Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.02.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Laugardagur 24. febr. 1973. Kunnur enskur knatt spyrnuþiálfari til Keflavíkurlíðsins óvæntasti ósigur i sögu enska bikarsins. Leikur liðanna, sem fór fram á heimavelli Colchester, Layer Hoad, vakti geysilega at- hygli, sérstaklega út af þvi, að sjö af leikmönnum 4. deildarliðsins voru yfir þritugt og nær útbrunnir knattspyrnumenn. En með ódrepandi sigurvilja tókst leik- mönnum Colchester að vinna 3:2. Leikmenn Colchester voru aftur i sviðsljósinu i ágúst 1971. Þá tókst þeim að vinna Watney Cup, keppni, sem tvö markhæstu liðin i deildunum fjórum leika i. Til úrslita léku Colchester og 1. deildarliðið W.B.A. Leikur lið- anna var æsi spennandi og var staðan 4:4 eftir framlengdan leik. Þá fór fram vitaspyrnukeppni, sem leikmenn Colchester báru sigur úr 4:3 og unnu þvi samtals 8:7. Colchester-liðinu var þá spáð miklum frama, en sá spádómur rættist ekki. Nú i dag er liðið neðarlega i 4. deild. Joe Hooley hefur ekki eingöngu þjálfað ensk lið. Hann var lands- liðsþjálfari Afrikulandsins Súdan i knattspyrnu s.l. sumar. Landslið Súdan lék á Olympiuleikunum i Mtinchen undir hans stjórn. Eins og sést á þessu, þá hafa Keflvikingar verið heppnir með þjálfara. Hooley hefur reynslu að baki, sem getur komið Kefl- vikingum að gagni. SOS. Ttminner : peningar | — þjálfar enska 4. deildarliðið Colchester. Þjálfaði Olympíulið Súdan s.l. sumar ENSKUIt ÞJALFAKI hcfur verið ráðinn þjálfari I. deildarliðs Keflavikur i knattspyrnu. Hann heitir Joc Hooley og er kunnur kn'attspyrnuþjálfari i hcimalandi sinu. Hooley kom hingað til landsins um siðustu lielgi og ræddi þá við lorráðamcnn iþróttabandalags Keflavikur. Ilann fór aftur utan á þriðju- daginn, en mun koma hingað aftur uin miðjan marz. Þá tekur hann við þjálfun Keflavikur- liðsins af fullum krafti. Joe Hooley þjálfar nú enska 4. deildarliðið Colchester, en hann hefur þjálfað það undanfarin tvö ár með misjöfnum árangri. Colc- hester, undir stjórn Hooley, var mikið i sviðsljósinu i Englandi i febrúar 1971. Þá sló liðið 1. deildarliðið Leeds út úr ensku bikarkeppninni, sem frægt er orðið. Tap Leeds er einn Joc llooley hinn nýráðui knaltspyrnuþjálfari Keflvikinga er kuiinur þjállari i Englandi. Hcr á myndinni sjást leikmenn Colehester á æfingu undir lians stjórn —en liann stjórnaði liðinu þcgar það vann Watney Cup. Firmakeppni Skíðaráðs Reykjavikur Keppt verður um 12. bikara KARFA LAUCl AIIDAGUH: Akureyri kl. 16.00 Þór - HSK. Seltjarnarnes kl. 19.00 Valur — UMFN Haukar — UMFS. SUNNUDAGUIl: Seltjarnarnes kl. 18.00. IK - UBK KR - ÍS ÍR — UMFN. FIRMAKEPPNI Skiða- íáðs Reykjavikur fer lram i dag kl. 14.00- Keppt verður i Bláfjöll- um og taka 120 fyrirtæki þátt i keppninni. Sú nýjung verður i keppn- inni, að keppt verðm’ i tveimur brautum sam- timis. Eins og áður fá fyrstu 12 fyrirtækin verðlaunabikara. Athygli skal vakin á, að ef veður verður óhagstætt i dag, þá mun keppnin fara fram á morgun (sunnudag) á sama tima og á sama stað. r AUÐUNN LEK SINN 25. LANDSLEIK — Stefán Gunnarsson og Bjarni Jónsson, léku sinn 30. landsleik gegn Dönum á fimmtudagskvöldið AUDUNN ÓSKARS- SON, hinn kunni hand- knattleiksmaður úr FH, lék sinn 25. landsleik