Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 8
8 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Veiddu þúsund tonn: Heimsmet LÍNUVEIÐAR Heimsmet í fiskveiðum á línu hefur verið sett á yfirstand- andi fiskveiðiári. Bolvíkingurinn Guðmundur Einarsson hefur við annan mann veitt 1.013 tonn. Hann rær á línubátinum ÍS 155 sem ber nafn hans og er 10,33 brúttólestir að stærð. Aflann veiddi hann í 245 sjóferðum og er meðalaflinn því rúm fjögur tonn á dag. Mest veiddi hann af þorski, 532 tonn, þá 277 tonn af ýsu og 177 tonn af steinbít. Fyrra metið átti Guðmundur sjálfur. Hann hefur snúið sér að skipstjórn Einars Hálfdáns sem er stálbátur gerður út frá Bolungarvík. Þetta kemur fram á vefsíðu Landssambands smábátaeigenda. ■ Sjötugur eftirlaunaþegi: Synti yfir Ermarsund BRETLAND, AP George Brunstad lét hvorki aldurinn né kaldan sjóinn stöðva sig þegar hann synti yfir Ermarsund. Brunstad, sem er sjötugur Bandaríkja- maður á eftirlaunum, var fimmtán klukkutíma og 59 mín- útur á leiðinni, og varð þar með elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsund. Sá sem átti metið fyrir var Ástralinn Bertram Cliffort Batt sem var 67 ára þeg- ar hann þreytti sundið árið 1987. Brunstad lagði af stað frá Dover í Bretlandi á laugardags- morgun og steig á land í Frakk- landi upp úr miðnætti aðfara- nótt sunnudags. ■ Aldrei fleiri án sjúkratryggingar Einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum nýtur ekki sjúkratrygginga og fer hlutfallið hækkandi. Fimmta hvert barn fátækra foreldra nýtur engra trygginga. BANDARÍKIN Nær sjötti hver Bandaríkjamaður er ekki með neinar sjúkratryggingar. Alls eru 45 milljónir manna án sjúkra- tryggingar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á síðasta ári fjölgaði þeim um 1,4 milljónir. Það er 40 prósent meiri aukning en hjá þeim sem eru með sjúkratrygg- ingar, en þeim fjölgaði um millj- ón. Sem hlutfall af heildarfjölda Bandaríkjamanna fjölgaði þeim sem ekki eru með sjúkratryggingar því úr 15,2 prósent- um í 15,6 prósent. Fjöldi þeirra Bandaríkjamanna sem eru með trygg- ingar hefur heldur aldrei verið meiri en nú þrátt fyr- ir að hlutfallið af þjóðinni allri hafi lækkað lítillega. Í fyrra nutu 243,3 milljónir Bandaríkjamanna einhverra trygginga samkvæmt tölum bandarísku hagstofunnar. Flestir þeirra eru með starfstengdar tryggingar en um fjórðungur Bandaríkjamanna nýt- ur opinberra trygginga, svo sem Medicare, Medicaid og trygginga sem einstök ríki Bandaríkjanna veita börnum. Þeim sem njóta op- inberra trygginga fjölgaði um 3,2 milljónir á síðasta ári. Þrátt fyrir að mikið sé um starfstengdar tryggingar í Banda- ríkjunum eru fjarri því allir vinn- andi menn tryggðir. Rúmlega 20 milljónir einstaklinga í fullri vinnu eru án nokkurra trygginga samkvæmt nýjum tölum banda- rísku hagstofunnar. Þeim hefur fjölgað um 1,6 milljónir síðustu tvö ár. Texas og Nýja Mexíkó eru þau tvö ríki þar sem flestir eru án trygginga, meira en fimmti hver einstaklingur. Flestir eru tryggðir í Minnesota þar sem aðeins 8,2 prósent íbúanna eru án trygginga. Níunda hvert barn nýtur ekki trygginga. Hlutfallið er hæst meðal barna fátækra foreldra en eitt af hverjum fimm fátækum börnum nýtur ekki sjúkratrygg- inga. ■ ■ Rúmlega 20 milljónir ein- staklinga í fullri vinnu án nokk- urra trygginga. SVONA ERUM VIÐ ÚTFLUTNINGUR JANÚAR-JÚLÍ 2004 Svæði Þús. millj. Evrópa 94.054 Ameríka 12.236 Afríka 2.327 Asía 6.472 Eyjaálfa 465 Heimild: Hagstofan Félagsmálastjóri sníkti læknadóp af skjólstæðingi og var rekinn – hefur þú séð DV í dag? Ráðuneytið segir uppsögnina ólöglega LEITAR HJÁLPAR ARAFATS Sænski utanríkisráðherrann Laila Freivalds fer fram á aðstoð Jass- ers Arafat, forseta Palestínu, þegar hún heimsækir Vestur- bakkann í næsta mánuði. Hún vill að hann hjálpi til við að koma fimm börnum til Svíþjóð- ar. Sænsk móðir barnanna hefur forræði en palestínskur faðir þeirra fór með þau til Gaza og segist ekki ætla að skila þeim. SKIPULÖGÐU SPRENGJUTIL- RÆÐI Tveir menn voru hand- teknir eftir að upp komst að þeir höfðu skipulagt sprengjuárás á neðanjarðar- lestastöð á Manhattan í New York. Annar maðurinn er bandarískur ríkisborgari en hinn pakistanskur. Lögregla segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að valda mannfalli með sprengjuárásinni. HEFUR MANN Á HORNUM SÉR Áhorfendur á árlegu nautahlaupi í San Sebastian-hverfi í Madríd, höfuðborg Spánar, reyna að bjarga þátttakanda í í hlaupinu sem hefur komist í hann krappan og lent á hornum ungs bola. Eins og sjá má hefur boli fundið viðkvæman höggstað á manninum, sem reyn- ir allt hvað af tekur að losna úr þessari mjög svo óþægilegu aðstöðu. Um fimm þúsund manns tóku þátt í nautahlaupinu, sem fram fór í gær. BRUNSTAD Á SUNDI Með afreki sínu safnaði Brunstad 800.000 krónum fyrir munaðarleysingjahæli. BOLUNGARVÍK Aflahæsti smábáturinn veiddi rúm 4 tonn í hverri sjóferð og setti heimsmet. M YN D /A P NÍUNDA HVERT BARN ÁN TRYGGINGAR Þessar tvær stúlkur tóku þátt í mótmælum samtakanna „Mæður gegn Bush“ í New York. Níunda hvert bandarískt barn nýtur ekki sjúkratrygginga. ÓTRYGGÐIR BANDARÍKJAMENN Hlutfall ótryggðra sem hlutfall af heild- arfjölda, skipt eftir aldri Aldur Ótryggð 0-17 11,4% 18-24 30,2% 25-34 26,4% 35-44 18,1% 45-64 13,9% 65+ 0-8% Heimild: Income, Poverty and Health Insur- ance Coverage in the United States: 2003 ■ NORÐURLÖND ■ BANDARÍKIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.