Tíminn - 08.07.1973, Side 13

Tíminn - 08.07.1973, Side 13
Sunnudagur 8. júlí 1973. TÍMINN 13 Frelsishernum, þrir karlmenn og tvær konur. Fleiri liðsforingjar áttu að koma siðar. — Við hófumst þegar handa við að koma upp gistihúsum og greiðasölum fyrir frelsuðu fang- ana i Cayenne. Húsgagnaverk- stæði var sett af stað, og einnig yfirtókum við eyðibýli úti á hinni frjósömu Montjoly-skaga. A þessum stöðum gátu hinir frelsuðu eða leystu fangar starfað. — Margir okkar veiktust. Sjálfur féll ég dag einn niður á götu I Cayenne með sólsting. Farið var með mig á herspitalann og læknirinn sagði við mig:” Farið heim! Annars áttu um aðeins tvennt að velja: að deyja eða vera brjálaður það, sem eftir er ævinnar” — En eins og þér sjáið, er ég ekki enn dauður, og ég kenni ekki mikillar brjálsemi að heldur, segir Péan og brosir breitt. — Hver kostaði starfsemi ykkar i Frönsku Guyana? — Já, það er von, að þú spyrjir! Við áttum i stöðugum peninga- vandræðum. Allt kostaði peninga, og það var afar erfitt að safna peningum i Frakklandi til hjálpar föngunum, glæpamönnum, sem voru þúsundir milna i burtu. Og hver hafði áhuga á þvi að fá þjófa og morðingja heim til Frakk- lands? Starf okkar mætti mótstöðu og andúð á öllum vigstöðvum. Landstjórinn og æðri liðsforingjar i Guyana voru að visu fremur vingjarnlegir og hjálpsamir, en við vorum ekki vinsælir meðal varðmannanna. Samfeág, sem samanstendur af 10 þúsund föngum , tvö þúsund frelsuðum föngum og 4 hundruð varðmönnum er dálitið fjárhags- legt mál. Um leið og við börðumst fyrir þvi, að fanga- nýlendan yrði lögð niður, ógnuðum við lifsgrundvelli fjölda manns bæði i Guyana og Frakk- landi. Tökum kaífið sem dæmi. Samkvæmt öllum útreikningum mætti ætla, að hægt hefði verið að kaupa kaffið hjá nágrönnunum i Brasiliu. Þess I stað var kaffið, sem framleitt var á Guyana, selt til Frakklands, en þaðan var það siðan selt dýru verði aftur til Guyana. Margir lifðu af slikum og þvilikum furðulegheitum. Og eins og kunnugt er, vekur fátt meiri ótta manna, en þegar hreyft er við pyngju þeirra. — ókunnugum kynni að hafa fundizt allar aðgerðirnar hreinn skripaleikur. Hópur Frelsisher- manna eyddi beztu árum ævi sinnar til að hjálpa leystum föngum til að komast heim og fyrir þvi að fá fanganýlenduna lagða niður. En á sama tima sendi franska rikisstjórinin 500 nýja fanga á ári til Guyana. Þannig stóð fangafjöldinn i stað, þar sem árlega létust nefnilega um 500 fangar. — En áróður Frelsishersins heima i Frakklandi hafði ekki verið til einskis. Bæði blöðin og almenningsálitið pressuðu mjög að rikisstjórninni. Um leið jókst jarðræktin á Guyana mjög. Margar ekrur voru te'nar i notkun. Kókoshnetur, ananas og bananar voru ræktaðir i stórum stil. Fleiri og fleiri leystir fangar fengu nú eitthvað við að vera, og þeir fengu lika eitthvað til að vinna að: Að stiga fæti á franska grund einn góðan veðurdag. Charles Péan fór aftur til Frakklands. Hann skrifaði nýja bók, ,,Le Salut des Parias” („Frelsun úrhraksins”)Rikis- stjórnin lét undan. Péan var Henri Charriére, — Papiilon, bæði frægur og rikur af. skipaður til að stjórna starfinu við að fá leystu fangana heim. Arið 1936 kom fyrsta skipið með leysta fanga til Marseille. Þeir voru alls 67. En það var fyrst árið 1938, sem frumvarpið um að leggja niður Djöflaey gekk i gegnum franska þjóðþingið. — Heiinflutningur fanganna hlýtur að hafa kostað gifurlegt starf. Er ekki svo? — Hann tók langan tima, mjög langan. Striðið brauzt út, áður en við komumst almennilega af stað, og gat starfið ekki hafizt aftur fyrr