Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 31
Þegar ég las grein Valgerðar
Bjarnadóttur um jafnréttismál
spurði ég mig þeirrar spurningar
hvort einhver karlmaður myndi
taka umræðu alvarlega þegar setn-
ingar eins og „gjammandi stráka-
hvolpar“ og fleira í þeim dúr dynur
á karlpeningnum. Nei, þá umræðu
get ég ekki tekið alvarlega og bendi
bæði sárum framsóknarkonum og
Valgerði á að varla nái þær mark-
miði sínu með slíkum málflutningi.
Vil taka það fram að reiði ykkar
skil ég vel og þykir mér sárt til þess
að hugsa að konur og karlar skuli
ekki fá sömu laun fyrir sömu vinnu
og tveir einstaklingar skuli ekki
vera metnir á sama grundvelli. En,
þetta vandamál snýr ekki bara að
konum því við karlmennirnir
þekkjum þetta líka, eins og þið
munduð átta ykkur á ef þið mynduð
aðeins staldra við og íhuga það sem
við karlmennirnir þurfum að kljást
við.
Skilnaðir eru eins og allir vita
allt of algengir hér á landi. Þegar sá
sorgaratburður ber að dyrum er
ekki horft til jafnréttis heldur
hefða. Við karlmenn (flestir held
ég) göngum með þá grillu í höfðinu
að við séum jafn hæfir til barna-
uppeldis og konur. Í flestum tilfell-
um (96%) fá konur forræði barna
okkar og þurfum við í flestum til-
vikum að finna nýtt húsnæði og
koma fótum undir okkur upp á nýtt.
Sá sársauki sem skapast við skilnað
frá makanum bliknar við hliðina á
þeim sársauka sem skapast við
skilnað við barnið/börnin. Þegar
feður fá ekki að umgangast börn
sín eins og mannlegar verur heldur
eins og fanga aðra hverja helgi þá
stoppar maður og hugsar, hver
gerir svona? Þessum tímum milli
feðra og barna þeirra er úthlutað af
konum hjá sýslumannsembættinu
nái foreldrar ekki samkomulagi og
búa þessir úrskurðir til ákveðnar
hefðir sem ættu að vera löngu út-
dauðar. Séu feður ósáttir við úr-
skurðinn geta þeir kært hann til
þriggja kvenna sem starfa í dóms-
málaráðuneyti. Jafnrétti? Varla.
Lítum aðeins á hvernig þetta er
með barnalífeyri. Reglugerð er
samin í dómsmálaráðuneyti og hún
þjónar þeim eina tilgangi að úr-
skurða meðlagsgreiðendum að
greiða meira en segir í landslögum
um þann barnalífeyri sem reikn-
aður er út til framfærslu barns.
Reglugerðin er samin af konum (að
ég held) í ráðuneytinu og því miður
samþykkt af Alþingi. Úrskurðarað-
ilar um þennan umframlífeyri eru
þessar sömu konur og úthluta
feðrum fjórum dögum í mánuði
með börnum sínum. Að vísu geta
meðlagsgreiðendur kært til áður-
nefndra kvenna sem starfa í dóms-
málaráðuneytinu og eru sennilega
höfundar reglugerðarinnar. Á
síðari tímum virðist þessi umfram-
lífeyrir ekki snúast um þarfir
barnsins heldur snýst hann um
hvað meðlagsgreiðandi er með í
brúttólaun. Ef horft er á tölur
síðustu ára sér maður barnalíf-
eyrisgreiðslur sem eru svo út úr
korti að karlmenn þurfa hreinlega
að vinna eins og skepnur til þess að
standa undir þeim. En miðað við að
faðirinn fái einungis að vera með
börnum sínum 4 daga í mánuði
getur hann jú unnið.
Ekki veit ég stefnu þessara (ör-
ugglega) ágætu kvenna en eitt er
víst að hér er ekki jafnrétti á ferð
og virðast konur flokka sig sem
„betra kynið“ í þessum málaflokki.
Viðurkenni fáfræði mína, veit ekki
konur góðar hvort báráttan snúist
um jafnrétti með forréttindum.
