Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 30. ágúst 2004 19 SÓKNARPRESTURINN Sigríður Guðmarsdóttir var sett inn í embætti sóknarprests í Grafarvogsprestakalli á sunnu- daginn. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti sóknarprests í höfuðborginni. Nýr prestur í Reykjavík Innsetning Sigríðar Guðmarsdóttur sem sóknarprests í Grafarholts- prestakalli fór fram í gær, sunnu- daginn 29. ágúst. Sigríður er fyrsta konan sem gegnir sóknarprestsemb- ætti í höfuðborginni og markar skip- un hennar því tímamót fyrir jafn- réttisumbætur í Þjóðkirkjunni. „Sunnudagurinn er höfuðdagurinn, kenndur við Jóhannes skírara og þegar hann missti höfuðið. Sam- kvæmt fornri trú er talað um það að sé veðrið gott á höfuðdag segi það til um hvernig veðrið verði næstu þrjár vikurnar. Sannleikurinn er sá að það eru oft mikil veðrabrigði í kringum 29. ágúst. Þeir vissu hvað þeir sungu í gamla daga,“ segir Sigríður, sem er 39 ára gömul. „Prestakallið var stofnað 1. júlí, ég kom heim daginn áður, en ég hef verið í doktorsnámi í guðfræði í Bandaríkjunum undan- farin ár. Ég er tekin við embættinu en núna er verið að ganga formlega frá því þannig að söfnuðurinn fái tækifæri til að kynnast prestinum sínum. Þetta var fyrsta messan mín sem sóknarprestur.“ „Það er eitthvað á fimmta tug kvenpresta á landinu, ég held ég hafi verið tuttugasti kvenprestur- inn á landinu þegar ég útskrifaðist árið 1990. Þeim hefur því fjölgað mjög en enn sem komið er hefur konum ekki gengið vel að fá stærri brauðin í landinu. Konur hafa hing- að til frekar fengið minni brauðin eða gegnt embætti safnaðarpresta. Munurinn á sóknarpresti og safnað- arpresti er sá að í hverri sókn er einn sóknarprestur en undir honum geta svo verið einn eða fleiri safn- aðarprestar, eins og t.d. í Grafar- vogssókn þar sem safnaðarprestar eru þrír,“ segir Sigríður. „Úr eldhúsglugganum heima hjá mér í Grafarholtinu sé ég yfir borg- ina og allt út í Gróttu auk þess sem ég sé 23 byggingakrana. Það er áhugavert að horfa á byggingarnar spretta upp hér allt í kringum mig. Hverfið er greinilega ört stækk- andi,“ segir Sigríður, sem er alin upp á Seltjarnarnesi en hefur búið fyrir vestan og í New York. „Ég er fyrst að byrja að kynna mig af einhverj- um krafti hér í Grafarholtinu núna þannig að mjög margir eru fyrst að átta sig á því að kominn sé prestur í sóknina. Ég byrjaði að skíra á sunnudaginn, skírði þá þrjú börn. Mér finnst gaman að hafa byrjað á skírn,“ segir Sigríður og bætir við að Íslendingar séu upp til hópa mjög trúræknir og leiti mikið til presta vegna sálgæslu og persónulegra vandamála þó svo að messusókn þeirra sé ekki ýkja mikil. ■ Kristilegir sálmar, afrísk tónlist og kraftmikið gospel verður á efnisskrá tónleika sem haldnir verða í höfuðstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í kvöld. Það er Helga Vilborg Sigur- jónsdóttir, söngkona og tón- menntakennari, sem stendur fyrir þessum tónleikum í tilefni þess að hún og fjölskylda hennar eru á leið til Afríku til þess að sinna þar trúboðsstörfum. „Ég og maðurinn minn ætlum fyrst til Noregs í undirbúnings- nám, sem tekur eitt ár. Síðan ætl- um við til Afríku og verðum þar í fjögur ár til að byrja með. Svo kemur í ljós hvað