Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 14
14 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR Í FAÐMI PÁFA Jóhannes Páll páfi annar faðmar að sér unga stúlku að lokinni bænastund við sumardvalarstað páfa í Castelgandolfo í útjaðri Rómar í gær. STJÓRNMÁL Mikillar óánægju gætir meðal fjórtán félaga fyrrverandi jafnréttis- og frjálshyggjudeildar í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna. Nýkjörin stjórn ákvað að sameina deildirnar nýj- um nefndum félagsins án samráðs við nefndarmenn. Helga Björgvinsdóttir Bjarg- ardóttir, formaður fyrrverandi jafnréttisdeildar, segir deildirnar innan félagsins hafa meiri völd en nefndir. Þær hafi stjórn og rétt til setu á fundum stjórnar Heimdall- ar. Þann rétt hafi nefndirnar ekki. Heimdallur hafi ekki leyfi til að leggja deildirnar niður. Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar, segir leiðinlegt að félagar deildanna taki breytingum innan Heimdallar svo illa. Nýkjör- in stjórn hljóti að hafa umboð til að móta stefnu félagsins. Félögum deildanna hafi verið boðið að taka þátt í fjórum nýjum nefndum og undirnefndum félagsins. Helga segir vinnubrögð nýrr- ar stjórnar síst til þess fallin að efla félagið. Bolli hafi lýst ánægju með störf jafnréttis- deildarinnar, sem væri svo lögð niður á næsta stjórnarfundi. „Við óskum eftir skýringum og ætlum að kæra til fulltrúaráðs Heimdallar því lög félagsins eru brotin.“ ■ JESSE JACKSON Í DARFUR Bandaríski þingmaðurinn heimsótti heimili konu sem er of veikburða til að hreyfa sig. Flóttamenn: Deilt um aðstæður SÚDAN, AP Súdönsk stjórnvöld og sendinefnd Sameinuðu þjóðanna greinir á um það hvort og í hversu miklum mæli flóttamenn frá Dar- fur séu farnir að snúa aftur til heimila sinna. „Mikill fjöldi fólks hefur nú snúið aftur til síns venjubundna lífs,“ sagði Omar el-Bashir, forseti Súdans, og kvað flóttamenn vera farna að snúa heim í miklum mæli. Erick De Mul, forstöðumað- ur sendinefndar Sameinuðu þjóð- anna, var ekki á sama máli. „Það er sennilega eitthvað um það, en mjög lítið,“ sagði hann. ■ PÍLAGRÍMAR TRÓÐUST UNDIR Fimm hindúískir pílagrímar lét- ust þegar þeir tróðust undir í miklum mannfjölda á trúarhátíð í og við Krishna-fljótið í Indlandi. Fjórtán til viðbótar slösuðust. Bú- ist er við að um 30 milljón hindúar taki þátt í tólf daga Krishna Pushkaram-hátíðahöld- unum. DÆMDIR FYRIR HRYÐJUVERK Fimmtán jemenskir vígamenn hafa verið fundnir sekir um hryðjuverk. Þeir voru meðal ann- ars dæmdir fyrir að sprengja franskt olíuflutningaskip í loft upp árið 2002 og að brugga sendi- herra Bandaríkjanna banaráð. Einn hinna seku var dæmdur til dauða og sjö til viðbótar fengu tíu ára fangelsisdóm. BOLLI SKÚLASON THORODDSEN Segir fyrrverandi félögum deildanna hafa verið boðið að taka þátt í nýjum nefndum Heimdallar. HELGA BJÖRGVINSDÓTTIR BJARGARDÓTTIR Vill vinna að jafnréttismálum á sjálfstæðan hátt sem áður en ekki innan mannrétt- indanefndar. Deildir lagðar niður án samráðs við félagsmenn: Færri á fundum Heimdallar ■ ASÍA ■ MIÐ-AUSTURLÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.