Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 34
26 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Við dáumst að ... .. dugnaði og hörku strákanna í ungmennalandsliðinu sem veiktust af matareitrun um helgina. Þeir létu sig hafa það að ferðast sárþjáðir og veikir til Ungverjalands og ætla allir að vera með í leiknum í dag. Það er því ljóst að áhrifa Eyjólfs Sverrissonar er farið að gæta alls staðar í liðinu, bæði innan vallar sem og utan hans. „Við vildum sýna að við værum með besta liðið.“ Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslandsmeistara Vals í kvennafótbolta eftir 3–1 sigur á ÍBV í Eyjumsport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Þriðjudagur SEPTEMBER Við hræðumst ... ... Haukahraðlestina í handbolta karla fyrir hönd annarra liða í deildinni í vetur. Það er margt sem bendir til þess að Haukaliðið eigi eftir að safna titlunum á Ásvöllum í allan vetur. FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir í dag jafnöldrum sínum frá Ungverjalandi í Búda- pest í undankeppni Evrópumóts- ins. Leikurinn leggst þokkalega vel í Eyjólf Sverrisson, þjálfara liðs- ins, en tíu leikmenn hafa átt við magaveiru að stríða síðustu daga. „Það eru einhverjir slappir ennþá en þeir eru að safna kröftum svo þeir verði tilbúnir í leikinn,“ sagði Eyjólfur í samtali við Fréttablaðið í gær. Svekkjandi „Það er svekkjandi að lenda í þessu og það verður ábyggilega á brattann að sækja fyrir okkur.“ Eyjólfur segist lítið vita um ung- verska liðið en átti þó von á mynd- bandsupptöku af liðinu sem hann hugðist kynna sér. Íslensku strákarnir tóku aðeins eina æfingu seinni partinn í gær en frestuðu þeirri sem átti að vera fyrir hádegi. U-21 árs liðið er komið með þrjú stig í riðlinum eftir glæstan sigur á Búlgörum í síðustu viku. Eyjólfur segir sigur- inn hafa verið góðan enda ár og dagar síðan ungmennaliðið vann leik. Einfaldur bolti „Strákarnir spiluðu einfaldan bolta og gerðu það vel sem fyrir þá var lagt,“ segir þjálfarinn sem vonast til að sínir menn geti haldið uppteknum hætti í Búda- pest. Eyjólfur vildi ekki spá fyrir um úrslit leiksins og segir liðið heldur ekki vera búið að setja sér markmið fyrir keppnina. „Við erum ekki búnir að setja okkur nein langtímamarkmið heldur tökum bara einn leik fyrir í einu. En við förum að sjálfsögðu í alla leiki til að sigra,“ sagði Eyjólfur. „Þetta eru góðir strákar sem spila allir með sínum aðalliðum. Þeir eiga framtíðina svo sannar- lega fyrir sér en eru enn að læra. Á þessum tíma taka þeir stærstu stökkin og sýna mestu framfar- irnar.“ Leikurinn hefst klukkan hálf þrjú í dag en á morgun mætast A-lið þjóðanna. kristjan@frettabladid.is MARKI FAGNAÐ GEGN BÚLGÖRUM Það er mikil stemning í íslenska lands- liðshópnum skipað leikmönnum undir 21 árs aldri. Strákarnir unnu langþráðan sigur á Búlgörum á dögunum og ætla ekki að láta matareitrun hafa mikil áhrif á sig fyrir leikinn gegn Búlgörum Stefnum alltaf á sigur Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari 21 árs liðsins lætur ekki veikindi leikmanna sinna draga úr markmiðum liðsins sem er að vinna sigur í Ungverjalandi í dag ■ ■ LEIKIR  19.15 Haukar og KA mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði í árlegum úrslitaleik meistaranna og bikar- meistaranna í meistarakeppni karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.05 Trans World Sport á Stöð 2. Umfjöllum um íþróttir út um allan heim.  17.15 Olíssport á Sýn. Endurtekin þáttur frá því í gær.  18.30 Trans World Sport á Sýn. Umfjöllum um íþróttir út um allan heim.  19.25 Meistaradeildin á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeild Evrópu.  19.5o Ryder-bikarinn á Sýn. Kynning á komandi Ryder-bikar í golfi þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu mætast.  20.15 Toyota-mótaröðin á Sýn. Umfjöllum um lokamótið á Toyota-mótaröðinni í golfi sem fram fór á Strandarvelli á Hellu um síðustu helgi.  21.15 Beyond the glory á Sýn. Skemmtilegur þáttur um mannin- ng á bak við gulldrenginn Oscar de la Hoya, margfaldan heimsmeistara í boxi.  22.00 Olíssport á Sýn. Íþróttafréttir dagsins bæði heima og erlendis. HLUSTAÐ Á RÁÐ ÞJÁLFARANS Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hlusta á landsliðsþjálfarann Loga Ólafsson leggja línurnar fyrir Ungverjaleikinn. HITAÐ UPP Í HITANUM Íslensku strákarnir sjást hér hita upp fyrir æfingu liðsins í gær sem var þó varla mikil þörf enda 30 stiga hiti og heiðskýrt á meðan á æfingunni stóð í Búdapest í gær. Fréttablaðið/Kristján A-landslið karla: Heitt í Búdapest FÓTBOLTI Íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er búið að koma sér vel fyrir í Búdapest þar sem liðið mætir því ungverska í öðrum leik sínum í undankeppni HM á morgun. Það er mjög heitt í Ungverjalandi og var 30 stiga hiti og glampandi sól meðan á æfingu liðsins stóð í gær. Strákarnir létu það þó ekkert á sig fá en notuðu hvert tækifæri til þess að kæla sig niður. Íslenska liðið þarf nauðsynlega á stigum á halda eftir tapið gegn Búlgörum á heimavelli á laugardaginn. KÆLDUR NIÐUR Veigar Páll Gunnarsson sturtar hér úr vatnsflösku yfir félaga sinn í landsliðinu, Indriða Sigurðsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.