Tíminn - 08.07.1973, Side 17

Tíminn - 08.07.1973, Side 17
Sunnudagur 8. júll 1973. TÍMINN 17 rew, þegar hann vakti mig, renn- sveittan og skjálfandi. — Þú hefur það á bandinu, svaraði ég. Hann kinkaði kolli og sagði mér, að ég hefði skolfið eins og laufblað i bindi. Nú höfðum við nákvæmar upplýsingar um jarðskjálfta i Indlandi, eða einhvers staðar, þar sem fólkið var alveg eins i útliti. Það siöasta, sem ég man af þess- ari reynslu, var að ég stóð uppi á hæð og horfði yfir eitthvað, sem liktist yfirgefnu þorpi. Ennþá hafði ég enga hugmynd um, hvar ég var og hvenær þetta hafði gerzt. Prófessor Hall var orðinn góður vinur okkar félaganna og daginn eftir spiluðum við bandið fyrir hann. Þá stundina gat hann ekki munað eftir neinum jarð- skjálfta á þessum slóðum. Við fórum allir þrir á bókasafn- ið og fengum aðstoð bókavarðar, roskinnar konu. Eftir að hún hafði hlustað á lýsingar minar, sagði hún: — Þetta kemur heim við jarðskjálftann f Quetta og i ljós kom, að allt passaði, sem ég hafði séð. Samt hafði ég aldrei heyrt um þessar hamfarir, eða séð myndir frá þeim. Það get ég svarið. Þessi jarðskjálfti varð ár- ið 1935, árið áður en ég fæddist og það eru engir möguleikar á að foreldrar minir hafi til dæmis tal- að um hann, þegar ég var orðinn nógu gamall til að skilja. Samt hafði ég gefið lifandi og nákvæma lýsingu á atburðunum, það sönn- uðu blaðafréttir, sem ég las 1971. Margir einkennilegir hlutir komu i ljós, oft þegar Andrew dá- leiddi mig og oft var prófessor Hall viðstaddur. En það var ekki fyrr en á dimmu októberkvöldi 1972, að martröðin hófst, sem ég hef enn ekki náð mér eftir. Ég hitti Mary Jane. Það byrjaði alveg eðlilega, eins og venjulega. Ég sat slappur og hallaði mér aftur á bak. Andrew dáleiddi mig og prófessor Hall fylgdist með, og stjórnaði segul- bandinu. Skyndilega var ég staddur i litlu þorpi og gekk niður rykuga götu, horfandi á fólkið. Allir voru kæddir gamaldags fötum, ef til vill 200 ára gömlum. En þetta voru ekki Englendingar, að mér fannst, þó þeir væru ljósir á hör- und og flestir bláeygir. A segulbandinu segi ég: — Þessi gata heitir Clencairn Street. Það er smiðja á horninu, og þar stendur Robert Sirran og sonur. Beint á móti er klæðskeri, sem heitir Alexander Yuill. Það stendur ofan við dyrnar. Ég geng framhjá ostabúð og mjólkurbúð. 1 Glugganum er skilti, sem á stend- ur James Matthew og Kompani. Matvæli. „Það sem mér fannst merki- legast, var að ég, sem var frá 20. öld, skyldi ekki á nokkurn hátt vekja athygli fólksins, sem ég mætti. Allir voru klæddir fötum, sem ég fmyndaði mér, að væru frá 18. öld. Enn segi ég á bandinu: — Ég nam staðar og tala við stúlku. Hún heitir Mary Jane Orphoot. Ég þekki hana og held, að ég sé ástfanginn af henni. Hún er um 155 sm á hæð, grönn og ljóshærð með stór, blá augu. Hún hefur ekki ávarpað mig með nafni, en það er eins og hún þekki mig vel. A bandinu lýsti ég öllu ná- kvæmlega, meira aö segja haf- golunni. Mér virtist vera vor og það var engu lfkara en ég ætti heima þarna, svo vel kannaðist ég við allt. Þá hurfu áhrifin skyndilega, eins og eitthvað hefði þrifið mig frá þessu öllu. Mér fannst undarlegt, að þegar ég var vaknaður, sá ég stúlkuna greinilega fyrir mér. Slíkt hafði aldrei gerzt áður, venjulega rám- aði mig bara í hlutinn og varð að hlusta á bandið til að rifja þá upp. En stúlkan var greypt I huga mér. Það urðu mér vonbrigði að snúa aftur svona fljótt. Mig langaði að vita meira um stúlkuna og stað- inn, sem ég haföi heimsótt. — Er mögulegt, að hægt sé að fara aftur á sama staðinn? spurði ég prófessorinn. Hann hélt, að þaö gæti verið en kvaðst ekki vita, hvernig ætti að fara að þvi. Martröðin Mörgum sinnum reyndum við að ná aftur litla þorpinu, en án árangurs. En svo var það skyndi- lega í desember sl. ,að ég var staddur