Tíminn - 24.02.1973, Side 18

Tíminn - 24.02.1973, Side 18
18 TÍMINN Laugardagur 24. febr. 1973. Þegar Philippa var aö leggja af stað til Parisar, kom babb i bát- inh, þvi aö Philippa vildi vera i siðbuxum á leiðinni. — Siðbuxum, — lafði Candida var hneyksluð. — Það gera allar stúlkur núna, — sagði Philippa. — Það eru ekki allar stúlkur i siðbuxum, og þú verður þaö alls ekki. Philippa varð loks að láta undan,þviaölafðiCandida hótaði að láta hana ekki hafa tuttugu pundin, sem hún haföi lofað að gefa henni i farareyri. Samt sem áður vildi lafði Candida ekki fylgja henni á járnbrautarstöð- ina. — Hún heldur, að hún sé að refsa mér, — sagði Philippa. Og það voru bara Hugh og Caddie, sem kvöddu hana við Parisarlest- ina. — Og sægur af stelpum, — sagði Hugh. — Það var enginn sægur. Það voru bara átta, — sagði Caddie. — Ég hef aldrei heyrt annan eins hávaða á ævi minni. — Hugh og Caddie tóðu hlið við hlið hjá klefadyrunum, en Philippa veitti þeim litla athygli. — Nema til þess að gera gys að okkur, — sagði Hugh. — Þetta er Hugh, litli bróður minn, en barnið með freknurnar er Caddie. — Þetta eru þakkirnar, sem við fáum fyrir að fylgja henni. Við skulum fara, —'sagði Hugh,, en Caddie var ófáanleg til þess. — Philippa er bara að reyna að láta taka eftir sér. Þú veizt, hvað hún vill alltaf láta mikið á sér bera, — sagði Caddie. — Og hún verður að hafa einhvern að veifa til. Aliir hinir hafa pabba eða mömmu, bæði pabba og mömmu, — sagði Caddie. Þegar þau komu heim, fannst þeim ibúðin skuggalegri og tóm- legri en nokkru sinni fyrr, og Gwyneth var að vandræðast út af skólafötunum þeirra. Hershöfðinginn bað mig að hafa þau til handa ykkur, en ég veit ekki, hvað þið eigið að fara með, — sagði Gwyneth i ráðaleysi. — Ég veit það ekki. Mamma ykkar var alltaf vön að sjá um þetta. t Stebbings hafði tekið undir i húsinu þrisvar á ári: — Ó, mamma ekki nafnmiða, ekki einu sinni á vasaklútana. — Þetta eru tennisboltarnir minir. — Caddie, ekki nema tvö pund af sælgæti. Að taka til föt fyrir sumarleyfið var bæði mikil vinna og vanda- söm: Þykk föt, þunn föt; iþrótta- búningur og stigvél, hvitar peys- ur, hvitir leistar, tennisföt, bolta- net, sundbolir. — Verðið þig að hafa allt þetta dót? spurði Gwyneth. — Nei, það veit sá, sem allt veit, — sagði Hugh. — Jú, — sagði Caddie. —• Ef ég hefði getað farið burt i viku, — hafði Fanney sagt við Rob. — Fyrst til málaflutningsmannanna og að siðustu til Darrells. Bar til að undirbúa þá. — En i þetta eina skipti, sem hún talaði við Darrell kom hann fram við hana eins og ókunnuga konu. — En það var vit- leysa, hrópaði Fanney. — Já, ég er sek, en ég get ekki verið ókunnug. Það var Darrell, sem var orðinn eins og framandi. Fanneyju hafði aldrei dottið i hug, að hann gæti verið svona ellilegur og torkennilegur. Rob haföi sagt: — Vertu ekki að hitta hann. Það er fallegra af þér. — Ég get ekki sýnt gæzku. Ég verð að berjast vegna barnanna. — Það er ekki til neins. — Ef hann lofaði okkur að hafa þau, þó ekki væri nema hálfan timann. — Hann gerir það ekki, sagði Rob. — Hann verður. En Darrell var ófáanlegur. ,,Þú áttir völina, það var allt og sumt, sem hann sagði. — Nei, ég valdi þetta ekki. Þetta náöi valdi yfir mér. En Darrell, sem hún þekkti ekki lengur fyrir sama mann, skellti skollaeyrum við öllu, sem þessi ágenga, ókunnuga kona ætlaði að seg'ja. — Börnin min, sagði Darren ai ásettu ráði. Philippa, Hugh, Caddie. Þar sem hann var Darr- ell, varð hann að vera réttlátur, og fara samvizkusamlega eftir skipun dómarans. — Þau geta heimsótt þig við og við”. Stuttar heimsóknir. Hann vildi gjarnan bæta þvi við, hugsaði Fanney með sér og hún gat skilið það. Hún hafði fengið bréf frá Darr- ell, sem hann hafði skrifað, með- an réttarhöldin stóðu yfir. ,,Þvi bréfi mundi hún aldrei geta gleymt, en hún gat ekki svarað þvi. —■ ,,Ef ég hefði svarað þvi, mundi ég hafa farið heim”. Þvi að hann ásakaði hana ekki, aðeins grátbændi hana. — Það er ekki einungis ég sjálfur, sem ég er að hugsa um, heldur börnin. Nei, ég er að hugsa um sjálfan mig, skrif- aði Darrell. — Þú ert eiginkonan min. Hinn maðurinn.... 