Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 32
Á þessum degi árið 1996 var gerð
skotárás á rapparann og leikarann
Tupac Shakur. Nokkur skot hæfðu
þennan umdeilda tónlistarmann,
sem lést nokkrum dögum síðar af
sárum sínum.
Shakur hafði fyrr um kvöldið
fylgst með hnefaleikaviðureign
Mike Tyson og Bruce Seldon í Las
Vegas og var að aka um í svörtum
BMW-bíl ásamt stofnanda Death
Row Records, Marion „Suge“
Knight, þegar hvítur Cadillac ren-
ndi upp að BMW-inum og skot-
hríðin hófst. Knight slapp með
skrekkinn og skrámu á höfði en
Shakur fór öllu verr út úr
árásinni.
Morðið á Shakur var aldrei
upplýst en talið var að
glæpaklíkumeðlimurinn Orlando
Anderson hefði staðið að baki
árásinni. Fyrr um kvöldið hafði
Anderson orðið fyrir árás hóps
frá Death Row Records með
sjálfan Marion Knight í broddi
fylkingar.
Móðir Shakurs höfðaði einka-
mál á hendur Anderson vegna
morðsins á syni hennar en málið
var ekki leitt til lykta þar sem
Anderson var skotinn til bana í
Los Angeles árið 1998.
Sjálfur var Shakur heldur eng-
inn engill og hafði ítrekað komist
í kast við lögin áður en hann var
myrtur. Árið 1993 var hann
dæmdur fyrir líkamsárás og það
sama ár sakaði limúsínubílstjóri
hann um grófa líkamsárás. Þá var
hann dreginn fyrir dóm sakaður
um að hafa misnotað unga konu
kynferðislega á hótelherbergi.
Árið 1996 var honum stungið í
fangelsi fyrir að rjúfa skilorð. ■
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
Vilhjálmur S. V. Sigurjónsson
Hlaðbrekku 20, Kópavogi,
Erla Bergmann Danelíusdóttir, Sverrir Bergmann, Soffía Guðmundsdóttir,
Heimir Bergmann, Bragi V. Bergmann, Ingibjörg S. Ingimundardóttir,
Guðrún Bergmann, Kolbeinn Reynisson, Pálmi Bergmann, Guðrún Linda
Jónsdóttir, Bjarni V. Bergmann, Guðrún María Helgadóttir, Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, Aldís Tryggvadóttir, Vilhelmína S. Vilhjálmsdóttir,
afa- og langafabörn.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. septem-
ber nk. kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á heimahlynningu Krabbameins-
félagsins.
Móðir okkar
Þórlaug Bjarnadóttir
Börn, tengdabörn og barnabarnabörn.
andaðist að Kumbaravogi þann 3. september.
Útför fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn
9. september kl. 13.30.
„Afmælisdagurinn byrjar á því
að ég vakna snemma og mæti á
æfingu í Iðnó klukkan hálf tíu,“
segir Elma Lísa Gunnarsdóttir
leikkona, sem er 31 árs í dag.
Elma Lísa er meðlimur í leik-
hópnum Sokkabandinu, sem byrj-
aði að æfa nýtt verk eftir Hlín
Agnarsdóttur í síðustu viku.
„Þetta er hrikalega gaman og ég
vakna spennt eftir því að hitta
þetta fólk á hverjum morgni.
Agnar Jón Egilsson leikstýrir
verkinu, sem heitir Faðir vor, og
svo erum við komnar með karl-
mann, Hjálmar Hjálmarsson, í
leikhópinn.“ Elma Lísa tók á
sínum tíma þátt í uppsetningu á
Beyglunum og stöllur hennar úr
þeirri sýningu, Þrúður Vilhjálms-
dóttir og Arndís Hrönn Egils-
dóttir, eru einnig með núna.
„Við stefnum að því að frum-
sýna um miðjan október en erum
núna að skoða verkið og tala
saman um það. Þetta er spennandi
stykki sem fjallar um tvístraðar
fjölskyldur og ef ég á að líkja því
við eitthvað dettur mér helst í hug
bíómyndin Secrets and Lies. Þetta
snýst mikið um tilfinningar en er
þó alls ekki hádramatískt. Það má
frekar segja að þetta sé tragikó-
medía sem allir ættu að geta tengt
sig við.“
Elma Lísa gerir sér góðar
vonir um að maðurinn hennar
bjóði henni út að borða að lokinni
æfingu. „Það hefur verið talað
um það en annars ætla ég bara að
hafa gaman af þessum degi og
njóta hans. Ég er mikið afmælis-
barn og finnst voða gaman ef
vinir mínir muna eftir afmælinu
mínu. Ég er líka alveg týpan sem
stoppar fólk úti á götu til þess að
segja því að ég eigi afmæli. Ég
veit ekki hvað þetta er. Kannski
er þetta einhver athyglissýki í
manni en ég hef mjög gaman af
því að eiga afmæli. Sumir vilja
helst aldrei halda upp á afmælið
sitt en ég vil helst alltaf gera það.
Ég má bara ekki vera að því núna
þar sem ég er að sýna í Fame og
æfa í Iðnó.“
Þegar Elma Lísa varð 30 ára í
fyrra fagnaði hún hins vegar með
stæl: „Ég bauð 30 stelpum í
kampavín og það var rosalega
skemmtilegt. Það verður ekkert
svoleiðis núna en ég gæti látið
verða af því þegar ég verð 35
ára,“ segir Elma Lísa, sem telur
full langt að bíða með næstu stór-
veislu til fertugsafmælisins. ■
24 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
ELÍSABET I
Þessi magnaða Bretadrottning
fæddist á þessum degi árið 1533.
ÞETTA GERÐIST
RAPPARINN TUPAC SHAKUR VARÐ FYRIR SKOTÁRÁS SEM DRÓ HANN TIL DAUÐA NOKKRUM DÖGUM SÍÐAR
7. september 1996
„Ég mun gera þig höfðinu styttri.“
- Það var full ástæða til þess að taka afmælisbarn dags-
ins bókstaflega þegar hún hafði þessa hótun í frammi enda
drottningin þekkt fyrir að standa við þessi orð sín.
Rappara í hel komið
Vaknar spennt
á hverjum morgni
ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR: 31 ÁRS Í DAG
Ástkær dóttir okkar og litla systir mín,
Fjóla Kristín Gústafsdóttir
Elísabeth Anna Friðriksdóttir, Gústaf Þór Gunnarsson,
Friðrik Helgi Gústafsson.
lést laugardaginn 4. september. Útförin auglýst síðar.
Okkar ástkæra
Ólöf Jóna Björnsdóttir
Ásvallagötu 65, Reykjavík
Stjúpbörn og systkinabörn.
andaðist á Líknardeild Landakotsspítala laugardaginn
4. september.
TUPAC SHAKUR Þessi harðjaxl og rapp-
töffari komst oft í kast við lögin, lifði hratt
og að sama skapi stutt.
ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR Aldurinn leggst vel í leikkonuna, sem segist aldrei hafa
liðið betur. „Þegar ég var 20 ára fannst mér tilhugsunin um að verða þrítug hræðileg en
þetta er besti aldurinn hingað til og miðað við hvernig mér líður núna bíð ég bara spennt
eftir því að verða 40 ára.“
Sími: 550 5000
Þú getur komið á framfæri
tilkynningum um andlát
í Fréttablaðinu.