Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 18
Kaup Símans á sýningarrétti enska fótboltans og fjórðungshlut í Skjá einum hafa vakið mikla athygli. Sú gagnrýni sem borið hefur hæst er að fyrirtæki í ríkiseigu hafi með þessu stigið ákveðið skref inn á sjónvarpsmarkaðinn, þar sem ríkið er öflugt fyrir. Brynjólfur Bjarna- son, forstjóri Símans vísar á bug ríkisvæðingu og pólitískum for- sendum kaupanna. „Stjórn félagsins sem kosin er á aðalfundi og starfar í umboði hluthafanna vinnur þannig að reksturinn sé arðsamur og að virði hlutabréfanna verði hátt. Til þess þarf að viðhalda eignum fyr- irtækisins og nýta þær. Þetta er liður í því og þetta er það sem stjórnendur fyrirtækisins vinna að,“ segir Brynjólfur. Ekki pólitískar forsendur Hann segir að stjórnendur hafi ekki metið málið á pólitískum for- sendum „Við höfum blessunar- lega getað hagað okkar störfum þannig við stjórn fyrirtækisins að við höfum fengið að vera óáreittir í því og við vinnum þannig.“ Unnið er að einkavæðingu Sím- ans. Kaupunum á sýningarréttin- um og hlutnum í Skjá einum fylgja óvissuþættir varðandi samkeppn- ismál og fleira. Brynjólfur telur að þessi viðskipti hafi ekki áhrif á einkavæðingu fyrirtækisins. „Við fórum yfir málið með okkar lög- fræðingum og teljum að við förum eftir íslenskum lögum. Við erum undir eftirliti Samkeppnisstofnun- ar og Póst- og fjarskiptastofnunar og vinnum það með eðlilegum hætti. Ég get ekki séð að þetta tefji eða flýti sölu á fyrirtækinu. Það ætti alla vega ekki að gera fyrir- tækið verðminna. Ákvörðunin byggir á ákveðinni arðsemi.“ Kaupin liður í að nýta dreif- ingarnet Þegar Síminn tilkynnti um kaupin kom skýrt fram að aðdragandi kaupanna hafi verið að upp úr við- ræðum um stafræna drefingu hafi slitnað við Norðurljós. „Við höfum sagt frá því að við höfum verið að vinna að stafrænni dreif- ingu sjónvarpsefnis og átt í við- ræðum við allar sjónvarpsstöðv- arnar. Við teljum að við eigum að fara inn í framtíðina á sem hag- kvæmastan hátt og koma á gagn- virku og stafrænu sjónvarpi. Þetta hefur verið okkar sýn í þessu. Við höfum talið það afar mikilvægt að efni í slíkri dreifingu sé eftirsóknarvert. Meðal annars vorum við í viðræð- um við Stöð 2 vegna þess að þeir hafa eftirsóknarvert efni. Þeir slitu viðræðum og tilkynntu að þeir ætluðu að fara í eigin staf- ræna dreifingu í gegnum örbylgju. Við erum náttúrlega að vinna að því að nýta okkar fjar- skiptanet. Þessi kaup eru einn lið- ur í því að ná í gott efni. Ég hef lit- ið þannig á að við séum að fjár- festa í efnisveitu og við séum reiðubúin að setja það efni sem við erum með á breiðvarpinu inn í það fyrirtæki.“ Tryggja sér gott efni Sú spurning vaknar hvort ekki sé eðlilegra að Síminn einbeiti sér að dreifingu efnis en láti öðrum eftir framleiðsluna. Það að Norðurljós ákváðu að fara eigin leiðir kallar óhjákvæmilega á vangaveltur hvort fastlínudreifing Símans sé of dýr. „Það er annarra að svara því hvort þeim hafi fundist þetta of dýrt. Við erum góðir í að dreifa efni og við ætlum að vera í því. Til þess að koma dreifingunni á þurf- um við að vera með gott efni. Við erum að tryggja okkur það með þessum kaupum.“ En sáu menn þá það fyrir sér að Skjár einn myndi ekki koma í dreifingu hjá Símanum með öðr- um hætti en fjárfestingu Símans í fyrirtækinu og kaupum á sýning- arréttinum. „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi. Við höfum ekki hugsað okkur að sitja aðgerðalausir í þessum efnum. Það eru hraðar breytingar. Ég geri ráð fyrir því að ef það eru langanir sumra að við stjórnendur Símans sitjum aðgerðalausir og bíðum eftir að búið sé að selja okkur, þá flæði undan okkur á meðan. Ég tel ekki rétt að menn horfi í gaupnir sér og bíði. Þetta eru bara eðlileg viðbrögð í við- skiptalífinu.