Fréttablaðið - 30.08.2004, Síða 63

Fréttablaðið - 30.08.2004, Síða 63
Það er að verða æ vinsælla fyrir veiðimenn að sækja á erlendar veiðilendur. Rússland hefur verið vinsælt og þar hafa veiðimenn veitt væna fiska og Argentína hef- ur verið í mikilli sókn. Fjölmargir hafa farið til Grænlands á árinu og einhverjir eru þar núna að veiða silung og skjóta hreindýr. Undanfarin ár hefur Lax-á boðið upp á veiðiferðir til Argent- ínu við góðan orðstír og ánægju þeirra sem reynt hafa. Í kjölfar aukinnar eftirspurnar hefur verið ákveðið að taka skrefið lengra í fyrirhugaðri útrás fyrirtækisins á þessum slóðum. „Við höfum aukið við framboð okkar í ánni Rio Grande, veiði- svæðinu við Toon Ken, auk þess sem við höfum náð samningum um nýtt veiðisvæði, La Aurelia á sömu slóðum,“ sagði Ásta Ólafs- dóttir hjá Stangveiðifélaginu Lax- á, þegar við spurðum um þessar ferðir til Argentínu. „Fyrir veiði- menn er Rio Grande spennandi og krefjandi valkostur. Áin er þekkt fyrir tröllvaxna sjóbirtinga. Meðalþyngdin er um 11 pund en á besta tíma er alvanalegt að menn setji í 20+ punda fisk. Meðalveiðin er 10-35 fiskar á hverja stöng eft- ir vikuveiði. Eingöngu er veitt á flugu og er öllum fiski sleppt.“ Í byrjun ársins var nýtt veiði- hús opnað á veiðisvæðinu við Toon Ken og segir Ásta að þeir veiðimenn sem hafi gist þar á þeirra vegum séu sammála um að það fái hæstu mögulegu einkunn hvað varðar góðan mat, ljúft starfsfólk og notaleg húsakynni. „Við hönnun veiðihússins var mikil áhersla lögð á að gera það sem best úr garði til að þjóna þörfum veiðimanna. Veiðihúsið er á fallegum útsýnisstað, rétt ofan við veiðisvæðið og býður upp á öll þægindi, herbergi með baði, setu- og borðstofu, fluguhnýtingar- aðstöðu, vöðlugeymslu, bar, heit- an pott og skjólsæla verönd. Alls eru 7 stangir leyfðar í Toon Ken. Hvert holl veiðir í 6 daga og gistir 7 nætur í veiðihúsinu. Árið 2005 bjóðum við upp á 6 vikur á besta tíma í ánni, það er frá 5. febrúar til 12. mars.“ Fyrir þá sem leggja minna upp úr lúxusveiðihúsi er einnig boðið upp á annan valkost, La Aurelia. „Það er gamalt en snyrtilegt veiði- hús þar sem fjögur tveggja manna herbergi deila tveimur baðherbergjum. Full þjónusta er í húsinu og að sjálfsögðu er boðið upp á argentínskar steikur og ljúf rauðvín. Veitt er á fjórar stangir frá La Aurelia, tvær í ánni Rio Grande, frá bakkanum á móti Toon Ken og tvær í ánni Menendez á 12 km svæði. Veitt er samkvæmt hefðbundinni svæða- skiptingu. Menendez tilheyrir sama vatnasvæði og Rio Grande. Kostirnir við La Aurelia er hversu stutt er frá veiðihúsinu að ánni og auk þess veita fjöllin þar í kring gott skjól fyrir vindi. Við bjóðum upp á vikuveiði á þessu svæði frá 15. janúar ñ 12.febrúar og svo aft- ur tvær vikur frá 12-26. mars 2005. Veiðiferðirnar okkar eru 10 daga ferðir þar sem veitt er í 6 daga en gist 7 nætur í veiðihúsun- um. Veitt er frá laugardegi til laugardags og gist í eina nótt fyrir og eftir veiðina á fimm stjörnu hóteli í Buenos Aires. Fyrir þá sem vilja bæta við ferðina mælum við eindregið með þriggja daga baráttu við hinn grimma Dorado í Corrientes en þar fer saman einstök skemmtileg veiði, enn meira dekur og ólýsan- leg náttúrufegurð,“sagði Ásta í lokin. ■ 27MÁNUDAGUR 30. ágúst 2004 Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Síðumúli 8 sími 568 8410 www.veidihornid.is Stoeger eru hálfsjálfvirkar haglabyssur framleiddar í Tyrklandi af fyrirtæki í eigu Beretta. Dreifingaraðili í Bandaríkjunum er Benelli USA. Byssurnar eru bakslagsskiftar, með snúningsbolta líkt og í Benelli og fleiri ítölskum byssum. Hnotuskefti eða svört plastskefti. 26” hlaup. Ólarfestingar og 5 þrengingar fylgja. Frábært verð. Aðeins 59.900.- staðgreitt. Veiðihornið býður Stoeger á frábæru kynningarverði Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 †mis starfsmanna- og stéttarfélög veita styrki vegna dansnámskei›a. Í tilefni 15 ára afmælis skólans nú í haust ver›ur sérstök afmælishátí› í mi›bæ Reykjavíkur laugardaginn 4. september kl. 13. Fame Mambó Tjútt Freestyle Salsa Brú›arvals Barnadansar Samkvæmisdansar Sérnámskei› fyrir hópa N‡justu tískudansarnir Börn – Unglingar – Fullor›nir Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Bolholti 8 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is VI‹ BJÓ‹UM UPP Í DANS Innritun og uppl‡singar alla daga kl. 12–19 í síma 553 6645 e›a me› pósti til dans@dansskoli.is VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Veiðiferðir til Argentínu VEIÐIHÚSIÐ VIÐ TOON KEN Það væsir ekki um veiðimenn eftir að veiðitímanum lýkur á daginn. VILTU MIÐA? Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið SENDU SMS SKEYTIÐ JA TBF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. 9. HVER VINNUR. VINNINGAR ERU MIÐAR Á MYNDINA · DVD MYNDIR · MARGT FLEIRA.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.