Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 1

Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 1
IC ■NK s FRYSTIKISTUR fcr- -/ y } ; , S2S-T RAFTORG SÉMI: 26660 RAFIÐJAN SÉMI: 19294 Ánægjulegri heimsókn Danadrottn- ingar lokið I gær var siðasti dagur hinnar opinberu heimsóknar Margrétar Danadrottningar til íslands. . Enda þótt drottning og maður hennar kæmu ekki fyrr en seint i fyrrakvöld til Reykjavikur úr veizlu bæjarstjórnar á Akureyri, reis Henrik prins úr rekkju árla að morgni i gær. Prinsinn brá sér inn að Elliðaám, til að renna fyrir lax, en flaug siðan til Vestmanna; eyja, þar sem hann dvaldi til há degis. A meðan heimsótti Margrét drottning Arnasafn og Barnaspi- tala Hringsins. Virtist hún hafa mikla ánægju af báðum þessum heimsóknum. í hádeginu sátu þau hjónin boð Reykjavfkurborgar i Myndlistahúsinu á Miklatúni, en siðdegis tóku þau á móti dönskum þegnum, sem búsettir eru á Is- landi, i Frimúrarahúsinu. t gærkvöldi buðu drottning og maður hennar forsetahjónunum og nokkrum öðrum gestum til veizlu um borð i konungssnekkj- unni Dannebrog. Að henni lokinni sigldu Margrét 2. Danadrottning og Henrik prins frá íslandi áleiðis til Danmerkur. Þar með lauk ánægjulegri heimsókn þjóðhöfð- ingja Dana til tslands. Sjá nánar á bls. 28 og 29 Lesbók Tímans fylgdi ekki með blaðinu i gær, laugardagsblaðinu, þar sem hún er nú komin i sumarfri. Mun hún ekki koma út i júlimánuði,og á meðan verður blaðið sjálft 28 siður á laugardögum. 154. tölublað — Sunnudagur 8. júlí—57 árgangur Margrét Danadrottning flettir skinnblöðum Skarðsbókar I Árnagaröi. t fylgd með henni eru Jónas Kristjánsson, forstöðumaður og Magnús Már Lárusson, Háskólarektor. (Timamynd GE) Hálfnað erverk þá hafið er I I 1 sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Forseti íslands: Heimsókn drottn- ingar tókst vel Timinn náði tali af herra Kristjáni Eldjárn, forseta tslands, og spurði, hvort heimsókn Danadrottningar heföi ekki tekizt vel. — Jú, svaraði forsetinn. — t alla staði mjög vel. Til dæmis var förin til Noröur- lands I gær hin ánægjuleg- asta. Veörið var ágætt og móttökurnar voru alls staðar frábærlega góðar. Þá innti blaöamaður Tim- ans hirömeistara drottning- ar, K.G. Greve Knuth- Winterfeldt, að þvi sama. Sagöi hann, að Margrét drottning væri mjög ánægð með þær hlýju móttökur, sem hún hefði alls staöar hlotið. — Þótt veðriö hafi ekki alltaf veriö sem bezt, sagði hirðmeistarinn — þá hefur heimsókn drottningar hingað tii islands verið hin ánægjulegasta. Bretar undír her skipavernd drið 1423 d íslandsmiðum Á opnu blaðsins i dag birtist viðtai, sem Jónas Guðmunds- son átti við dr. Björn Þor- steinsson, prófessor nú fyrir skömmu. Þar kemur meðal annars fram stjórnskipun frá Rikharði III frá árinu 1423, þar sem hann fyrirskipar fisk- veiðar á islandsiniðum undir herskipavernd. Veiðum þess- um var hagað á svo til sama hátt og hinum óiöglegu veið- um undir herskipavernd, sem Bretar stunda nú i 1 andhelgi islands. HANN ER EINN MÁLSVARA OKKAR í BRETLANDI Sem kunnugt er sækja útlend- ingar mjög hingað til lands til laxveiöa. Yfirleitt láta þeir sér nægja að veiöa lax og láta sig land og þjóð annars litlu eða engu skipta. Þó hefur alltaf mátt finna dæmi þess, að útlendingar, sem upphaflega komu hingað til lax- veiöa hafi tekið miklu ástfóstri við land og lýð og sýnt það I verki. Einn þessara manna er staddur hérlendis um þessar mundir. Hann er brezkur og heitir J.A. Cooper, major að tign, þótt hann sé hættur öllum afskiptum af her- mennsku, og er islenzkum lax- veiðimönnum að góðu kunnur, enda hefur hann verið árlegur gestur við islenzkar veiðiár allt siðan 1959. En Cooper hefur fleira gert en að veiöa lax — hann hefur skrifað fjölda greina um landhelgismáiið i brezk blöð og tilkynnt Bretum málstað tslendinga. Timinn hafði tal af Cooper rétt áöur en hann hélt út á land til veiða. Við spurðum hann fyrst, hvernig á þvi stæði, að hann hefði farið að skrifa um landhelgisdeil- una i blöð i Bretlandi. — Tildrögin voru' þau, sagöi Cooper, að vinir minir islenzkir sögðu mér frá málinu og Iétu mig fá bæklinga um það. Þetta las ég svo, þegar heim kom til Englands og fe'kk þá áhuga á málinu og langaði til þess að vita meira, svo að ég leitaði til sendiráðsins is- ienzka i London og fékk frekari upplýsingar þar. Upp úr þessu fór ég svo að skrifa um máliö i brezk blöð. — Hver heldurðu, að sé afstaöa almennings i Bretlandi i þessu efni? Hún einkennist fyrst og fremst af mikilii fáfræði. Auk þess er flest, sem stendur i brezkum blöðum um það ákaflega vilhallt. Þar er jafnan dreginn hlutur brezkra. Nú hefur fjöldi brezkra blaða- manna komið hingað til lands vegna landhelgisdeilunnar og allt veriö gert til þess að kynna þeim máliö. Hvernig stendur á þvi, að skrif þeirra eru samt sem áður svona hlutdræg? — Sitt er hvað, það sem þeir skrifa og hitt sem birt er. Ég hef sjálfur orðiö fyrir barðinu á þess- ari hlutdrægni blaðanna — ég hef skrifað um tuttugu greinar, en ekki fengið nema fjórtán birtar. — Annars eiga Islendingar marga vini og stuðningsmenn I Bret- landi, þótt þeirra gæti kannski ekki nógu mikið. Ég vona innilega Rætt við major J.A. Cooper aö máliö leysist fijótlega og án þess að til átaka komi þvi að allt slikt er mjög á móti skapi. Ég held lika, að brezka stjórnin gugni, þegar búiö verður að semja við Þjóöverja. — Það er eindregið álit mitt, að vernda beri islenzku fiskstofnana. — Segðu okkur að lokum, Cooper, hvort þin muni von hing- að til laxveiöa hér eftir eins og hingað til? — Ég kem eins lengi og ég get lialdiö á stöng — en ég kem ekki bara til þess að veiöa lax, heldur lika og ekki siður til þess að hitta vini mina. HHJ. K> J.A. Cooper er keinpulegur > lopapeysunni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.