið i gær, að það væri gömul hugmynd að senda mann út til að sérmennta i fangelsisstjórn, enda væri þetta augljós nauðsyn. Hitt væri svo annað mál, að ekki hefði komizt skriður á þetta mál fyrr en nú siðustu mánuðina. Hann sagði, að fram til þessa hefðu menn á íslandi ekki verið undiirbúnir til fangelsisstjórnar, menn hefðu aðeins verið teknir eftir þvi, sem þeir hefðu boðizt. Þvi hefðu starfsmenn dómsmála- ráðuneytisins heitið sér nú, að ráða sérmenntaðan mann. Ennfremur sagði Baldur, að ekki væri ákveðið til hvaða lands viðkomandi sækti menntun sina, en að öllum likindum yrði það til Norðurlandanna eða Bretlands, og færi það að einhverju leyti eftir óskum umsækjanda. Ekki væri ákveðið enn við hvaða fangelsi maðurinn yrði ráðinn, það yrði annað hvort við Litla-Hraun eða rikisfangelsið, sem fyrirhugað er að byggja. Þó má frekar reikna með að maðurinn verði ráðinn i fyrstu viðLitla-Hraun, enda mun fangelsisstjórinn þarbráttláta af störfum fyrir aldurssakir. Vestmannaeyjasöfnunin: FRAAALAG USTAMANN ANNA YFIR 500 ÞÚS. KR. FRAMLAG myndlistarmanna til V’estmannaey jasöfnunarinnar verður ekki undir hálfri millj. kr. Endalegt uppgjör liggur ekki fyrir og eru jafnvel likur til að tekjur af sölu listavcrka og happ- drættism iöa reynist talsvert liærri. Sem kunnugt er efndi Félag islenzkra myndlistarmanna og Listasafn Islands til sölusýningar á listaverkum og gáfu 40 lista- menn um 80 verk á sýninguna. Sá háttur var hafður á um söluna, að lágmarksverð var á myndunum, en væntanlegir kaupendur gátu siðan boðið i þær og var hver mynd seld hæstbjóðanda. Helmingur myndanna á sýningunni seldist og komu mörg boð i margar þeirra. t sumar myndanna voru allt að 12 mis- munandi boð. Þá var happdrætti i sambandi við sýninguna og var dnegið þar um fjórar myndir. Dregið verður i happdrættinu i næstu viku. Valtýr Pétursson, formaður Félags isl. myndlistar- manna, sagði i gær, að happ- drættið verði ekki gert upp fyrr en um það ieyti sem dráttur fer fram. Er þvi ekki hægt að segja með vissu hve tekjur af sýningunni verða miklar enn sem komiö er. Einnig seldist nokkuð af veggspjöldum, sem Kristján Daviðsson gerði og rennur ágóði af þeirri sölu einnig til Vest- mannaeyjasöfnunarinnar. Ágætaðsókn var að sýningunni, t.d. komu um 1400 manns fyrri helgina sem hún var opin. Þeim myndum sem ekki seldust á sýningunni verður skilað til gefendanna aftur. OÓ. SOFNUN I FULLUM GANGI í SVÍÞJÓÐ SKÖMMU eftir að Vestmanna- eyjagosið hófst, gekkst Fyns Amts Avis fyrir fjársöfnun til hjálpar tslendingum i samvinnu við fslenzka ræðismanninn i Svendborg, H.I. Ilansen for- stjóra. „íslendingar hafa ekki gengið manna á mcðal og beðið um hjálp”, sagði hlaðið, er það hóf fjársöfnunina, ,,en þessar náttúruhamfarir eru svo geig- vænlegar og afleiðingar þeirra fyrirsjáanlega svo miklar, að það er ekki aðeins þessi eini kaup- staður, sem beðið hefur afhroð, heldur öll isienzká þjóðin”. „Með aðdáun höfum við hlustað á fregnir af æðruleysi og hugarró Islendinga, er þeir