Tíminn - 01.04.1973, Side 26
26
TÍMINN
Sunnudagur 1. april. 1973
O Byggðamál
næðis, gatna og annars sem
fylgir. En heildarkostnaðurinn
yrði vitanlega margfalt meiri.
Gifurleg verðmæti i atvinnufyrir-
tækjum, höfnum, félagslegum
aðbúnaði, o.fl. færi forgörðum.
Það má þvi verja miklu fjár-
magni til þess að bæta aðstöðu i
dreifbýlinu og koma i veg fyrir
brottflutninga. Ef til vill hafa
hörmungarnar i Vestmanna-
eyjum opnað augu manna fyrir
þessari staðreynd. Ég er einnig
sannfærður um, að fjárhagslega
er það mjög óæskilegt fyrir þjóð-
félagið og ekki sizt Reykjavík, að
hlutfallsleg aukning veröi meiri á
höfuðborgarsvæðinu en annars
staðar á landinu.
Þetta eru þó að minu viti
smámunir einir hjá hinum óbeinu
áhrifum. Viöa eru sveitirnar að
tæmast i kringum þorpin. Þorpin
fá ekki lengur nýtt blóð úr sveit-
unum og þá mun þess ekki langt
aö biða, að þorpin tæmast einnig
Að sjálfsögðu verða landsgæði
ekki nýtt, þar sem fólkiðer flutt á
brott. Að visu segja sumir, að eins
gott sé að flytja inn landbúnaðar-
afurðir. Þá gleymist hinn mikil-
vægi þáttur, sem islenzkur land-
búnaður á, ekki aöeins i matvæla-
framleiðslu þjóðarinnar, heldur
einnig sem undirstöðugrein i fjöl-
þættum og afar mikilvægum
iðnaði. Einnig er rétt að minnast
þess, aðgóð matvara verður stöð-
ugt eftirsóttari i fjölgandi heimi.
Það er sannfæring min, að þess
verður ekki langt að biða, að
okkur tslendingum verður jafnvel
ekki talið heimilt að nýta ekki þau
landsgæði, sem nýtanleg eru til
matvælaframleiðslu
Ég hef einnig heyrt grjótharða
þéttbýlismenn fullyrða, að viö
gætum alveg eins sótt sjóinn á
togurum frá Faxaflóasvæðinu.
Þetta er að sjálfsögðu svo mikil
fjarstæða, að varla er svaraverð.
Hinir fjöímörgu litlu bátar og
fiskvinnslustöövarnar mörgu úti
um landið eru mikilvægustu
hlekkirnir i hráefnaöflun lands-
manna og vinnslu. Sliku verður
aldrei sinnt frá einum landshluta,
við breytileg veöur og aðstæður.
Nægir i þessu sambandi að benda
á loönuveiðarnar og þá erfiðleika,
sem það hefur valdið þjóðinni, að
fiskvinnslustöðvarnar i Vest-
mannaeyjum eru ekki starf-
ræktar eins og stendur.
Tilraunir til
úrbóta
Þótt ofangreindar raddir hafi
heyrzt, viðurkenna þó margir
hina alvarlegu þróun I byggða-
málum. Á Alþingi hafa verið
fluttar ýmsar tillögur til úrbóta,
en þvi miður hefur oft orðið litið
um undirtektir og þvi minna úr
framkvæmdum.
Sem dæmi má nefna tillögu,
sem samþykkt var árið 1963 um 5
ára áætlun til stöövunar á fólks-
flótta frá Vestfjörðum. Hún hefur
ekki enn veriö framkvæmd nema
að mjög litlu leyti.
Samþykktar hafa verið þings-
ályktanir um jöfnun á vöruflutn-
ingakostnaöi, en ekkert orðið úr
framkvæmdum.
Það er ekki fyrr en á allra sið-
ustu árum að vinna hefur hafizt
við landshlutaáætlanir, einkum
samgönguáætlanir. Byggða-
áætlanir eru fyrst nú að hefjast.
A sumum sviðum hefur að visu
veriö gert stórt átak. Svo er t.d.
meö rafvæðingu dreifbýlisins,
sem hófst meö miklum myndar-
skap fyrir allmörgum árum.
