Tíminn - 01.04.1973, Side 19
Sunnudagur 1. april. 1973
TÍMINN
19
Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjaid 300 kr.
á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
.____________________________________________
Staðreyndirnar tala
I upplýsingagreinargerð nr. 5 um landhelgis-
málið, sem Hannes Jónsson, blaðafulltrúi
rikisstjórnarinnar hefur nýlega sent frá sér,
eru færðar sönnur á það með tilvitnun i
skýrslur og tölur landbúnaðar- og fiskveiði-
ráðuneytisins brezka, að brezkur sjávarút-
vegur er langt frá þvi að vera eins háður
veiðum við Islandsstrendur og á fjarlægum
miðum, sem haldið hefur verið fram af
brezkum málflytjendum i fiskveiðideilunni við
ísland.
Skv. tölum brezka ráðuneytisins kemur i
ljós, að meira en helmingur af bolfiskafla
Breta kemur af nálægum miðum, sem brezki
strandveiðiflotinn aflar. Árið 1969 var hlutur
hans i heildarafla Breta af bolfiski 43.5%, 1970
48.2% Og 1971 55.1%.
Tölur ráðuney tisins hrekja einnig þær firrur,
sem felast i þeim málflutningi, að brezkur
sjávarútvegur sé og hafi verið mjög háður
íslandsmiðum. Aðeins 16.1% af heildarbolfisk-
afla Breta kom af íslandsmiðum 1969, 19.5%
1970 og 25.3% 1971. Hlutfallsleg aflalaukning
Breta á Islandsmiðum frá 1969 til 1971 er 55.6%
og byggist á aukinni sókn Breta á Islandsmið.
Á sama tima minnkaði aflahlutfall Breta i
Barentshafi um 56%.Þannig kom 17.8% af
heildarafla Breta af bolfiski frá Barentshafi
árið 1969 en aðeins 7.9% 1971.
Af þessum tölum má sjá, að veiðisókn Breta
hefur að undanförnu verið beint frá Barents-
hafi til íslands. Ástæðan er sú, að búið er að
eyðileggja miðin i Barentshafi með ofveiði og
smáfiskadrápi. Ef ekkert er gert til þess að
fyrirbyggja ofveiði á miðunum við Island
verður afleiðing ofveiðinnar hin sama og i
Barentshafi. Efnahagslegar afleiðingar ofveiði
við ísland valda Islendingum miklu meiri
skaða en Bretum.
Hvernig stendur þá á þessari hörðu andstöðu
Breta gegn ábyrgum aðgerðum íslendinga,
sem eru að reyna að fyrirbyggja að örlög
tslandsmiða verði hin sömu og fiskimiðanna i
Barentshafi?
Ástæðan er sú, að brezkir togaraútgerðar-
menn, sem gera út á fjarlæg mið, eru vel
skipulagðir til þess m.a. að hafa áhrif á brezku
rikisstjórnina. Þeim hefur tekizt að fá hana til
þess að fylgja skammsýnni fiskveiðistefnu,
sem er i raun og veru andstæð beztu hags-
munum Breta.
Hins vegar eru eigendur brezka strandveiði-
flotans, sem aflar meira en helmings neyzlu-
fisks Breta, margir ekki eins fjármagnsrikir,
dreifðir og óskipulagðir og hafa þar af leiðandi
miklu minni pólitisk áhrif á rikisstjórn íhalds-
flokksins.
Það þarf engum blöðum um það að fletta, að
hagsmunum strandveiðiflotans, svo og
brezkum heildarhagsmunum, mundi bezt
þjónað með þvi að brezk stjórnvöld fylgdu
þeirri þróun, sem nú er að móta ný og frjáls-
lyndari alþjóðleg hafréttarlög, og færa fisk-
veiðilögsöguna umhverfis Bretland út að
sanngjörnum mörkum á sama hátt og ísland
hefur þegar gert.
Er vonandi að brezk stjórnvöld fari að grilla
i gegnum áróður brezkra togaraeigenda og sjá
málin i réttu ljósi.
—TK
Grein úr The Economist:
Bretar senda 1100
sölumenn til Kína
Harðnandi samkeppni um verzlun við Kínverja
BRETAR senda 1100
sölumenn til Kina til þess að
koma þar upp stærstu tækni-
sýningu, sem vestrænir menn
hafa haldið þar eystra. Þessi
skyndiárás leiðir efalaust til
nokkurra pantana, en árang-
urinn verður sjálfsagt hverf-
andi litill miðað við stærð Kina
og vaxandi velmegun þjóðar-
innar.
Kinverjar kaupa ekki annað
en það eitt, sem þeim er bráð-
nauðsynlegt. Þeir snúa sér
efalaust einkum að þeim
sviðum, þar sem þeim er
sjálfum tæknilega áfátt, svo
sem flugi og öðrum sam-
göngum og umbúðum, þó að
undarlegt kunni að virðast.