i handknattleik á fimmtu- dagskvöldið/ þegar ísland lék gegn Dan- mörk i Ilanders. Auðunn er einn af okkar leik- reyndustu handknattleiks- mönnum i dag. Hann hóf að ieika með meistaraflokki FH 1961 og hefur leikið 213 með flokknum. Auðunn lék sinn fyrsta landsleik i marz 1966 gegn þáverandi heims- meisturum, Rúpieniu, i hand- knattSÉk. Leikurinn fór fram i Lao^»dálshQlliijni og lauk með sigrt^Rumena 16:15. Þá hefur Auðpnn leikið 7 sinnum með unglingalandsliði. Auðunn Óskarsson er 28 ára gamall rafvirki. STEFAN GUNNARSSON, hand- knattleiksmaður úr Val, lék sinn 30. landsleik á fimmtudags- kvöldið. Stefán, sem er 21 árs gamall múrari, lék sinn fyrsta landsleik 6. marz 1971 gegn nú- verandi heimsmeisturum i hand- knattleik, Rúmeníu. Leikurinn fór fram i Laugardalshöllinni og lauk með sigri Rúmena 22:18. Daginn eftir lék Stefán sinn annan landsleik og gerði Island þá jafntefli 14:14 gegn heims- meisturunum. Stefán hóf að leika með meistaraflokki Vals 1968 og hefur leikið 109 leiki með flokknum. Stefán Gunnarsson helur leikið 8 unglingalandsleiki og var hann fyrirliði unglingalandsliðsins, sem sigraði Norðurlandamótið i handknattleik 1970. Þá haíur Stefán leikið 3. leiki með Jarids- liðinu 23ja ára ogýngri. " ' * <r. ■. BJARNI JÓNSSÓN, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Islands i hand- knattleik, lék sinn 30. landsleik á fimmtudagskvöldið. Bjarni stundar nú nám i Danmörku og leikur þar með 1. deildarliðinu KFUM Árhus. Bjarni hóf að leika með meistaraflokki Vals 1967 og lék með flokknumþar tilhann fór til náms i tæknifræði 1971 i Árhus i Danmörku. Bjarni Jónsson lék sinn fyrsta landsleik 12. janúar 1969 gegn þáverandi heims- meisturum i handknattleik, Tékkóslóvakiu. Leikurinn fór fram i Laugardalshöllinni og lauk með sigri Tékka 21:17. Bjarni hefur leikið 5 unglinga- landsleiki. Þá hefur hann leikið einn leik með Reykjavikurúr- valinu i borgarkeppni gegn Kaup- mannahöfn. Iþróttasiða Timans óskar þess- uiijí þremur handknattleiks- ffi^inum til hamingju mcð arririgurinn, sérstaklega Auðunni Óskarssyni, sem fær gullúr HSI að launum. En það fá þeir leik- menn, sem hafa leikið 25 lands- leiki. —SOS. Ilér á myndinni sést Helga skora mark i leik KR og Vikings um s.l. helgi. —(Timamynd Róbert) Kvenfólkið í sviðsljósinu Þrír leikir verða leiknir í meistaraflokki kvenna á morgun. Fyrsti leikurinn hefst kl. 14.30 í Laugardalshöllinni ÍSLANDSMÓTIÐ i handknattleik kvcnna fer fram á morgun i Laugardalshöllinni. Þá verða leiknir þrir leikir og hefst fyrsti leikurinn kl. 14.30., eða á uppá- haldstima kvenfólksins. Valur og Vikingur mætast I fyrsta leikn- um, þá leika Fram og Breiðablik og siðan Ármann og KR. 1. deild kvenna er nú að verða hálfnuð og bendir allt til að það verði Valur og Fram, sem berjast um íslandsmeistaratitilinn. En þessi tvö lið hafa verið i sérflokki islenzkra kvennaliða undanfarin ár. Tveim liðum hefur farið mikið fram i deildinni i ár, þau eru hið unga lið KR og Vikingsliðið. Aður en kvennaleikirnir hefj- , ast, verður leikinn einn leikur i 2. deild karla. Þá mætast Þróttur og Akureyrarliðið KA. Hefst leikur- inn kl. 13.30. AuOunn Oskarsson sést hér skora i leik gegn Hamburger S: V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.