Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 18
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi sigurgeir eiríksson Furugrund 36, Kópavogi sem lést þann 18. ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Digraneskirku þriðjudaginn 31. ágúst kl.13.30. Jóhanna Gunnarsdóttir Þórdís Sigurgeirsdóttir Jónas Kristjánsson Vermundur Arnar Sigurgeirsson Gunnar Sigurgeirsson Arnar Geir Jónasson Hanna Rún Jónasdóttir Karl Pétur Jónsson, almanna- tengill hjá Inntak og tengdasonur forsetans, fagnar 35 ára afmæli í dag en 30. ágúst er haldinn hátíð- legur af mörgum ástæðum á hans heimili. Eiginkona hans, Guðrún Tinna Ólafsdóttir, og tvíburasyst- ir hennar, Dalla Ólafsdóttir, eiga báðar afmæli þennan sama dag og er því deilt um hver á að dekra við hvern. „Það er ekki alveg ljóst hver á að vera góður við hvern í dag en í framtíðinni vonumst við Tinna til að börnin okkar stjani við okkur á þessum degi. Ég á strák sem er að verða sjö ára en dóttir okkar er bara tveggja þannig að það er kannski full- snemmt að gera sér vonir núna.“ Karl Pétur viðurkennir að það hafi verið sprenghlægileg stund þegar þau Tinna komust að því að þau ættu sameiginlegan afmælis- dag. „Ég fékk algjört sjokk en við trúum bæði á stjörnuspeki sem segir að við ættum þá að hafa mjög svipaða eiginleika. Það hef- ur líka komið í ljós að við erum lík á margan hátt, bæði glaðlynd, ákveðin en þrjósk, sem er bara fín blanda.“ Mörgum kann að þykja undar- leg tilviljun að eiga sama afmæl- isdag og maki sinn en að sögn Karls Péturs eru kostirnir marg- ir. „Því fylgir líka mikil hagræð- ing, maður þarf ekki að muna nema einn dag að brúðkaupsdeg- inum undanskildum. Hann hefur ekki gleymst hingað til því við giftum okkur í janúar síðastlið- inn. Ég efast nú reyndar um að ég gleymi þeim degi nokkurn tíma, svo eftirminnilegur var hann.“ Karl Pétur spáir því að hádeg- ismatur dagsins verði snæddur með tvíburasystrunum og Matth- íasi Sigurðarsyni, eiginmanni Döllu, en kvöldið rólegt með Tinnu. Um þessar mundir er háanna- tími hjá almannatengslafyrirtæki Karls Péturs, Inntaki, og hefur hann því í nógu að snúast. „Við strákarnir á skrifstofunni erum á fullu að undirbúa veturinn fyrir viðskiptavini okkar. Þessi árstími er annasamur hjá almannatengl- um en Landsbankinn og Íslenskir grænmetisbændur eru meðal þeirra sem við störfum fyrir. Svo er ekki óhugsandi að maður eyði broti af deginum á golfvellinum. Ég tók upp á því fyrir mánuði að byrja í golfi en síðan hefur mikill tími farið í það. Ég hef fengið leiðsögn hjá Ómari Jónssyni og er án efa feikilegt efni og náttúru- talent. Samstarfsfélagar mínir telja golf vera hrörnunarsjúkdóm en ég harðneita því, þetta er eitt allra skemmtilegasta sport sem ég hef komist í. Eitt gott högg get- ur bjargað heilum degi.“ ■ 18 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR LEIKKONAN CAMERON DIAZ er 31 árs í dag. Kleópatra, drottning Egyptalands og ástkona þeirra Júlíusar Sesars og Markúsar Antoníusar, framdi sjálfsvíg á þessum degi eftir að her hennar var sigraður af Oktavíusi, sem síðar varð keisari Rómaveldis. Kleópatra, sem fæddist árið 69 f.Kr., varð Kleópatra VII, drottn- ing Egyptalands, þegar faðir hennar Ptolemeus XII lést árið 51. f.Kr. Bróðir hennar Ptolemeus XIII varð konungur á sama tíma og stjórnuðu systkinin Egypta- landi formlega eins og um hjón væri að ræða. Kleópatra og Ptolemeus voru hluti af Makedón- íuættveldinu sem stjórnað hafði Egyptalandi síðan Alexander mikli lést árið 323 f.Kr. Þrátt fyr- ir að Kleópatra væri ekki Egypti var hún sú eina í fjölskyldunni sem lærði egypsku. Til að efla áhrifamátt hennar yfir Egyptum var hún sögð vera dóttir Ra, sólar- guðs Egypta. Fljótlega fóru systk- inin að deila sín á milli, sem leiddi til borgarastyrjaldar 48 f.Kr. Á sama tíma hrjáði Rómaveldi borgarastyrjöld sem færðist