Mörg tæki verða sjálfsagt
keypt til þess eins að likja eftir
þeim, og margt hefðu þeir
áreiðanlega fengið fyrir ákaf-
lega lágt verð, ef brezka rikis-
stjórnin hefði ekki fallizt á að
greiða meginhluta kostnaðar
við heimsendingu óseldra
sýningarmuna. Erlendum
mönnum er yfirleitt ráðlagt að
reyna ekki að prútta við Kin-
verja, en þeir sýna aftur á
móti litla miskunn i skiptum
sinum við útlendinga.
ENN hefir enginn komið
auga á vænlegri leið að kin-
verskum markaði en þá, sem
Bretar fara með sýningu
sinni. Þegar höfð er hliðsjón af
stærð kinverska markaðarins
ætti sala Breta þangað svo
sannarlega að vera meiri en
hún er, eða um 30 millj.
sterlingspunda á ári.
Kinverjum tókst fyrir tiu
árum að komast á það stig að
hafa i sig og á, og siðan hafa
þeir sigið jafnt og þétt fram úr
vanþróaðri þjóðunum. Nú eru
þeir orðnir vel haldnir i mat og
klæðnaðurinn batnar stöðugt.
Kinverskir verkamenn eru
orðnir mun betur settir en
starfsbræður þeirra i
Indlandi, Afriku og jafnvel
Braziliu. Þeir hafa ekki aðeins
aukið reiðufé, heldur eiga
flestir nokkurt sparifé (og
rikiðgreiðir 3% i vexti af þvi).
Vandi venjulegs Kinverja er
ekki framar i þvi fólginn, að
finna fé til að kaupa fyrir
vörurnar, sem hann sér i
verzlununum. Hann hefir féð
en verzlanirnar hafa ekki vör-
urnar.
KÍNVERJAR greiða mikið
fé fyrir skrautleg útvarpstæki,
leikföng, skrautmuni, loð-
kraga á kápur, albúm undir
myndirnar, sem teknar eru á
nýju myndavélarnar, sem
allir vel megandi verkamenn
kaupa. Þá fer einnig mikið fé
fyrir sælgæti, ávexti, kvik-
myndir og þvi um likt.
1 hinum stærri borgum er
mikið um loðkápur og skraut-
leg barnaföt, en úti á lands-
byggðinni er ekki um margt
að ræða, sem unnt er að kaupa
fyrir lausaféð sitt. Laun eru að
visu ekki há, en þau eru þó
mun hærri en gerist i ná-
grannalöndunum. Lágmarks-
laun i Pakistan svara til sex
sterlingspunda á mánuði og
ung kinversk stúlka fær jafn
há laun undir eins og hún
byrjar störf i vefnaðarverk-
smiðju. Fáir kinverskir karl-
menn hafa minna en sem
svarar tiu sterlingspundum á
mánuði, en reyndir skrif-
stofumenn hafa tvisvar til
fjórum sinnum hærri laun.
Fjölskylda, þar sem foreldr-
ar vinna bæði úti og fjögur upp
komin börn, getur haft i
mánaðarlaun sem svarar 100
sterlingspundum, en minna en
helmingur þessara tekna fer
Maó
til greiðslu húsaleigu og mat-
væla.
KINVERJAR eru á öru
framfaraskeiði. Allt, sem til
þarf, er við hendina, allt frá
kolum og oliu og te og kaffi, og
auk þess þjálfað, agað og til-
tölulega vel menntað vinnuafl.
Tæknivæddi iðnaðurinn frá
Vesturlöndum biður á dyra-
hellunni með hattinn i hend-
inni ef svo mætti segja. Hann
er óðfús að leggja fram verk-
smiðjur og þekkingu, sem þarf
til nýtingar auðlindanna og
bankar á Vesturlöndum eru
reiðubúnir að leggja fram féð.
En Kinverjar vilja ekki skulda
og þvi verður ekkert úr
samningum.
Kinverjar hafa til að bera
starf- og stjórnhæfni til risa-
skrefs i framförum ef þeir
væru reiðubúnir að veita við-
töku þeim lánum, sem þeir
gætu fengið á Vesturlöndum
fyrirhafnarlaust, eða með
simtali einu. En efnahags-
stefna Mao hæfir hinum háa
aldri hans. Hann vill ekki taka
lán erlendis og þess vegna
mega Kinverjar ekki flytja inn
annað eða meira en það, sem
þeir haf aflað gjaldeyris til.
Og það er satt að segja ekki
mikið.
ÚTFLUTNINGS- fram-
leiðsla og verzlun Kinverja er
allt annað en traust og af-
kastamikil. Útflutningurinn
nemur naumast meiru en sem
svarar 800-900 milljónum
sterlingspunda. Útflutnings-
vörurnar eru einkum vefnað-
arvara, fræolia, fryst
kaninukjöt og eitt og annað úr
jade. Fullur þriðjungur út-
flutningsins fer um Hongkong
og Japanir kaupa meira en
nokkur önnur þjóð. Um átt-
undi hluti útflutningsins fer til
Afriku sem aðstoð i einhverri
mynd.