yzt í miklum hópi fólks og allir hrópuðu og kölluðu. Það var eins og fólkið væri algjörlega skyni skroppiö og gripiö æði. Ég stóð þarna um stund, án þess að hafa hugmynd um, hvað væri aö gerast. — Brennið nornina! brennið nornina! Hljómaði umhverfis mig og skyndilega kannaðist ég við mig. Þetta var þorpið, þar sem ég hafði kynnst Mary Jane Orphoot. — Nú ætla ég að vita hvort ég finn Mary Jane, segi ég á band- inu. — Ég verð að hitta hana aft- ur. Einhvern veginn vissi ég, að ég var I mikilli hættu, þvi prófessor- inn hafði varað mig við, að láta tilfinningarnar hafa nokkur áhrif á mig. Hann sagði, aö hætta væri á að ég missti vitið, ef ég gerði það. En samt sem áður var ég ákafur og sagðist mega til að finna Mary Jane aftur. Það næsta, sem ég segi á band- inu, var skelfingaróp og siðan komu andköf: — Ó, guð. Nei, NEI!! Greinilegt var, að ég haföi troð- ist gegn um fólksmegðina til að sjá, hvað var að gerast. Og þá sá ég pallinn og staurinn, sem Mary Jane var bundin við. Hún var klædd svörtum, siðum kjól og við fætur henni var hrúga af þurrum viði. Nokkrir menn voru að hella oliu eða einhverju sliku yfir hann. Ég heyrði stúlkuna hrópa i ör- væntingu. — Þyrmið mér, þyrmið mér. Ég er engin norn. Ó, þyrmið mér! Einhver kveikti i viðnum og þegar eldurinn blossaði upp, heyrðust hryllingsóp stúlkunnar. Mér fannst hjartað i mér ætla út úr brjóstinu af hræðslu. Fólkið umhverfis mig hrópaði: — Drep- um nornina! Drepum nornina! Ég brauzt i átt til Mary Jane til að hjálpa henni, en var sleginn niður. Og þá hvarf allt saman. Ég var i einskonar dái, heyrði, það sem sagt var umhverfis mig, en gat ekki svarað og heldur ekki opnað augun. Rödd sagði: —■ Þessi maður hefur orðið fyrir miklu áfalli og það er möguleiki á að hann hafi brjálazt. Enn reyndi ég að komast út úr öllu þessu myrkri, en þvi meir, sem ég reyndi, þvi dýpra sökk ég — lengra og lengra niður. Og ég heyrði dauðavein stúlkunnar. Áfallið mikla Hægt opnaði ég augun og fann, að ég hrfðskalf frá hvirfli til ilja. Ég sá hjúkrunarkonu og reyndi að kalla til hennar. Hún kom hlaupandi og siðan læknir. Sent var eftir prófessor Hall og And- rew. Þeir sögðu mér, að ég hefði legiö i dauðadái i heila viku, en þó haft einhverja hugmynd um um- hverfið. En nú var ég kominn til meö- vitundar og það mátti teljast kraftaverk og ekki bar á öðru, en ég væri enn með fullu viti. Þeir sögðu, að litlu heföi munað, þvi læknavisindin ættu ekkert ráð við svona tilfellum. Ég hafði lýst þorpinu nákvæm- lega og örlögum Mary Jane á bál- inu. En hvar og hvenær hafði þetta gerzt? I Englandi? t Ame- riku? Þar hafði fjöldi kvenna hlotið þessi örlög. Við þrir tókum til að rannsaka málið, en enginn þeirra kvenna, sem vitað var að brenndar hefðu verið i Englandi, hafði heitið Mary Jane Orphoot. Við fengum marga sagnfræðinga okkur til aðstoðar, en hvergi fundum við bæ, þar sem gata hét Glencairn Street, eða smiður hét Sirran, eða þá verzlunareigendur með nöfnunum Matthews eða Yuill. Nú var ekki um annað að ræða, en senda allar upplýsingarnar til mikilvirts sagnfræðings i Massachusetts i Bandarikjunum. Hann var einkum þekktur fyrir rannsóknir sinar á galdratrú og brennum fyrr á öldum. Við lýst- um öllu i smáatriðum. Það liðu þrjár vikur og svo var það i janúar sl., að ég fékk bréf frá Boston. Sagnfræðingurinn baðst af- sökunar á, hvað þetta hefði tekið langan tima, en það hefði verið erfitt að hafa uppi á þorpinu. Woodstock hafði nefnilega eyði- lagzt i flóðbylgju árið 1799 og aldrei verið byggt upp. Bréf visindamannsins fer hér á eftir: ,,t spjaldskrám okkar kem- ur fram, að fólk grunað um galdra, var brennt á báli i þorpinu Woodstock á árunum 1755 til 1765. Ein þeirra var stúlka að nafni Mary Jane Orphoot. Hún var grunuð að þvi talið var, að hún hefði drepið skepnur i þorpinu með