Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 31

Tíminn - 08.07.1973, Qupperneq 31
Sunnudagur 8. júli 1973. TÍMINN 31 Umsjón: Halldór Kristjónsson Danska frelsið í DANMÖRKU hafa jafnan verið frjálsleg áfengislög. Þar hafa lengi verið á boðstólum i almennum matvöruverzlunum áfeng ölföng af ýmsum styrk- leika, þar eru bjórstofur opnar öll kvöid og yfirleitt öll umgengni við áfengi hin frjáls- legasta. Þeir, sem hafa trú á þvi, að frjálsræði skapi áfengis- menningu og hófsemi, munu þvi gera ráð fyrir að Danmörk sé fyrirmyndarland i áfengis- málum. Þar hefur ekki verið um að ræða neina „bannlagaspillingu” Þar hefur áfengi aldrei verið gert freistandi og eftirsóknar- vert vegna þess að það væri bannað. Þar eru menn ekki neyddir til að þamba roksterkt brennivin, af þviaðbjórerekki á boðstólum. Og þar eru menn ekki neyddir til að kaupa fulla flösku i vinbúð vegna þess, að ekki sé opinn veitingastaður, þar sem þeir geta fengiö einn smásopa. Samkvæmt trú og kenningum frjálshyggjumanna ættu Danir þvi að standa sig vel i áfengis- málunum. Þar eru freist- ingarnar ekki búnar til með forboði. En hver er svo reynslan? Vitanlega er allur metingur um mismunandi slæmt ástand i þesum efnum ósæmilegur. Þó mun vera óhætt að segja, að hvergi á Norðurlöndum sé ástandið alvarlegra en i Danmörku, — og hefur það þó mjög versnað i Finnlandi, siðan finnska þingið ætlaði sér að bæta ástandið með þvi að láta almenning hafa sem greiðastan aðgang að áfengu öli. Það vekur nú athygli, að danskir skólamenn hafa nú nýlega leitað hjálpar og ráöa til Norðmanna og Svia vegna drykkjuskapar danskra barna. Dæmi um ástandið er það, að nú er alls ekki frátitt að börn-,— allt niður i 10 ára gömul — komi ölvuð i skóla, eða drekki sig ölvuð á skólatimanum i öli, sem þau hafa með sér, — 6-7% að styrkleika. Frjálsræðið i Danmörku birtist m.a. i þvi, að börn mega kaupa áfengt öl. A ýmsum stöðum i Danmörku er nú reynt að lækna skólabörn af áfengisástriðu með þvi að láta þau taka antabus að staðaldri. Til dæmis eru 5 skóla- börn 15 ára gömul undir slikri meðferð i Viborg. Nýlega átti það sér stað á Suður-Jótlandi, að skóla- skemmtun var slitið tveimur stundum eftir að hún hófst. Fjórir þátttakendur 14-15 ára voru fluttir meðvitundarlausir á sjúkrahús og þar dælt upp úr þeim áfenginu. Annars er það næsta algengt, að skóla- skemmtanir fari út um þúfur eða sé aflýst vegna drykkju- skapar. Það er algengt i Danmörku að i unglingaklúbbum fyrir 14-18 ára unglinga, sé setið að sumbli, þegar saman er komið. Nú hefur menntamálaráðu- neytið danska gert sér grein fyrir þvi, að hér er alvara á ferðum. Þvi hefur það falið fikniefnafulltrúum sinum að gera einnig skýrslur um áfengismálin og þann háska, sem þar er að mæta. Það er vist rétt, sem Lars Korvald, forsætisráðherra Norðmanna sagði i ræðu nýlega: ,,Mér vitanlega hefur aldrei tekizt að minnka áfengis- böl eða drykkjuskap með þvi að fjölga sölustöðum og veitinga- stöðum” Það má lika vera umhugsunarefni, jafnt i Danmörku og á tslandi sem i Noregi, sem Korvald forsætis- ráðherra sagði i sömu ræðu: „Gleymum þvi ekki, að maðurinn er þýðingarmesti gjörandinn i umhverfinu. Eigi að vera nokkur von um að það breytist til hins betra, þarf fyrst og fremst maðurinn að breytast. Byrjum á okkur sjálfum. Þar er komið aö ábyrgð einstaklingsins. Það er þin ábyrgð”. Sölumenn Við viljum ráða tvo sölumenn i vefnaðar- vöru nú þegar eða siðar. Vinsamlega hafið samband við starfs- mannastjóra. Starfsmannahatd $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Frd Viðlagasjóði Reikningar, vegna reksturs Viðlagasjóðs, i Reykjavik og Vestmannaeyjum, verða framvegis greiddir á miðvikudögum og föstudögum milli kl. 13 og 15.30. i Tollstöð- inni við Tryggvagötu (Vesturendi). Viðlagasjóður. Skrifstofa Meistara- sambands byggingarmanna verður lokuð vegna sumarleyfa á tima- bilinu 8. til 30. júli. Stjórnin. Q íþróttir timabili, aö ef þessum „gjöfum” minum linnti ekki, þá yrði mér þrykkt utan á umsiag og sendur heim f pósti! Eisenstadt hafði leikið um 8 æfingaleiki fyrir keppnina og hafði mér tekizt að pota i mark fjórtán sinnum. Fyrsti alvöruleikurinn var gegn einu sterkasta liði Austurríkis, Admina Energie. Það urðu tals- verð umrót i maganum fyrir leik inn og ekki bætti úr skák, að hit- inn var um 35 stig og andstæðing- ar okkar léku á heimavelli. Leik- völlur þeirra er nýbyggður og er án efa einn bezti i Evrópu enda var leikurinn i samræmi við völl- inn — eða vel leikinn. Ég var nokkuð óheppinn i fyrri hálfleik (0:0) og átti m.a. tvö stangarskot. t þeim siðari tókst mér að skora með viðstöðulausu skoti af 16 metra færi, en það féll andstæð- ingum okkar ekki fyllilega, svo þeir jöfnuðu fyrir leikslok. Við máttum vel við úrslitin una og verður þessi leikur mér lengi minnisstæður fyrir margt, þó einkum og sér i lagi fyrir það, hve knattspyrnan var algjörlega látin sitja i fyrirrúmi.” Hermann kom heim reynslunni rikari eftir dvölina i Austurriki, þar sem hann öðlaðist dýrmæta reynslu, sem knattspyrnumaður. Um dvöl sina i Austurriki, hefur Hermann, þetta að segja: ,,Það sem vakti athygli mina sérstaklega, er hvað þjálfarar leggja mikið upp úr knattleikni og verða leikmcnn ávailt að æfa þá hliö vel. Þá er einnig mjög gaum- gæfilega „stúderaðar” allar nýj- ungar i leikaðferðum og þess ávallt gætt, að öll liðin kunni sem flestar leikaðferöir. Þessar tvær hliðar, ásamt linnulausum skot- æfingum, eru, að minum dómi frábrugðnar þvi, sem við eigum á islandi að venjast. Og að sjálf- sögðu eru þrekæfingar meiri og ræður engin miskunn. Þá skal gæta þess, að allir iþróttamenn á meginlandi Evrópu eru á launum eða njóta styrkja.” Þjálfaði á Akureyri Hermann Gunnarsson gerðist þjálfari 1. deildarliðs Akureyrar þegar hann kom heim einnig lék hann með liðinu. Hermann sá fljótlega að það var erfitt að leika og þjálfa að jafnaði, enda leit hann það öðrum augum eftir það. Hermann segir að utanbæjarfé- lögin hafi betri aðstöðu en Reykjavikurfélögin — liðin eru með öruggan stuðning bæjarbúa á viðkomandi stöðum. Stuðning, sem er mjög þýðingarmikill. Erfitt að vera sóknarleikmaður i dag Þegar við spurðum Hermann um, hvernig honum litist á is- lenzku knattspyrnuna i dag, ef miðað væri við, hvernig hún var hér fyrir fáeinum árum. Hann sagði, að knattspyrnan i dag væri árangursrikari, en ekki væri hægt að segja, að hún væri betri. Nú hefur hún verið færð i varnarkerfi og við það varð hlutverk sóknar- mannsins erfiðara þvi að áður léku fimm leikmenn i sókn, en nú leika aðeins tveir. Með þessu áframhaldi, að bæta varnarleik- inn, en ekki sóknarleikinn, yrði knattspyrnan ekki eins spennandi og hún drægi ekki eins marga áhorfendur að. Hermann sagði, að nú væru is- lenzkir knattspyrnumenn i betri úthaldsæfingu og legðu meira á sig við æfingar. Einnig væri nú meira krafizt af þeim og gamla áhugamennskan væri á undan- haldi — þess væri ekki langt að biða, að einhvers konar atvinnu- mennska kæmist á hér á íslandi. Takmarkaður stuðning- ur Hermann sagði, að það ætti að vera stolt litillar þjóðar, að eign- ast atvinnuknattspyrnumenn úti i heimi. Hann sagði, að tslending- ar, sem hafa ætlað út i atvinnu- mennsku erlendis, hefðu fengið takmarkaðan stuðning hjá is- lenzkri knattspyrnuforustu — hver er ástæðan fyrir sliku? -SOS \ / Tíminn er 40 síöur }b € alla iaugardaga og J \ sunnudaga.— 'A_».\ Askriftarsíminn er 1-23-23 Allar málnmgarvörur eínnig Tóna- og Óska-litir 6002 lítir UTAVER

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.