til Egyptalands. Þegar Kleópatra bað Sesar um aðstoð í sínu stríði var það auðsótt. Hún eignaðist með honum son, Sesarion, sem þýðir litli Sesar. Eftir dauða Sesars tók hún upp ástarsamband við Mark- ús Antoníus, mág Oktavíusar, og eignaðist með honum tvíbura. Oktavíus lýsti yfir stríði gegn Kleópötru og þar af leiðandi Markúsi árið 31 f.Kr. og mættust sjóherir þeirra í september við Aktium í Grikklandi. Þrátt fyrir mikinn sigur hers Oktavíusar leið næstum ár þar til hann náði ströndum Alexandríu í Egypta- landi og gjörsigraði þar her Mark- úsar. ■ ÞETTA GERÐIST KLEÓPATRA FREMUR SJÁLFSMORÐ 30. ágúst 30 f.kr. „Ég myndi kyssa froska, jafnvel þó ekkert lof- orð væri fyrir hendi um draumaprinsinn. Ég elska froska.“ Cameron Diaz virðist ekkert endilega vanda valið þegar kemur að því hvern hún kyssir. Ástkona tveggja Rómarkeisara Afmælisbarn dagsins: Karl Pétur Jónsson „Við héldum tombólur og seldum þar alls kyns dót,“ segir Áslaug Benediktsdóttir, 12 ára grunn- skólanemi, en hún hefur ásamt þeim Söndru Sif Smáradóttur og Snædísi Gígju Snorradóttur gert sér lítið fyrir og safnað ríflega sjö- tíu þúsund krónum til styrktar BUGL, barna- og unglingageð- deildar Landspítalans. „Sandra og Snædís byrjuðu á því að halda tombólur og vildu styrkja gott mál- efni en allt í allt höfum við haldið um tíu tombólur,“ segja stelpurnar, sem eru nemar í Granda- og Mela- skóla en héldu tombólurnar á Eiðistorgi. „Upphaflega ætluðum við að safna 50.000 krónum en svo vatt þetta upp á sig. Það voru líka margir sem gáfu okkur pening þegar þeir vissu að við værum að safna fyrir BUGL,“ segir Áslaug, en hæsta framlagið sem þær fengu í hreinni peningagjöf var2000 krónur. En hvernig varð BUGL fyrir valinu? „Mamma einnar stelpunn- ar er sálfræðingur og hún vissi að það vantaði pening hjá BUGL. Við hringdum því þangað og komumst að því að nýlega var opnað nýtt barnaherbergi á BUGL sem vant- aði dót í. Við fórum því með Sig- ríði Ástu Eyþórsdóttur starfs- manni og keyptum, fyrir pening- inn sem safnast hafði, alls kyns dót í herbergið.“ Hvorki börnin né annað starfs- fólk en Sigríður vissu af uppátæk- inu fyrr en tombóluþremenning- arnir afhentu gjafir við hátíðlega athöfn í gær. Sigríður Ásta, starfsmaður BUGL, var að vonum ánægð með framtakið og segir að hér séu engar venjulegar stelpur á ferðinni. ■ AFHENTU GJAFIR Aslaug Benediktsdóttir, Sandra Sif Smáradóttir og Snædís Gígja Snorradóttir eru engar venjulegar stelpur. GÓÐVERK: ÞRJÁR UNGAR STELPUR GERÐU SÉR LÍTIÐ FYRIR, HÉLDU TÍU TOMBÓLUR OG SÖFNUÐU 70 ÞÚSUND KRÓNUM TIL STYRKTAR BUGL Tombólustelpur gefa BUGL gjafir KARL PÉTUR JÓNSSON Afmælisbarnið útilokar ekki að eyða einhverjum hluta dags á golfvellinum. Deilt um dekrið 1146 Evrópskir leiðtogar banna kross- bogann. 1918 Fanny Dora Kaplan skýtur þremur skotum að Lenín. 1951 Filippseyjar og Bandaríkin skrifa undir varnarsamning. 1963 „Rauða línan“ milli Moskvu og Washington kemst í gagnið. 1991 Sovéska lýðveldið Aserbaídsjan lýsir yfir sjálfstæði. 1994 Joseph Skipper rænir og mis- þyrmir Rosu Parks. Rosa var þekkt fyrir að neita að gefa eftir sætið sitt í strætisvagni árið 1955, sem kom af stað baráttu svartra í Bandaríkjunum. 1996 Tilraun til að lyfta hluta af Titanic af sjávarbotni mistekst þegar nælonlínur sem notast er við slitna. 1999 Yfirgnæfandi meirihluti íbúa Aust- ur-Tímor samþykkir sjálfstæði frá Indónesíu í þjóðaratkvæða- greiðslu. Sameinuðu þjóðirnar segja frá úrslitunum þann 4. sept- ember. AFMÆLI Hallveig Thorlacius brúðuleikari er 65 ára. Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona er 46 ára. Dalla Ólafsdóttir forsetadóttir er 29 ára. Tinna Ólafsdóttir forsetadóttir er 29 ára. JARÐARFARIR 13.30 Fjóla Valdís Bjarnadóttir, húsmóðir, verður jarðsungin frá Digraneskirkju. ÞETTA GERÐIST LÍKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.