Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.08.2004, Blaðsíða 16
Ekkert frumvarp Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ekki sáttur við grein um Hæstarétt eftir Ólaf Hannibalsson sem birtist hér í blað- inu í gær. Ólafur velti því fyrir sér hvort eitthvað væri hæft í því sem birst hefði á prenti að fyrirliggjandi væri „frumvarp í s k ú f f u m dómsmála- r á ð h e r r a um að b r e y t a s k i p a n H æ s t a - réttar á þann veg að í emb- ætti forseta dómsins verði skipað ævilangt í stað þess að nú kjósa dómararnir einn úr sínum röðum á tveggja ára fresti til for- seta réttarins“. Í pistli á heimasíðu sinni segir Björn: „Ég veit ekki, hvar Ólafur hefur séð þetta á prenti, en með einu símtali eða tölvubréfi hefði hann fengið staðfest hjá mér, að ekkert frum- varp um þetta efni er í skúffum mínum og það hefur ekki einu hvarflað að mér, að upp verði tekin sú skipan, sem er leiðarhnoðið í þess- ari grein Ólafs Hannibalssonar“. Til útlanda Skýrt er frá því á vefsíðunni heimir.is að Þorsteinn Vil- helmsson, sem nafnkunnur varð fyrir mikil umsvif í út- gerð, ætli að setjast að í Bandaríkjunum, a.m.k. í eitt ár eða svo. Heita má að það sé að verða tíska meðal velstæðra íslenskra eignamanna að flytja heimili sitt til út- landa. Minnir svolítið á háttalag svo- kallaðra selstöðukaupmanna á 19. öld. Sigurður Gísli Pálmason reið á vaðið þegar hann flutti til Kaliforn- íu, Jón Ólafsson flutti til London þar sem Bakkavararbræður eru einnig, sem og Sigurður Einarsson stjórnar for- m a ð u r K a u p - þings. Það var ekki laust við áhyggjuvott hjá þeim hagfræðingum sem fjöl- miðlar leituðu til í vikunni í kjöl- farið á tilboðum bankanna um lægri vexti á húsnæðislánum en Íbúðalánasjóði hefur þóknast að skenkja okkur til þessa. Þeir voru eins og áhyggjufullir foreldrar að horfa á eftir unglingi á útíhátíð. Undir orðum þeirra heyrði maður næstum því hvernig þeir tautuðu örvilnaðir í barm sér: bara að fólk fari sér nú ekki að voða með alla þessa peninga; hefur fólk nokkuð gott af því að hafa meira til ráð- stöfunar; eyðir það þessu ekki bara í vitleysu, sumarbústaði og bíla? – þótt það sé raunar vandséð hvernig þjóðin ætlar að fara að því að kaupa fleiri bíla... Þetta eru kannski skiljanlegar áhyggjur. Sporin hræða. Jeppar eru til dæmis orðnir svo margir og svo tíðir á götunum að menn sem virkilega vilja skera sig úr fjöldanum þurfa að fara að íhuga það alvarlega að fá sér skriðdreka og hvarvetna eru dæmi um óráðsíu, flottræfilshátt og hluta- sýki. Enn eimir eftir af þeim þankagangi meðal Íslendinga að peningar séu óþverri sem beri að losa sig við sem allra fyrst berist þeir manni í hendur og breyta í – tja – bara eitthvað, hvað sem er, bara ef það er nógu dýrt. En þetta verður að hafa sinn gang. Það þurfa allir að læra að haga sér í raunverulegu markaðsþjóðfélagi, bæði þeir sem bjóða almenningi varning sinn í raunverulegri sam- keppni og einnig neytendur. Það er svo stutt síðan kapítalisma var þröngvað upp á okkur Íslendinga af Evrópusambandinu í EES- samningnum, og viðskiptafrelsi ber enn ýmis bernskueinkenni. Til dæmis virðist margt fólk enn trúa því að sérhvert lánstilboð sem það fær sé lottóvinningur sem það verði að stökkva á, ann- ars gangi það því úr greipum. En það var sannkallað þjóð- þrifaverk hjá KB-bankamönnum að ríða á vaðið og má segja að þar hafi þeir náð að bæta ímynd bank- ans eftir atlögu forsætisráðherra á sínum tíma í kjölfar launasamn- inga sem láðst hafði að bera undir hann. Þetta frumkvæði þeirra er enn eitt dæmið um að íslenskt við- skiptalíf er fremur farið að snúast um viðskipti en völd, eins og það gerði um árabil. Til skamms tíma voru bankarnir í nánum tengslum við stjórnmálaflokkana sem höfðu fulltrúa sína í bankaráðun- um og flokkunum var