Siðan var mjög dregið úr þeim
framkvæmdum á timum Við-
reisnarstjórnarinnar, en nú á aö
reka endahnútinn á þetta mál
með myndarlegu átaki.
Töluverðu fjármagni hefur
verið veitt til dreifbýlisins til
atvinnuuppbyggingar, einkum nú
upp á sÍðkastið.Hefur þar á orðið
mikil breyting til batnaðar. Nefna
má Atvinnujöfnunarsjóð, sem
nefnist nú Byggöasjóður, og i tið
núverandi rikisstjórnar var stór-
kostlega aukinn.
Mikið fjármagn hefur runnið til
uppbyggingar togaraútgerðar út
um landið og ráögert er að veita
þúsundir milljóna króna til
endurbóta á frystihúsunum.
Fleira má vissulega nefna, sem
vel hefur verið gert, eða a.m.k.
reynt. Leitazt er við að bæta heil-
brigðisþjónustu og menntun.
Staðreyndin er þó sú, að árangur
hefur orðið minni en til hefur
verið stofnað. Um það tala töl-
urnar, sem ég hef fyrr rakið.
Aðgerðir hafa
ekki verið nógu
alhliða
Hvers vegna? Þeirri spurningu
veröur að svara. Annað væri
ábyrgðarleysi og leiðir fyrst og
fremst til sóunar á kröftum og
fjármagni.
Ég er sannfærður um, að þetta
stafar fyrst og fremst af þvi, að
ekki hefur verið unnið að þessum
málum nógu alhliða. Það er ekki
nóg að veita fjármagn til nýrra
frystihúsa eða togara eöa ann-
arrar atvinnuuppbyggingar; slflcu
verður að fylgja átak i húsnæðis-
málum, þjónustugreinar starfs-
aðstaða fyrir menntað fólk, fjöl-
breyttara félagslif, góð heil-
brigðisþjónusta, aðstaða til
menntunar og fjölmargt fleira.
Þessi mikilvægi þáttur stjórn-
sýslu hefur heldur ekki náð að
verða metinn til jafns við aðra
þætti. Segja má, að dreifbýlis-
hugsjónin hafi verið eins konar
aukastarf i rikisbákninu.
Ég er þvi þeirrar skoðunar, að i
okkar dreifbýlismálum skorti
viðurkennda stefnu. Slik stefna
þarf að verða fastur þáttur i
stjórnkerfi iandsins og i öllum
opinberum aögerðum.
Það er með þetta i huga, sem ég
hef leyft mér, ásamt ásamt hátt-
virtum þingmönnum Vilhjálmi^
Hjálmarssyni og Stefáni
Valgeirssyni, að leggja fram til-
lögu til þingsályktunar um
mörkun almennrar stefnu i
byggðamálum.
Tillagan
Við leggjum til, að Alþingi feli 7
manna nefnd þingmanna, sem
kosin er hiutfailskosningu af
Sameinuðu Alþingi, að gera til-
lögur um markmið og leiðir og
mörkun almennrar stefnu til
jafnvægis i byggð landsins. Skal
að þvi stefnt að markviss starf-
semi á þvi sviði verði viður-
kenndur og fastur þáttur i is-
lenzkri stjórnsýslu.
Einhver segir ef til vill, að
réttara sé að fela rikisstjórninni
að marka slika stefnu. A það get
ég ekki fallizt. Til þess eru dæmin
alltof mörg um þingsályktunar-
tillögur, sem sendar hafa verið
rikisstjórninni og rykfallið þar i
skúffum. Þetta er alltof
mikilvægt mál til þess að svo
megi fara.
öðrum sýnist e.t.v. að fela ætti
þetta nefnd sérfræðinga. Þvi er
ég einnig ósammála. Þetta mál er
engu siður mannlegs eðlis en sér-
fræöilegs og það er i grundvallar-
atriðum stjórnmálalegs eðlis.
Eðlilegast virðist að stjórnmála-
menn marki hinaalmennu stefnu
og skipi henni sess i stjórnkerf-
inu. Aö sjálfsögðu munu þeir hins
vegar njóta I rikum mæli starfs
krafta sérfræöinganna.
