Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 38
30 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli Ég vaknaði upp við vondan draum í gærmorgun og leið einna helst eins og aumingja Gregor Samsa í þekktri skáldsögu eftir Kafka. Samsa vaknaði einn morg- uninn og uppgötv- aði að hann hafði breyst í pöddu. Ástand mitt í gær var svipað þegar ég reis upp við dogg og komst að því að ég væri orðinn hægri maður. Ég hef ræktað andúð mína á íhaldinu af mikilli alúð í gegnum árin og hef jafnan talið mig komm- únista og viljað leysa allt ranglæti heimsins með blóðugri byltingu fullviss um að ofbeldi leysi allan vanda og að einn vinstri maður í gallabuxum og leðurjakka geti lagt að velli 10 hægri tindáta í jakka- fötum, hvort sem er í orði eða æði. Tilvistarkreppan sem fylgir því að verða skyndilega sjálfstæð- ismaður er því að vonum djúp- stæð og alvarleg en eftir því sem ég hugsa meira um þetta sannfær- ist ég enn frekar. Ég er orðinn íhald. Fyrirhuguð kaup Símans á Skjá einum opuðu augu mín en mér varð hreint út sagt flökurt við tilhugsunina um að rótgróið ein- okunarfyrirtæki í eign ríkisins teldi sér stætt á því að demba sér út í sjónvarpsrekstur. Þetta mál eitt og sér vegur þó ekki nógu þungt til þess að breyta mér í íhald. Það er bara svo margt, margt fleira sem kemur til. Ég er til dæmis fullviss um að íslensk tunga og menningararfur muni hverfa á ljóshraða ef við göngum Evrópubákninu á hönd. Minnipoka- fólk hefur aldrei getað gert sér- samninga og Brussel mun því út- rýma öllu því sem er íslenskt á mettíma. Þegar sverfur til stáls í þessum málum mun Sjálfstæðis- flokkurinn verða útvörður íslenskrar menningar. Það er samt sárt að þurfa að kyngja því 33 ára gamall að maður sé orðinn padda. Öðruvísi mér áður brá. Tíminn verður svo að leiða það í ljós hvort ég sé að þroskast eða bara að verða forpokað gamalmenni fyrir aldur fram. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON VAKNAÐI Í GÆRMORGUN VIÐ AÐ HANN VAR ORÐINN ÍHALDSPADDA. Hamskiptin M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Beint í vinkilinn? Gjörsamlega smurði hann! Ættirðu ekki að gera mynda- sögu um nasista? Neihei! Ég held mig við sögur um furðudýr sem sukka og sofa hjá! Það virkar vel! En það eru svo margir sem lesa þetta, langar þig aldrei að hafa áhrif á fólk? Auðvitað! Ef ég gerði eina ræmu um hvað nasistar eru heimskir væru allir orðnir kyn- þáttahatarar daginn eftir! Þú gætir gert fólk að glæpa- mönnum ef þú bara vildir, látið það sprengja bíla í loft upp... Þú átt engan bíl! Það versta sem ég gæti látið fólk gera þér er að rífa í sundur strætókortið þitt! Þeir geta ekki gert mér neitt sem Strætó hefur ekki gert nú þegar! Gleymdu öllu sem ég sagði... Ég er Hæstverðug prinsessa stórkostleg, sagði’ðér, stjóri heimsins! Ég veit allt og fæ allt þegar ég vil það! Afsakið á meðan ég fer og dvel löngum stundum fyrir framan spegilinn. Ha! Ha! Heimsins yngsti unglingur! Þú hlærð núna...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.