Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 22
Morgunmatur er ein mikilvægasta máltíð dagsins og gott að
hafa fjölbreytnina að leiðarljósi í vali á matseðlinum. Prófaðu
til dæmis hreina jógúrt með múslí og hunangi - það er holl-
ur og góður morgunmatur í dagsins önn.
Mikið úrval af fallegum og vönduðum
fatnaði. Glæsileg föt fyrir konur í
öllum stærðum eða 36 - 58 og
barnaföt fyrir 4 - 14 ára.
Bjóðum upp á heimakynningar -
hringdu og bókaðu kynningu !
Nýju dönsku haust vörurnar
frá ClaMal komnar í verslun
NÝJU CLAMAL OG FREEMANS LISTARNIR KOMNIR ÚT
STÓRAR STÆRÐIR
Opið frá 10 - 18 virka daga
Laugardaga frá 11 - 15
ClaMal og Freemans
Reykjavíkurvegi 66
220 Hafnarfjörður - s: 565 3900
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103
YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunaræfingar
slökun og hugleiðsla
Sértímar fyrir barnshafandi
Allir yoga unnendur velkomnir.
Er maginn vandamál?
Stress, þreyta og sérstakur
matur getur sett magann úr
jafnvaægi.
Óþægindi lýsa sér oft sem
nábítur, brjóstsviði,
vindgangur, harðlífi og
niðurgangur.
Þetta þykir öllum afar
óþægilegt og líður þá illa í
öllum líkamanum.
Silicol fæst í apótekum
Námskeið í svæðameðferð
Á námskeiðinu lærir þú grunnþekkingu og
aðferðafræði í svæðameðferð.
Námskeiðið verður haldið á Hótel Keflavík
Konur: 20.09.04 og 06.12.04
Menn: 21.09.04 og 07.12.04
Skráning á námskeið í síma 421 6158 eftir kl 19.00
Birgitta Jónsdóttir Klasen, nátturulæknir
Ódýr hreyfing:
Líkamsrækt
fyrir alla
Margir bera því við að þeir hafi ekki
efni á því að fara í líkamsrækt og nota
fjárhaginn sem afsökun fyrir að hanga
eins og kartöflupokar fyrir framan sjón-
varpið. En það er svo sannarlega hægt
að rækta líkamann ódýrt og hér eru
nokkrar aðferðir til þess:
1. Gakktu eða hjól-
aðu í vinnuna.
Ef vegalengdirnar eru
ekkert mjög langar
ertu alveg jafn lengi
á leiðinni og að
bakka út úr stæði, bíða á ljósum og
finna bílastæði.
2. Taktu til hjá öllum sem þú þekkir.
Allsherjartiltekt reynir á alla vöðva og
eykur þrek og þol. Gott er að setja
góða tónlist á og sveifla ryksugunni í
takt.
3. Labbaðu heim úr kjörbúðinni með
þungu pokana.
Passaðu að raða þannig í þá að þeir
séu jafnþungir svo að það komi ekki
slagsíða á þig eins og galeiðuþrælana
sem reru alltaf öðru megin.
4. Farðu í sund.
Kostar ekki nema
165 krónur skipt-
ið ef þú ert með
tíu tíma kort og
sápan í sturtun-
um er ókeypis.
5. Gerðu æfingar á meðan þú talar í
símann eða horfir á sjónvarpið.
Magaæfingar er gott að gera yfir frétt-
unum, þegar það er kannski mikil-
vægara að heyra það sem er að gerast
en að sjá það, og svo er hægt að lyfta
mjólkurlítrum eða niðursuðudósum
með hendinni sem heldur ekki á sím-
tólinu.
6. Fiktaðu og vertu á stöðugu iði.
Það segir sig sjálft og rannsóknir hafa
sýnt að fólk sem er á iði brennir fleiri
hitaeiningum yfir daginn en þeir sem
sitja kyrrir.
7. Fáðu lánað
barn og leiktu við
það í klukkutíma.
Foreldrar eru
kannski ekkert
endilega í betra
formi en aðrir en
það er af því að þeir leika sér ekki við
börnin sín. Það er ótrúlega orkufrekt að
leika við lítil börn, elta þau, skríða um
og vera á stöðugri hreyfingu.
8. Farðu að versla.
Í Kringluna, Smáralind eða á Lauga-
veginn og farðu inn í hverja einustu
búð. Ekki kaupa neitt, í þetta sinn er
það göngutúrinn sem er málið.
9. Stundaðu kynlíf.
Holl og góð hreyfing og getur verið
mjög ódýr ...
„Pilates þéttir og lengir vöðva
líkamans, en æfingarnar felast í
að styrkja og teygja líkamann
undir algjörri stjórnun, þannig
að hugur fylgi hverri æfingu og
fólk hvíli líkamann meðan það
æfir,“ segir Jóhann Björgvins-
son, löggiltur pilateskennari. „Ég
er að kenna þessa hreinu pilates-
tækni, en ég lærði hjá konu í
New York sem er eini eftirlifandi
kennarinn sem lærði hjá Joseph
Hubertus Pilates sjálfum.
Kerfið þróaði Pilates þegar
hann vann í fyrri heimsstyrjöld-
inni við að koma sjúkum her-
mönnum aftur til heilsu, en hann
helgaði líf sitt þessu kerfi þar til
hann lést 87 ára að aldri. Ég er
með tvenns konar æfingar,
annars vegar einkatíma þar sem
er kennt í sérhönnuðum tækjum
og hins vegar hóptíma þar sem
er kennt á dýnum. Í hóptímunum
eru aldrei fleiri en tíu nemendur
og mikið aðhald. Æfingarnar
krefjast mikillar einbeitingar og
ég er alltaf að laga fólk til á dýn-
unum því aðalatriðið er að gera
æfingarnar rétt, vernda bakið og
stuðla að réttri líkamsstöðu.
Þetta er fullkomið æfingakerfi
og læknar eru farnir að viður-
kenna það sem bestu þjálfun sem
hægt er að hugsa sér. Í Banda-
ríkjunum er þetta meira að segja
orðið skyldugrein í skólum,“
segir Jóhann.
Námskeið Jóhanns í pilates
eru hafin, en kennt er í Sundlaug
Seltjarnarness.
edda@frettabladid.is
Pilates þéttir og lengir vöðva líkamans og er ýmist stundað í
einkatímum eða hámark 10 manna hóptímum.
Pilates-æfingakerfið:
Krefst einbeitingar
og aðhalds