Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 46
Á föstudaginn síðasta kom út all-
sérstæður gripur fyrir þá sem
laðast að borðspilum. Friends-
spilið er hlaðið 1.200 spurningum
og svörum sem byggja á sjónvarps-
seríunum tíu um Vinina í New
York.
Útgefandinn, Jón Gunnar
Geirdal, tók það að sér að þýða
spilið á íslensku.
„Ég var á ráðstefnu í Los Ang-
eles í fyrra og álpaðist inn í leik-
fangaverslun og datt inn á þetta
spil þar,“ segir Jón um tilurð
spilsins. „Síðan þá er ég búinn að
vinna í réttindamálum og svo-
leiðis og ákvað að kýla á þetta.
Ég er náttúrlega Friends-fíkill og
hef því mikinn áhuga á öllu sem
tengist þeim og veit að þetta
hefur virkað annars staðar.“
Þannig er spilið líklegast
erfitt fyrir þá sem ekki hafa
fylgst einhvern tímann með
Friends. Eins og í öllum spilum
eru þó spurningarnar misjafn-
lega erfiðar.
Ef haldið yrði Íslandsmeist-
aramót í Friends-leikum í dag
hlyti Jón að vera gott efni í
meistarann, þar sem hann hefur
farið betur yfir spurningarnar
en flestir. „Ég ákvað að nýta BA-
gráðuna í ensku og þýða þetta
sjálfur,“ segir Jón, sem hóf vinn-
una í febrúar. „Loksins kom hún
að góðum notum. Það er örugg-
lega ekkert sérstaklega gaman
að spila þetta við mig í dag. Þó
er ekki eins og ég muni 1.200
svör, svo mikill límheili er ég
ekki.“
Víst er að aðdáendur Friends
hér á landi eru fjölmargir, enda
búið að selja VHS-myndbönd og
DVD-diska með þáttunum hér í
tugþúsundatali. Jón bendir líka á
að þar sem framleiðslu þeirra
hefur nú verið hætt öðlist þeir
aukið nostalgíugildi. Þættirnir
um áframhaldandi ævintýri
Joeys verða svo frumsýndir á
Stöð 2 í febrúar. ■
Forfallnir geta nú keppt í Friends-fræðum
FRIENDS-SPILIÐ
Lítur kannski út eins og kökukassi, en er
margnota.
38 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
„Þetta er ansi stór dagur. Við höf-
um verið að dunda okkur við tökur
síðan í síðustu viku, en í dag fórum
við á fullt,“ segir Anna María
Karlsdóttir, annar framleiðenda
Bjólfskviðu sem fylgdist í gær með
fyrstu stóru tökunum á myndinni.
„Við erum með víkingaskipið
Íslending á Breiðamerkurlóni í
miklum og flottum tökum. Það
hafa verið þarna um 110 manns,
mikið tæknilið og mikið af
áhættuleikurum.“
Bjólfskviða er langdýrasta
kvikmynd sem nokkru sinni hefur
verið gerð hér á landi. Leikstjóri
er Sturla Gunnarsson, og fram-
leiðandi ásamt Önnu Maríu er
Friðrik Þór Friðriksson í sam-
vinnu við breska fyrirtækið Spice
Factory og kanadíska fyrirtækið
The Film Works.
Myndin er byggð á hinni forn-
ensku Bjólfskviðu sem segir frá
dönskum kóngum, hetjum og
skrímsli. Sagan verður mjög
dramatísk þegar hóað er í Bjólf frá
Gautalandi til að vega hið ógurlega
skrímsli Grendil og móður þess
sem er víst síst skárri. Meðal helstu
leikenda eru Gerald Butler, Sarah
Polley og Ingvar E. Sigurðsson.
Tökur myndarinnar verða
alfarið á suðausturlandi, í ná-
grenni Hafnar í Hornafirði og
Víkur í Mýrdal.
Nokkur af glæsilegri atriðum
myndarinnar eru tekin upp á
Breiðamerkurlóni og setur vík-
ingaskipið Íslendingur sterkan
svip á sum þeirra. Anna María á
von á því að sum þessara atriða
verði notuð á auglýsingaspjöldum
fyrir myndina. ■
KVIKMYNDIR
BJÓLFSKVIÐA
■ Stór dagur í gær þegar tökur hófust
fyrir alvöru.
ÚTGÁFA
FRIENDS
■ Út er komið borðspil með spurning-
um um Friends-þættina.
VÍKINGASKIPIÐ ÍSLENDINGUR Þessi farkostur er notaður óspart við tökur á kvikmyndinni Bjólfskviðu, sem hófust í gær.
1
5 6
87
9
12
15
10
13
16 17
11
14
18
2 3 4
í dag
Hver verður nýja
Kastljóskonan?
Hæstiréttur
Fatlaður
lögmaður sækir
um
Prodigy í Höllinni
Mínus og
Quarashi metast
Laugavegi 32 sími 561 0075
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Frances.
Ólafur Davíðsson.
Á þriðja þúsund.
Lárétt: 1 uppspretta, 5 elskaði, 6 sögn, 7
ending, 8 smjörlíki - a, 9 seig, 10 hvíldist,
12 skel, 13 snæða, 15 hreyfing, 16 sin,
18 skordýr.
