Tíminn - 08.07.1973, Síða 5

Tíminn - 08.07.1973, Síða 5
TÍMINN' 5 Sunnudagur 8. júll 1973. Aukinn fatakostnaöur Tizkufatnaðurinn fyrir haustið og veturinn verður mjög efnis- mikill, að þvi er segir i tlzku- fréttum frá Þýzkalandi. Það sést lika vel á meðfylgjandi mynd af samkvæmiskjól, sem sýndur var á tizkusýningu i Munchen i vor. Fatnaður i Þýzkalandi hefur fram til þessa verið mun ódýrari heldur en til dæmis i Frakklandi, og verður það* sem eftir er þessa árs að meðaltali 25% ódýrari, en i Frakklandi, þrátt fyrir það að ullarverðið eitt hefur hækkað um 40%. Þeir eru ófáir metrarnir, sem fara i þennan kjól og slána, sem fylgir honum. Ekki fylgir sögunni úr hverju kjóllinn er, né hvernig hann sé á litinn, en dugleg saumakona ætti að geta sniðið kjólinn og saumað, ef einhverja langar að fá sér hann fyrir árshátiðir og veizlur vetrarins. Svissnesk drykkjukona Feröamenn, sem komu á veit- ingastofu Anton Weitlands i Genf i Sviss urðu dálitið undr- andi, þegar hann hvatti þá til þess að reyna að drekka eina af veitingastúlkunum, Onnu- Mariu, undir borðið. Anton sagði, að hún gæti drukkið á við hvaða karlmann, og hann skyldi gefa hverjum þeim, sem tækist að snúa sögunni við, 1000 sviss- neska franka að launum. Sá böggull fylgdi skammrifi, að gesturinn varð að borga fyrir allt, sem Anna Maria drakk. En ævintýrið endaði alltaf á einn veg. Anna Maria sat upprétt I sæti slnu og skellihló löngu eftir að gestirnir voru sofnaðir. En svo kom snjall gestur til sög- unnar, sem uppgötvaði, að með þvi að styðja á hnapp á kranan- um á öltunnunni kom mjög sterkur bjór i glasið, sem undir var haldið, en væri ekki þrýst á hnappinn, kom mun veikari bjór úr tunnunni, og það var sá veiki, sem alltaf lenti í glasinu hennar Onnu Mariu. Weitland var sekt- aður fyrir að hafa svikizt að gestum sinum, og haft af þeim mikið fé. Pétur Östlund vekur athygli í Svíþjoð ÍSLENZKI hljómlistarmaður- inn snjalli, Pétur östlund trommuleikari, hefur dvalizt i Sviþjóð undanfarin ár, eins og kunnugter og hefur hann aðeins komið heim i skemmri leyfi. HefurPétur leikið viöa á undan- förnum árum og yfirleitt með vel metnum hljómlisiarmönn- um. Sem stendur leikur hann með sænska klarinettleikaran- um Putte Wickman, sem er einn þekktasti og virtasti hljóðfæra- leikari Sviþjóðar, mikill jazz-maður. I byrjun mai kom út LP-plata með Putte Wich- man, og ber hún heitið „Happy New Year!”, á Odeon-merki. Með honum leikur meðal ann- arra Pétur östlund og hefur hann fengið sérdeilis góða dóma gagnrýnenda. Sáum við til dæmis i einu blaði sænsku, að Pétur er sagður spila svo að enginn geti gleymt og undir það geta vist margir tslendingar tekið. I Göteborg-Tidningen sagði m.a.: ,,....á plötunni er trommuleikurinn alveg frábær. Maðurinn á bak við það heitir Pétur Ostlund. Ættaður af ts- landi. Og er nýjasta eldfjalliö þeirra.... Hann gýs þegar minnst varir.,.,” Þá hefur við og við á undanförn- um mánuðum og árum mátt sjá nafn Péturs i sænskum blöðum og er hans alltaf getið að góðu einu. Slæmt er,að ekki skuli vera starfsaðstaða fyrir menn eins og Pétur hérlendis. Á með- fylgjandi mynd er hann lengst til hægri, til vinstri er Putti og i miðjunni kontrabassaleikarinn Pelle Danielsson. óneitanlega hefur útlit Péturs breytzt tölu- vert frá þvi að hann byrjaði að leika jazz hér heima fyrir mörg- um árum siðan!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.