Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 3
Sunnudagur 8. júlí 1973.
TÍMINN
3
Ótal bækur hafa verið skrifaðar um fljúgandi diska - eða
fljúgandi furðuhluti. Ein þeirra merkari er „Fljúgandi furðuhlutir
yffr suðurhveli jarðar. Höfundur hennar er Michael Hervey.
leika, sem ekki geta verið fram-
leiddir af mönnum af okkar
heimi” Dr. Walter Riedel, þýzkur
eldflaugasérfræðingur.
Nú er almennt viðurkennt, að ef
til vil sé þröað lif á öðrum hnött-
um. Hervey vitnar i fjölda
þekktra manna um það efni og
allir eru sammála bandariska
Hugliðsforingjanum Kearn, þeg-
ar hann segir, að möguleiki s4 á,
að það lif sé löngu komið yfir okk-
ar þróunarstig, bæði i tæknilegu
og félagslegu tilliti.
Prófessor Herman Oberth, sem
starfað hefur með Werner von
Braun við geimrannsóknir, geng-
ur skrefi lengra. Hann segir: Ég
tel, að úti i geimnum séu verur,
sem hafa haft gætur á okkur i ald-
ír. Þó að ekki séu nema 2% réttar
af þeim frásögnum, sem til eru af
fljúgandi diskum, verður það að
nægja til að staðfesta, að þetta er
engin vitleysa”.
Prófessor Stuart Butler við há-
skólann i Sydney fer ekki i laun-
kofa með skoðanir sinar: „Það
hljóta að vera viti bornar verur á
öðrum byggjanlegum plánetum,
það er eina rökrétta skýringin,
sem til er. Ég vil þó ekki ganga
svo langt, að segja, að þær séu
skynsamari en við. Hvers vegna
þarf jörðin endilega að vera upp-
hafið eða endirinn á þróuninni?
Það er alveg jafn sennilegt að við
séum einhvers staðar i miðjunni.
Þá eru lika aðrir komnir miklu
lengra”.
Sumt af þvi sem Hervey greinir
frá i bók sinni, er ekki aðeins at-
hyglisvert, heldur stórmerkilegt.
t mai 1954 sáu til dæmis 11 her-
menn og 17 aðrar manneskjur
lýsandi vindillaga farartæki, sem
rann hljóðlaust yfir úthverfi
Sydney, i mikilli hæð.
Tugir manna skýrðu frá þvi, að
þeir hefðu séð dularfull ljós yfir
Sydney aðfaranótt 10. janúar
1961. Hvorki flugherinn, veður-
stofur né önnur yfirvöld gátu gert
grein fyrir ljósum þessum. Fr. K
Morgan i Lakemba sagði: —
Þetta voru eins og stjörnur, sem
færðust til á himninum. Fyrst
sáust þær i norðri og færðust til
suðurs, en siðast, þegar ég sá
þær, voru þær á norðurleið aftur.
Annar sjónarvottur segir: —
Þetta kom i ljós hátt á himninum i
vestri og það var eins og þetta
væru mörg ljós, sem blikkuðu.
Talsmaður flughersins i Sydney
sagði, að engar flugvélar hefðu
verið i loftinu um þetta leyti. Aðr-
ar stöðvar höfðu sömu sögu að
segja.
Hinn 6. júni 1962, klukkan 11.20
tók fólk i Shalimar i Caroda eftir
sex hlutum á heiðum himni.
Fyrsti hluturinn var eins og glitr-
andistjarna,sem hækkaði sig þar
til hún hvarf. Annar hluturinn var
silfurlit kúla, sem kom úr norðri,
fór i hring og stóð svo kyrr i 10
sekúndur, en hvarf siðan i suður.
Þessi hlutur var sá, sem sást bezt
af þeim sex. Enginn vandi var að
sjá, að hann var kúlulaga, þvi
ekki var um neina arma eða
vængi að ræða. Þá birtist þriðji
hluturinn og fór sömu leið og hinn
fyrsti. 1 sömu mund varð likt og'
blossi á vesturhimninum og út frá
honum féllu eins og glitrandi
þræðir. Tveir hlutir voru þar i
kring og hurfu upp á við.
15. júli 1965 sáu sex starfsmenn
i stjórnturninum á flugvellinum i
Canberra og tveir flugmenn hjá
TAA dularfullan hlut, sem var
mjög greinilegur i 40 minútur.
Hluturinn var talinn vera i um
1500 metra hæð, 6-7 km. NA við
flugvöllinn. Ekki er mögulegt að
sjá nákvæmlega, hvaða lögun var
á hlutnum, þvi birtan af honum
var svo mikil.
Ástralski flugherinn sendi upp
vél til að athuga hlutinn, en þá
hvarf hann hið bráðasta. Siðar
kom i ljós, að fjöldi fólks hafði
fylgst með þessu fyrirbæri. Einn
stjörnufræðinganna við Mt.
Stromlo-stöðina, sagði að engin
stjörnufræðileg skýring væri til á
þessu. Það gæti ekki hafa verið
loftspeglun, til þess hafi allt of
margir reyndir stjörnufræðingar
séð það. Ekki gæti það heldur
hafa verið veðurathugunarbelg-
ur, til þess hafi það verið allt of
lengi á sama stað. Þar sem aðeins
mjög fáir hlutir væru sýnilegir
um hábjartan dag, gæti þetta vel
hafa verið eitthvað frá öðrum
hnetti.
