Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 42
Allir í dans.. Samkvæmisdansar Para- og einstaklingshópar Kántrý Einkatímar Saumaklúbbar Fyrirtæki og lokaðir hópar Salsa - Mambó og Tjútt Skeifan 11.b Húnabúð.  Innritun 1. - 10.sept. Kennsla hefst sunnudaginn 12. september  Pör & Einstaklingar 14 vikur og ball. Innritun daglega frá kl. 13 - 19. í síma: 565 4027 861 6522  www.dih.is | audurdans@simnet.is | DÍ. faglærðir kennarar. Faglærðir Danskennarar. Auður Haralds Lizý Steinsd. ReykjavíkKennt á sunnudögum. 34 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN SPELLBOUND kl. 8 BOLLYWOOD/HOLLYWOOD kl. 8 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 SUPERSIZE ME kl. 6 CAPTURING THE FRIEDMANS KL. 10 COFFEE&CIGARETTES kl. 10 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 8 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALINEW YORK MINUTE kl. 4 og 6 THE VILLAGE kl. 10 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 5.40 SAVED! KL. 6 SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI YFIR 25000 GESTIR Ein besta ástarsaga allra tíma Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I. 14 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.50 & 6 M/ÍSL. CATWOMAN kl. 8 og 10.20 SÝND kl. 8 & 10 SÝND kl. 6 & 8 HHH - Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Dude Where Is My Car kemur steiktasta grínmynd ársins. THUNDERBIRDS SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 ððð Girl Next Door Forsýning kl. 8 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 SÝND kl. 10.40 B.i. 14 Dís er ferlega hress og skemmti- leg stelpa sem fór létt með að selja rúmlega tíu þúsund eintök af bókinni sem þær Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir sendu frá sér árið 2000. Silja hefur nú lagað Reykjavíkurævintýri Dísar að hvíta tjaldinu og útkoman er það vel heppnuð að Dís ætti að gera góða hluti í miðasölunni rétt eins og í bókabúðunum. Dís er 23 ára Reykjavíkurmær sem þarf rétt eins og allir aðrir á hennar aldri að glíma við rótleysi áranna milli tvítugs og þrítugs, ástina og allt hitt bullið sem er ómissandi í þroskaferli hverrar manneskju. Það leynir sér ekkert að hand- rit myndarinnar er unnið upp úr skáldsögu og að það hefur líklega oft vafist fyrir höfundunum hverju þeir ættu að sleppa úr skáldverki sínu og hverju þeir ættu að leyfa að halda sér á hvíta tjaldinu. Þetta gerir það óhjá- kvæmilega að verkum að nokkur losarabragur er á myndinni sem er í raun runa af misfyndnum og skemmtilegum atriðum sem mynda frekar veika heild. Dís skilur því ekki mikið eftir sig en er hins vegar fyrirtaks skemmtun og þar sem Íslending- um er ekkert sérstaklega lagið að gera skemmtilgt bíó er ekki hægt að segja annað en að Dís sé himnasending. Skemmtilegar persónur og skondnar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk oft til þess að skella upp úr. Álfrún Helga er ákaflega sjarmerandi í titilhlutverkinu og er dyggilega studd af öðrum leikurum. Árni Tryggvason er traustur að vanda, Þórunn Erna Clausen gerir Möggu að skemmtilega óþolandi týpu og Gunnar Hansson leikur sér að því að túlka hinn óþolandi væmna kærasta Dísar, kokkinn Jón Ágúst. Stjarna myndarinnar er þó, að öðrum ólöstuðum, Ilmur Kristjánsdóttir sem brillerar sem Blær, besta vinkona Dísar. Ilmur nýtur þess vissulega að hlutverk- ið er skrifað með hana í huga og nýtir sér það í ystu æsar að vinna með þessa skemmtilegu persónu. Dís er engin snilld en alveg þrælskemmtileg ræma og þó ungar stúlkur séu miðpunktur myndarinnar er þetta ekkert frekar stelpumynd en til dæmis Bridget Jones. Hér er einfaldlega á ferðinni þægileg