1 tillögunni eru siðan talin upp
nokkur atriði, sem nefndinni er
m.a. falið að skoða.
t fyrsta lagier nefnt, aö kanna
skuli, hvaða atriði valda fyrst og
fremst mismunun á milli lands-
manna eftir búsetu, bæði fjár-
hagslegri og félagslegri.
Þetta hef ég rekið að nokkru
fyrr i minni ræðu. Slikar grund-
vallarupplýsingar eru hins vegar
mikilvægar og þurfa að skoðast
langtum nánar. Mér sýnist eöli-
legt að fela þjófélagsfræðingi að
rannsaka þetta til hlitar.
t öðru lagi á nefndin að kanna
eins og unnt er hin þjóöhagslegu
áhrif þeirrar þróunar i byggða-
málum, sem átt hafa sér stað á
undanförnum áratugum.
Það skal viðurkennt, að hér er
um allerfitt verkefni að ræða. Þó
hygg ég, að tilraun i þessa átt
muni varpa nokkru ljósi á mikil-
vægi þessa máls.
t þriðja lagi ber nefndinni aö
kanna, hvaða ráðstafanir ná-
grannaþjóðirnar hafa gert á
þessu sviði og hvaða almenna
stefnu þær hafa markað.
Staðreyndin er sú, að aðrar
þjóðir hafa tekið þessum málum
langtum fastari tökum en við Is-
lendingar, t.d. Norðmenn. Þar
var þegar á árunum 1945-51 lagð-
ur grundvöllur að markvissri
þróunarstefnu fyrir Norður-
Noreg. Siðan hefur sú starfsemi
margfaldazt og tekið á sig fastara
form. Starfið nær til allra þátta
þjóðlifsins. Um starfsemina eru
reglulega gefnar itarlegar skýrsl-
ur til Stórþingsins. Ég hef undir
höndum skýrsluna fyrir árin 1972-
73 um markmið og leiðir i dreif-
býlisþróun. Þar má finna mjög
mikinn fróðleik, sem of langt mál
yrði að rekja hér. Slikt þarf
nefndin hins vegar að skoða itar-
lega. Það er sannfæring min, að
af Norðmönnum megi mikið læra.
Stefna Norðmanna á þessu sviði
hefur þó einnig verið gagnrýnd.
Má i þvi sambandi benda á hina
athygiisveröu bók Ottar Brox,
„Hva skjer i Nord-Norge? En
studie i norsk utkantpolitikk”.
Hann fullyrðir, að um of hafi
verið einblint á hina stórtæku
nýju atvinnuvegi, eins og togara-
útgerð og frystihús. Hitt hafi
gleymzt, að viða megi tryggja
betri lifskjör á ódýrari máta með
búskap og trilluútgerð. Hvað sem
þvi liður er vist, að sama lausnin
hentar ekki öllum byggðalögum.
Slikt þarf nefndin einnig að kynna
sér.
1 fjórða lagi er nefndinni ætlað
að athuga hvað unnt er að gera af
opinberri hálfu til þess að jafna
metin á milli landsmanna og gera
tilraun til að meta áhrif siikra að-
gerða og kostnað.
Fjölmargt kemur til greina i
þessu sambandi. Sumt hef ég
nefnt. Benda má á aukið fjár-
magn til uppbyggingar i dreifbýl-
inu.Þetta er þó liklega það sviðið,
sem einna skást hefur verið sinnt
'(á siðustu árum). Staðreyndin er
sú, að i þessu sambandi hefur nú
gerið gert myndarlegt átak, sem
stundum gleymist þvi miður. Það
er mikið fjármagn, sem til dreif-
býlisins rennur, ekki aðeins i
gegnum stórefldan Byggöasjóð,
togarakaupin, endurbætur á
frystihúsunum, til vegamála, o.fl.
opinberra framkvæmda, heldur
einnig i gegnum aðra stofnlána-
sjóði, eins og Stofnlánadeild land-
búnaðarins, Lánasjóð sveitarfé-
laga og fleira. Þótt sjálfsagt sé að
skoða þetta atriði vandlega, hygg
ég, að leggja megi meiri áherzlu
á aðra þætti.
