Fréttablaðið - 15.08.2004, Page 40

Fréttablaðið - 15.08.2004, Page 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Áltrappa, 3 þrep 5078885 2.495 Verð áður 3.455 Áltrappa, 4 þrep 5078886 2.995 Verð áður 3.995 Áltrappa, 5 þrep 5078888 3.695 Verð áður 4.995 Áltrappa, 6 þrep 5078890 4.785 Verð áður 6.380 Áltrappa, 7 þrep 5078892 5.245 Verð áður 6.999 Áltrappa, 8 þrep 5078894 6.745 Verð áður 8.995 Sunnudagstilboð Í kotinu Þá erum við komin aftur í kotið,ekki það sama og áður en andinn svipaður. Kotið hefur fært út kvíarn- ar. Nú er það fjölmiðlakotið með fólki sem hefur lært þáttagerð og heillar meira en karlarnir áður með sitt kotakjaftæði, veifandi tóbaks- klútnum meðan eintenntar kerlingar sötruðu molakaffi. Þrír fjölmiðlaþættir bera af: Morg- unþátturinn milli hálf átta og hálf níu, Samfélagið í nærmynd og Kast- ljósið. Allt á vegum ríkisins. Hver þáttur hefur sinn stíl og sérstakar manngerðir. Ein ber af í morgunút- varpinu og fer á kostum í peningatali karlmanna. Samfélagið fær aftur á móti einkum til sín malandi fræði- konur sem taka molakaffiskerlingum fram í mærð og því að vera drjúg- montnar yfir þekkingardóti sínu. Al- gert mörkot er Kastljósið með besta bræðinginn á stólunum. Það er sann- kallað fjörkálfakot. Stjórnendur þess sækjast eftir mönnum í stíl stór- bænda og formanna sem fyrr á tíð töldu sig vera yfir kotið hafna en litu þó stundum inn til að láta ljós sitt skína í fúkka- og soðningarlyktinni. Furðulegt er að verða vitni að afturhvarfi til andlegrar fortíðar með nútímasniði þar sem ungt fólk ræður, vel klætt og snyrt og eflaust skynsamt. Engu að síður rennur kotaeðlið í æðum og beljandi úr munni þess. Væri ekki kappsmál fyrir Kára í Íslenskri erfðagreiningu að reyna að finna „erfðamengið“ fyrir samstofna malanda? Í kotinu var og er mikið rætt um peninga, hverjir hafi það gott, hverj- ir ekki. Hverjir borgi skatta og hverjir sleppa. Fyrr og nú borgar stórbóndi og formaður lægri skatta en kaupamaðurinn og vertíðar- maðurinn, en kotakjaftæðið ræður ekki fram úr óréttlætinu. Maður heyrir gamla tóninn í valdinu sem segir: Þegar allt kemur til alls greiða tekjuháir meira en tekjulágir. Þeir sanna það með tölum. Auk þess legg- ja þeir sig í hættu við að skapa vinnu, hætta fé sínu í verðbréf með ótryggan ágóða. Allt er í svo gamalkunnum, prest- lega mildum tón og menn tárast yfir gæsku auðmanna. Meðan gæskan ræður hér gerir Kaninn loftárásir á kirkjugarða Íraks, svo næg olía verði til að snúa hjólunum kristnum þjóðum í hag. ■ BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.