en 1946. Stjórnin gat látið okkur i té svokallað Liberty-skip á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Tók skipið 250 manns i einu, en 7 þúsud manns voru enn eftir á Djöflaey. Það tók okkur fimm ár að flytja 4 þúsund fanga heim. Hinir, alls um 3 þúsund fangar, dóru á þessum sama tima. Ýmsir erfiðleikar voru við flutningana, meðal annars við að flytja fangana út til skips. En þetta tókst þó einhvern veginn. — Hvað varð svo um fangana, er til Evrópu kom? — Við (i Frelsishernum eða Hjálpræðishernum franska) gátum að sjálfsögðu ekki látið þá afskiptalausa. Allir leystu fangarnir hlutu athvarf i mið- stöðvum okkar um allt Frakka- land og i Norður-Afriku, og þar voru þeir mánuðum saman. Þér getið rétt ímyndað yður þessa menn. Sá yngsti, sem til baka kom, hafði dvalið 15 ár á Djöfla- ey, en sá elzti hvorki meira né minna en 52 ár . Eftir að þeir höfðu dvalið nokkurn tima i mið- stöðvum okkar, reyndum við að hjálpa þeim til að komast heim til heimkynna sinna. Við reyndum að hafa upp á hugsanlegum fjöl- skyldum þeirra, eða öðru sem batt þá við fortiðina. En það var oft og tiðum mikil hætta fyrir þá að snúa heim til heimabæja sinna. Glæpurinn hafði kannski verið framinn þar, og ef til vill átti hinn myrti einhverja ættingja þar. Við slíkar aðstæður gat nýr harmleikur orðið. Allt þetta varð að skipuleggja fyrir hvern ein- stakan fanga, mörgum mánuðum áður en hann steig fæti á franska grund. — Var yfirleitt nokkur mögu- leiki fyrir þessa menn að snúa aftur til eðlilegs lifs? — Það gekk betur en nokkurn hafði órað fyrir. Sterkar raddir höfðu risið i Frakklandi gegn þvi, að við flyttum „úrhrak landsins” aftur heim. Af þeim 800 föngum, sem fluttir voru heim fyrir strið, fóru aðeins 30 i fangelsi. 1 heild séð er útkoman ekki eins góð. Sé litið á heildarfjöldann, allan fangahópinn, þá stóð þriðjungur þeirra sig áægltlega. Þeir fundu ef til vill aftur fjölskyldu sina eða þeir giftu sig og stofnuðu nýja fjölskyldu. Þeir fengu allir góð störf. Fyrir þrem vikum hitti ég einn af þessum fyrrverandi föngum. Hann gaf mér þetta úr sem ég er með hér. Hann hafði verið með það á Djöflaey og bað mig að þiggja það sem minja- grip. Hafði hann gift sig, eignazt mörg börn og hafði prýðilega vinnu. Við þennan hóp, þ.e.a.s. þá sem stóðu sig svo vel, misstum við smám saman sambandið.það var aðeins eðlilegt. Frelsisherinn (Hjálpræðisherinn) og allt annað, sem hægt var að setja i samband við Frönsku Guyana, var nokkuð, er þeir vildu umfram allt má úr huga sér. Þriðjungur fanganna gat ekki bjargað sér sjálfur Þessir fangar gengu inn og út um stofnanir okkar, en þeir voru lög- hlýðnir, og hjálpuðum við þeim um mat og klæði. Siðasti þriðjungurinn snéri sér meira og minna aftur að gömlu synda- liferni. Þeir reikuðu milli stofnana okkar og fangelsánna. En mjög fáir þeirra frömdu alvarlega glæpi. — Hvernig litið þér á frelsis- skerðingu sem refsingu, Péan? — Það er sama sagan hvar- vetna i heiminum, — fangelsið drepur niður frumkvæði fang- anna. Þeir eru algerlega úrræða- lausir, er þeir sleppa út. Hafi þeir ekki verið glæpahneigðir, er þeir voru settir inn,eruþeirorðnirþað, áður en þeim var sleppt aftur. Eftir þvi sem ég bezt veit, koma 80% þeirra, sem einu sinni hafa verið settir I fangesli, þangað aftur. Fangelsið skapar glæpa- menn. Það gagnar ekki að byggja fangelsi eins og hallir, með sjónvarp, bað og hvaðeina i fangaklefunum. Fangelsið drepur hið góða i manninum og leysir engin vandamál, er-til lengdar lætur. Ég held raunár, að þetta stefni I rétta átt hjá Svium. Þeir