Tíminn - 08.07.1973, Síða 37
Suiinudagur 8. júlí 197:i.
TÍMINN
37
Ný skáldsoga:
Láki í Skýjaborgum
tJt er komin skáldsagan Láki i
Skýjaborgum, önnur bók, eftir
Sigurlinna Pétursson bygginga-
meistara. Bókin er gefin út á
kostnað höfundar undir nafninu
Ormur i Hól, en prentuð i Odda
h.f., 145. bls.
Láki i Skýjaborgum II. - er
framtiðarsaga, gerist á árunum
200 til 2015. 1 formálsorðum segir
höfundur um hana:
„A undanförnum áratugum hef
ég kynnzt mörgu fólki af báðum
kynjum og kviknuðuþá oft skop-
legar hugsanir, en hver og ein
persóna hefur sina sannfæringu
um rétt eða rangt
Þessi kynni urðu svo til þess að
kveikja þá löngun hjá mér að
skrifa tvær skáldsögur. 1 fyrri
bók minni, Láki I Skýjaborgum,
sem kom út i desember 1969,
bræddi ég saman nokkra
persónuleika i einn, sem ég skirði
Þorlák (Láka) og notaði nafnið
eftir þeim atvikum, sem fyrir
hann komu.
Sú bók, sem hér fer á eftir.er i .
raun framhald fyrri bókarinnar
og tekin saman á árinu 1970.
Koma þar fram nýir hæfileikar
Láka og annarra, er þar koma við
sögu.”
Láki i Skýjaborgum verður
fyrst um sinn einungis til sölu hjá
höfundi og útgefanda.
SJ.
K>
Sigurlinni Pctursson
TÓNLISTARHÁTÍÐ UNGS
FÓLKS Á NORÐURLÖNDUM
í VETUR er leið tóku íslendingar
i fyrsta skipti þátt i „Tónlistar-
hátátið unga fólksins á Norður-
löndum” eða „Ung Nordisk
Musikfest” eins og það heitir á
skandinavisku. Þá höfðu slikar
hátiðir verið haldnar i 27 ár, til
skiptis á hinum Norðurlöndunum
fjórum.
Markmið þessara hátiða hefur
frá upphafi verið að gefa norræn-
um tónsmiðum yngri en 30 ára
kost á að fá verk sin flutt og auka
samskipti ungra norrænna tón-
listarmanna. Ennfremur hefur
UNM (Ung Nordisk Musikfest)
viljað auka skilning á samtima-
tónlist af sem flestum gerðum. Til'
að ná markmiðum sinum hefur
UNM haldið árlega tónlistar-
hátiðir og taka þátt i þeim tón-
smiðir, hljóðfæraleikarar
(nemendur og atvinnu-menn) og
áheyrnarfulltrúar. A hátiðum
þessum er einkum iðkað tónleika-
hald, en auk þess
„Improvisationir” fyrirlestra-
hald og fleira gott. Þar er og
starfrækt samnorræn sinfóniu-
hijómsveit, sem nemendur skipa.
í vetur barst Tónlistarskólan-
um i Reykjavik boð um að senda
5nemendur sina sem áheyrnar-
fulltrúa á UNM-hátiðina, sem i
það skiptið var haldin i Osló.
Boðið var þegið þakksamlega og
skemmst er frá þvi að segja, að
viðkynning var öll hin bezta. Gert
er ráð fyrir áframhaldandi þátt-
töku Islands i þessu samstarfi og
þá væntanlega á áhrifameiri hátt
en að senda áheyrnarfulltrúa til
hátfðanna.
Næsta UNM-hátið verður
haldin sumarið 1974 i Framnesi i
Sviþjóð. Til að skera úr um það
hvaða verk frá Islandi skuli send
á hátiðina hefur verið mynduð
dómnefnd,sem i eiga sæti þeir Atli
Heimir Sveinsson, Páll P. Páls-
son og Ragnar Björnsson. Frest-
ur til að senda inn verk (Anótur
og/eða segulba.ndsupptökur)
rennur út 17. septenber 1973 kl. 12
á hádegi. Verk skulu send inn
undir dulnefni, en nafn látið
fylgja i lokuðu umslagi.
