Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 34

Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 29. júll 1973. Klói segir fró Eg geri Björn vondan Ég er alveg kolsvartur. Jafnvel trýnið á mér og veiðihárin eru svört. Ég hef bæði veiðihár og klær, af þvi að ég er rándýr. Mér finnst miklu fallegra að vera með svart trýni og svört veiðihár heldur en ljós- rauð. Að minnsta kosti finnast mér hundar með svört trýni vera fallegri heldur en hundar með ljósrauð trýni. Ég er bráðum fullvaxinn. Og það er orðið æðilangt siðan ég var tekinn frá mömmu. Ó, ég man, hvað ég grét mikið þá, fyrsta kvöldið, sem ég lá aleinn i körf- unni minni. Mamma min var kolsvört alveg eins og ég. En bræður minir fjórir voru svartir og grábröndóttir. Ég var fallegastur. Þess vegna var ég látinn lifa. Svo var það einn dag. Við vorum að leika okkur eins og venjulega. Mamma veifaði skottinu og við reyndum að bita i það og halda okkur föstum. Mig grunaði ekkert. En allt i einu kom hvit hönd niður i körfuna og greip mig. Og ég heyrði Björn segja: ,,Nei sko þennan. Hann er kolsvartur. Það er ekki hvitur blettur til á honum. Þennan vil ég eiga”. Svo stakk hann mér i frakkavasann sinn — athugið hve ég var litill þá — og fór með mig heim til sin. Ég grét mikið. Ég var svo voðalega hræddur. Ég vissi þá ekki, að það var ekkert að óttast. Björn er góður drengur. Björn á mig. Hann er tiu ára gamall. Hann er skáti og gengur i skóla. Við erum mjög góðir vinir. Björn á lika marga góða vini. Og ég er lika góður vinur þeirra. Þegar þeir koma i heimsokn til Björns og sitja hérna á rúminu hans, þá eru þeir ósköp góðir við mig. Þá fæ ég oft graut i skálina mina og stundum gefa þeir mér mysuostinn ofan af brauðinu minu. Ég er nefnilega vitlaus i mysuost. En svo er það líka annað, sem ég er alveg vitlaus i. Það er rautt kjöt. En það fæ ég helzt aldrei. Björn segir, að ég verði grimmur, ef ég borða rautt kjöt. Og þess vegna borða ég alltaf fisk og mjólk. En fiskur Og ég var ekki seinn á mér. og mjólk er líka ágæt kattafæða. Nú ætla ég að segja ykkur frá þvi, þegar ég gerði Björn vondan. Það er orðið svo langt siðan, að það gerir ekkert til, þótt ég segi ykkur frá þvi núna. Við urðum strax vinir aftur. Björn lét mig einn daginn hafa bolta til þess að leika mér að. Ég skemmti mér ágætlega. Ég elti boltann. Hann valt og valt og ég hljóp og hljóp og ætlaði að hremma hann. En hann rann alltaf úr klónum á mér. Og ég mátti elta hann á ný. Stundum tók Björn boltann og lét hann hoppa hátt upp i loftið. Og reyndi að klófesta hann, þegar Framhald á bls. 39. DAN BARRV Enginn vafi. Þetta er frá ^Skipið^sem1 fyrri öldum, Hvellur Þetta þeir inn1' er skipið, sem myndirna^fæddu muna | eru af á heíÍisT- jveggjunum.— \\ "" ’ Heyrðirðu eitthvað,Vtú heyrðirhana Hvellur? Rödd. ^ Hka, Éirikur. ^ Rödd úr fjarlægð, Þið krjúpið ekki |yrir ™ neiur pu mér eins og aðrir jarðac- þá fylgzt búar.Þessiþjóðflokkur /með! okkur verður vitrar eftir þvi^lengi? >sem timarliðax Já, þúsundir ykkar.^^f Það er Ég er að verða gamall æitthvað að. og gleyminn. _________ feiðimennirnir eltu okkur. Við erum vopnlausir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.