Kinverjar leggja litla rækt
við útflutninginn og telja
framleiðslu til útflutnings ekki
markmið i sjálfu sér. Þeim
þykir hann aðeins hentugur til
þess að losna við það, sem er
umfram heimanot, og engin
trygging er fyrir markaði er-
lendis fyrir þær vörur, sem
seljast vel i Kina. Stundum
tekst Kinverjum ekki að út-
vega kaupendur erlendis eins
og gleggst má sjá á enskum
áletrunum á skyrtum og leik-
föngum i verzlunum i Peking.
Þetta er ekkert undrunar-
efni þegar þess er gætt, að af
greiðsla er mjög svo óáreiðan-
leg og fáanlegt vörumagn
ákaflega misjafnt, jafnvel
þegar um er að ræða jafn
gamla útflutningsvöru og te.
Innflytjendur i öðrum löndum
eru i standandi vandræðum
þegar þeir þurfa að fást við
nýjar vörutegundir eins og
fryst kaninukjöt. Brezkir inn-
flytjendur geta til dæmis átt
kost á 10 þúsund smálestum i
ár, en þegar þjóðin er komin á
bragðið að ári er ef til vill ekki
snefil að hafa — og engar
skýringar gefnar.
AÐFARIR Kinverja minna
mjög á brezka framleiðendur
á árunum upp úr 1950, og Kin-
verjar eru farnir að hafa dá-
litlar áhyggjur af þessu, eins
og Bretar á sinni tið. Þeir hafa
til dæmis tekið til greina kvart-
anir um umbúðir og frágang
útfluttrar vöru og báðu Breta
að senda umbúðaverksmiðju á
vörusýninguna i Peking. Hitt
er svo annað mál, hvort þeim
tekst að bæta um og auka
áreiðanleika útflutningsins.
En hvað sem öðru liður má
allt eins gera ráð fyrir, að Kin-
verjar taki þá og þegar for-
ustu i fjöldaframleiðslu ýmiss
konar smágerðra raftækja.
Japanir hafa verið að missa
sölumöguleika vegna verðsins
og sama er að segja um ýmis
lönd i suð-austur Asiu.
Samtimis hafa Kinverjar
hafið framleiðslu aragrúa
transistortækja og margra
annarra sviþaðra tækja. Ibúar
Kina eru taldir 650-750 mill-
jónir eða meira. Ef gert er ráð
fyrir fimm manna fjölskyldu
að meðaltali eru þær a.m.k.
130 milljónir og fjórar af fimm
eiga transistortæki i það
minnsta. Margar fjölskyldur
hljóta að ráða yfir meira en
einu tæki, ef marka má þann
fjölda unglinga, sem ber með
sér slikt tæki. Blómlegan
iðnað þarf til þess að fram-
leiða öll þessi tæki og rafhlöð-
urnar i þau, og Kinverjar eru
farnir að glima við gerð slikra
sjónvarpstækja.
ÞEGAR höfð er hliðsjón af
þvi, hve erfitt getur verið að
skipta við Kinverja, þarf
kjarkgóðan innflytjanda til
þess að leggja út i verzlun með
tæki frá Kina að staðaldri, en
sennilega verður slik tilraun
gerð þar sem til mjög mikils
er að vinna ef vel tekst til. Við-
skipti við Kina verða ekki
aukin nema með þvi einu að
auka vörukaup þaðan og vist
getur borgað sig að fá úr þvi
skorið, hvað Kinverjar geta
framleitt og selt i stórum stil
annað en sinar gamalreyndu
framleiðsluvörur.
Miklum erfiðleikum veldur
að komast yfir skrifstofu-
stjórnarhindranirnar, sem
Kinverjar leggja i götu er-
lendra manna, jafnvel sinna
beztu viðskiptavina. Pakistön-
um hefir tekizt þetta og þeir
geta komið ýmsu i kring I
Peking, sem venjulegum út-
lendingi væri gersamlega of-
vaxið, enda starfrækja þeir
einu flugferðirnar til borgr-
innar frá hinum vestræna
heimi. Pakistanir hafa verið
full niu ár að koma á þessum
greiðu tengslum og hver og
einn, sem ætlar sér að hefjast
handa nú, verður að vera við
þvi búinn að þurfa að minnsta
kosti ámóta undirbúnings-
tima. En löng umsát getur svo
sannarlega marg borgað sig,
þegar gifurlegir framleiðslu-
möguleikar Kinverja eru at-
hugaðir á öðru leytinu og
nálega takmarkalaus
markaður fyrir hvað sem er
þar I landi á hinu.