verður með framhaldið eftir það,“ segir Helga Vilborg. Hún hefur sungið og starfað með ýmsum sönghópum og fær þá til liðs við sig á tónleikunum í kvöld. Þar á meðal er Gospelkór Reykjavíkur, undir stjórn Óskars Einarssonar, og Gospelkompaní- ið, sem er lítill níu manna söng- hópur sem tengist Gospelkórn- um. „Ég hef líka verið í Kanga- kvartettinum með systur minni og vinkonum hennar. Þær eru ald- ar upp í Kenía. Við stofnuðum þennan kvartett fyrir sjö árum og höfum sérhæft okkur í að syngja afríska tónlist.“ Síðastliðinn vetur stjórnaði Helga Vilborg auk þess Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju, sem einnig syngur með á tónleik- unum í kvöld. Einnig kemur þar fram Sálmavinafélagið, sem gaf út geisladisk með hefðbundnum sálmum nú í vor. „Þetta verður mjög fjölbreytt dagskrá. Mig langaði til þess að halda tónleika með þessu fólki, ekki síst til þess að vekja athygli á kristniboðsstarfinu.“ ■ * á m eð an b ir gð ir e nd as t O dd i H ön nu n L3 05 6 Verslun Odda • Höfðabakka 3 • 110 Reykjavík • Símasala: 515 5100 • Verslun: 515 5105 • Netverslun: www.oddi.is HP Compaq nx5000 Vnr: HPDU399A •Intel Pentium-M 1.6GHz örgjörvi •512MB DDR vinnsluminni •40GB (5400 rpm) •DVD/CD-RW (CD skrifari), útskiptanlegt •Secure Digital (SD) rauf. •15" XGA skjár, 1024 X 768 •Intel Extreme 2 64MB skjákort •Innbyggt þráðlaust 802.11b netkort og Bluetooth •Innbyggt 10/100 netkort og 56k mótald •2 PCMCIA kort, 2 USB 2.0, Firewire, Parallel,VGA, •TV Out(S-Video), Serial, •Audio in/out, innrautt, •Rafhlöðuending allt að 5 klst. •Snertimús, íslenskt lyklaborð •Microsoft Windows XP Pro •2ja ára neytendaábyrgð Tölvukaupalán Íslandsbanka 5.595 kr. á mánuði í 35 mán. og fartölvutaska fylgir. Tölvukaupalán Íslandsbanka 6.492 kr. á mánuði í 35 mán. og fartölvutaska fylgir. HP Compaq nx9105 með frábæru skjákorti Vnr: HPDU428EA •AMD Athlon XP-Mobile A2800+ örgjörvi •512 MB DDR vinnsluminni •40 GB (5400 rpm) harður diskur •DVD/CD-RW (CD skrifari) •5 í 1 kortalesari •15" XGA skjár, 1028 X 768 upplausn • NVIDIA GeForce 420 64 MB skjákort •Innbyggt þráðlaust 802.11b/g netkort •Innbyggt 10/100 netkort og 56k mótald •PCMCIA kort, 3 USB 2,5, Firewire, PS/2 •Parallel,VGA,TV Out(S-Video), Serial, •Rafhlöðuending allt að 4 klst. •Snertimús, íslenskt lyklaborð •Microsoft Windows XP Pro •2ja ára neytendaábyrgð •Nú með 512 MB DDR vinnsluminni •USB minnislykill fylgir •USB minnislykill fylgir Verð aðeins 159.900 Verð aðeins 189.900 Opið fyrir landsbyggðina til kl. 22:00 í síma 515 5100 HP 7260 prentari Verð áður 14.900 Nú 11.900 Ýmsir aukahlutir fyrir fartölvur 20% afsláttur HP Fjölnotatæki prentari, skanni og ljósritunarvél, allt í einu tæki 20% afsláttur Minnislyklar 15% afsláttur Allar fartölvutöskur 20% afsláttur TILBOÐ Á HP FARTÖLVUM AÐEINS Í DAG OPIÐ TIL KL. 22:00 HP Deskjet 3650 prentari Verð áður 8.900 Nú 7.900 MP3 geislaspilari fylgir* MP3 geislaspilari fylgir* FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Á LEIÐ Í KRISTNIBOÐIÐ Þau Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Jóel litli, Kristján Þór Sverrisson og hún Margrét Helga ætla að búa í Afríku næstu árin. Kristniboðar kveðja með tónleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.