Tíminn - 29.07.1973, Blaðsíða 36
TÍMINN
Sunnudagur 29. júlf 1973.
36 I
Mesta vegagerðar
áætlun sögunnar
13000 km bílabrautir í V-Þýzkalandi árið 1985
Sérfræbingar samgöngumála-
rá&úneytisins i Bonn vinna nú aö
framkvæmdaáætlunum um vega-
mál. Bilabrautakerfi V.-Þýzka-
lands, sem í árslok 1972 var um
4800 km. á aö verða komið upp i
13000 km 1985. Framkvæmd þessi
er eitthvert mesta fyrirtæki sam-
göngumálaráðuneytisins, enda er
þetta mesta vegageröaráætlun I
allri sögu Evrópu.
Eitt erfiðasta vandamálið er áð
komast hjá þrengslum á
vegamótum, þar sem mikið álag
myndast. Þar þarf að leggja af-
leggjara samhliða aðalbrautun-
um til að dreifa umferðinni. Þá
þarf aö bæta vegakerfið milli
iðnaðarhverfa og verzlunar-
hverfa, svo og til útivistarsvæða
og gististaða. Allt á þetta að ger-
ast á þremur 5 ára áætlunartima-
bilum, I áföngum, frá 1970 til 1985.
Kostnaðaráætlun ráðuneytisins
hljóðaruppá 125milljarða marka
og á að innheimta helming þess-
arar upphæöar með bensin- og
brennsluoliuskatti á þessum 15
árum.
Hraðbrautir til lang-
ferða
Sérstök áherzla verður lögö á
aö fjölga bilabrautum og hraö-
brautum, en þær siðarnefndu eiga
aðallega aö þjóna hraöakstri og
umferð á langferðaleiðum. V.-
Þýzkaland er nú i þriðja sæti i
vegamálum, næst á eftir
Bandarikjunum og Japan. Þegar
þessar þrjár 5 ára áætlanir
verða komnar til framkvæmda,
verður V. Þýzkaland með þétt-
asta vegakerfi jarðár.
Til þess að mæta þeim kröfum,
sem siaukin umferð vélknúinna
ökutækja gerir, hefur einnig veriö
gerö áætlun um aögerðir til að
leysa umferðarvandamál
borganna sjálfra. Innan stórborg-
anna verður hafizt handa um að
leggja neðanjarðarbrautakerfi og
hefur þegar nokkuð áunnizt i þvi
efni. Hraðbrautakerfi mun tengja
saman Rhein-Main-heruðin og
Ruhr og létt á umferðinni á milli
þessara stóru, þýzku iðnaðarmið-
stöðva.
Almenningsvagnar
aðalatriði
Allar þessar framkvæmdir eru
miðaðar við framtiðarþarfir. Al-
menningsvagnar eiga aö sjá um,
aö innan fárra ára komist fólk á
sem skemmstum tima inn i
hjarta borganna og fljótar, en ef
það notaði eigin bila, en nú á
fimmti hver Þjóðverji bil.
Umferð eigin ökutækja mun þá
minnka að mun.
Eftirfarandi upplýsingar gefa
nokkra hugmynd um vandamál-
ið, sem leysa þarf: Af 60 milljón-
um Ibúa i V.-Þýzkalandi óku, i
árslok 1970, um 17 milljónir á
vélknúnum ökutækjum um vega-
net landsins, þar af um 12
milljónir á fólksbílum. Reiknað
er með, að um 20 milljónir fólks-
bfla verði I umferö að tólf árum
liönum og þá mun þriðji hver
Þjóðverji eiga einkabil.
Vaxandi vöruflutningar
Hin gifurlega umferð fólks-
flutningstækja er þó aðeins eitt af
umferðarvandamálunum. Fram-
leiöslan vex stöðugt og þar með
vöruflutningar. Stefnt er að þvi,
aö hægt verði að flytja vörur beint
frá framleiðanda til kaupanda og
stórum þungaflutningavögnum
fjölgar þvi óðum. Þetta tefur
mikiö alla umferð fólksbilanna. A
sama tima standa vöruflutninga-
vagnar járnbrautanna tómir og
hreyfingarlausir á teinunum.
Við þessu hafa stjórnvöld reynt
að sjá og sett reglur um skipulag
vöruflutninga á langleiðum m.a.
lagt sérstakan skatt á slika flutn-
inga. Af þeim tekjum er svo varið
250milljónum marka til að stuðla
að betra skipulagi á flutningum
með járnbrautarlestum og vöru-
flutningabilum.