í reynd stjórnað af litlum klíkum manna sem tengdust ættar- og skóla- böndum. Ákvarðanir voru ekki teknar á viðskiptalegum forsend- um heldur höfðu fulltrúar flokk- anna í ráðunum milligöngu um fyrirgreiðslu handa skjólstæðing- um flokkanna, sem á móti sáu þeim fyrir tilteknu atkvæða- magni eða guldu flokkunum tíund af þessu fé. Þetta kerfi hefur verið að molna smám saman með miklum fjörbrotum, eins og við höfum verið vitni að undanfarið; og merkilegt að fylgjast með stærsta stjórnarflokknum í þess- um átökum, Sjálfstæðisflokknum, sem hefur í raun látið eins og van- máttugur flokkur í stjórnarand- stöðu. Vextir eru það verð sem við greiðum fyrir þann varning sem bankarnir selja okkur: peningana. Til þessa höfum við haft lítið að segja um þetta verð; auðmjúk og þakklát höfum við tekið því sem að okkur hefur verið rétt. Sá tími er að líða. Nú strunsum við steigurlát milli bankanna og lát- um þá bjóða í okkur, sem óneitan- lega er skemmtilegra en að svitna inni á kontór á krítískum banka- stjóra. Það er bara eitt eftir: löngu er tímabært að afnema hina frá- leitu skipan á verðtryggingu og vísitölutengingum sem Ísland hefur eitt landa og ekki er nokkur vegur að skilja. Hvað sem líður virkjanavit- leysunni fyrir austan og minnk- andi fiskistofnum við landið þá er sumt ánægjulegt á þessu sumri. Veðrið er eins og best gerist í þeim löndum sem við miðum okk- ur við ñ frábærir rokktónleikar eru haldnir hér baki brotnu – og skipan efnahagsmála er óðum að færast í það horf sem tíðkast í löndum Evrópu. Nú reynir hins vegar á okkur; að landsmenn um- gangist þetta aukna lánsfé eins og fullorðið fólk en leiðist ekki út í örvæntingarfull kaup á hlutum. Við munum lagið hans Valgeirs: ekki kaupa bíl. ■ Í slenskir karlmenn eru í orði kveðnu harðir jafnréttissinn-ar og verður jafnvel heitt í hamsi þegar spurt er um jafnsjálfsagðan hlut og hvort þeir vilji að konum fjölgi í stjórn- unarstörfum í þjóðfélaginu. Auðvitað. Íslenskir karlmenn eru nútímamenn. Þetta er 21. öldin. Og þeir bæta því við af örlæti að konur séu almennt góðir stjórnendur. Þetta má meðal annars lesa úr niðurstöðum viðhorfskönnunar um efnahagsleg völd kvenna sem forsætisráðuneytið lét framkvæma og kynnt var snemma á þessu ári. En hver skyldi þá vera ástæðan fyrir því að margir karlar verða svolítið órólegir þegar umræðan í þjóðfélaginu fer að snúast um „konur og völd“? Og að þeir verða beinlínis óstyrkir og taugaveiklaðir þegar „lögum“ er bætt við eins og gert var á málþingi í Háskóla Íslands í lok síðustu viku (þar sem telja mátti karlmenn í hópi áheyrenda á fingrum sér)? Sumir vildu þá frekar stofna til umræðna um eiginmenn kvennanna, sem þar töluðu, verk þeirra og skoðanir, heldur en þann boðskap sem konurnar höfðu sjálfar fram að færa. Getur verið að ástæðan fyrir þessu sé sú að karlmenn hafi slæma samvisku? Að þeir viti upp á sig sökina? Að þeir séu ekki eins nútímalegir og frjálsyndir og þeir vilja telja sér – og konum – trú um? Völd og áhrif kvenna í íslensku þjóðfélagi hafa vissulega stóraukist á undanförnum árum. Hvert vígi karla á fætur öðru hefur fallið og þau eru orðin fá svið atvinnulífs og opinberra starfa þar sem konur hafa ekki spreytt sig. En vandinn er sá að konur eru enn of fáar í forystustörfum í þjóðfélaginu. Það er eftir því tekið þegar ein og ein kona ryður braut eða nemur ný lönd en síðan vill gleymast að fleiri verða að fylgja í kjölfarið til að ávinningurinn verði varanlegur. Leið kvenna til jafnréttis hefur að drjúgum hluta verið leið lagasetningar. Lög hafa verið sett ein af öðrum um jafnan rétt til menntunar, kjörgengis og kosninga, launa og starfa. Í raun eru lög af þessu tagi, sem fela í sér opinbert valdboð um jafn- ræði, niðurlægjandi – ekki fyrir konur heldur karla. Það er álitshnekkir fyrir