Hvet ykkur til þess að skoða þessi
mál og setja ykkur í þau spor að fá
að rugga barni ykkar til svefns
fjóra daga í mánuði og á sama tíma
greiða barnalífeyri (meðlag) sem
hljómar upp á 24-40 þús. á mánuði
því konur hjá sýslumanni og dóms-
málaráðuneyti tóku sér það leyfi að
ákveða hvernig launum ykkar
skyldi ráðstafað.Er það skoðun mín
að á meðan barnauppeldi og með-
lagsgreiðslur eigi að stjórnast af
öðru kyninu verði róðurinn erfiðari
á öðrum sviðum þjóðfélagsins fyrir
það kynið. Tel að jafnréttið byrji
inni á heimilinu og þar sé mótun
framtíðarhugsana barna okkar. ■
Í síðustu viku var kynnt skýrsla
nefndar á vegum viðskiptaráð-
herra um íslenskt viðskiptaum-
hverfi. Nefndinni voru ætluð tvö
meginhlutverk; annars vegar að
fjalla um hvernig bregðast mætti
við aukinni samþjöppun í íslensku
viðskiptalífi og hins vegar að
ræða með hvaða hætti þróa ætti
reglur þannig að viðskiptalífið
væri skilvirkt og nyti trausts. Í
hugmyndum nefndarinnar um
uppskiptingu Samkeppnisstofn-
unar eygi ég tækifæri til að gera
langþráðan draum um umboðs-
mann neytenda loks að veruleika.
Enginn vafi leikur á að það gæti
orðið til þess að efla starf að neyt-
endavernd hérlendis verulega.
Tillögur sem fram koma í
skýrslunni sýnist mér eðlilegar og
til bóta enda virðist breið samstaða
um þær þótt sumir hagsmuna-
aðilar gagnrýni einstök atriði. Ekki
verður sagt að tillögurnar séu rót-
tækar, nema helst þær sem lúta að
starfsemi Samkeppnisstofnunar.
Sem stendur er samkeppnis-
eftirlit veigamesti þátturinn í
starfi Samkeppnisstofnunar. En
Samkeppnisstofnun gegnir líka
mikilvægu hlutverki á neytenda-
sviði við að framfylgja ákvæðum
samkeppnislaga um óréttmæta
viðskiptahætti og neytendavernd
auk nokkurra sérlaga um neyt-
endavernd. Því hefur Samkeppn-
isstofnun verið skipt upp í tvö
svið, samkeppnissvið og neyt-
endasvið. Auk þess sinnir stofn-
unin eftirliti með verðmerkingum
og upplýsingamiðlun með verð-
könnunum. Tillögur nefndarinnar
gera ráð fyrir að neytendasviðið
og síðastnefndu verkefnin verði
færð frá Samkeppnisstofnun og
að stofnunin sinni upp frá því ein-
göngu samkeppniseftirliti. Um
leið verði samkeppniseftirlitið
eflt og það yrði fagnaðarefni. En
nefndin gerir engar tillögur um
hvernig skuli farið með þá mála-
flokka sem lúta að neytendavernd
í framtíðinni. Og þessi þáttur
hefur orðið að afgangsstærð í allri
umfjöllun um skýrsluna. Það er
ómaklegt að mínu mati. Neytenda-
vernd er ekki bara mikilvæg fyrir
okkur neytendur heldur gegnir
hún einnig mikilvægu hlutverki
við að stuðla að heilbrigðu at-
vinnulífi.
Rétt er að taka fram að ég er
síður en svo andvígur því að þessi
verkefni verði færð frá Samkeppn-
isstofnun. Neytendasamtökin hafa
ítrekað ályktað að skipta eigi Sam-
keppnisstofnun upp, meðal annars
vegna þess að starf við samkeppn-
iseftirlit annars vegar og neyt-
endavernd hins vegar fer að mörgu
leyti illa saman. Mér er þó ekki
sama um hvar neytendavernd
lendir í kerfinu. Unnt er að skipa
málum á þann veg að neytenda-
verndin fái lægri sess en áður, en
að sama skapi má gera þetta með
þeim hætti að neytendavernd öðlist
hærri sess eins og henni raunar
ber. Þar á almenningur mikil-
vægra hagsmuna að gæta.
Neytendasamtökin hafa ítrek-
að hvatt til að stofnað verði hér á
landi embætti umboðsmanns
neytenda eins og frændþjóðir
okkar á öðrum Norðurlöndum
gerðu fyrir löngu við góðan
orðstír. Það hefur verið sann-
færing okkar að þannig yrði hag
neytenda betur borgið og neyt-
endavernd gert hærra undir höfði
í stjórnkerfinu. Það er engin til-
viljun að þegar þjóðir Evrópu og
raunar fleiri líta til þess hvernig
neytendavernd sé best hagað
horfa langflestir til frændþjóða
okkar á Norðurlöndum þar sem
umboðsmaður neytenda gegnir
mikilvægu hlutverki á markaðn-
um. Reyndar hafa frændur okkar
á Norðurlöndum einnig öflugar
neytendastofnanir sem renna enn
styrkari stoðum undir starf að
neytendavernd.
Skipulag þessara stofnana er
mismunandi. Í Danmörku og
Noregi eru embætti umboðs-
manns sjálfstæð en starfa í sama
húsnæði og neytendastofnanir og
njóta hagræðis af sameiginlegum
skrifstofurekstri. Í Svíþjóð og
Finnlandi stýrir umboðsmaðurinn
öflugum neytendastofnunum.