1 augum Darrells yrði Rob alltaf hinn maðurinn, hjónadjöfullinn. Þú getur ekki sett heilan heim i hættu. ,,Hann er ekki lengur i hættu”, langaði Fanneyju til að hrópa. — , Hann er horfinn”. — Viltu ekki koma aftur? Geturðu það ekki? skrifaði Darrell. — Ég skal reyna að snerta þig ekki. Ef ég hefði vitað. — Og bréfið endaði á: — Ó, komdu, komdu, komdu. Fanney vissi ekki, hvað hafði gef- ið henni hörkuna til þess að rifa bréfið i sundur, hörku til þess að halda baráttunni áfram. — Philippa er komin á sautjánda ár. Þú getur ekki tekið ráðin af henni hafði hún sagt. — Ég býst við, að Philippa kjósi að vera hjá mér. — Ætli hún geri það? Þrátt fyrir Rob og kvik- myndirnar. Fanney braut heil- ann. Hún þekkti Philippu sina og þóttist vita, að hún mundi veita Darrell nýtt sár. Hugh? Þú getur ekkert, ekkert gert til þess að stia okkur Hugh i sundur hafði hún hreytti i hann. Það gaf honum tækifærið. — Get ég ekkert gert, — sagði hann. — Þú gleymir dálitlu. Það er ekki vist, að þau langi til þess að heimsækja þig. Fanney gat ekkert gert nema reynt að hugga sjálfa sig. ,,Ef ég hefði dáið”, hugsaði Fanney „mundu þau hafa komizt af, og Gwyneth verður kyrr”. Gwyneth hafði farið út á flug- völl án þess að Darrell vissi, til þess að kveðja Fanneyju, áður en hún fór til Milanó. Rétt áður en flugvélin lagði af stað, faðmaði Fanney Gwyneth að sér sem hún þekkti svo vel, þótt hún liti nú út eins og ókunnug kona i kápunni, sem hún hafði keypt i Lundúnum með gráu hanzkana, svörtu hand- töskuna og svarta hattinn með svörtu hattprjónunum, ströng og ákveðin á svipinn. ,,Guði sé lof fyrir, að þau hafa þig”, sagði Fanney, um leið og hún kyssti hana, og siðan örvæntingarfull „Gwyneth, láttu Hugh taka hlýju náttfötin sin með sér. Það er ennþá kalt, ó að skólamisserið skuli vera að byrja. Settu dósir með niðursoðnum pylsum og svinakjöti i matarkassann hans, en ekki tómt sælgæti. Sendu hon- um köku við og við”. Tárin runnu niður kinnarnar á Gwyneth. — Ég skal gera eins og ég get. Caddie er orðin nógu göm- ul til þess að sauma merkimiðana á sjálf. Hugh.. — Ég skal gera, eins og ég get. — Skrifaðu mér. — Ég er ekki dugleg að skrifa, en Gwyneth skrifaði samt. Nú las hún á lista Caddiar. „Þrjá röndótta ein- kenniskjóla. Einkennispeysur”. — Hvers vegna alltaf þessir fyrir- 1343 Lárétt 1) Ungviða.- 5) Brennsluefni.- 7) Samt. 9) Ólogið.-11) Totta.- 13) Islam.- 14) Vond.- 16) Burt.- 17) örgu.- 19) Mundar,- Lóðrétt 1) Gera storm.- 2) Jökull,- 3) Lausung,- 4) Gabb,- 6) Mjódd.- 8) Fugl,- 10) Leikara.- 12) Glingra,- 15) Nisti.- 18) 499. X Ráðning á gátu Nr. 1342 Lárétt 1) Læstri,- 5) Ævi.- 7) SS.- 9) ösku.- 11) Tár.- 13) Als,- 14) Aðal,- 16) At,- 17) Smáðu,- 19) Kannar,- skipuðu einkennisbúningar? hafði ||!| Philippa alltaf hrópað, um leið og pij$ hún stökk upp á nef sér. gpí: — Af þvi að stelpur finna alltaf upp á einhverri vitleysu, sagði £@: Hugh. |Í — Ég er búin að finna kjólana, íSi hélt Gwyneth áfram, en það þarf í;!;!;!;!; að sikka þá. 0, hamingjan góða. ÍÍS: Timinn er orðinn naumur. |:j:i — Ég get verið l' þeim þó að þeir séu stuttir”, sagði Caddie dauflega. — Og þá ertu ekkert ;;:;•;;;;; nema fótleggir. ;;;;;;;;;; — Uss, Hugh. Tvo ;;;;;;;;;; baðmullarkjóla.... Gwyneth færði ;;;;;;;;;; fingurinn niður eftir listanum, um ;;;;;;;;;; leið og hún las og gætti þess að S;>§: sleppa engu. Si;; — Kvöldkjólar eftir eigin vali. ií;; Hefurðu þá Caddie? — Ég er vax- g;;;;;; in upp úr þeim, tautaði Caddie. g;;;;;; Hún virtist vera að vaxa upp úr ;;;;;;;;í öllu. — Þá verðum við að kaupa SgSí þá, sagði Gwyneth. — Það er bezt, að þú farir i búðir á morgun. —j;;;;;;;;; Ein?spurði