þá að hafa ekki tekist að koma þjóðfélaginu í það horf að jafn hlutur og jafn réttur kynjanna sé sjálfsprottin skipan, knúin fram af sanngirni og eðlislægu réttlæti. Atvik að undanförnu hafa á ný beint athygli manna að þeim margvíslegu tálmunum sem eru á leið kvenna til valda og áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Ákveðinn tvískinnungur karla er því mið- ur áreiðanlega einn þáttur þeirra hindrana sem við er að kljást. Þeir virðast tilbúnir til að styðja framgang kvenna – en ekki á kostnað strákanna. Það er því eðlilegt að konur komi saman og ræði hvernig lögin geti liðsinnt þeim og fellt múra sem virðast ókleifir. En sannleikurinn er sá að lagasetning er ekki endilega besta leiðin til þjóðfélags kynjajafnréttis heldur er hætt við að hún geti skapað ný vandamál og jafnvel ranglæti. Betri kostur er hugarfarsbreyting meðal karla, ekki síst þeirra sem nú þegar skipa áhrifa- og valdastöður í þjóðfélaginu og eru í að- stöðu til að ráða miklu um kynjaskiptingu á vinnumarkaðnum. Þeir þurfa að leggja við hlustir þessa dagana þegar konur tala af réttmætri reiði. ■ 30. ágúst 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Lagasetning er ekki endilega besta leiðin til þjóðfélags kynjajafnréttis. Konur, völd og lögin ORÐRÉTT Í falli hvers manns er sigur hans fólginn Ég tel að þrátt fyrir þessa niður- stöðu, þá megi líka líta á hana sem tækifæri. Siv Friðleifsdóttir, í viðtali um þá nið- urstöðu þingflokks Framsóknar- flokksins að hún víki úr ríkisstjórn- inni. Morgunblaðið, 29. ágúst Er þá ekki best að hafa lokað áfram? Ég held að þessi langa lokun hafi verið gagnleg á sinn hátt. Fólk hafði í raun gleymt safninu löngu áður en því var lokað. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður í viðtali vegna væntanlegrar opnunar Þjóðminjasafnsins. Fréttablaðið, 29. ágúst Vísindalegt sjónarhorn Ég er náttúrlega ekki þingmaður sem er að passa upp á atkvæðin eða neitt svoleiðis. En mér finnst sumt sem menn eru að segja vera hálfgert bull sem sagt er af mik- illi vanþekkingu. Bragi Árnason, prófessor í almennri efna- fræði við HÍ, um vetnisrannsóknir á Íslandi. DV, 28. ágúst FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG PENINGAR OG VEXTIR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON En það var sannkall að þjóðþrifaverk hjá KB-bankamönnum að ríða á vaðið og má segja að þar hafi þeir náð að bæta ímynd bankans eftir atlögu forsæt- isráðherra á sínum tíma í kjölfar launasamninga sem láðst hafði að bera undir hann. Þetta frumkvæði þeirra er enn eitt dæmið um að íslenskt viðskiptalíf er fremur farið að snúast um viðskipti en völd, eins og það gerði um árabil. ,, SMS LEIKURTaktu þátt Námskort SPRON gefur 500.000 krónur. 10. Hver vinnur aukavinning Sendu SMS skeytið JA TAKK á númerið 1900 og þú gætir unnið 500.000kr*. Við sendum þér spurningar sem þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka hvort þú hafir unnið aukavinning eða ekki. Sá sem svarar hraðast 4 spurningum fær 500.000 krónur*. Allir sem svara tveimur rétt gætu fengið aukavinning. *Sá sem vinnur 500.000 krónur fær einn dag til að kaupa sér vörur í verslunum BT, Sony Center og Iceland Express að andvirði 500.000 kr. Leiknum lýkur 8. september 2004 kl. 24:00 Vinningar verða afhendir hjá BT Skeifunni. Reykjavík. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 krónur sms skeytið. Ef það tekur þig lengur en 5 mínútur að svara spurningu þarftu að byrja leikinn aftur. ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 515 75 06 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 NÝIR BÍLAR FREISTA Nú reynir á landsmenn að umgangast aukið lánsfé eins og full- orðið fólk, segir greinarhöfundur. Ekki kaupa bíl degitildags@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.