Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004 27 FÓTBOLTI Ólafur Ingi Skúlason reynir nú hvað hann getur til að losna undan samningi sínum við ensku meistarana í Arsenal en hann sem er fyrirliði íslenska 21 árs landsliðsins er mættur til Ungverjalands þar sem strákarnir mæta heimamönnum í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í dag. Ólafur Ingi, sem hefur verið hjá Arsenal síðastliðin þrjú ár, segist ósáttur við það hvað hann hafi lítið fengið að spreyta sig með að- alliðinu og vill nú reyna fyrir sér annars staðar. Þrjú ítölsk lið, Brescia, Torino og Perugia, sýndu Ólafi áhuga en hann fékk sig ekki lausan. „Það hefur verið erfitt að fá grænt ljós frá Arsenal. Liðið vildi lána mig til Beveren í Belgíu en ég vildi reyna fyrir mér á Ítalíu svo það er óljóst hvað verður,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við DV/Fréttablaðið. Arsenal hafnaði boðum ítölsku lið- anna en Íslendingurinn ungi boði Beveren. Því er stál í stál í málum Ólafs en hann hyggst ræða við umboðsmann sinn þegar hann kemur aftur út til Englands. Ólafur er nú staddur í Ungverja- landi með U-21 árs landsliðinu sem leikur við heimamenn í und- ankeppni Evrópumótsins. „Ég hef heyrt af því að lið úr ensku 1. deildinni hafa sýnt mér áhuga og það er betra að spila þar en með varaliði Arsenal. Svo getur verið betra að reyna fyrir sér í öðru landi,“ sagði Ólafur Ingi sem var í láni hjá Fylki í fyrra- sumar en snéru aftur á Highbury um haustið. Það þykir einhverjum örugglega undarlegt að leikmaður vilji yfirgefa herbúðir eins besta knattspyrnuliðs heims en það er skiljanlegt að Ólafur Ingi. kristjan@frettabladid.is VILL BURTU AF HIGHBURY Ólafur Ingi Skúlason hefur heyrt af áhuga frá þremur ítölskum liðum en ensku meistararnir í Arsenal sem hann er með samning hjá vilja ekki leyfa honum að fara til Ítalíu. Þeir ætluðu að lána hann til belgíska liðsins Beveren en Ólafur vildi ekki fara þangað. David Beckham fyrirliði Enska landsliðsins: Aumur í síðu og vart leikfær gegn Pólverjum FÓTBOLTI Útlit er fyrir að landslið Englands í knattspyrnu leiki án Davids Beckham, fyrirliða þegar liðið mætir Pólverjum í und- ankeppni HM á morgun. Beckham fékk högg á síðuna í jafnteflisleik Englendinga og Austurríkis- manna á laugardag og hefur verið aumur í rifbeini. Það eru því ekki bara slæm úrslit frá leiknum í Vín sem eru að skapa vandræði fyrir enska liðið sem hefur verið gagnrýnt mikið heima fyrir í kjölfar jafn- teflisins við Austurríkismenn. Beckham gat ekki klárað æf- ingu með enska landsliðinu í gær- morgun vegna meiðslanna og ótt- ast sjúkraþjálfarar að Beckham verði ekki leikfær á morgun. Enska landsliðið flaug til Póllands í gærkvöld og er æfing fyrirhuguð síðdegis. Þá fyrst kemur í ljós hvort landsliðsfyrir- liðinn verður leikfær annað kvöld. Meiðsli Beckhams eru þó ekki eina áhyggjuefni Svens-Görans Erikssons landsliðisþjálfara fyrir slaginn gegn Pólverjum. Steven Gerrard gat ekki heldur lokið æfingu með enska landsliðinu í gærmorgun vegna smávægilegra meiðsla í nára og Nicky Butt situr heima í Newcastle en hann hefur átt við þrálát meiðsli á hné að stríða. Ólafur vill losna frá Arsenal Eini Íslendingurinn hjá Englandsmeisturunum sér enga framtíð fyrir sig á Highbury þar sem hann hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með aðalliðinu. Mikill áhugi hjá ítölskum liðum. Söguleg tíðindi í golfheiminum í gærkvöldi: Tiger Woods missti toppsæti heimslistans GOLF Vijay Singh trónir nú á toppi heimslistans í golfi eftir þriggja högga sigur í einvígi við Tiger Woods á Deutsche Bank PGA- mótinu sem lauk í Boston í gær- kvöld. „Mitt aðalmarkmið var að vinna þetta mót og það komst ekkert annað að hjá mér í dag. Ég var þolinmóður og það var lykillinn að sigrinum,“ sagði Singh og bætti við. „Það er frábært að vera kominn á toppinn. „Ég get ekki beðið eftir að fara fagna þessu langþráða takmarki,“ sagði Singh að lokum en hann er 41 árs og kemur frá Fiji-eyjum. Hann var sterkari en Woods á endasprettinum, lék lokahringinn á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari líkt og Woods. Þriggja högga forskot Singh fyrir loka- hringinn dugði honum til sigurs og færði honum að auki toppsætið á heimslistanum í golfi. Tiger Woods hafði þar til í gærkvöld, setið í toppsæti heims- listans í golfi í fimm ár og fjórar vikur. Fall hans af toppnum hljóta því að teljast allnokkur tíðindi í golfheiminum. SÁR Í SÍÐUNNI Beckham gat ekki lokið æfingu með Enska landsliðinu í gær vegna rifja- meiðsla. Óvíst er hvort hann getur farið fyrir liði sínu þegar það mætir Pólverjum í und- ankeppni HM á morgun. Sven-Göran var líka áhyggjufullur á svipinn þegar hann ræddi meiðslin við enska landsliðsfyrirliðann í gærdag. ÝTTI WOODS AF TOPPNUM Fijimað- urinn Vijay Singh er kominn í efsta sæti heimslistans í golfi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.