Caddie, og henni féll ;j;j;j;j;j allur ketill i eld. j;j:j;j;j! —• Við getum spurt lafði ijijijSj Candidu, hvort hún geti komið til j;j!j!j!j! okkar. — Ekki ömmu, — stundi j;j;j;j;j; Caddie. — Hún talar um mömmu ;j!j;j;j;j við alla. Komdu sjálf, sagði hún jíj;j;j; biðjandi rómi við Gwyneth. ijjjjjjjjj — Ég yrði ekki til neins gagns, íjjjjjjj ekki i svona búðum. Philippa jijSj-j; hefði átt að hjálpa þér, áður en :jjjjj!j;j hún fór”. jjjjjjjjjj — Hún er of upptekin af sinum j;j;j;j;j; eigin fötum, sagði Hugh. — jjjj|jjj Philippa er þannig gerð, að hún jjjjjjjjjj mundi aldrei reyna að ganga okk- jjjjjjjjjj ur i móður stað. — En hafði engar j;j;jjj;jj áhyggjur, Diddie min. Ég skal ;j;j;j;j;j velja fötin handa þér, sagði hann, jijijijí þvi það var góði gállinn á honum. jjjjjjjjjj Hann efndi loforð sitt. — Og það jjjjjjjjjj eru fallegustu kjólarnir, sem ég j;j;j;j;jj hef fengið á ævi minni, sagði Sjijijij Caddie. Hann hjálpaði mér lika til jijíijij; Lóðrétt 1) Lastar.- 2) Sæ.- 3) Tvö.- 4) Risa,- 6) Austur.- 8) Sáð,- 10) Kláða,- 12) Rasa,- 15) LMN,- 18) An. Gefðu mér tækifærí Þetta var slys En langt inni i skógunum og auðninni ræður hinn sterk- asti rikjum enn. | ^ \ risa nýjar borgir.. .. Tennishallir og sundlaugar, þar sem ættflokkarnir börðust. Frumstæð villimennska er enn- | til á afskekktum svæðum. Triangiarnir. 1.1 III ■ ■ Laugardagur 24. febrúar 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga 14.40 fsienzkt mál Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 15.00 A listabrautinni Jón B. Gunnlaugsson stjórnar þætti með ungu fólki. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Stanz Arni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn 16.45 Siðdegistónleikar 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Yfir kaidan Kjöl” eftir Hauk Agústsson Höfundur les (9) 18.00 Eyjapistili. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá Norðurlöndum Sig- mar B. Hauksson talar. 19.40 Bækur og bókmenntir Stefán Már Ingólfsson spjallar við Pekka Kaikumo sendikennara um finnska rithöfundinn Veijo Meri og lesinn verður kafli úr skáld- sögu hans „Manillakaðlin- um”. 20.00 Hljómplöturabb 20.55 „Gamansemi”, sma- saga eftir Damon Runyon Óli Hérmannsson islenzk- aði. Jónas Svafár les. 21.35 Gömlu dansarnir Walter Eriksson leikur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (6) 22.25 Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 24. febrúar 1973 17.00 Þýzka I sjónvarpi. Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 13. og 14. þáttur. 17.30 Skákkennsia Kennari Friðrik Ólafsson (Siðasti skákþátturinn aö sinni). 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 fþróttir. Ma. mynd frá landsleik Norðmanna og Austur-Þjóðverja i hand- knattleik. (Nordvision — Norska Sjónvarpið). Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og augiýsingar. 20.25 Heimurinn minn. Bandariskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. 20.50 Kvöldstund i sjónvarps- sal.Gunnar Gunnarsson, Jón A. Þórisson, Linda Bjarnadóttir og Steinþór Einarsson taka á móti gestum og kynna skemmti- atriði. 21.30 Báknið.Kvikmynd um óvenjulega flutninga, gerð þegar risavaxinn kjarnaofn var fluttur um þvert Ind- land eftir frumstæðum vegum. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Hreiður hefðarfólksins. Sovézk biómynd, byggð á atriöum úr skáldsögu eftir Ivan Turginief. Aðalhlut- verk Irina Kuptsjenko og Leonid Kulagin. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Miðaldra aðalsmaður kemur heim til Rússlands eftir nokkurra ára dvöl i Páris og Róm. Hjónaband hans hefur enzt illa. Hann er skilinn við konu sina og sökkvir sér niður i ýmis hugðarefni. Hann stofnar til kynna við unga stúlku, en brátt kemur i ijós að hann er bundnari sinu fyrra lifi, en honum var ljóst. 23.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.