Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA RIGNING EÐA SÚLD Einkum á vesturhluta landsins en úrkomuminna austan til. Hiti 10-17 stig hlýjast austan- eða suðaustan til. Sjá síðu 6 7. september 2004 – 243. tölublað – 4. árgangur RÍKIÐ Á EKKI AÐ VERA Í SAM- KEPPNI Halldór Ásgrímsson kveðst ekki geta dæmt um hvort kaup Lands- símans á hlut í Skjá einum hafi verið mistök. Hann minnir á að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. Sjá síðu 2 ÖGMUNDUR VER ÖRYRKJA Þing- maður Vinstri grænna segir útburð manns úr leiguhúsnæði í eigu Reykavíkurborgar óverjandi. Formaður félagsmálaráðs Reykja- víkurborgar segir ekki í boði að fólk skapi sér styrki með vanskilum. Sjá Síðu 4 FLEIRI BÖRN DEYJA Í STRÍÐI EN HERMENN Tvær milljónir barna hafa látið lífið í stríði á undanförum áratug. Fleiri börn hafa látist en hermenn. Fimm milljón- ir barna hlutu varanlega fötlun og tólf millj- ónir barna urðu heimilislaus. Sjá síðu 6 LYKILATRIÐI AÐ LEITA RÁÐGJAF- AR UM LÁN Misjafnt er hvernig lán henta hverjum. Framkvæmdastjóri samtaka banka og verðbréfafyrirtækja hvetur fólk til að leita ráðgjafar. Hann segir mikilvægt að hafa í huga að gjaldeyrislánum fylgi áhætta. Sjá síðu 8 Elín Sigurðardóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kaðlajóga er fyrir alla ● heilsa 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans: Engin pólitík í kaupunum VIÐSKIPTI Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir að við- skiptahagsmunir Símans hafi al- farið ráðið því að félagið keypti ríflega fjórðungshlut í Skjá einum fyrir helgi. Hann segir að Síminn líti til þess að geta tryggt að gott efni verði til staðar fyrir þá sem kaupa að- gang að breið- bandinu. Hann segir að engin pólitík hafi blandast inn í ákvörðunina. „Við höfum blessun- arlega getað hagað okkar störfum þannig við stjórn fyrirtækisins að við höfum fengið að vera óáreittir í því og við vinnum þannig,“ segir hann. Lögfræðingar Símans hafa farið yfir kaupin og telja ekki að með þeim sé brotið gegn sam- keppnislögum eða reglum Póst- og fjarskiptastofnunar. Að mati Brynjólfs hafa kaupin ekki áhrif á það hvenær Síminn verður einkavæddur en hann segir að fjárfestingin eigi ekki að gera fyrirtækið verðminna. Sérfræðingar í greiningar- deildum bankanna geta ekki sagt til um hvort fyrirtækið sé verð- meira eða verðminna eftir kaupin. Atli B. Guðmundssson hjá Ís- landsbanka segist þó efast um að áhrifin séu mikil þar sem Skjár einn sé mjög lítið fyrirtæki í sam- anburði við Símann. Sjá síðu 2 og 18 HRYÐJUVERK, AP Minnugur hryðju- verkanna í Madríd sem kostuðu 191 lífið bauð spænski forsætis- ráðherrann Jose Luis Rodriguez Zapatero börnunum sem lifðu af gíslatökuna í skólanum í Beslan í Norður-Ossetíu í heimsókn til Spánar. „Sársauki þeirra er gíf- urlegur og við verðum að gera hvað við getum til að draga úr honum og hjálpa börnunum,“ sagði hann. Tugir þúsunda komu saman í miðborg Rómar í gærkvöldi til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárásinni. Með því sýndi fólk samhug með íbúum Beslan og lýsti andstöðu við hryðjuverkaárásir, sérstaklega gegn börnum. „Börn ættu að teljast helg, alltaf, alls staðar og í öllum menningarheimum,“ sagði Laura Scajola, einn göngumanna. Sjá síðu 4 SVÍAKONUNGUR Í HEIMSÓKN Í tilefni af heimsókn Karls Gústafs Svía- konungs heldur utanríkisráðherra Svíþjóðar Laila Freivalds fyrirlestur í Odda, byggingu Háskóla Íslands, stofu 101 klukkan 12.15. Hún fjallar um breytt samskipti Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna og mikilvægi þjóðarréttar og alþjóðastofnana. SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegsfyrir- tækið Sigurður Ágústsson í Stykk- ishólmi hefur fengið kanadískt fyrirtæki til að rannsaka ástandið á skelfiskstofninum í Breiðafirði. Að sögn Rakelar Olsen forstjóra hefur fyrirtækið, Don Bishop, reynslu af álíka verkefnum víðs vegar um heiminn. „Við vonumst til þess að rann- sóknir fyrirtækisins skili vit- neskju um hvað er að gerast í stofninum og hvort ungviðið sem er að vaxa lifi af þessa hrygningu. Við viljum reyna að eyða fyrr þeirri óvissu sem okkur finnst vera um ástand stofnsins í dag,“ segir Rakel. Hún vildi ekki gefa upp kostnað fyrirtækisins vegna þessa. Að sögn Óla Jóns Gunnars- sonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi, er um gífurlega mikið hagsmuna- mál að ræða fyrir bæjarfélagið og miklir fjármunir í húfi. „Þegar ljóst var í hvað stefndi í fyrra létum við gera skýrslu um samfé- lagsleg áhrif veiðibannsins. Nið- urstaðan var sú að veiðibannið kostaði útgerðarmenn um 700 milljónir áður en dregnar eru frá bætur. Við fögnum elju og dugn- aði Sigurðar Ágústssonar að fara sjálfstætt út í þessar rannsóknir og vonum að þær skili einhverjum niðurstöðum. Þó hefðum við viljað að Hafrannsóknastofnun hefði sýnt meiri kraft vegna þess hve alvarlegt ástandið er,“ segir Óli Jón. Hann staðfestir að áralangt veiðibann gæti því kostað bæjar- félagið milljarða. Hrafnkell Eiríksson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að veiðibannið í Breiðafirði stafi af hærra hlutfalli skelfisk- dauða af náttúrulegum völdum og þeirri lægð sem stofninn er í. „Við erum með ýmsar rannsóknir í gangi, meðal annars hefur greinst sýking í stofninum. Nýliðunar- horfur eru ekki slæmar en með aldrinum aukast dauðsföll. Það getur enginn spáð fyrir um það hvernig ungskelin muni braggast með aldri. Ástandið er hugsanlega umhverfistengt og er ómögulegt að spá fyrir um þá þætti fram í tímann,“ segir Hrafnkell. sda@frettabladid.is Kaupir hafrann- sóknir að utan Forstjóri Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi hefur óskað eftir aðstoð frá kanadískum sérfræðingi til að kanna ástand skelfisks í Breiðafirði. Veiði- bann er á skelfiski vegna hruns í stofninum. TIL MINNINGAR UM ÞÁ SEM LÉTUST Atburðirnir í Beslan hafa vakið mikil viðbrögð á Ítalíu. Tugir þúsunda gengu með logandi kyndla um miðborg Rómar í gærkvöldi. Um helgina mátti víða sjá kveikt á kertum í gluggum ítalskra heimila og er talið að á um tveimur milljónum heimila hafi verið kveikt á kerti til minningar um þá sem létust. ● íslensku strákarnir mæta ungverjum í dag Ungmennalandsliðið: ▲ SÍÐA 26 Stefna á sigur þrátt fyrir veikindin Bjólfskviða: Stór dagur ● á breiðamerkurlóni Friends-spilið: Aðdáendur keppa ● hver veit mest um vini? SÍÐA 38 ▲ ▲ SÍÐA 38 M YN D A P ER Á BATAVEGI Clinton gekkst undir hjartaaðgerð í gær. Bill Clinton: Aðgerðin gekk vel NEW YORK, AP Aðgerðin á Bill Clint- on gekk að óskum og forsetanum líður vel að sögn talsmanns hans. Clinton þurfti að gangast undir hjáveituaðgerð eftir að hann greindist með kransæðastíflu. Clinton var lagður inn á sjúkra- hús á föstudag eftir að hafa leitað til læknis og gekkst undir aðgerð upp úr hádegi í gær að íslenskum tíma. „Aðgerðin reyndist árang- ursrík og forsetinn hvílist,“ sagði Jim Kennedy, talsmaður hans að aðgerð lokinni. ■ Forsætisráðherra Spánar hefur sent boð til þeirra sem lifðu af gíslatökuna í Beslan: Börnunum boðið í ferð BRYNJÓLFUR BJARNASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.