Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 30. ágúst 2004 Vegna mikillar aðsóknar höfum við bætt við 2 námskeiðum. Í átta ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum árum hefur námskeiðið þróast mikið og áherslur þess breyst í takti við tímann og vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem ljúka náminu að það sé krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt. Námið er 258 stundir og skiptist í fjóra flokka: - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur Tölvunám - 96 stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Viðskiptagreinar - 108 stundir - Tímastjórnun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Sjálfsstyrking - 30 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis Lokaverkefni - 24 stundir „Með náminu öðlaðist ég hugrekki til að gera það sem mig langaði til!“ Eftir að hafa unnið í matvöru- verslun í 15 ár ákvað Elín að fara í skóla og reyna fyrir sér á öðrum starfsvettvangi. Hún starfar í dag sem skrifstofu- stjóri hjá BabySam á Íslandi. Í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu. Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem er mest notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins“ segja margir. Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Hlíðasmára 9 - Kópavogi SKRIFSTOFU- & TÖLVUNÁM Næstu námsskeið: Kvöldnámskeið Mán. og mið frá 18-22. og lau. 8:30-12:30 Byrjar 6. sept og lýkur 13. des. Morgunnámskeið Alla virka daga frá kl. 8:30-12:30 Byrjar 11. okt. og lýkur 10. des. FÉKK FERÐASTYRK TIL DANMERKUR Rakel Ágústsdóttir, 24 ára gömul stúlka sem bundin er við hjólastól vegna fötlunar, fékk draum sinn um utanlandsferð uppfylltan nú í ágúst er hún fór til Danmerkur. Rakel fékk 50 þúsund króna styrk til fararinnar frá Celsus heilsuvörum, sem vildu með styrkveiting- unni hvetja ungt fólk sem á við fötlun að stríða til að leita til fyrirtækja eftir ferðastyrkjum. Á myndinni sést Anna Björg Hjartardóttir, eigandi Celsus, afhenda Rakel ferðastyrkinn. FLÓRÍDA, AP Lögregluþjónn í Flór- ída hefur verið ákærður fyrir að hóta að myrða George W. Bush Bandaríkjaforseta og föður hans. Það gerði lögregluþjónninn þegar hann var spurður hvort hann yrði í lögregluliðinu sem tryggði öryggi forsetans þegar hann ætti leið um Flórída. Hann svaraði því til að slíkt myndi hann aldrei gera, frekar myndi hann skjóta feðgana ef einhver léti hann hafa byssu og byssukúlur til þess. Lögmaður lögregluþjónsins segir ákæruna byggja á misskiln- ingi. Sá kærði var ellefu ár í hern- um og er mjög andvígur inn- rásinni í Írak. ■ ÁFENGISAUGLÝSINGAR Norsk sam- keppnisyfirvöld hafa óskað eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dóm- stólnum um gildi banns við áfeng- isauglýsingum þar í landi. Svör dómstólsins um það hvort slíkt auglýsingabann samræmist EES- samningnum gætu haft áhrif á réttarstöðuna hér á landi, enda er bann við áfengisauglýsingum hér að mestu sambærilegt við auglýs- ingabannið í Noregi. Í nóvember síðastliðnum komst yfirréttur í Svíþjóð að þeir- ri niðurstöðu að bann við áfengis- auglýsingum þar í landi færi í bága við EES-samninginn. Ekki hefur verið byggt á því fyrir dómi hér á landi að bannið við áfengis- auglýsingum sé andstætt EES- samningnum. Einar Páll Tamimi, forstöðumaður Evrópuréttar- stofnunar Háskólans í Reykjavík, sagði í samtali við Fréttablaðið 30. júli síðastliðinn að ólíklegt væri að bannið stæðist: „Ég ætti erfitt með að sjá íslenska dómstóla komast að einhverri annarri nið- urstöðu en sænsku dómstólana,“ sagði Einar Páll. Í Stiklum, vefriti viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, kemur fram að málsaðilar og stjórnvöld hafi frest til 17. sept- ember til að leggja fram gögn í norska málinu og síðan mun dóm- stóllinn taka það til efnislegrar umfjöllunar. ■ Norsk yfirvöld óska eftir áliti á banni við áfengisauglýsingum: Vafi hvort auglýsingabann standist EES-samninginn MENNING Sex ungir leikarar, tón- listarmenn og fjöllistamenn frá Austurlandi og Vesturáli í Norður- Noregi standa fyrir sýningu í Sigerfjord í Lofoten í Noregi. Sýn- ingin byggist á hugtökunum út- jaðar, jaðar og miðja og er haldin á nótaverkstæði fyrirtækisins Gullfisk AS. Sýningin er þáttur í verkefninu Menningarátak Golfstraumsins sem leiddi til þriggja ára menn- ingarsamstarfs Menningarnefnd- ar Vesturáls og Menningarráðs Austurlands. Listamennirnir sex munu standa fyrir vikulöngu námskeiði sem lýkur með sýningu sem sækir innblástur sinn í yfir- skriftina „Jaðarinn er hin nýja miðja – Kanten er den nye midt- en“. Austfirðingarnir eru Svanur Vilbergsson, gítarleikari og tónskáld frá Stöðvarfirði, Hall- dóra M. Pétursdóttir leiklistar- nemi og Stefán B. Vilhelmsson, grafískur hönnuður frá Egils- stöðum. ■ Menningarátak: Ungir Austfirðingar í Lofoten FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L ÍSLENSKAR ÁFENGISAUGLÝSINGAR Niðurstaða EFTA-dómstólsins gæti haft áhrif á núgildandi bann við áfengisauglýs- ingum hér á landi. LÖGREGLUMENN Lögreglumaður í Flórída sagðist fyrr myrða Bush en gæta öryggis hans. Lögregluþjónn: Hótaði að myrða Bush
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.