horfast i augu við það, er ekki verður spornað gegn, og geiglaus þrautseigja verkanaannanna, sem snúa aftur til fiskvinnslustöðvanna i háska- legu nágrenni við glóandi hraunið, er vellur úr eldfjallinu, vekur hrifningu. Einmitt þetta að þessi hug- rakka bræðraþjóð okkar skuli á slikri stundu ekki biðja neinn neins, hefur orðið mjög mörgum hvöt til þess að bjóða fram lið- veizlu, og það gildir ekki sizt i Svendborg, þar sem tengslin við Island eru miklu meiri en flestir gera sér grein fyrir i fljótu bragði. Höfnin i Svendborg stendur og fellur með viðskiptunum við Island — innflutningi og út- flutningi. Meginhluti allra vöru- skipta Dana og íslendinga fer um böfnina i Svendborg, og þaðan kom lika frumkvæðið að þessari fjársöfnun. Það var islenzki ræðismaðurinn, H.I. Hansen for- stjóri, sem bar fram uppá- stunguna og lagði sjálfur á borðið fimmtiu þúsund krónur danskar, en A.E. Sörensen, forstjóri eins skipafélagsins, jók þegar við fimm þúsund krónum”. Þegar söfnunin hafði staðið um hrið, birti þetta sama blað grein um mikilvægi Islandsvið- skiptanna fyrir Svendborg. Þrir fjórðu hlutar allrar vöru, sem þar er fermd eða affermd, er tengd þeim. Þetta er ýmist vara, sem Danir kaupa af Islendingum eða Islendingar af Dönum, eða þá varningur, sem þar er umskipað á leið til Islands eða frá Islandi. „Þannig er Svendborg hin islenzka viðskiptahöfn' i Dan- mörku”, segir blaðið. Þaðan kemur mjög mikið af fóðurvöru, sem Samband islenzkra samvinnufélaga kaupir, og eru þau viðskipti raunar grundvöllur þess, hve mikil tengsl eru á milli Islands og Svendborgar. Þær vikur eru fáar, sem ekkert af skipum Sambands islenzkra samvinnufélaga hefur viðkomu i Svendborg. Helgafell, Arnarfell, Hvassafell, Mælifell, Skaftafell og Disarfell eru skips- heiti, sem þar koma kunnuglega- fyrir sjónir. Það eru einmitt þessi skip, sem tryggja hafnarverka- mönnunum i Svendborg fulla vinnu, auk allra annarra gagns- muna, sem Fjónbúar hafa af við- skiptunum við Islendinga. — Það yrði Svendborg mikill hnekkir, ef við misstum af Islandsviðskiptunum, segir H.I. Hansen, islenzki ræðismaðurinn. Þá sortnaði i álinn hjá okkur. Nú hefur sortnað i álinn hjá Islendingum vegna eldgossins i Vestmannaeyjum, og það var mérmikil ánægja að geta farið til fyrirtækis mins og fengið heimild til þess að leggja fimmtiu þúsund krónur danskar i söfnunina hjá Fyns Amts Avis. Ég geri mér miklar vonir um, að þessi söfnun beri mikinn ávöxt, þvi að ég finn glöggt hug fólks. Það ætti að stuðla að góðum árangri, að þessi liðveizla er utan og ofan við allt stjórnmálaþref, auk þess sem fiestir bera vinarhug til bræðra- þjóðarinnar i úthafinu og dást að þreki þessa stolta fólks andspænis þungu áfalli. Við hefðum lika kinokað okkur við að biðja tslendinga um hjálp, ef eitthvað áþekkt hefði dunið yfir okkur. Og nú erum það við, sem fáum tæki- færi til þess að hjálpa vinum, sem eiga i vök að verjast, sagði ræðis- maðurinn. —JH. Vestri fermdur saltflskl ÞÓ, Reykjavik— Flutningaskipið Vestri kom