Ég vil nefna flutning opinberra
stofnana.Það er nú i athugun hjá
sérstakri nefnd og vænti ég mikils
af störfum þeirrar nefndar. Slikt
þarf hins vegar að fella inn i þá
heildarmynd, sem stefnt er að
meö þessari tillögu.
Auka þarf jöfnuð fjárhagslega.
Ég hef bent á erfiðleika sveitar-
félaganna. Um það liggja nú fyrir
miklar upplýsingar. Ég hef nefnt
hafnirnar. Þaö standa fyrir dyr-
um endurbætur, en ég óttast að
meira þurfi aö gera ef duga skal.
Sjálfsagt er að stefna að sem
mestum jöfnuði i talsimakostnaði
og ber i þvi sambandi að taka til-
lit til aðstöðumunar deifbýlisins,
sem talsiminn verður að brúa að
miklu leyti.
A sviði húsnæðismála getur hið
opinbera haft mjög mikil áhrif til
bóta. En þá verður stefnan að
gjörbreytast frá þvi sem nú er,
dreifbýlinu i vil. Breiðholtsfram-
kvæmdir fyrir dreifbýlið verða að
hefjast án tafar.
Benda má á skattaivilnanir,
sem geta stuðlað að flutningi
fyrirtækja út á land og eru notað-
ar i rikum mæli, t.d. i Noregi.
Opinberar álögur, sem auka á
ójöfnuð, þurfa að hverfa, t.d.
söluskattur á vöruflutninga. A
sviði féiagsmála má benda á
ýmislegt. Ekki viröist óeðlilegt,
að þjóöleikhús og sinfóniuhljóm-
sveit okkar landsmanna allra
leiki meira úti um land, eða
sjónvarpaö verði frá slikum
sýningum fyrir landsmenn alla.
Skoða þarf aukna áætlanagerð
og framkvæmd hennar og fjöl-
margt fleira mætti nefna, sem að
liði getur komið.
i fimmta lagi er nefndinni ætlað
að gera tillögur um markmið i
byggðamálum. Að hverju viljum
við stefna á þessu sviði? Þetta á
ekki aðeins við um landiö sem
heild, heldur einnig um einstakar
byggðir. Gert er ráð fyrir aukinni
áætlanagerð á næstunni og er það
góðra gjalda vert. En mér hefur
oft virzt, að markmiðin vanti.
Litum á dæmi.
1 Vestur-Barðastrandarsýslu
búa nú tæplega 2000 manns. Fyrir
þetta svæði þyrfti að gera sér-
staka svæðisáætlun. Við gerð
slikrar áætlunar er það vitanlega
fjarstæða að miða við 2000 ibúa.
Miða verður við a.m.k. tvöföldun
þess ibúafjölda, t.d. á næstu 10 ár-
um. Ekki er heldur nægilegt, að
slik áætlun nái til eins þáttar at-
vinnulifsins. Hún verður að ná til
þeirra allra og einnig þjónustu-
greina, húsnæðismála og hinna
fjölmörgu annarra þátta, sem ég
hef nefnt.
En einnig þarf að setja mark-
miðfyrir landiö i heild.Liklega er
tiltölulega litil hætta á verulegri
byggðaröskun á Vesturlandi og
Suðurlandi á næstu árum. Þessir
landshlutar eru i nágrenni þétt-
býlisins og munu I vaxandi mæli
njóta góðs af með bættum sam-
göngum. Þetta sýna raunar sið-
ustu tölur. öðru máli gildir hins
vegar um Vestfirðina, Norður-
landið og Austfirðina. Þar verður
að gera sérstakt átak. Nefndin
þarf að athuga, hvert markmiðið
á að vera, einnig að þessu leyti.
t sjötta lagi er nefndinni ætlað
að gera tillögu um leiðir til þess
að ná fyrrgreindum markmiðum.
Með öðrum orðum er nefndinni
ætlað að velja úr þeim fjölmörgu
atriðum, sem til greina koma og
hún hefur áður athugað. Henni
ber að velja þau, sem hún telur að
bezt henti okkar staðháttum, séu
árangursrikust og auðveldust
verði i framkvæmd.