Að sjálfsögðu þurfum við að
sníða okkur stakk eftir vexti. Það
væri draumórakennt að halda að
við getum byggt upp jafn öflugt
neytendastarf og norrænir frænd-
ur okkar gera, þótt vissulega væri
þörf á því. Því væri heppilegasta
leiðin að okkar mati sú að nota
tækifærið, setja á laggirnar em-
bætti umboðsmanns neytenda og
fela því þau verkefni sem neyt-
endasvið Samkeppnisstofnunar
sinnir nú. Jafnframt kemur mjög
vel til greina að fara sömu leið og
Svíar og Finnar, það er að byggja
upp neytendastofnun undir stjórn
umboðsmanns. Undir þessa
stofnun myndu falla önnur verk-
efni sem Samkeppnisstofnun sinnir
í dag og á að flytja þaðan, svo sem
eftirlit með verðmerkingum og
gerð verðkannana. Auk þess væri
æskilegt að flytja lítinn hluta af
starfsemi Löggildingarstofu til
þessarar nýju stofnunar en það er
eftirlit með öryggi neysluvara.
Það hefur lengi verið sjónar-
mið Neytendasamtakanna að við
eigum að leita fyrirmynda á
öðrum Norðurlöndum þegar kem-
ur að neytendamálum og neyt-
endavernd. Eins og nefnt var hér
að framan er neytendavernd í
þessum löndum almennt talin í
fremstu röð og því ekki leiðum að
líkjast. Að mínu mati yrði það
mikið heillaspor ef við notuðum
væntanlega uppstokkun Sam-
keppnisstofnunar til að styrkja
starf að neytendavernd hér á
landi. Framangreindar hug-
myndir ganga einmitt út á það. ■
23ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004
Neytendasamtökin
hafa ítrekað hvatt til
að stofnað verði hér á landi
embætti umboðsmanns
neytenda eins og frænd-
þjóðir okkar á öðrum
Norðurlöndum gerðu fyrir
löngu við góðan orðstír.
Umboðsmaður neytenda - nú er lag
JÓHANNES GUNNARSSON
FORMAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA
UMRÆÐAN
UMBOÐSMAÐUR
NEYTENDA OG
NEYTENDAVERND
,,
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS
Hlíðasmára 9 - Kópavogi
AUGLÝSINGATÆKNI
Helstu námsgreinar:
Næstu námsskeið:
- frá hugmynd að fullunnu verki
Þetta námskeið, að öðrum ólöstuðum, hefur
hlotið einróma lof nemenda í þau átta ár sem
það hefur verið kennt hjá NTV.
Hér er um að ræða hagnýtt nám fyrir þá sem
hafa þörf fyrir tölvutæknina við hönnun
mismunandi kynningarefnis fyrir flesta miðla.
Námið er bæði fjölbreytt, skemmtilegt og
krefjandi. Öll fög eru kennd frá grunni.
Eftir námskeiðið ættu nemendur að geta
komið frá sér hugmyndum sínum á tölvutæku
formi þannig að frágangur allra verka sé réttur
hvort sem það er fyrir offsetprentun, dagblöð,
Internetið eða aðra miðla.
Þröstur Skúli Valgeirsson
- Kynningarfulltrúi Vesturfarasetursins
Síðdegisnámskeið
Þriðjudaga & fimmtudaga 13-17.
Byrjar 14. sept. og lýkur 16. des.
Kvöldnámskeið
Mánudaga og miðvikudaga frá 18-22.
Byrjar 13. sept og lýkur 15. des.
Mismunandi gerðir kynningarefnis
Teikning með Illustrator CS
Myndvinnsla með Photoshop CS
Vefauglýsingar með ImageReady CS
Meðhöndlun lita
Meðferð leturgerða - Týpógrafía
Frágangur prentverka
Vettvangsheimsóknir
„Ég hlakkaði alltaf til að fara í skólann því það var alltaf
eitthvað nýtt og spennandi í hverjum tíma. Auk þess
er ég mun öruggari í samskiptum við alla sem taka við
auglýsingum frá mér sama hvort það er fyrir dagblöð,
tímarit eða netið...“
Er það skoðun mín
að á meðan barna-
uppeldi og meðlagsgreiðslur
eigi að stjórnast af öðru
kyninu verði róðurinn erfið-
ari á öðrum sviðum þjóð-
félagsins fyrir það kynið.
OTTÓ SVERRISSON
BARÁTTUMAÐUR FYRIR JAFNRÉTTI
UMRÆÐAN
JAFNRÉTTIS-
BARÁTTAN
,,
Reiðar konur og
framsóknarkonur