Tíminn - 29.07.1973, Qupperneq 3

Tíminn - 29.07.1973, Qupperneq 3
Sunnudagur 29. júll 1973. TÍMINN 3 Pýramldarnir. Fremstur er Keopspýramldinn, þá Kefrenpýramldinn og loks Mýkerinospýramidinn. PÝRAMÍDINN þyngd. Siðan þurfti að slipa steinana og láta þá falla svo vel saman, að ekki væri hægt að ýta pappirsblaði á milli þeirra, og raða þeim hverjum ofan á annan upp i 146 metra hæð. Sérfræðingar telja, að steinarn- ir hafi verið höggnir ur klöppinni með meitlum úr steini eða hertum kopar. Holur voru gerðar i kalksteininn, sem er til- tölulega mjúkur og siðan voru tréfleygar settir i holurnar. Með þvi að hella vatni á fleygana, voru steinarnir siban sprengdir lausir, þvi fleygarnir þöndust út við bleytuna. Steinarnir voru siðan dregnir niður að Nil, á flóði.og fluttir yfir fljótið. Þar hafði verið gerð hall- andi bryggja úr steini og hellt var á hana vatni til að hún yrði hálli. Bændur og" þrælar tóku víb og drógu steinana upp á land . Bændum var gert að vinna við byggingu pýramidanna á þeim árshluta, sem flóðið kom i ána og hún flæddi yfir akra þeirra. Laukur fyrir 115 milljónir Umhverfis byggingarstaðinn hafa verið miklar verkamanna- búðir fyrirnokkur þúsund manns. Allt árið höfðu þeir nóg að gera við að slipa grjót og nákvæmnin erstórkostleg, þegar tekið er tillit til verkfæranna, sem notuð voru. Þegar búið var að slipa steinana voru þeir aftur dregnir eftir rennu, sem óx með pýramidanum, þannig að hún varð einu þrepi hærri með hverju þrepi sem bættist ofan á pýramidann. Þegar siðasti steinninn var kominn á sinnstað, var pýramidinn tröppulaga en þá var fyllt upp i tröþpurnar með ljósum, finpússuðum kalksteini frá Mokkatam, þannig að pýramidinn varð sléttur utan. Rifurnar á milli platnanna voru minna en einn millimetri! Efsti steinninn var klæddur með „benben” gylltu efni, sem táknaði dýrð sólguðsins. Og eftir þvi sem þessu miðaði fram, var rennan rifin og brátt stóð pýramidinn i allri sinni dýrð og lýsti i sólinni. Þessi byggingasaga er byggð á fundum fornleifafræðinga. Keopspýramidinn er ekki sá eini, en hann er stærstur og hefur varðveitzt bezt. Á svæði um 160 km i suður frá Gizeh eru hundruð pýramida og á mörgum stöðum hafa fundizt leifar af rennum þeim, sem notaðar voru við bygg- inguna. Auk þess hafa fundizt myndir, höggnar i grjót, og sýna þær bygginguna á ýmsum stigum og menn að störfum. Loks hefur griski sagnfræð- ingurinn Herodot — sem heim- sótti Egyptaland á 5. öld f.. Kr. og sem ræddi við æðstuprestana, sagt að við byggingu Keopspýra- midans hafi starfað um 100 þúsund bændur og verkamenn á hverju ári frá júli til október, einmitt á meðan þeir gátu ekki unnið við landbúnað vegna flóða i Nil. Herodot segir ennfremur, að það hafi tekið tiu ár að byggja veginn frá Nil upp að grunninum og siðan 20 ár að reisa sjálfan pýramidann. Hann upplýsti lika kostnaðinn við að fæða verka- mennina og þess má geta, að 115 milljónir (isl) króna fóru aðeins til kaupa á lauk! Inni í pýramidanum Inngangurinn i pýradmidann er 15metra uppi á norðurhliðinni og steinninn, sem lokaði honum, féll svo vel að, að hann var ekki uppgötvaður fyrr en árþúsundum siðar og þá innanfrá. Boruð höfðu verið göng i vegg pýradidans og komizt inn þannig. Frá dyrunum liggur þröngur gangur niður á við með 26 gráðu halla um 100 metrum neðar veröur hann láréttur og opnast inn i litið herbergi undir sjáfum grunnfleti pýramidans. Til hvers þetta herbergi hefur átt að notast er ekki vitað, ef til vill var það bara ætlað til að afvegaleiða grafarræningja, þannig að þeir héldu að pýramidinn væri tómur. 1 áðurnefndum hallandi gangi, erstór granitsteinn, svartur að lit og sker sig úr ijósum kalkstein- inum. Þetta er „tappinn” sem lokaði gangi þeim, sem liggur inn i miðjan pýramidann, i mikil- vægustu herbergin. Ræningjar til forna hafa ekki megnað að flytja þennan stein og þess vegna lagt göng meðfram honum — það er leiðin, sem ferðamenn fara i dag, þegarþeir skoða hið fræga „stóra galleri” og grafhýsi konungs og drottningar. Þegar maður getur rétt sig upp aftur, eftir að hafa gengið i hnipri eftir ganginum, er maður kominn i hið 47 metra langa, 2 metra breiða og 8 metra háa galleri, sem liggur upp á við á ská. Þá hverfur innilokunarkenndin, sem maður finnur óneitanlega til inni i þessu fjalli gerðu af manna- höndum. Galleriið liggur upp i grafhýsi konungs, sem er stórt ferkantað herbergi, rúmlega tiu metrar á lengd og fimm á breidd. Veggirnir eru úr granitsteinum, svörtum, og þeir eru svo nákvæmlega slipaðir, að bilin finnast ekki, nema vandlega sé leitað. Upp við einn vegginn stendur kista, sem höggvin er úr einum granitsteini. Ekkert lok er á henni og ekkert letur af neinu tagi. Hliðar hennar eru spegilsléttar og þegar slegið er i hana, heyrist klingjandi bjölluhljómur. Engar skreytingar finnast, sem sýna að hér hvili einn af mestu Faróum Egyptalands. Aö visu hefur fundi.zt vasi með áletrun, nafni Keops m.a.;en enginn merkilegur fundur hefur komið i ljós i pýra- midanum, svo vitað sé. Fornaldartölva? Keopspýramidinn mun vera sú bygging heimsins, sem menn hafa viljað tileinka flesta leyndardóma. Sumir hafa sagt, að hann sé byggður eftir fyrir- mælum og undir leiðsögn guðs sjálfs og hafi verið ætlað það hlut- verk að vera eins konar tölva úr steini. Það er lag pýramidans og hárnákvæmni, sem átti að vera hægt að reikna út með næstum alla skapaða hluti, meira að segja stóratburði veraldarsögunnar, bæði i fortið og framtið. Keopspýramidinn stóð áfram i allri sinni dýrð þar til árið 908 e.Kr. að jarðskjálfti sprengdi all- mikið af yfirborðslaginu utan af honum. Fljótlega komust menn aö þvi að þetta var hentugt og nærtækt byggingarefni og tóku að höggva steininn utan af pýra- midanum. Margar af höllum og moskum Kairó eru reistar úr steini úr Keopspýramidanum. En það var þegar um 600 árum fyrir þann tið, að Keopspýramid- inn missti heilagleika sinn. Það gerðist á fjórðu öld, þegar hinn rómverski keisari Theódósius mikli lét taka af lifi þá fáu egypzku presta, sem eftir voru, i nafni kristninnar. í mörg hundruð ár stóö svo Keopspýramidinn þarna, gleymdur öllum, að þvi er virtist og það var ekki fyrr en Napoleon Bonaparte tók að dreyma um að verða nýr Alexander mikli og sigra heiminn, að hann átti i orrustu við Gizeh 1798 og forn- leifafræðingar mundu eftir þvi að Keopspýramidinn var til ennþá. Eftir orrustuna settist Napoleon niður og horfði á pýra- midann, meðan nokkrir foringja hans gengu upp. Þegar þeir komu niður aftur, sagði hann: — Það er nóg grjót þarna til að reisa þriggja metra háan og 30 senti- metra þykkan múr kring um Frakkland. Það er ekki mjög fjarri lagi. Að lokum eru svo nokkrar tölur og staðreyndir um Keopspýra- midann: Hann var byggður á 30 árum, um það bil 2800fyrir Krist. Grunnflötur hans r 230x230 metrar og halli hliðanna 52 gráður. Upprunaleg hæð hans var 146,59 metrar, en nú eftir að topp- urinn hefur molnað af, er hann 137METRAR, Grunnflöturinn er um 53 þúsund fermetrar og rúm- tak pýramidans er 2.600.000 rúmmetrar. Þyngdin er áætluð 6.500.000 lestir. (Lausleg þýð. SB) Ferðamenn geta nú farið inn I Keopspýramldann. Það fer ekki miki fyrir innganginum. 1 baksýn cr toppur Kefrenpýramidans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.