Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 63
Það er að verða æ vinsælla fyrir veiðimenn að sækja á erlendar veiðilendur. Rússland hefur verið vinsælt og þar hafa veiðimenn veitt væna fiska og Argentína hef- ur verið í mikilli sókn. Fjölmargir hafa farið til Grænlands á árinu og einhverjir eru þar núna að veiða silung og skjóta hreindýr. Undanfarin ár hefur Lax-á boðið upp á veiðiferðir til Argent- ínu við góðan orðstír og ánægju þeirra sem reynt hafa. Í kjölfar aukinnar eftirspurnar hefur verið ákveðið að taka skrefið lengra í fyrirhugaðri útrás fyrirtækisins á þessum slóðum. „Við höfum aukið við framboð okkar í ánni Rio Grande, veiði- svæðinu við Toon Ken, auk þess sem við höfum náð samningum um nýtt veiðisvæði, La Aurelia á sömu slóðum,“ sagði Ásta Ólafs- dóttir hjá Stangveiðifélaginu Lax- á, þegar við spurðum um þessar ferðir til Argentínu. „Fyrir veiði- menn er Rio Grande spennandi og krefjandi valkostur. Áin er þekkt fyrir tröllvaxna sjóbirtinga. Meðalþyngdin er um 11 pund en á besta tíma er alvanalegt að menn setji í 20+ punda fisk. Meðalveiðin er 10-35 fiskar á hverja stöng eft- ir vikuveiði. Eingöngu er veitt á flugu og er öllum fiski sleppt.“ Í byrjun ársins var nýtt veiði- hús opnað á veiðisvæðinu við Toon Ken og segir Ásta að þeir veiðimenn sem hafi gist þar á þeirra vegum séu sammála um að það fái hæstu mögulegu einkunn hvað varðar góðan mat, ljúft starfsfólk og notaleg húsakynni. „Við hönnun veiðihússins var mikil áhersla lögð á að gera það sem best úr garði til að þjóna þörfum veiðimanna. Veiðihúsið er á fallegum útsýnisstað, rétt ofan við veiðisvæðið og býður upp á öll þægindi, herbergi með baði, setu- og borðstofu, fluguhnýtingar- aðstöðu, vöðlugeymslu, bar, heit- an pott og skjólsæla verönd. Alls eru 7 stangir leyfðar í Toon Ken. Hvert holl veiðir í 6 daga og gistir 7 nætur í veiðihúsinu. Árið 2005 bjóðum við upp á 6 vikur á besta tíma í ánni, það er frá 5. febrúar til 12. mars.“ Fyrir þá sem leggja minna upp úr lúxusveiðihúsi er einnig boðið upp á annan valkost, La Aurelia. „Það er gamalt en snyrtilegt veiði- hús þar sem fjögur tveggja manna herbergi deila tveimur baðherbergjum. Full þjónusta er í húsinu og að sjálfsögðu er boðið upp á argentínskar steikur og ljúf rauðvín. Veitt er á fjórar stangir frá La Aurelia, tvær í ánni Rio Grande, frá bakkanum á móti Toon Ken og tvær í ánni Menendez á 12 km svæði. Veitt er samkvæmt hefðbundinni svæða- skiptingu. Menendez tilheyrir sama vatnasvæði og Rio Grande. Kostirnir við La Aurelia er hversu stutt er frá veiðihúsinu að ánni og auk þess veita fjöllin þar í kring gott skjól fyrir vindi. Við bjóðum upp á vikuveiði á þessu svæði frá 15. janúar ñ 12.febrúar og svo aft- ur tvær vikur frá 12-26. mars 2005. Veiðiferðirnar okkar eru 10 daga ferðir þar sem veitt er í 6 daga en gist 7 nætur í veiðihúsun- um. Veitt er frá laugardegi til laugardags og gist í eina nótt fyrir og eftir veiðina á fimm stjörnu hóteli í Buenos Aires. Fyrir þá sem vilja bæta við ferðina mælum við eindregið með þriggja daga baráttu við hinn grimma Dorado í Corrientes en þar fer saman einstök skemmtileg veiði, enn meira dekur og ólýsan- leg náttúrufegurð,“sagði Ásta í lokin. ■ 27MÁNUDAGUR 30. ágúst 2004 Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Síðumúli 8 sími 568 8410 www.veidihornid.is Stoeger eru hálfsjálfvirkar haglabyssur framleiddar í Tyrklandi af fyrirtæki í eigu Beretta. Dreifingaraðili í Bandaríkjunum er Benelli USA. Byssurnar eru bakslagsskiftar, með snúningsbolta líkt og í Benelli og fleiri ítölskum byssum. Hnotuskefti eða svört plastskefti. 26” hlaup. Ólarfestingar og 5 þrengingar fylgja. Frábært verð. Aðeins 59.900.- staðgreitt. Veiðihornið býður Stoeger á frábæru kynningarverði Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 †mis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskei›a. Í tilefni 15 ára afmælis skólans nú í haust ver›ur sérstök afmælishátí› í mi›bæ Reykjavíkur laugardaginn 4. september kl. 13. Fame Mambó Tjútt Freestyle Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Bolholti 8 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Innritun og uppl‡singar alla daga kl. 12–19 í síma 553 6645 e›a me› pósti til dans@dansskoli.is VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Veiðiferðir til Argentínu VEIÐIHÚSIÐ VIÐ TOON KEN Það væsir ekki um veiðimenn eftir að veiðitímanum lýkur á daginn. VILTU MIÐA? Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SENDU SMS SKEYTIÐ JA TBF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. 9. HVER VINNUR. VINNINGAR ERU MIÐAR Á MYNDINA · DVD MYNDIR · MARGT FLEIRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.