Fréttablaðið - 22.08.2004, Side 12

Fréttablaðið - 22.08.2004, Side 12
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, guðleif jónsdóttir Hjallaseli 41, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Ingibjörg Þórarinsdóttir Þorvaldur Kjartansson Hrefna Þórarinsdóttir Ingi Kristmanns Viðar Þórarinsson Alda Pálmadóttir ömmu- og langömmubörn Ólafur Þórðarson, þjálfari Skaga- manna, hefur aðeins eitt markmið fyrir 39 ára afmælisdaginn sinn. „Nú, að vinna FH-ingana,“ segir hann ákveðinn. „Ég þoli ekki að tapa, það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að standa í því á afmæl- inu.“ FH tekur á móti keppnisóð- um ÍA-mönnum í Kaplakrika í dag og segir Ólafur daginn að mestu leyti fara í leikinn. „Ég ætla á sæmilegum tíma á lappir, hugsan- lega út í garð að smíða sólpall svona fram að hádegi, það veitir ekki af í blíðunni hérna á Skagan- um. Liðið fer svo í samfloti í bæ- inn, við byrjum á kaffi og léttu fæði fyrir leikinn á Loftleiðum. Þar förum við yfir stöðuna og tök- um klukkutíma leikmannafund. Andinn í liðinu er yfirleitt mjög góður svona fyrir leik en misjafn eftir á. Við ætlum okkur að vinna FH í dag, það er alltaf mögulegt að vinna og snýst bara um hugarfar leikmannanna. Fáir trúðu því til dæmis að Ísland gæti unnið Ítalíu á Laugardalsvelli, sem sýnir bara að það er allt hægt í fótboltanum.“ Eftir leikinn í Kaplakrika fara ÍA-menn til síns heima og Ólafur sér ekki fram á að það verði fyrr en seint í kvöld. „Það er aldrei að vita nema maður bjóði nánasta fólki í kaffi en stórveisla verður nú tæplega haldin.“ Vikan sem kemur verður Skagamönnum strembin en á fimmtudaginn takast þeir í Evr- ópukeppninni á við sænska liðið Hammarby, sem sigraði ÍA með tveimur mörkum gegn engu í síð- asta leik. „Þetta verður vinna og aftur vinna, ekkert öðruvísi. Stíf- ar æfingar nánast daglega alla vikuna en við vitum að leikurinn verður gríðarlega erfiður. Þetta eru atvinnumenn í töluvert öðr- um gæðaflokki en við en ég treysti á að hjarta leikmannanna verði á réttum stað og þeir gefi allt sem þeir eiga. Við töpuðum útileiknum og þurfum því að koma á þá tveimur mörkum en okkur dreymir um þrjú. Það verð- ur gríðarlega erfitt.“ Ólafur segist hafa um ýmis- legt annað að hugsa en afmælis- daga almennt en segir þó aldur- inn leggjast vel í sig. „Það er gott mál að eldast svo framarlega sem maður þroskast samhliða.“ ■ 12 22. ágúst 2004 SUNNUDAGUR SÖNGKONAN TORI AMOS er 41 árs í dag. ANDLÁT Jóhann Halldórsson, útgerðarmaður, Höfðavegi 34, Vestmannaeyjum, lést 18. ágúst. Dýrleif Yngvadóttir, Heiðarlundi 2, Akureyri, lést 19. ágúst. Friðfinnur Júlíus Guðjónsson verkstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést 19. ágúst. Hörður Sigurvinsson, Safamýri 56, lést 19. ágúst. Viggó Rúnar Einarsson lést 19. ágúst. Í síðustu stórorrustu enska Rósa- stríðsins var Ríkharður III, kon- ungur Englands, sigraður og drepinn í bardaganum við Bosworth Field af Hinrik Tudor, jarlinum af Richmond. Eftir bar- dagann fannst kórónan sem Rík- harður hafði borið í atinu í runna og var hún sett á höfuð Hinriks. Með krýningu Hinriks VII, kon- ungs Englands, varð Tudor-fjöl- skyldan höfuð Englands og var það allt þar til Elísabet drottning lést árið 1603. Mikið valdastríð hófst á Englandi á sjötta áratug 15. aldar á milli erfingja Játvarðs III, York- fjölskyldunnar sem bar hvíta rós sem sitt merki, og erfingja Hin- riks IV, Lancaster-fjölskyldunnar sem bar rauða rós. Báðar þessar fjölskyldur gerðu kröfu til krún- unnar. Frá 1455, þegar stríðið er talið hefjast, færist krúnan nokkrum sinnum á milli fjölskyldna þar til 1485. Ríkharður tilheyrði York- fjölskyldunni en Hinrik Tudor-fjöl- skyldunni, sem var blóðtengd Lancaster-arminum. Tudor-fjöl- skyldan átti