Þúsundir banaslysa.
Auk þess sem stórnvöld vinna
að þvi að leysa umferðaröng-
þveitið með aukinni vegagerð, er
stefnt að þvi að koma i veg fyrir
slys og fækka dauðsföllum. A ár-
unum 1967 til 1969 fór að sjást
nokkur árangur af þessum að-
geröum. Fjölda dauösfalla fækk-
aöi úr 17084 i 16584, en 1970 fór
aftur að siga á ógæfuhliðina og á
fyrra helmingi þess árs urðu 8030
dauðsföll, sem er um 1200 fleiri en
var á sama tima áriö áður. Þessi
aukning, um 17% krefst aukinna
öryggisaðgerða og i þvi skyni var
sett ný umferðarreglugerð, sem
gekk I gildi vorið 1970.
Krafan um strangari ákvæði
um vinneyzlu, svo sem að lækka
leyfilegt hámarksinnihald blóðs-
ins i 0,8 pro mille, fékk byr undir
vængi, þegar slysum fór aftur
fjölgandi.
Til þess að flýta að hjálp berist i
slysatilfellum, hefur félag þýzkra
bifreiðaeigenda (ADAC) haft
björgunarþyrlu til taks i Suður-
Þýzkalandi siðan haustið 1970 og
þeim mun veröa fjölgað. Sam-
bandsstjórnin greiðir verulegan
hluta kostnaðarins af rekstri
þyrlunnar, sem nemur um 1
milljón marka. Þar sem það hef-
ur sýnt sig, að fljót læknishjálp og
rétt aðhlynning getur oft riðið
baggamuninn milli lifs og dauða,
hefur verið lögð áherzla á að
fjölga neyðarhjálparvögnum,
sem nú eru búnir nýtizku tækjum
og innréttingum til að sinna
skyndihjálp og jafnframt er
ávallt læknir með vögnunum.
Til að forðast umferðaröng-
þveiti var það ráð tekið að kanna
umferðarþunga á vegum ag sér-
staklega vöruflutninga um aðal-
sumarleyfistima skólanna. Tima-
bundið bann hafði að visu ekki
þau áhrif, að leyst væri úr öng-
þveitinu, en þó hefur það boriö
nokkurn árangur, sérstaklega
þar sem álag á vegum er þegar
orðiö of mikið.
Samgöngubætur !
þróunarlöndum
Þar sem mörg þróunarlönd eru
skammt á veg komin i umferðar-
málum, en þörfin fyrir nýtizku
samgöngukerfi vex, hefur sam-
bandsstjórnin lagt nokkuð af
mörkum til aðstoðar i þvi efni —
variö fé úr þróunarlandahjálpar-
sjóði sinum — og meðal annars
kostaösérfræðinga til að vinna að
samgöngubótum i þessum lönd-
um.
Fé þýzkra skattborgara er þvi
ekki aðeins varið til samgöngu-
bóta innanlands. Or sjóðum
þýzku fjárhagshjálparinnar er
einnig varið miklum fjármunum
til vegagerðar og annarra sam-
göngubóta í löndum þriðja heims-
ins. (IN-Press)
o Hungur
trönum. Eskimóar og Indiánar á
strönd Norðurkyrrahafs hafa
þurrkað og reykt mikinn hluta
sumaraflans af laxi frá ómuna
tið. Fyrstu landnemarnir i Nýja-
Englandi hefðu soltið i hel, ef þeir
hefðu ekki haft þurrkaðan lax og
þorsk sér til bjargar.
Mjólk er ekki hægt að geyma til
langframa nema hún sé hleypt.
Ostur af margvislegu tagi hefur
verið búinn til úr mjólk úr kúm,
hryssum, sauðfé, geitum og
úlföldum. Ódysseifur er látinn
lýsa hellum á eyju Kýklópanna,
þar sem voru óralangar hillur
hlaðnar ostum og i leikriti sinu
um kýklópana talar Aristófanes
um osta af ýmsu tagi. Marco Polo
lýsir frumstæðri ostagerð fjár-
hirða i Mið-Asiu. Mysuostur var
búinn til i löndunum i kringum
Miðjarðarhaf löngu áður en tekið
var að gera hann á Norðurlönd-
um. Þjóðflokkar i Saharaeyði-
mörkinni geröu osta úr úlfalda-
mjólk og Lappar bjuggu sér til ost
úr hreindýramjólk fyrir 1500 ár-
um. Nýtizku ostagerö, þar sem
aðallega er notuð mjólk úr kúm, á
upphaf sitt að rekja til Hollands.