Loks er nefndinni ætlað að
leggja fram drög að almennri
stefnu i byggðamálum.
Með þessu er nefndinni ætlað að
gera tillögur um eins konar nýjan
ramma um allar framkvæmdir I
byggðatnálum. Henni er ætlað að
gera tillögu um þá stefnu, sem
verði rikisvaldinu og stofnunum
þess leiðarljós við framkvæmd
byggðastefnunnar.
Það er t.d. mikilvægt i minum
huga, ef viðurkennt fæst, að opin-
berar aðgerðir skulu ekki stuöla
að ójöfnuðimeðal landsmanna, ef
með skynsamlegu móti er hægt
að koma i veg fyrir slikt.
Það er ekki siður mikilvægt að
fá viðurkennt að réttmætt sé og
þjóðhagslegt að verja verulegu
fjárntagni til þess aö viðhalda
byggð i landinu öllu.
Ég er að visu sjálfur heldur
vantrúaður á einhverja allsherjar
áætlun um byggð i landinu. Ég er
hræddur um, að framkvæmdir á
einstöku sviðum og i einstökum
landshlutum drukkni i gerð slikr-
ar áætlunar. Hins vegar þarf að
marka almenna stefnu að þessu
leyti. A að stefna að sömu
hundraðshlutadreifingu ibúanna
um landið og nú er? Það er i min-
um huga fjarstæða. Fjölgunin
þarf að verða tiltölulega meiri úti
i dreifbýlinu. Blóðtakan er þegar
orðin svo mikil, að á hættulegt
stig er komið. Á að leggja áherzlu
á byggðakjarna, eins og nokkur
áherzla hefur verið lögð á upp á
siðkastið, eða dreifingu byggðar-
innar?
Þaö eru slikar spurningar og þó
fyrst og fremst svörin við þeim,
sem marka hina almennu stefnu.
1 þessu sambandi þarf nefndin
einnig að gera tillögur um það,
hvernig stjórn byggðamála veröi
háttað. Mér virðist vel koma til
greina að fela einu ráðuneyti að
fylgjast með þessum málum. Það
yrði eins konar þverfaglegt ráðu-
neyti, eins og nú er svo mjög rætt
um, og hefði yfirumsjón með
framkvæmd byggðastefnunnar.
Þvi bæri að gæta þess, að ekki sé
brugðið út af þeirri stefnu, sem
samþykkt hefur verið.
Ég tel einnig sjálfsagt að fela
landshlutunum sjálfum vaxandi
verkefni i framkvæmd slikrar
stefnu og aukna sjálfstjórn. Til
dæmis er nauðsynlegt, að þar
verði unnið að verulegum mæli að
ýmsum byggða- og svæðisáætlun-
um. Einnig er eðlilegt, að stofn-
anir landshlutanna, eða fulltrúar,
fái i vaxandi mæli tillögu- og
ákvarðanarétt um úthlutun fjár-
magns til ýmis konar fram-
kvæmda. Þaðan þurfa að koma
tillögur um forgangsröðun verk-
efna.
Það er hins vegar ekki á valdi
nefndar aö ákveða slika stefnu.
Þvi er nefndinni aðeins ætlað að
leggja fram drög að almennri
stefnu i byggðamálum. Þessi
drög þyrfti að ræða á Alþingi.
Alþingi þarf aö ákveða hver
stefnan verður. Mér sýnist einnig
sjálfsagt, að Alþingi sé reglu-
lega gerð grein fyrir þvi hvað lið-
ur framkvæmd þeirrar stefnu,
sem ákveðin hefur verið.
Að lokum er nefndinni ætlað að
fá eðlilega starfsaðstöðu og sér-
fræðiþjónustu. Eðlilegt virðist, að
Framkvæmdastofnun rikisins
verði falið að veita nefndinni þá
aðstoð, sem hún þarfnast. Sömu-
leiðis sýnist flutningsmönnum
eðlilegt, að Byggðasjóður greiði
kostnað við störf nefndarinnar.