Lóðrétt: 1 afar létt, 2 að utan, 3 ónefnd-
ur, 4 afi, 6 skinn í skó, 8 karlfugl, 11
fiskafæða, 14 sár, 17 lofttegund - s.
Lausn:
Lárétt: 1lind,5ann,6so,7un,8akr,9
kræf, 10lá,12aða,13éta,15ið,16
taug,18maur.
Lóðrétt: 1lauflétt,2inn,3nn,4forfaðir,
6skæði,8ara,11áta,14aum,17ga.
Útspil Landssímans á kaupum áFjörgný kom greinilega mörgum
á óvart. Eins og fram hefur komið
vissi Davíð Oddsson,
forsætisráðherra ekk-
ert um málið, enda í
veikindaleyfi og vildi
ekki láta trufla sig.
Einnig hefur komið
fram að Geir H.
Haarde, fjármálaráð-
herra vissi ekkert um
málið. Hann var
reyndar á landinu og hefur væntan-
lega sótt ríkisstjórnarfundi, þannig að
varla hefur Sturla Böðvarsson mikið
rætt um málið þar. Ólafur Davíðs-
son, formaður einkavæðinganefndar
vissi ekkert og því má segja að þetta
afturábak skref í einkavæðingu hafi
komið honum á óvart. Þó kom
Snorra Má Skúlasyni þetta mest á
óvart sem ráðinn var sérstaklega til
Skjás eins til að annast enska bolt-
ann. Sem gamall upplýsingafulltrúi
hefur hann ekki verið með þreifar-
ana úti. Nú er það kannski spurning
hvort Snorri sé aftur búinn að skipta
um vinnuveitendur og sé kominn til
Landssímans?
R-listafólk virðist sumt vera fariðað enduróma Helga Hjörvar
sem sagði í sumar
að R-listinn væri
orðinn að einni
klíku. Nú tala sumir
harðir stuðnings-
menn listans um að
samstarfið muni
ekki endast út vetur-
inn. Það er nokkuð
skingilegt að þessi tónn sé í fólki nú,
enda engin virkilega erfið mál sem
borgarstjórn er að takast á um. Ekki
nema Lína.net og Orkuveitan, en sá
söngur er orðinn nokkuð gamall.
Vantrú stuðningsmanna virðist því að
miklu leyti byggja á svartsýni.
„Það er mjög skrýtin tilfinning að
syngja þetta hlutverk,“ segir Davíð
Ólafsson bassi um hlutverk kon-
ungsins í óperunni Aídu, sem hann
söng í Lübeck haustið 2001.
„Það snýst heilt leikhús, 100 manns
í kringum mína persónu, allir
hneigja sig og beygja, og maður
fyllist einhverri tilfinningu sem erfitt
er að lýsa. Maður hálf skammast sín
jafnvel fyrir það.“
Davíð var þá ungur söngvari sem í
heilt ár hafði leikið eintóma þjóna
og þræla sem voru barðir, en svo allt
í einu bauðst honum þetta hlutverk
konungsins í Aídu.
„Allt í einu var ég orðinn kóngurinn,
og maður sveif bara þangað til
maður dó.“
Í lokaatriði óperunnar var nefnilega
brugðið út frá handritinu og konung-
urinn látinn deyja.
„Fyrsta æfingin þurfti að vera 11.
september árið 2001, og víða um
Þýskaland var leikhúsum hreinlega
lokað. En þessi leikstjóri fékk þá hug-
mynd að láta skjóta mig í lokaatriðinu,
svona rétt í tilefni af 11. september.“
Skotið reið af í þann mund þegar
óperunni var að ljúka með þessu
fræga lokaatriði þar sem allir eru í
hátíðarskapi.
„Rétt fyrir lokahljóminn stekkur fram
einhver æðstiprestur, skrúfar saman
riffil, hleður hann og skýtur mig.
Áhorfendur voru að búa sig undir að
stappa af gleði en svo þegar skotið
kom þá ætlaði allt að brjálast. Á
frumsýningunni hélt ég hreinlega að
áhorfendur ætluðu að ráðast á leik-
stjórann.“
Davíð segir þetta hafa hjálpað til
við að gera sýninguna sérstaklega
eftirminnilega. Sama má segja um
kyrkislöngu eina mikla, sem
leikstjórinn ákvað að hafa með í
sýningunni.
„Þetta var 30 kg kyrkislanga sem
einn dansaranna hélt á. Ég er með
slöngufóbíu á hæsta stigi, þannig
að ég átti mjög erfitt með þetta. Ég
hefði þurft að fá áfallahjálp. Og
ekki bætti úr skák þegar þessi
slanga var að skipta um ham í
einni sýningunni, og þá var komið
með aðra græna sem var 40 kíló.“
| SÉRFRÆÐINGURINN |
Uppáhaldshlutverkið: Konungurinn í Aídu
DAVÍÐ ÓLAFSSON ÓPERUSÖNGVARI
Segir það engu líkt að syngja hlutverk kon-
ungsins í Aídu
FRÉTTIR AF FÓLKI
Glæsilegar tökur á
Breiðamerkurlóni