Varla er hægt að hugsa sér
hentugri aðferð til geymslu um
langan tima en ostagerð, þegar
þurrmeti er annars vegar.
Þegar gerlar eru notaðir við
framleiðslu á mjólkurvörum er
afurðunum ekki hætt við að
mygla eins og annars vildi verða.
Þessu hafa menn beitt fyrir sig
frá aldaöðli. Jóghúrt er eitt dæmi
sliks. Stundum myndast fúkka-
efnisem halda sýklum og myglu i
skefjum.
Mjókursýrugerjun i tengslum
við salt er mikilvægust þegar not-
uð er gerjun við matvæla-
geymslu. A slikri aðferð byggir
súrkálið, sem öldum saman hefur
verið ein helzta kalk og vitamin-
lind fátæklinga i Evrópu, þegar
mjólk var of dýr eða hana var
ekki að fá.
Sojabaunir eða jarðhnetur eru
uppistaðan i mat eins þriðjungs
mannkynsins, þ.e. meðal þeirra
þjóða em byggja Kina, Japan,
Suðaustur-Asiu og Indónesiu, og
til eru meira en eitt þúsund
matartegundir unnar úr soja-
baunum og jarðhnetum með gerj-
un. Kinverjar gera mjólk úr soja-
baunum og lika osta likt og
Japanir. Sojasósan, sem er
höfuðkryddið i Austurlöndum er
til orðin við gerjun i tengslum við
salt og er lika notuð við geymslu á
fiski.
Gerjaður fiskur
Gerjaður fiskur af ýmsu tagi er
mikið etinn i hitabeltislöndum.
Það er saltiö sem stýrir gerjun-
inni. Eggjahvitan varðveitist og
við gerjunina veröa til ýmis fjör-
efni. Rómverjar keyptu frá
Grikklandi og Svartahafslöndúm
fisk, em hafði gerjað i leirkrukk-
um, þangað til hann varð allt að
þvi fljótandi. Kaþólskir munkar
munu á 18. öld hafa kennt þjóðum
i Suöaustur-Asiu að búa til fisk-
sósur á svipaðan hátt.
Þannig hefur maðurinn alla tið
verið ærið ráðsnjall, þegar hann
þurfti að tryggja afkomu sina.
Vel má vera að ýmsar þessar að-
ferðir geti komiö aö góðu haldi i
baráttunni viö hungrið i heimin-
um, sem fer sivaxandi.
Þýtt litillega stytt HHJ
0 Útlönd
hinni gömlu kynslóð, sem
þroskuð er samkvæmt hefð
Buddha. Kinverjar hafa sjálf-
ir alið þá upp I kommúnisma.
Þetta er aðeins ný sönnun
þess, að tibetsk þjóðernis-
stefna mun ávallt segja til sin
þrátt fyrir drottnun Kin-
verja.”
DALAI Lama var spurður,
hvort honum fyndist ekki, eftir
fjórtán ára útlegð, að hann
hefðist litið að og biði þess
eins, áð Tibetbúar heima
finndu sina eigin lausn á deil-
unni við Kinverja. Hann var
einnig spurður, hvort hann
teldi ekki, að hann hefði gegnt
virkara hlutverki ef hann
hefði verið kyrr i Lhasa.
Dalai Lama sat um stund
hljóður og hleypti i brýrnar.
Siðansvaraði hann á ágætri
ensku:
,,Nei, alls ekki. Umskiptin,
sem orðið hafa i Tibet, hefðu
orðið með sama hætti, hvar
sem ég hefði verið. En rödd
Tibets hefði ekki borizt til
eyrna umheimsins ef ég hefði
verið kyrr. Ég hefi verið þessi
rödd”.
HUSGAGNAVINNUSTOFA
Ingvars og Gylfa
Sérverzlun
í hjóna- og einstaklingsrúmum,
án eða með göflum.
Allar breiddir og lengdir
Vikulegar nýjungar
Húsgagnavinnustofa Ingvars og Gylfa
Grensásvegi 3 — Simar 33-5-30 og 36-5-30.
0 Ambassador
ið? Jæja — ekki svo mjög stór —
aöeins 17 kg á flugu. En ég hef
heldur ekki misst neinn stærri!
Náttúran við norskar laxveiðiár
er lika alveg einstaklega fögur.