“ Brynjólfur hafnar því algjör- lega að ákvörðunin hafi verið tek- in á forsendum stjórnmálamanna. „Ég ber þetta upp við stjórn og hún tekur ákvörðun. Hún tók þessa ákvörðun.“ Mörg símafyrirtæki fara sömu leið Brynjólfur segir að markmiðið sé að koma sjónvarpi í gegnum venjulegar símalínur með ADSL- tækni til heimila í landinu. „Það eru mörg símafyrirtæki í heimin- um sem eru að fara þá leið að kaupa efnisveitur.“ Hann segir að með sjónvarpsdreifingu verði hagkvæmt að setja upp ADSL á stöðum þar sem nettenging ein og sér myndi ekki borga sig. Tæknin fari því víðar en ella með þessum viðskiptum. „Við erum að gera ráð fyrir því að geta byrjað að bjóða stafrænt sjónvarp með þessari tækni á Reykjavíkur- svæðinu seinnipart næsta vetrar og næsta haust verðum við farnir að ná víða út á land líka.“ Brynjólfur segist ekki að svo stöddu vilja gefa upp kostnað við dreifinetið né heldur verðið sem var greitt fyrir hlutinn í Skjá ein- um og sýningarrétt enska boltans. Grunnnetið ekki aðskilið öðrum rekstri Reglulega sprettur upp umræða um að skilja að grunnnet Símans og þjónustuþætti. Í kjölfar þessara viðskipta hafa þær raddir aftur heyrst. „Ég hef ekki trú á því að þessar raddir verði háværari við þetta. Fyrir hluthafa fyrirtækisins, þá tel ég að þeir fái meira út úr því að selja fyrirtækið í heild, en ekki aðskilið. Við erum í heilmörgum aðskilnaði sem við vinnum með Póst og fjarskiptastofnun. Við get- um ekki hreyft þar verð nema að þeir grandskoði bókhaldið hjá okk- ur,“ segir Brynjólfur. 18 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR HLUTABRÉF FALLA Í VERÐI Í TÓKÝÓ Hlutabréfavísitalan Nikkei hefur fallið hratt síðustu daga þótt jákvæð tíðindi um stöðu efnahagslífsins hafi litið dagsins ljós upp á síðkastið. Átök um framtíð Opinna kerfa: Frosti reynir að verja stöðu sína VIÐSKIPTI Frosti Bergsson, stjórn- arformaður Opinna kerfa, lítur svo á að Kögun reyni nú yfirtöku á Opnum kerfum. Sú yfirtökutil- raun er ekki gerð með samþykki annarra stórra hluthafa í félag- inu. Í dag er hluthafafundur þar sem búast má við átökum um sæti í stjórninni. Líklegt er að sex bjóði sig fram í fimm manna stjórn fé- lagsins á morgun. Þrír á vegum Frosta Bergssonar, tveir á veg- um Kögunar og einn á vegum Straums fjárfestingarbanka. Fullvíst má telja að nái Kögun og Straumur meirihluta í stjórninni muni fulltrúar þeirra standa saman að skipulagsbreytingum í Opnum kerfum. Straumur er stærsti hluthafinn í Kögun og hefur yfirráð yfir 26,5 prósent hlutafjár í félaginu. Kögun á nú 35,77 prósent í Opnum kerfum eftir að hafa keypt stóran hlut af Straumi um miðjan ágúst. Straumur jók svo hlut sinn í Opnum kerfum í gær úr 0,2 prósentum í 6,39 prósent. Samtals eiga því Straumur og Kögun ríflega 42 prósent hluta- fjár. Ef þessir aðilar eru taldir nægilega skyldir þýðir það að yfirtökuskylda hefur myndast í félaginu. Frosti telur að skoða þurfi hvort slík yfirtökuskylda hafi þegar myndast við kaup Straums á hlutafé í Opnum kerfum í gær. Frosti Bergsson jók hlut sinn í gær í 16,99 prósent. Íslands- banki jók einnig hlut sinn og ræður nú 10,21 prósent hluta- fjár. Frosti gerir ráð fyrir að Íslandsbanki styðji Frosta og frambjóðendur hans á fundinum í dag. ■ Sitja ekki aðgerðalausir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir að ekki hafi komið til greina að fyrirtækið sæti aðgerðalaust gagnvart þróun á markaði. Hann segir kaupin á enska boltanum viðskiptalega ákvörðun en ekki pólitíska. FROSTI BERGSSON Stofnandi og stjórnarformaður Opinna kerfa mun reyna að tryggja stöðu sína í félaginu á hluthafafundi í dag. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 72,71 1,13% Sterlingspund 129,30 0,48% Dönsk króna 11,80 0,15% Evra 87,72 0,17% Gengisvísitala krónu 122,33 0,10% KAUPHÖLL ÍSLANDS - HLUTABRÉF Fjöldi viðskipta 196 Velta 1.083 milljónir ICEX-15 3.406 -0,13% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 584.673 Opin kerfi Group hf. 341.460 Actavis Group hf. 51.279 Mesta hækkun Flugleiðir hf. 1,74% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 1,74% Opin kerfi group hf. 1,51% Mesta lækkun HB Grandi hf. -1,43% Medcare Flaga hf. -0,75% Íslandsbanki hf. -0,50% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.271,0 -0,28% Nasdaq * 1.381,0 0,44% FTSE 4.563,8 0,29% DAX 3.887,6 0,53% NIKKEI 11.022,5 -1,18% S&P * 1.118,2 0,34% *Bandarískar vísitölur kl. 16.50 ÚTGERÐIR TAPA EKKI Íslandsbanki segir að útgerðir þurfi ekki að greiða meira í ár en áður í ríkissjóð vegna veiðigjalds þar sem önnur gjöld falli niður á móti. Álögur á útgerðir: Lægri vegna veiðigjalds SJÁVARÚTVEGUR Þrátt fyrir að út- gerðir þurfi á þessu fiskveiðiári að greiða veiðigjald í ríkissjóð mun afnám annarra gjalda bæta upp fyrir tapið. Breytingarnar sem tóku gildi 1. september munu því ekki hafa íþyngjandi áhrif. Greiningardeild Íslandsbanka segir í Morgunkorni í gær að út- gerðir þurfi að greiða 935 milljón- ir í veiðigjald á nýhöfnu fiskveiði- ári. Hins vegar falla niður gjöld í þróunarsjóð sjávarútvegsins og veiðieftirlitsgjald. Þessi tvö gjöld hefðu numið 1.077 milljónum króna. Útgerðirnar greiða því 142 milljónum minna á þessu fisk- veiðiári en þær hefðu gert ef veiðigjaldið hefði ekki verið tekið upp. ■ Sérfræðingar hjá greiningar- deildum bankanna telja of snemmt að segja til um hvaða áhrif kaupin á hluta í Skjá ein- um hafa á verð félagsins þegar það verður selt. Edda Rós Karlsdóttir, hjá Landsbankanum, segir að við þessar aðstæður sé tvennt sem kemur til hækkun- ar á fyrirtæki sem kaupir. Annars vegar geti verið að kaupsamningar hafi verið einkar hagstæðir og hins vegar geti verið að nýir eigendur telji sig geta skapað meiri verðmæti úr fyrirtækinu heldur en þeir sem seldu. Hún telur að í þessu tilfelli sé um síðara tilvikið að ræða. „Hugsunin er væntanlega sú að fjölga notendum breiðbands- ins. Ef það tekst er líklegt að þetta skili einhverju til fyrir- tækisins,“ segir Edda Rós. Þórður Pálsson hjá KB banka getur heldur ekki sagt ákveðið til um það hvort kaupin auki verð- mæti Símans. „Það er ekki augljóst að kaupin komi til með að hækka verðmæti fyrir- tækisins. Það kem- ur væntanlega í ljós en á þessari stundu hef ég ekki nægar upplýsingar til þess að geta metið það,“ segir hann. Atli B. Guðmundsson hjá Íslandsbanka segist hins vegar telja víst að kaupin hafi lítil áhrif á verð- mæti Símans. „Kjarni máls- ins er sá að Skjár einn er mjög lítið fyrir- tæki í saman- burði við Sím- ann. Ég get því ekki séð að þessi kaup muni hafa veruleg áhrif á verðlagningu félagsins þegar það verður selt,“ segir Atli. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL BRYNJÓLFUR BJARNASON FORSTJÓRI SÍMANS Óvíst um áhrif á verð Símans BRYNJÓLFUR BJARNASON FORSTJÓRI SÍMANS Telur að kaup Símans á hlut í Skjá einum gefi félaginu færi á að sjá til þess að eftirsókn- arvert efni sé til staðar í dreifingarleiðum sem byggðar hafa verið upp. Hann segir enga pólitík liggja að baki ákvörðuninni. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR ÞÓRÐUR PÁLSSON ATLI B. GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.