til Vestmannaeyja i gærmorgun og var fermdur salt- fiski. Atti skipið að taka allan þann saltfisk, sem eftir var i Eyj- um, en i gærkvöldi var talið, að fiskurinn kæmist ekki allur um borð i skipið. Vestri fór frá Vest- mannaeyjum i gærkvöldi. Saltfiskurinn, sem Vestri tók, var uppháflega geymdur i þurrk- FULLORÐIN kona slasaðist i hörðum bilaárekstri i gærmorg- un. Meiddist hún á höfði og viðar, en ekki var búið að kanna meiðsl hennar til fulls i gær, en hún ligg- ur á Borgarspitalanum. Slysið varð kl. 8,30. Cortinubil var ekið vestur Skúlagötu og í Eyjum húsinu á Uröunum, en þegar hraunið tók að siga i átt að hús- inu, var fiskurinn fluttur yfir i Vinnslustöðina. Skafbylur af norðvestri var i Vestmannaeyjum i gær. Um tima snjóaði þó nokkuð, og þegar litið er yfir bæinn, virðast gjallhaug- arnir aðeins vera saklausir snjó- skaflar. árekstri beygði til vinstri i átt að Baróns- stig i veg fyrir Morris sendiferða- bil, sem var á leið austur Skúla- götu. Bilarnir skemmdust báðir mikið, sérstaklega Cortinan. Kona sem sat i framsæti sendi- ferðabilsins kastaðist fram og slasaðist illa. OÓ fci /^SINNUI LENGRI LÝSIN n neOex 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar tramleiddar fyrir svo langan lýsingartima) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Bcrgstaðastr. 10A Simi 16995 Flogið livern laugardag Verð (Cairo) frá kr. 26.347 liýður yður i ógleynianlega‘ ferð til Nilar. Þar dveljist þér meðal ævaloriira forn- uiinja og liinna lieimsfrægu pýra- m ida. Ilalið samband við ferða- skrifsiofu yðar. EGVPTfllR Unitcd Arab Airlines Jernbanegade 5, I)K 1608, Köbenhavn V, Tlf. (01I128746 IfRÍMERKI — MYNT Kaup — *ala Skrifið eftir ókeypis| vörulista. Frí m erkj amiðstöðin Skólavörðustíg 21 A| Reykjavík VELJUM ÍSLENZKT~/W^ ÍSLENZKAN IÐNAT Menntamálaráðuneytiö Kynningarfundir um frumvörp til laga um grunnskóla og skólakerfi verða sem hér segir: 1. Aö Leikskálum, Vik i Mýrdal, sunnudaginn 25. febrúar, kl. 15.00- 2. 1 Sclfossbiói mánudaginn 26. febrúar, kl. 20.30. Framsögumaður á fundunum verður Birgir Thorlacius wsmmm Leikfimikennarar Sökum veikindaforfalla vantar leikfimi- kennara nú þegar að barnaskóla og gagn- fræðaskóla Garðahrepps. Upplýsingar gefa skólastjórar i simum 42193 og 42756. Skólanefnd. Árshátíð Átthagasamfaka Héraðsmanna verður haldin á Hótel Loftleiðum (Vikingasalnum) föstudaginn 2. marz og hefst með borðhaldi kl. 19. Aðgöngumiðar verða seldir i Bókv. Sigfúsar Eymunds- sonar i Austurstræti, laugardaginn 24. febr. mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. Miðarnir verða einnig seldir sömu daga i söluturninum á Barnónsstig 27 (simi 1 46 33) og auk þess einnig þar á sunnudaginn 25. febr. Verð kr. 800.00. A sömu stöðum fást einnig miðar, er gilda að dansleik, er hefst að afloknu borðhaldi, væntanlega um kl. 22.30. Verö kr. 300.00.Salnum verður lokað kl. 23.30. öllum Héraðsbúum, sem staddir kunna að vera i bænum, er heimil þátttaka. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.