Áhyggjufullur vegna
framtíðar laxins
— Hvert er álit yðar á norska
laxastofninum?
— Ég hef áhyggjur af framtið
hans. Virkjunarframkvæmdir
virðast vera alvarleg ógnun
norskum laxveiðiám, og ég vona
að Norðmenn uppgötvi bráðlega
aðrar orkulindir en veiðiárnar.
önnur ógnun eru veiðarnar I
sjónum við Noreg. Nú er veriö að
takmarka laxveiðar á alþjóðlegu
hafsvæöi við Grænland og þeim
verður hætt að fullu 1976. Þá
verður herjað enn meir á norska
laxastofninn úti fyrir strönd Nor-
egs. Þvi ætti þegar i stað að koma
á svipuðum reglum um laxveiðar
úti fyrir norsku ströndinni. Þaö er
norskurlax, sem veiðist, og Norð-Í
menn ættu að hafa sérstakan
áhuga á, að tákmarkalausar lax-
veiðar á alþjóðlegum siglinga-
leiðum yrðu stöðvaðar, eins fljótt
og unnt er.
Crowe ambassador hlakkar til
að setjast að heima á búgarði sin-
um i Maryland eftir mörg löng ár
i utanrikisþjónustunni, en við vit-
um að áhugi hans á að vernda
dýr, sem eiga útrýmingu á hættu,
um heim allan deyr ekki.
Við þökkum honum mikið
framlag og óskum honum allra
heilla i náttúruverndarstarfsemi
hans.
Þýtt og endursagt S J
© 50 dagar
mengað ýldufýlunni af kjötinu.
Tiira sá ekki lengur uppblásinn
maga hins látna félaga sins. Hon-
um.létti óumræðilega. Og i fyrsta
sinn á flekanum fann hann þörf
hjá sér til að biðja.
22 kiló eftir 48 daga
Ótrúleg sjón
Hvað gerðist næstu daga, man
Tiira ekki glögglega. En hann
hlýtur að hafa safnað nokkru
regnvatni, þvi að þegar enski
flutningabáturinn „Alendi” fisk-
aöi hann upp, eftir að hann hafði
v erið 48 daga á flekanum, var
enn svolitið vatn I plastpokanum.
Nóttina, sem Tiira fannst, var
kyrrt i veðri og glaða tunglskin.
Skipstjórinn á „Alendi” fannst
hann heyra undarlegt bankhljóð.
Það var frá hinum hálfbrjálaða
Tiira, sem sat og barði stöðugt i
flekann með annarri árinni, og á
meðan gerði hann ýmist að væla,
biðja eða muldra með sjálfum
sér. Það var næsta ótrúleg sjón að
sjá hann.
Nú gerðist það undarlega, að i
stað þess að senda út bát til að ná
I Tiira, kaus hann að reyna að
mjaka „Alendi” hægt og hægt að
flekanum. Það tók næstum þrjá
tima, og i hvert skipti sem skipið
sigldi framhjá, hélt Tiira, að hann
myndi ekki verða tekinn um borð.
Seinna sagði hann, að þetta hefði
verið erfiðasti timinn alla 48 dag-
ana á flekanum.
Að lokum var beinagrindin,
sem eitt sinn hafði verið maður,
hifð um borð i „Alendi”. Klukkan
var þá nákvæmlega 03:20, 12.
april 1953, og það voru 48 dagar
liðnir frá þvi, er Ericson og Tiira
stukku af „Skaubryn” i Malakka-
sundi.
Astandi Tiira verður ekki lýst
frekar. Það nægir að segja, að
þessi 24 ára maður vóg, er hann
var tekinn um borð, aðeins 22
kiló. Tiira hafði verið mun veik-
byggðari er Ericson, er þeir lögðu
upp i flóttann til Súmatra, engu
að siður hafði hann lifað af, en sá
sterkbyggði dáið.
Fimm dögum seinna kom „Al-
endi” til Singapore, þar sem Tiira
var þegar settur á sjúkrahús.
Mánuði siðar var hann á leið heim
i finnsku skipi, ekki friskur, en
ferðafær.
Hann hafði staðizt mestu raun,
sem hægt er að ganga i gegnum
og lifað af svo naumlega, sem
verða má.
Það þarf engan að undra, þótt
þessir 48 dagar standi honum enn
skýrt fyrir hugskotssjónum, 20
árum seinna.
—(Þýtt/endursagt — Stp)