eru búnir að leggja niður mörg fangesli og hafa komið upp stofn- unum, þar sem fangarnir geta gengið út og inn, en er ekki rig- haldið innan hinna gráu veggja. Og þarna er reynt að grafast fyrir um vandamál hvers einstaks fanga. —Hvernig litið þér á ofbeldis- hneigðina um allan heim, sem rikir á þessum timum? — Það skapar hættu'legt andrúmsloft fyrir framtiðina. Það er erfitt fyrii unga fólkið, sem á að „taka við heiminum” eins og sagt er. Ég held, að fólk verði að snúa sér meir til Guðs. Ekki Guðs á himninum, heldur Guðs niðri á jörðinni, ef þér skiljið, hvað ég á við. Sann- leikurinn og réttlætið er það, sem fólk á að elska og meta. Gildir það einkum um hin ábyrgu yfirvöld. Það virðist stundum, sem þeir noti fólk til þess að skara eld að sinni köku og gleymi algerlega hagsmunum þess sjálfs. Litið á þetta veslings fólk i Vietnam. Þrjátiu ára stið hefur hrjáð það, en fólkið i þorpinu skilur ekki, hvers vegna er strið —Svo við hverfum aftur að Guyana. Hittuð þér nokkurn tima Henri Charriére,, — Papillon, — þarna úti? — Ég var þar staddur, er hann kom þangað ásamt 66 öðrum. Hann var ekki hinn mikli Papillon þá, — aðeins vesalingur meðal hinna. Ég gaf honum gaum, þar sem mér var kunnugt um, að hann var frá þvi héraði i Frakk- landi,þarsem meirihluti fólksins er mótmælendatrúar. Nokkru seinna æskti ég þess að fá að tala við Charriére. Þar sem hann var mótmælandi, þarfnaðist hann ef til vill hjálpar. Það var mjög fátt um mótmælendur þarna úti, — ef til vill tylft af tiu þúsund. Biskup- inn hafði tjáð, mér, að allir i Frönsku Guyana væru kaþólikkar, og ég hafði svarað þvi til, að það væri ekki góð auglýsing fyrir kaþólsku kirkjuna. En er ég spurði eftir Charriére, var mér sagt, að hann lægi á sjúkrahúsi. Við fórum til Djöflaeyjar einu sinni i mánuði, og þar sá ég hann stunda landbúnaðarstörf, plægja og þess háttar með uxa. Er ég frétti næst af honum, hafði hann flúið frá Djöflaey. — Hvers konar fangar voru það, sem sendir voru til Djöfla- eyjar? — Það voru allir frægustu glæpamennirnir, — þeir sem allt Frakkland þekkti. Menn eins og Charriére. Ég minnist einnig frábærs læknis, sem hafði drepið konu sina vegna peninga. Þessir menn voru sendir til Djöflaeyjar, vegna þess að flótti þaðan var talinn útilokaður. Tækist þessum föngum að komast undan, náðu blöðin i söguna og beindu þar með sviðsljósinu mjög óþægilega að hinum frönsku yfirvöldum i Guyana. Það voru engar moskitóflugur þarna á Djöflaey, og það var lika það eina jákvæða. Raunar var loftslagið ekki svo ýkja slæmt heldur. — Eru lýsingar Charriére’s frá Djöflaey og Guyana sannar og réttar? — Allt það, sem Papillon skrif- ar um Djöflaey, er rétt. Annað mál er það, hvort hann hefur upplifað það allt sjálfur, segir Péan og hlær. — En enginn vafi er á þvi, að hann kann að skrifa. Hann hitti mig raunar að máli i Genf ekki alls fyrir löngu og bauð mér til rikulegs miðdegisverðar á finasta og dýrasta hóteli borgarinnar. Við höfðum um margt að ræða. Bók hans hefur selzt i milljónum eintaka. Og hvað sem öðru liður, er ánægju- legt til þess að vita, að einn af fyrrverandi föngum Djöflaeyjar hefur náð að verða rikur og frægur af reynslu sinni, lýkur Péan máli sinu og glottir. (Þýtt/endursgat — Stp) Viðtal við Frakkann Charles Péan, manninn, sem átti mestan þátt í því að uppræta hina illræmdu fanganýlendu Frakka í Frönsku Guyana á sínum tíma Charles Péan. — Ég held, aö þetta stefni i rétta dtt hjd Svium. — Það er segin saga, aðfangelsin drepa þaðgóða i manninum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.