Sjálfsagt segir einhver að rétt
sé að fela Framkvæmdastofnun
rikisins þetta verkefni. Það er i
tizku að visa öllu til Stofnunarinn-
ar. Þetta er hins vegar misskiln-
ingur. Framkvæmdastofnunin
starfar aðeins innan þess ramma,
sem nú ræður og ég hef leitazt við
að sýna að er mjög ófullkominn.
Auk þess vinnur Framkvæmda-
stofnun rikisins fyrst og fremst á
sviði atvinnumála og nokkuð á
sviði samgöngumála. Það eru að-
eins tveir þættir af fjölmörgum,
sem áhrif hafa á byggöaþróun,
eins og ég hef margendurtekið.
Þegar ný stefna hefur verið
mörkuð er hins vegar sjálfsagt,
að Framkvæmdastofnun rikisins
hagi starfsemi sinni i samræmi
við það.
Byggðastefnan
er allra hagur
Ég vil taka það fram, að þótt með
þingsályktunartillögu þessari sé
rætt um að marka almenna
stefnu i byggðamálum og ég hafi
lagt áherzlu á, að sem flestir
þættir þessara mála þurfa að
fylgjast að, sé ég ekkert athuga-
vert við það, að stöðugt sé ýtt á á
einstökum sviðum. Fyrir Alþingi
liggja athyglisverðar tillögur um
endurbætur á takmörkuðum svið-
um byggðamála. Þeim hyggst ég
fylgja, ogég hef einnig I huga að
hreyfa öðrum málum svipaðs
eðlis. Slikar framkvæmdir þarf
hins vegar að fella inn i þann al-
menna ramma, sem lagt er til að
ákveðinn verði.
Að lokum vil ég leggja sérstaka
áherzlu á það, að alls ekki má
vinna að byggðaþróun með þvi að
ota einum landshluta gegn öðr-
um, enda er það algjörlega
óþarft. Viðbótarkostnaðurinn við
hvern nýjan ibúa i höfuðborginni
eða i nærliggjandi þéttbýli henn-
ar, er meiri en nemur meðal-
kostnaði vegna þeirra, sem fyrir
eru. Reykjavik og þetta svæði er
með öðrum orðum komið framúr
hagkvæmnismarkinu. öðru máli
gegnir um dreifbýliö. Það er alls
staðar komið niður fyrir það
mark. Þar er aukinn ibúafjöldi
höfuðforsenda aukinnar hag-
kvæmni.
Þannig má vera ljóst, að það er
þjóðhagslega hagkvæmast frá
rekstrarlegu sjónarmiði að jafna
byggðina betur en nú er orðið.
Byggðastefnunni er þvi ekki beint
gegn neinum. Um þjóðarhag er
að ræða.
Ég hygg einnig, að stöðugt
fleirum verði ljóst, aö sú velmeg-
un, sem þéttbýlið býr við á að
verulegu leyti rætur sinar að
rekja til öflunar og vinnslu hrá-
efnis i dreifbýlinu. Gera þarf
mönnum ljóst, að það er sannar-
lega þess virði að leggja töluvert
af mörkum til þess að viðhalda
þeirri framleiðslu og nýtingu
landsins alls.
Ég hef farið mörgum orðum um
þetta málefni. Það hef ég gert
vegna þess, að það er sannfæring
min, að jafnvægi i byggð landsins
er enn stærra mál en landhelgin
og efnahagsmálin til samans. Við
munum lengi þrauka og höfum
raunar gert það, þótt gengið falli.
Það er að sjálfsögðu mikilvægt aö
ná tökum á landhelginni allri, en
við munum aldrei nýta þessa
landhelgi, ef við gerumst borgar-
riki, öll búsett á suðvesturhorn-
inu, enda er það sannfæring min,
að þá munum við ekki lengi geta
gert tilkall til landsins okkar.
Það er vitanlega fjarstæða, að
jafnvægi náist i byggð landsins
með einu stóru allsherjarátaki.
Að þvi þarf að vinna jafnt og þétt
á mörgum sviðum. En ég vona,
að mér hafi tekizt að sýna fram á,
að þvi aðeins muni þetta takast,
ef unnið er alhliða með markvissa
stefnu að leiðarljósi. Að mótun
slikrar stefnu er þessari þings-
ályktunartillögu ætlað að stuðla.