Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 9
Sunnudagur 8. júli 1973.
TÍMINN
9
Sovétmenn
hafa yfir-
tekið
njósna-
kerfi
Kastrós
Starfsmenn leyniiög-
reglu Sovétrikjanna,
KGB, hafa yfirtekið
leyniþjónustu Kúbu og
eru að breyta starfsem-
inni Sovétmönnum i
hag.
Brezk rannsóknastofnun skýrir
frá þessu i nýlegri skýrslu sinni —
Conflict Studies No. 35.
Skýrslan kemur fram á sama
tima og orðrómur berst meðal
starfsmanna leynilögreglu á
vesturlöndum um, að tengsl séu
á milli njósna Kúbumanna og
Watergatemálsins.
Ástæðurnar fyrir þvi að KGB
yfirtók njósnakerfi Fidels Kastró,
Direccion General de
Inteligencia, DGI, voru þær, að
rómantisk áform Kastrós og Ches
Guevara um að stjórna allri
byltingastarfsemi við Karibahaf
og I Suður Ameriku frá Havanna,
voru ekki vinsæl I Moskvu.
Sendiráðin
DGI var stofnað 1961 og tók til
starfa 1962. Aleksander Alexeyev,
fréttaritari TASS, siðar sendi-
herra Sovétrikjanna á Kúbu tók
þátt I stofnun kúbönsku leyni-
þjónustunnar. En Rússar voru
ekki ánægðir með störf hennar og
töldu afskipti hennar af málum
hipdra njósnir Sovétmanna
sjálfra á þessum slóðum.
1 skýrslu brezku rannsókna-
stofnunarinnar, sem áður var
nefnd, Kúba gerð að fylgihnetti
(„The Satellisation of Cuba”) og
Asókn Sovétmanna á Karibahafi
(„Sovjet Pressures in the
Caribbean” segir að 1968 hafi — i
tengslum við oliusamninga Sovét
og Kúbu — verið gerður leyni-
samningur um samræmingu
starfsemi DGI erlendis og KGB.
Raunveruleg samræming hófst
ekki fyrr en um mánaðamótin
april-mai 1970, þegar bróðir
Fidels Kastró, Raoul Kastró kom
aftur úr heimsókn til Moskvu.
Raoul skipaði innanrikisráðu-
neytinu að senda 130 DGI starfs-
menn til starfa við sendiráð Kúbu
erlendis, þar sem þeir áttu að
safna upplýsingum og styðja and-
spyrnuhreyfingar.
Tilfærslur þessar hófust I
desember 1970 og héldu áfram út
árið 1971.
Atburður i
Kaupmannahöfn
Einmitt á þessum tima vakti
starf þáverandi fyrsta sendiráðs-
ritara Kúbu I Kaupmannahöfn
Thomasar Alvarez Martinez
athygli manna.
Martinez hafði töluverð áhrif
innan hinnar nýstofnuðu upp-
lýsingaskrifstofu þjóðfrelsis-
hreyfingar Suður-Vietnam. Hann
var eins konar hagfræðiráðu-
nautur skrifstofunnar, en þá-
verandi forstöðumaður hennar
var yfirleitt ekki i Danmörku.
Sagt var að Martinez hefði varað
starfsmenn upplýsingaskrif-
stofunnar við að tengjast of náið
danska kommúnistaflokknum.
Strax eftir að sagan um
Martinez komst á kreik, var for-
stöðumaðurinn leystur frá
störfum, en hann hafði aðeins
verið fáa mánuði I Danmörku.
Martinez fékk siðar starf annars
staðar.
A sama tima hófst endurskipu-
lagning DGI og varð höfuðstarfið
nú að safna upplýsingum, sem
Sovétmenn höfðu áhuga á. Rússi
að nafni Simenov — talinn hers-
höfðingi og KGB maður — var
gerður að eftirlitsmanni i DGI, og
Moskvukommi að nafni José
Mendez Cominches tók við
störfum yfirmanns DGI, Pineiro
Losado.
Sextiu starfsmenn DGI eru
sendir á tiu mánaða námskeið i
Sovétrikjunum. Minnst fimm
þeirra eru siðan valdir til að
starfa eingöngu fyrir Rússa.
Watergatemálið
Kerfiö virðist þegar reynast
vel. Þegar Bretar vlsuðu 105
Sovétnjósnurum úr landi 1971,
taldi brezka gagnnjósna-
þjónustan, 1.5, að Kúbúmenn
hefðu tekið við af þeim. Það leiddi
til þess, að Diaz Rovirosa fyrsti
sendiráðsritari við sendiráð Kúbu
i London varð að yfirgefa Bret-
land i flýti I marz á þessu ári,
alvarlega grunaður um að vera
blandaður i njósnir.
Orðrómurinn um að Kúbumenn
eigi hlutdeild að Watergate-
málinu gengur út á, að starfs-
menn i Hvita húsinu hefðu skipu-
lagt innbrotið fræga, eftir að þeim
heföi verið bent á,að Kúbumenn
hefðu gefið fimm milljónir
dollara i kosningasjóö
demókrata. Undirrótin átti aö
vera sú að DGImenn teldu,að
Nixon hefði i heimsókn sinni I
Moskvu rætt við Brjéznev um
möguleika á, að Sovét hætti
aðstoð við Kúbu. Það átti að vera
skilyrði fyrir þvi að Bandarikja-
menn létu Sovétmenn hafa hveiti.
Starfsmenn leyniþjónusta á
Vesturlöndum telja ekki óhugs-
andi að eitthvað kunni að vera til i
orðróminum. En það væri
skýring á þvi hversvegna Nixon
og menn hans þegja þunnu hijóði i’
Watergatehneykslínu.
Menn vildu ekki eyðileggja bætt
samband við Sovétmenn — né
móðga Brjéznev I Bandarikja-
heimsókninni.
ÞýttSJ
Á þessu ári má áætla, aS af völdum reykinga
tapist hér á landi um 77 þúsund vinnudagar.
Ástæðan er sú, að reykingafólk er oftar veikt
en hinir, sem ekki reykja.
Athuganir hafa sýnt, að veikindafjarvistir eru
um 15% algengari hjá reykingafólki en öðru
vinnandi fólki.
Gera má ráð fyrir, að veikindafjarvistir
reykingafólks hér á landi á þessu ári jafngildi
því, að 300 manns séu frá vinnu allt árið.
Getum við ekki gripið í taumana og reynt að
minnka reykingarnar?