Tíminn - 24.02.1973, Side 9
Laugardagur 24. febr. 1973.
TÍMINN
9
Aftur
kaup-
félagsbúð
á Bíldudal
LtKUR eru til þess, að Kaupfélag
Patreksfjarðar opni innan
skamms búð á Bildudal i húsa
kynnum þeim, sem Kaupfélag
Arnfirðinga átti áður.
Verzlunarrekstri Kaupfélags
Arnfirðinga var hætt á siðastliðnu
ári vegna örðugleika, er að þvi
steðjuðu. En nú er Kaupfélag
Patreksfjarðar að taka upp
þráðinn.
Framlag til
þjóðfrelsis-
hreyfingar-
innar
A FUNDI i norska stúdentasam-
bandinu 20. janúar 1973 afhenti
Albert Einarsson, fulltrúi
Vietnamnefndarinnar á tslandi,
fyrsta framlagið frá Vitnam-
söfnuninni, 1.000 dollara til FNL,
þjóðfrelsisfylkingarinnar i Suður-
Viet Nam. Fulltrúi bráðabirgða-
byltingarstjórnar lýðveldisins
Suður-Viet Nam, Phan Hoi, sem
aðsetur hefur i Osló tók við fénu.
Albert flutti stutt ávarp við
þetta tækifæri og skýrði frá Viet-
namstarfinu á tslandi og Viet-
namnefndinni, sem stofnuð var
s.l. haust. 1 svari sinu þakkaði
Phan Hoi þann stuðning, sem
bráðabirgðabyltingarstjórnin
hefur fengið frá Islandi.
Mannssaknað
28 ára gamals manns, Kristins
Isfelds, hefur verið saknað siðan
á þriðjudagskvöld, en þá sá
maður hann á gangi á Laugavegi.
Siðan hefur ekkert til mannsins
spurzt. Hann bjó á Hjálpræðis-
hershúsinu, en þangað hefur hann
ekki komið siðan fyrir helgi.
Jörundur
metleikur
JT
i
Færeyjum
JÖRUNDUR hundadagakonung-
ur fellur Færeyingum vel i geð.
Hefur leikurinn verið sýndur
tvisvar sinnum oftar en nokkur
annar sjónleikur i Færeyjum, og
eru sýningargestir orðnir tiu
þúsund. Mega þeir vel við una,
höfundurinn, Jónas Arnason, og
leikstjóri, Flosi Ólafsson.
Sýningar i Þórshöfn eru nú
orðnar þrjátiu., og nú um helgina
verða sýningar i Klakksvik. Þar
er að visu ekki neitt leikhús, en
Klakksvikingar gerðu sér hægt
um hönd og smiðuðu leiksvið i
fimleikahúsi, svo að hundadaga-
kóngurinn gæti stigið þar á
fjalirnar.
t næstu viku hefjast sýningar að
nýju i Þórshöfn.
ibúðarhús á Hvolsvelli, sem Kaupfélag Rangæinga lét byggja siðastliðið suniar og seldi fokhelt á kostnaðarverði. —Timamyndir: GE
Nærmynd af einu húsanna, eins og sjá má eru þegar komin tjöld fyrir glugga, þótt frágangi sé ekki lokið.
Framtak Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli:
FOKHELD EINBÝLISHÚS Á
LÁGU KOSTNAÐARVERÐI
ÞAÐ þættu sennilega
ekki slæm kjör i Reykja-
vik að eiga völ á rúm-
góðum einbýlishúsum
fokheldum, á innan við
sex hundruð þúsund
krónur. Þessu hefur
Kaupfélag Rangæinga á
Hvolsvelli gefið
mönnum kost á undan-
farin ár.
— Við byrjuðum á íbúðarhúsa-
byggingum árið 1971, sagði
Ólafur ólafsson kaupfélagsstjóri
við Timann i gær, og þá létum við
byggja tiu 112 fermetra hús, sjö á
Hvolsvelli og þrjú á Rauðalæk.
Þau voru gerð fokheld fyrir 499
þúsund krónur. Lóðirnar lögðu
sveitarfélögin til ókeypis, og eig-
endurnir, sem tóku við þeim fok-
heldum, höfðu sjálfir borgað
teikningar og rafmagnsinntak.
Þetta þótti gefast svo vel, að við
héldum áfram á sömu braut. 1
fyrrasumar reistum við sex hús á
Hvolsvelli, sem öll voru seld
fyrirfram. Þrjú þeirra voru af
sömu stærð og húsin 1971, 112 fer-
metrar, en þrjú 126 fermetrar.
Þessi hús gátum við gert fokheld
fyrir 543 og 585 þúsund krónur, en
þó er þess að gæta, að kaupendur
unnu nokkuð við þau sjálfir i sam-
lögum, svo að i rauninni hafa þau
verið nokkrum tugum þúsunda
dýrari, ef allt væri reiknað.
Svo höfum við sótt um tiu lóðir
á þessu ári, og þegar hefur verið
afráðið að byggja fimm til sex
hús hér á Hvolsvelli, en þau geta
sem sagt vel orðið tiu . Það er
sami maðurinn, Þorleifur
byggingarmeistari Guðmundsson
frá Þverlæk i Holtum, sem annazt
hefur byggingarnar frá upphafi,
og að sjálfögðu eigum við honum
að þakka, hve vel hefur tekizt til.
— Hvolsvöllur er byggðarlag i
örum vexti, sagði Ólafur að
Átján lestir í fyrstu ferð
ÞP. — Djúpavogi.Hér hefur verið
tekið á móti hálfu sjöunda
þúsundi lesta af loðnu. Er brætt af
miklu kappi, og um sextiu lestir
hafa verið frystar.
Nýtt skip, Hafnarnes, kom
hingað frá Siglufirði, og kom það i
fyrsta skipti inn af togveiðum
með átján lestir eftir tveggja
sólarhringa útivist, og þykir það
dágóð veiði. Eigandi skipsins er
hlutafélag, sem heitir Æðar-
steinn.
Aftur á móti hefur litið veiðzt á
linu að undanförnu.
lokum, og hér þykir gott að búa.
Kaupfélagið gegnir margþættu
hlutverki í héraðinu, og við höfum
talið rétt og skylt, að það stuðlaði
einnig að eðlilegum og æskilegum
vexti þorpsins hér. En i
hagnaðarskyni i venjulegum
skilningi er þetta ekki gert, þvi að
öll húsin eru seld á kostnaðar-
verði.
22-3-66
Aðalfasteignasalan
Austurstræti 14, 4. hæð.
Lögm. Birgir Asgeirsson
Söium. Hafsteinn
Vilhjálmsson
Kvöld- og helgarsími
8-22-19
Seljum fasteignir
HVAR SEM ER
f
Eigna $
markaðurinn f
Aðalstræti 9 „Miðbæjarmarkaðurinn’’ simatp 69 33 og„2 6904
Heimasimar: BirgirViðar Halldórsson siínBtt.6405 <t>
Kristján Knutsson simi 162 58 (jjJ
Lögmaður Guðjón Styrkársson hrl. ’jjFf A
& £ £) & & & Æ £ ð* & ^ <£> <£> £* ð*££* ^&£<£>'&^