Yfirmaður loftferðaeftirlitsins i
Canberra, Lindeman, sagði, að
hluturinn hefði verið vel sýnileg-
ur berum augum, en jafnvel f kiki
hefði ekki verið hægt að sjá lög-
unina. Sólin glampaði á hlutnum
og hann virtist úr málmi. Hann
stóð kyrr i tuttugu minútur, en
hvarf siðan.
Þetta er staðfest af flugmönn-
um. Einn þeirra var með mik-
inn kiki, sem hægt er að sjá með
þotur I 11—12 km. hæð, en hann
gat þó ekki séð lögun hlutarins, en
liturinn hafi verið málmgljáandi.
Hins vegar hafi þetta alls ekki
getað verið flugvél, þvi þær
standa ekki kyrrar i langan tima.
Hervey lýsir i bók sinni fjölda
atburða, þar sem furðuhlutir hafa
elt bila. Ungfrú B. Buchanan og
förunautur hennar á nýársdag
1966 á leið yfir sléttuna frá Narra-
bi tii Wee Was. Um kvöldið sáu
þau lýsandi hvitan hlut, sem hag-
aði sér eins og hann ætlaði að
lenda.
„Hann dýfði sér niður að jörð-
inni og rann siðan nokkra metra
áfram, en lyftist svo snögglega”,
sagði ungfrú Buchanan, „Hann
sveimaði i nokkra hringi, en
endurtók þetta aftur. Fyrst héld-
um við að þetta væri þyrla, en það
fiaug allt of hratt, miklu hraðar
en flugvél.”
Hinn 13. janúar 1968 voru fjórir
unglingar á leið i útilegu að
Wallamotta-ströndinni, um 20
km. sunnan við Sydney, Þeir
grófu rennu umhverfis tjaldið og
meðan þeir voru að þvi, kom
skært ljós upp yfir litla hæð við
sjóndeildarhringinn. Það hreyfð-
ist i sikk-sakk og hvarf siðan aftur
niður fyrir hæðina. Þá kom það
aftur i ljós bak við aðra hæð,
miklu nær og nálgaðist og stækk-
aði. Þá sáu drengirnir, að ljósin
voru tvö, annað hvitt og hitt rautt.
Þeim sýndist hluturinn, sem ljós-
in voru á, vera eins og bjalla að
lögun. Eftir þvi, sem hann færðist
nær, lýstist umhverfiö upp, eins
og beint væri á það sterkum köst-
urum.
Nú urðu drengirnir hræddir, en
hættu við að hlaupa þvi hiuturinn
nam staðar og ijósin slokknuðu.
Siðan stóð hluturinn kyrr I um 70
metra hæð aðeins nokkur hundr-
uð metra frá drengjunum og bar
viö himininn i kvöldskininu. Hann
var i laginu eins og þrihyrningur
með kúlu og horninu, sem sneri
upp. Niður með hliðunum var röð
af litlum rauðum ljósum, liklega
ein tiu, en ekkert þeirra sneri
•beint að drengjunum. Þeir sögðu,
að liklega hefði glampað á hlutinn
frá ijósunum og hefði þeim virzt
hann vera úr svörtum málmi.
Engar dyr eða loftnetsstengur
voru sjáanlegar.
Tveir drengjanna fóru nær til
að athuga þetta betur og var ann-
ar þeirra með sterkt vasaljós.
Hann kveikti og beindi geislanum
aðhlutnum, en þá voru hin sterku
ljós kveikt á ný. Þegar drengur-
inn slökkti, slokknuðu ljósin og
svo gekk þrisvar sinnum, en i
þriðja sinnið, slökkti hluturinn
ekki, heldur sveif upp i loftið og
hvarf.
Hinn 15. febrúar 1963 gerðist
dálitið merkilegt i Moe i Ástraliu.
Veðrið var slæmt, það rigndi og
ský voru lág, þegar Charles Brew
og tvitugur sonur hans sáu furðu-
Framhald á bls. 39
FRjghraSi 950 km á
klukkustund i 10 km hæð.
Flugtími til Londort og
Kaupmannahafnar um 2Vi
klukkustund.
Rúmgott. bjart,
farþegarými, búið sann-
kölluðum hagindastólum.
Akjösanieg aðstaða fyrir
hinar lipru flugfreyjur
Flugfólagsins til að stuðla
að þægilegri og
eftirminniiegri ferð.
Flugþol án viðkomu er
4200 km.
Flugáhöfn þjálfuð og
rrrenntuð samkvæmt
ströngustu kröfum
nútímans.
Hreyflarnir þrír, samtals
16000 hestöfl, eru aftast á
þotunni.
Farþegarýmið verður því
hijótt og kyrriátt.
Flugvélín er búin sjálf-
virkum siglingatækjum og
fullkomnum óryggisút-
búnaði.
Boeing 727.
Reynslan sýnjr, að við höfum valið rétta 'leið
inn í þotuöldina. Það er Boeing 727, sem nú
nýtur méstrar hylti i heiminum. Rúmlega 900
þotur eru af þeirri gerð í almenrni farþega-
fiugi,
Jafnt sérfræðingar sem farþegar hafa iært
að meta, hvernig tekízt hefur í Boeing 727
að sameina hraða og þægindi.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI