Tíminn - 29.07.1973, Page 31
Sunnudagur 29. júl! 1973.
TiMINN
31
sterka í karlmanninum, fær hún
oft huggun og stuðning að launum
— já og stundum lika loðfeld og
uppþvottavél.
— Er ekki betra að herða upp
hugann og koma sér upp vöðva-
brynju til verndar heldur en gefa
tilfinningunum lausan tauminn
hvert sinn sem eitthvað gengur i
mót?
— Að vissu marki þurfa menn
(og konur) að setja á sig hörku-
grimu. En i of miklum mæli verð-
ur það skaðlegt. Slikt kemur m.a.
fram i sálrænum sjúkdómum,
sem hafa likamleg einkenni. Ef
tilfinningarnar fá ekki útrás
reynir það á llkamsþrekið og
mótstaðan gegn sjúkdómum
veikist. Karlmönnum er hættara
við sjúkdómum af þessu tagi en
konum. Magasár er t.d. algeng-
ara meðal karlmanna.
— En svo virðist oft sem
taugaóstyrkur sé algengari hjá
konum en körlum?
— Konur eru kannski almennt
taugaóstyrkari er karlar. En
jafnframt eru þær afslappaðri af
þvi að þær fá að láta i ljós tilfinn-
ingar sinar. Þær eru mýkri i
hreyfingum og öllu fasi, af þvi að
enginn krefst þess af þeim'að þær
brynji sig með grimu karl-
mennskunnar. Konum en ekki
körlum leyfist að finna til i lifinu,
hvort sem er i ótta, óvissu eða
gleði.
— Er þetta nú ekki að breyt-
ast?
— Jú, þess sjást greinileg
merki að minni kröfur eru nú
gerðar til að karlmenn bæli alla
tið niður tilfinningar sinar og séu
sterkara kynið.
— Koma forystukonur sér upp
samskonar karlmennskubrynju
og karlar?
— Já, að meira eða minna
leyti. Þær neyðast oft til að bæla
niður ótta sinn og öryggisleysi og
herða sig upp i að ráða við starf,
sem krefst mikils.
— En ef maður sýnir karl-
mennsku i starfi yíirfærist hún
ekki á einkalifið?
— Mörgum tekst prýðilega að
greina á milli starfs og einkalifs.
Starfshlutverk er starfshlutverk,
og i þvi getum við hegðað okkur
allt öðru visi en t.d. i samkvæmis-
lifinu eða heima, segir sálfræð-
ingurinn, sem sjálfur er f jarri þvi
að vera brynjaður einhverri
hörkugrimu.
Paul Moxnes hefur stýrt mörg-
um námskeiðum i tilfinninga-
næmi, sem sótt eru af fjölmörgu
fólki, sem hefur mikla ábyrgð og
er önnum kafið.
— A námskeiðunum lærir fólk
að þekkja sinar eigin tilfinningar,
sem eru að baki grimunnar, sem
við berum dags daglega. Þetta á
ekki aðeins við um karlmenn —
konur fela lika margar af tilfinn-
ingum sinum.
— Það er mikilvægt að gera sér
ljóst að tiifinningarnar eru til
staðar, bæði þær jákvæðu og þær
neikvæðu. En það er ekki endi-
lega rétt að básúna þær út við
hvert tækifæri, sem gefst....
Þýtt og endursagt úr norsku.
-SJ.
SKODA 100S KR. 288.000.00 SKODA 100L KR. 299.000.00 SKODA 110L KR. 306.000.00
SKODA 110LS KR. 350.000.00 SKODA 110R COUPÉ KR. 383.000.00
Innifolið í verði er söluskattur , vélarhlíf, aurhlífar,
öryggisbelti, 1000 og 5000 km eftirlit,
auk fjölmargra aukahluta.
TÉKKNESKA
BIFREIÐAUMBOÐIÐ
Á ÍSLANDI H.F.
AUÐBREKKU 44-6 SlMI 42600 KÖPAV0GI