göldrum. Hún var brennd 1761, þá 19 ára gömul. Kort af þorpinu, sem hafði 400 ibúa, sýn- ir, að aðalgatan hét Glencairn Street og firmaskrár frá þessum . tima sýna einnig, að til voru fyrirtæki með nöfnunum Yuill, Sirrat og Matthews, eins og segir I bréfi yðar.” En nú varð ég fyrir áfalli, þegar ég las siðari hluta bréfs visinda- mannsins: „Eitt atriði i bréfi yðar vakti sérstaka athygli okkar, sem sé þaö, að ungur maður hafi reynt að koma Mary Jane til hjálpar, meðan hún var á bálinu. Upp- lýsingar, sem við höfum fengið staðfestar að einmitt það gerðist Maöur að nafni Joshuah Jeremi- ah Samuels, 25 ára, var sleginn niður af múgnum, þegar hann reyndi að brjótast til stúlkunnar, en fólkið gekk af honum dauðum. Okkur langar mjög til að vita, hvernig þér hafiö hugmynd um þetta, þar sem aöeins er minnzt á það i einni heimild, skrifuöu skjali, sem er varðveitt hjá okkur og hefur ekki verið hreyft i 140 ár.” Aldrei framar Það, sem ég varö fyrir, get ég aðeins skýrt sem óskiljanlegt, þar sem engin skynsamleg skýring er til á þvi. Andrew og prófessorinn eiga heldur engar skýringar. Stungið hefur verið upp á þvi, að ég hafi lesið um atburðinn, sem ég veit með vissu, að svo er ekki. Ég vissi tæpast, að nornir voru brenndar i Salem i Massachusetts og hafði aldrei lesið um það. Woodstock hafði ég aldrei haft hugmynd um að hefði verið til, hvað þá að þar hefðu verið brenndar nornir. Það er ekki langt á milli heil- brigðrar skynsemi og brjálsemi og ég var rétt kominn yfir skilin. Það er i rauninni kraftaverk, að ég brjálaðist ekki algjörlega. Viö „lékum” okkur að byrirbrigðum, sem við kunnum engin skil á og hafi ég ekki hætt lifinu, hætti ég örugglega vitinu. Eftir atburðinn með Jary Jane Orphoot höfum við ekki gert fleiri tilraunir. Ég viöurkenni fúslega, að ég er hræddur og býst við, að hver einasta manneskja væri það i minum sporum. Ég trúi þvi statt og stöðugt, að ég hafi feröazt i tlmanum, rúmlega 200 ár aftur á bak. Ég er þeirrar skoðunar, að allt, sem einhverntima hafi gerzt I heiminum, verði þar áfram og hægt sé að „stilla” fólk inn á bylgjulengd þess og láta það upp- lifa atburðinn. Ef til vill hef ég á röngu að standa, en ég hef ekki minnstu löngun til að vita það. I næsta skipti gæti ég farið yfir skilin.... SB. Hljómplötur frá kr. 290 l'riah / Live (leorg llárrison / Living in Ihe material world Leon llussel / l.ive Soft Machine / Six Isaac llays / Klack Moses Isaac llays / Shaft Savoy Hrown / Jack TUe toad I’aul Sinion / There goes rhymin Simon llerhie llancock / Sextant Hloomfield llammond & I)r. John / Triumvirate Smokey Hobinson / Smokey (íuincy Jones / You’ ve got it had girl Merl Saunders / Fire up lloney ('one / Soulful Tapestry Aretlia Franklin / Young gifted & hlack Baron von Tollbooth & the (’hrome nun New York City / I’ m doing fine now Creedens Clearwaler Hevival / Allar Andy Williams / (Ireatest Hits Vol. 2 .1. (■ eils Hand / Hloodshot Hillion Dollar hahy / Alice Cooper Jolin Cale / Paris 1919 The O' Jais in i’hiladelphia King Crimson / Larks' Tongues in Aspic Kim Fowley / International heroes Leonard Cohen / Live Songs Stephen Stills / Uown the road Spooky Tooth / You broke my heart llistory of hritish hlues / Vo|. I. Merel Saunders / Heavy Turbulence The Heatles / Allar. jpGudjónsson hf. Shúlagötu 26 Iðnaðarhúsnæði Vil taka á leigu 400-500 fermetra húsnæði Þarf að vera bjart og hreinlegt Modelmagasin h/f Sími 85020, kvöldsími 82567 n i mémmmm i þjónusta - saía - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta I Tæhnwer acdcmci A AFREIÐSLA Laugavegi 168 Simi 33-1-55 RÆSIÐ BÍLINN MEÐI SÖNNAK j Andrew Annandale. Þaö var hann, sem dáleiddi Peter Doig vin sinn og sendi hann aftur I timann. Afleiðingarnar urðu örlagarikar....

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.