Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 58
FORMÚLA Þýski ökuþórinn Michael Schumacher fagnaði í gær sjö- unda heimsmeistaratitlinum í Formúlu 1 á Grand Prix brautinni í Belgíu þótt honum tækist ekki að sigra á mótinu. Þetta var annað mótið af fjórtán sem hann vinnur ekki í ár. Kimi Räikkönen á McLaren bar sigur úr bítum á Spa-brautinni en þetta er aðeins annar sigur Finnans á ferlinum. Hann vann sína fyrstu keppni á síðasta tíma- bili og endaði í öðru sæti í heildar- keppninni. Schumacher átti titilinn nánast vísan fyrir mótið en hann þurfti aðeins að fá tveimur stigum meira en liðsfélagi hans hjá Ferrari, Rubens Barrichello, sem var sá eini sem hefði getað komið í veg fyrir sigur Þjóðverjans. Schumacher kom annar í mark, aðeins 3,1 sekúndu á eftir Räikkönen. Útlitið var þó svart um tíma þar sem Schumacher hafði fallið niður í sjötta sæti en Barrichello var í því þriðja. Þetta er fimmti heimsmeist- aratitill Schumachers í röð og sá sjöundi á ferlinum. Að fjórtán mótum loknum hefur Schu- macher 128 stig og Barrichello 88. Fjögur mót eru eftir á tímabilinu – á Ítalíu, í Kína, Japan og Brasilíu. Þótt Barrichello eigi tölfræðilega möguleika á að ná Schumacher að stigum fær Þjóðverjinn titilinn þar sem hann hefur unnið fleiri mót. Ferrari er þegar búið að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða. Schumacher byrjaði annar á ráspól í gær en féll niður í fjórða sæti eftir fyrstu beygju. Hann missti Fernando Alonso og David Coulthard fram úr sér. Það gekk mikið á í gær en fjór- ir ökuþórar féllu úr leik eftir að- eins 30 sekúndur þegar bílar þeirra skullu saman. Það voru þeir Mark Webber, Takuma Sato, Gianmaria Bruni og Giorgio Pantano og meiddust þeir allir. Kalla þurfti öryggisbílinn þrisvar sinnum út, og tvisvar á síðustu fjórtán hringjunum. Fyrir vikið komst Schumacher í betri stöðu, en öryggisbíllinn var kallaður út í síðasta sinn þegar aðeins þrír hringir voru eftir. ■ 22 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR STAÐAN EFTIR 14. UMFERÐIR Michael Schumacher, Ferrari 128 Rubens Barrichello, Ferrari 88 Jenson Button, BAR 65 Jarno Trulli, Renault 46 Fernando Alonso, Renault 45 Juan Pablo Montoya, Williams 38 Kimi Räikkönen, McLaren 28 David Coulthard, McLaren 21 Takuma Sato, BAR 18 Giancarlo Fisichella, Sauber 18 Ralf Schumacher, Williams 12 Felipe Massa, Sauber 10 Mark Webber, Jaguar 7 Olivier Panis, Toyota 6 STAÐA BÍLASMIÐA Ferrari 216 Renault 91 BAR 84 Williams 54 McLaren 49 Sauber 28 HEIMSMEISTARINN Michael Schumacher vann fimmta heimsmeistara- titilinn í röð í gær og þann sjöunda á ferl- inum. Meistaraheppni Schumachers Michael Schumacher varð heimsmeistari ökuþóra í sjöunda sinn í gær. Mikið gekk á en kalla þurfti öryggisbílinn þrisvar sinnum út. Schumacher vann þar með tíma og tryggði sér titilinn. ANNAÐ SÆTIÐ NÆGÐI TIL SIGURS Michael Schumacher endaði í öðru sæti á Spa-brautinni í gær en það nægði honum til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Þetta er í fimmta sinn í röð sem hann vinnur titilinn og sjöunda sinn á ferlinum. BARÁTTA Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, á hér í baráttunni við Ivan Campo, varnar- mann Bolton. Campo og félagar höfðu betur og sitja í þriðja sæti deildarinnar. FÓTBOLTI Liverpool tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu í gær þeg- ar liðið sótti Bolton heim. Kevin Davies skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik og skaut liði sínu upp í þriðja sæti deildarinnar. „Við getum ekki beðið um meira en þetta,“ sagði Davies. „Á síðustu tímabilum höfum við átt erfitt uppdráttar í byrjun en núna byrjum við frábærlega.“ Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, var að vonum ánægður með sigurinn. „Þetta var stórkostlegur sigur. Liverpool hefur eytt miklu fé og liðið hefur mikla hæfileika. Það er stórkost- legt að sigra svo gott lið.“ Rafael Benitez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, var að vonum ósáttur með leikinn og viður- kenndi að það gæti tekið þrjá til fjóra mánuði að púsla liðinu sam- an. „Við þurfum að halda vinnu okkar áfram og eftir þrjá til fjóra mánuði verðum við komnir með sterkt lið.“ Spánverjarnir Xabi Alonso og Luis Garcia þreyttu frumraun sína með Bítlaborgarliðinu í gær og skoraði Garcia mark sem virt- ist löglegt en var dæmt af. „Ég er búinn að sjá sjónvarpsmyndir og þetta er löglegt mark. En það er lítið hægt að gera við því núna,“ sagði Benitez. ■ Enska úrvalsdeildin: Bolton í þriðja sætið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.