Til að hafa umsjón með þessum
málum hérlendis hefur nú verið
sett á laggirnar islenzk UNM-
nefnd og hefur hún aðsetur að
Hofteigi 21 i Reykjavik.
Ef allt fer að vonum verður
UNM-hátið haldin á Islandi i
fyrsta sinn árið 1977.
\ I Tíminn er 40 síður
« alla laugardaga og
J \ sunnudaga.—
Askriftarsíminn er
®lp 1-23-23
Lézt af
völdum
meiðsl
anna
Konan, sem varð fyrir bifreið á
Hringbraut á föstudaginn, lézt af
völdum meiðslanna I gærmorgun.
Hún var þegar eftir slysið flutt á
Slysavarðstofuna, en hún hafði
lærbrotnað og hlotið slæm höfuð-
meiðsl. Siðan var hún flutt á
Gjörgæzludeildina. Hún hét
Elisabet Valdemarsdóttir og var
83 ára gömul. —Stp.
Útboð
Bæjarsjóður Keflavíkur óskar hér með
eftir tilboðum i gatnagerð i Hrannargötu,
Keflavik.
Verkið nær til jarðvegsskipta i götustæði
ásamt lögn holræsa og fleira. Útboðsgögn
eru afhent á bæjarskrifstofum i Keflavik
frá og með mánudegi 9. þessa mánaðar á
venjulegum skrifstofutima gegn 2000 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð föstudaginn 20.
þessa mánaðar kl. 11 á skrifstofu bæjar-
stjóra að Hafnargötu 12, Keflavik.
Norðurá
VEIÐIFÉLAG NORÐURAR i Borgarfirði
auglýsir hér með eftir tilboðum i veiðirétt
i Norðurá frá og með 1974.
Tilboð skulu hafa borizt á skrifstofu Jón-
asar A. Aðalsteinssonar, hrl., Laufásvegi
12 i Reykjavik fyrir kl. 17.00 hinn 1. ágúst
n.k. og munu þau tilboð, sem berast,
opnuð þar kl. 17.15 sama dag.
Allar nánari upplýsingar, þar á meðal um
fyrirhugaðan leigutima, veitir undir-
ritaður.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna öllum.
F.h. Veiðifélags Norðurár
Jónas A. Aðalsteinsson, hrl.,
Laufásvegi 12, Reykjavik.
^pheytætlurna
Prófaðar af Bútæknideild og
þaulreyndar af hundruðum
bænda um land allt
ó undanförnum árum.
FELLA heytætlurnar hafa reynzt
afkastamiklar, velvirkar og
þurfa Iftið viðhald —
en þetta eru þau atriði, sem
skipta meginmáli — þegar
velja skal góða heyvinnuvél.
Vinnubreiddir:
TH-4S 3,80 m, TH-40S 4,60 m
^^sláttuþyrlan
FELLA sláttuþyrlan hefur lengstu og
beztu reynslu við fslenzkar
aðstæður.
Engin sláttuþyrla er eins
örugg og afkastamikil.
Öryggisbúnaður FELLA er
viðurkenndur.
Ný gerð, stillanleg sláttufjarlægð.
Vinnubreidd:
1,60 m Afköst: 2 ha/klst.
Það fæst mikið fyrir peningana
þegar FEELA vélar eru keyptar.
Leitið nánari upplýsinga.
G/obus?
LÁGMÚLI 5, SlMI 815 55
HAPPDRŒTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
A þriðjudag verður dregið í 7. flokki. 4.300 vinningar
að fjárhæð 27.820.000 krónur.
Á morgun er síðasti endurnýjunardagurinn.
Happdrætti Háskóla tslands
'7. flokkur
4 á 1.000.000 kr.
4 á 200.000 — .
240 á 10.000 — .
4.044 á 5.000 — .
Aukavinningar:
8 á 50.000 kr.
4.300
. 4.000.000 kr.
800.000 —
. 2.400.000 —
. 20.220.000 —
400,000 —
27.820.000 —