gamanmynd fyrir alla. Þórarinn Þórarinsson Ekki bara fyrir stelpur DÍS LEIKSTJÓRI: SILJA HAUKSDÓTTIR AÐAHLUTVERK: ÁLFRÚN HELGA ÖRNÓLFS- DÓTTIR, ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR, ÁRNI TRYGGVASON [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Leikkonan CharlizeTheron jafnar sig nú af hálsmeiðslum á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa slasað sig á tökustað kv ikmyndar innar Aeon Flux. Myndin er gerð eftir teikni- myndaseríu sem var vinsæl á MTV-sjónvarpsstöðinni á síðasta áratug. Theron meiddist á hálsi en meiðslin voru ekki það alvarleg að hún þyrfti á spítalavist að halda. Ther- on hefur sjálf séð um áhættuatriðin í myndinni, en hefði greinilega betur sleppt því. Mótmælendur alþjóðavæðingarreyna nú hvað þeir geta til þess að trufla kvikmyndahátíðina í Fen- eyjum. Þegar Steven Spielberg og Tom Hanks mættu á svæðið til þess að kynna nýjustu mynd sína, The Terminal, á miðvikudaginn síðasta mættu mót- mælendur á bíl sem búið var að skreyta sem sjóræningjaskip og flautuðu í sífellu. Lögreglan mætti ásvæðið þegar söngkonan Beyoncé Knowles hélt á dög- unum upp á 23 ára afmæli sitt upp á þaki Soho House- hótelsins í New York um helgina. Þar hafði hún boðið um 100 vinum sínum en fagnaðarlætin urðu víst aðeins of mikil. Á meðal þeirra sem var boðið voru Naomi Campbell, Kelly Rowland og Michelle Williams. Þau kunna greinilega að skemmta sér því ná- grannarnir þoldu ekki hávaðann í þetta skiptið, þó svo að þarna séu haldnar veislur um hverja helgi. Dagur í Svíþjóð er heiti á ljós- myndasýningu sem stendur yfir í Perlunni. Sýningin er afrakstur stærsta ljósmyndaverkefnis Svía fyrr og síðar. Verkefnið er þríþætt og skiptist í ljósmyndasýningu, ljósmyndabók og gjöf ljósmynda til sænska þjóðskjalasafnsins. Þann 3. júní árið 2003 tóku ljós- myndarar rúmar milljón myndir fyrir verkefnið. Ljósmyndararnir gátu sent allt að tíu myndir. Ástæðan fyrir því að 3. júní var valinn til verksins var sú að veð- urfræðingur hafði bent á að 3. júní væri einn sólríkasti dagur ársins. Þó er mikil breidd í veður- fari þennan dag, þar sem snjór er enn í fjöllum norðanlands á meðan sumarið er í fullum blóma sunnanlands. Sýningin, og bókin, er mynd af Svíþjóð og Svíum tekin af bestu ljósmyndurum landsins í dag. Í tengslum við útgáfu bókarinnar og sýninguna voru nærri 24.000 myndir gefnar Sænska þjóð- skjalasafninu. Þær voru gjöf frá sænskum ljósmyndurum til komandi kynslóða. ■ Írski Íslandsvinurinn Damien Rice heldur tónleika á NASA þann 23. september næstkomandi. Síðast þegar hann lék þar, í mars síðast- liðnum, var troðfullt út að dyrum og óhætt að segja að tónleikarnir hafi verið stórkostlegir. Í þetta skiptið mætir hann með söngkonunni Lisu Hannigan sem syngur í nokkrum lögum á frum- raun hans, O, frá því í fyrra. Tónleikarnir komu skyndilega upp á, að sögn Kára Sturlusonar tón- leikahaldara, en Damien sendi hon- um SMS-skeyti á föstudaginn síð- asta þar sem hann spurði hvort hægt væri að setja upp tónleika með stuttum fyrirvara. Ástæðan fyrir komu hans hingað mun einungis vera sú að hann langar til þess að eyða smá tíma á eyjunni okkar. Síðast seldist upp á augabragði og margir svekktir að ekki hafi verið haldnir aukatónleikar þá. Nú gefst þeim annað tækifæri sem létu kapp- ann renna fram hjá sér síðast. ■ Gjöf til komandi kynslóða DAMIEN RICE Ætlar að koma hingað til þess að njóta lands og þjóðar. Vildi endi- lega setja upp eina tónleika í leiðinni. Damien Rice snýr aftur FRÉTTIR AF FÓLKI ■ LJÓSMYNDIR ■ TÓNLIST » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á ÞRIÐJUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.