sterka kröfu til krún- unnar þar sem flestir aðrir sem komu til greina höfðu látist í þessu þrjátíu ára stríði. Hinrik VII giftist Elísabetu, dóttur Játvarðs IV, til að styrkja stöðu sína og sameinaði þannig York- og Lancaster-fjöl- skyldurnar. Sonur þeirra, Hinrik VIII, var faðir Elísabetar I Eng- landsdrottningar. Enn má sjá merki Rósastríðsins í kráarnöfn- um í Englandi, en á þeim krám sem báru nafnið Rose and Crown gátu hermenn konungs vitað að þeim væri óhætt að dvelja. ■ ÞETTA GERÐIST BARDAGINN VIÐ BOSWORTH FIELD 22. ágúst 1485 „Sumt yndislegasta fólk í heimi er það sem passar ekki í fyrir fram gefin mót.“ Tori Amos að lýsa aðdáun sinni á hinu óvenjulega, sem jafnt á við óvenjulegt fólk. Rósastríðinu lýkur Tapar ekki á afmælinu ÓLAFUR ÞÓRÐARSON: AFMÆLISBARNIÐ TEKST Á VIÐ FH Í KAPLAKRIKA VIKAN SEM VERÐUR: YNGVI PÉTURSSON FER AFTUR Í SKÓLANN Allt í föstum skorðum Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, þóra h. jónsdóttir Hrafnistu Reykjavík, áður Dragavegi 11, sem lést þann 14. ágúst síðastliðinn, verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 15.00 Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð Sjómannadagsins Hrafnistu. Sonja Berg Sverrir Sigurðsson Sigurður Sverrisson Helga Lilja Pálsdóttir Þóra H. Sverrisdóttir Sævar Árnason Oddný Ósk Sverrisdóttir langömmubörn og langalangömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, anna pálína jónsdóttir frá Sauðhúsum, Ögurási 3, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 24. ágúst kl.13.30. Egill Jón Benediktsson Birgir Símonarson María Kristín Lárusdóttir Johnny Símonarson Hugrún Ásta Elíasdóttir Helen Gunnarsdóttir Benedikt Egilsson Sigrún Eyjólfsdóttir Jón Egilsson Sigurborg Valdimarsdóttir Herdís Egilsdóttir Brynjólfur Garðarsson ömmubörn og langömmubörn. Það er að mörgu að huga fyrir komandi viku hjá Yngva Péturs- syni, rektor við Menntaskólann í Reykjavík, en skólasetning fer fram við hátíðlega athöfn í Dóm- kirkjunni á mánudaginn. „Þá göngum við frá Lækjargötunni undir skólafána og séra Hjálmar dómkirkjuprestur tekur á móti okkur. Kór menntaskólans syngur og svo set ég skólann með mjög sí- gildri ræðu þar sem ég segi frá væntanlegu skólastarfi, nemend- um og starfsfólki. Loks fara nem- endur aftur í sínar stofur, taka á móti kennurum sínum og verða settir fyrir.“ Yngvi játar að ýmislegt þurfi að smella saman á næstu dögum. „Þetta verður annasöm vika, líkt og mánuðurinn hefur verið allur. Ég stýri ýmsum viðhaldsverkefn- um, það þarf að undirbúa skóla- starfið, raða niður í bekki, ráða inn starfsfólk og fleira. Í vikunni hefja á annan tug nýrra kennara störf við skólann, fjöldinn er því- líkur vegna valgreina sem við bjóðum upp á og því margir kenn- arar með litla kennsluskyldu. Annars er allt í föstum skorðum hér í skólanum.“ Á meðan hitabylgjan ríður yfir þykir Yngva þó ekkert erfitt að byrja í skólanum aftur. „Ég hugsa bara til hinna ýmsu Evrópulanda þar sem hitinn er miklu meiri og skólaárið lengra, þá er allt í lagi að byrja veturinn. Mér þykir skemmtilegt að sjá nýnemana og taka á móti glöðum krökkum. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að kenna alltaf einum bekk en ég er að taka við nýjum hóp núna.“ Í vikulok tekur Yngvi þátt í málþingi viðskiptadeildar Há- skóla Íslands og fjallar um upp- lýsingatækni í skólum. Hann von- ar að MR standi sig vel á því sviði sem öðrum. ■ YNGVI PÉTURSSON Rektor Menntaskól- ans í Reykjavík er spenntur að sjá glaða nemendur þegar skólinn hefst á ný í vik- unni. AFMÆLI Árni Bergmann, fyrrv. ritstjóri Þjóðviljans, er 69 ára. Þórarinn Eldjárn rithöf- undur er 55 ára. Heiðar Helguson knattspyrnumaður er 27 ára. 12-13 tímamót 21.8.2004 20:19 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.