Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.09.2004, Blaðsíða 2
2 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Þjóðkirkjan hvött til að leyfa hjónabönd fólks af sama kyni: Ljósi varpað á réttarstöðu samkynhneigðra RÉTTINDI Samkynhneigðum verður heimilt að frumætt- leiða íslensk börn og skrá sig í óvígða sambúð hjá Hagstofunni nái hugmynd- ir nefndar um réttarstöðu samkynhneigðs fólks fram að ganga á Alþingi. Hún hvetur Þjóðkirkjuna til að leyfa hjónabönd samkyn- hneigðra. Nefndin var ekki sammála um hvort leyfa ætti samkynhneigðum pörum að ættleiða börn frá öðrum löndum eða samkynhneigðum kon- um að fara í tæknifjóvgun. Anni G. Haugen, félagsráðgjafi hjá Samtökunum ‘78, segir helstu ástæðu þess að nefndin klofnaði vangaveltur þriggja nefndarmanna um hvort erlend ríki myndu hafna ættleiðingu til Íslands væri heimildin til staðar. Anni segir að hún ásamt tveimur öðr- um nefndarmönnum hafi aftur á móti talið enga vissu fyrir slíkum áhrif- um. Það hafi ekki gerst í Svíþjóð. Þá hafi einnig komið upp klofning- ur þar sem helmingurinn taldi erfitt fyrir börnin að fá ekki að vita hver sæðisgjafinn væri á meðan hinn helmingur nefndarinnar hefði talið þau börn í sömu stöðu og börn gagnkynhneigðra sem getin væru með tæknifrjóvgun. Anni segir nefndina mælast til að rannsókn á stöðu og líðan sam- kynhneigðra verði gerð. „Leita á svara við því hvernig samkyn- hneigðir búa, hver menntun þeirra er og vinnusaga. Það segði okkur heilmikið um hverjar áherslurnar ættu að vera í málefnum þeirra,“ segir Anni. ■ Ríkið á ekki að vera í samkeppnisrekstri Halldór Ásgrímsson segist ekki geta dæmt um hvort kaup Símans á hlut í Skjá einum hafi verið mistök. Hann minnir á að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. SÍMINN Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að ríkisfyrir- tæki eigi ekki að vera í samkeppn- isrekstri. „Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu regl- um og önnur fyrirtæki í landinu,“ segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrir- tæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. „Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá ein- um mistök sagðst hann ekkert vita um það. „Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar for- sendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arð- semismat,“ segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórð- ungshlut í fyrirtækinu. „Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hags- muna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með putt- ana í málum af því tagi,“ segir Halldór. sda@frettabladid.is Á HÁTÍÐ SAMKYNHNEIGÐRA Samkynhneigðum verður heimilt að frumættleiða íslensk börn og skrá sig í sambúð hjá Hagstofunni taki Alþingi mið af skýrslu um réttindastöðu samkyn- hneigðra. Fjórar rásir á einni: Stafrænt RÚV NÝJUNG Ríkisútvarpið hefur hafið tilraunir með stafrænar útvarps- sendingar í samvinnu við verk- fræðideild Há- skóla Íslands. S t a f r æ n u m sendi hefur verið komið upp á Vatns- enda í Reykja- vík og nást sendingarnar á höfuðborgar- svæðinu. Hægt er að ná fjórum útvarpsrásum á sömu tíðni, Rás eitt og tvö, BBC World service og nýrri klassískri rás sem kallast Rondó. Í vetur gefst fólki einnig kostur á að ná staf- rænum sjónvarpssendingum frá Alþingi. Til að njóta tækninýjung- anna þarf sérstakt móttökutæki sem bráðlega verður hægt að fá í verslunum. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. ■ „Það held ég ekki! Ég sé þetta með sömu augum og flestir aðrir nema þeir allraóþolinmóðustu.“ Borgarfulltrúinn Árni Þór Sigurðsson telur almennt ekki að um mikinn umferðarvanda sé að ræða í Reykjavík. Mörgum íbúum hefur þótt nóg um að undanförnu og götur eru víða tepptar á háanna- tímum morgna og kvölds. SPURNING DAGSINS Árni, þarftu ekki að fá þér sterkari gleraugu? Lögreglan í Reykjavík: Farþegi kýlir leigubílstjóra REYKJAVÍK Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu eftir að far- þegi kýldi hann í andlitið og sparkaði í hurð bílsins. Farþeg- inn var ósáttur við startgjald leigubílsins. Þá tilkynnti kona að hún hefði komið að mönnum í bíl hennar aðfaranótt mánudags. Konan var sest inn í bifreiðina er hún varð vör við mann í aftursætinu. Hann stökk út úr bílnum og flúði af vettvangi á öðrum bíl. Hann hafði brotið rúðu í afturhurð bif- reiðarinnar og náð að losa geisla- spilara. ■ ANNI G. HAUGEN HALLDÓR ÁSGRÍMSSON: „Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð.“ ■ EVRÓPA SEGJA UPP 5000 MANNS Ítalska flugfélagið Alitalia ætlar að segja upp nærri fjórðungi starfsfólks síns, um 5.000 af 22.000 starfs- mönnum. Uppsagnirnar eru hluti af endurskipulagningu félagsins sem stjórnendur þess vonast til að dugi til að komast hjá gjald- þroti. KVARTA UNDAN HLERUNUM For- ystumenn Sinn Fein, harðlínu- flokks kaþólskra á Norður-Ír- landi, sökuðu breska njósnara um að hlera heimili lágt setts starfs- manns flokksins og sögðu það grafa undan friðarferlinu sem nú er í gangi. Enn er reynt að komast að samkomulagi um myndun heimastjórnar á Norður- Írlandi en það gengur illa. BANDARÍKIN John Kerry, forseta- frambjóðandi demókrata, virðist hafa svarað efasemdum margra flokksbræðra sinna um kosninga- baráttu sína með því að leita í smiðju síðasta demókrata á for- setastóli, Bills Clinton. Kerry ræddi við Clinton í á annan tíma áður en hann gekkst undir hjarta- aðgerð og er tekinn til við að ráða gömlu ráðgjafa forsetans til starfa við kosningabaráttu sína í stórum stíl. Að sögn bandaríska dagblaðs- ins New York Times ráðlagði Clinton Kerry að hætta að tala jafnmikið um tíma sinn í Víetnam og Kerry hefur gert til þessa. Þess í stað ráðlagði Clinton honum að draga fram andstæður í málflutn- ingi sínum og George W. Bush Bandaríkjaforseta um hvernig ætti að skapa ný störf og haga stefnunni í heilbrigðismálum. Það er ekki aðeins forsetinn fyrrverandi sem kemur að kosn- ingabaráttu Kerrys því síðustu daga hefur hann ráðið marga fyrrum aðstoðarmenn Clintons til starfa í kosningabaráttu sinni, reyndar svo marga að farið er að tala um tvær kosningastjórnir þótt Kerry og hans menn neiti því. Meðal þeirra sem hafa verið ráðnir til starfa eru Joe Lockhart, fyrrum blaðafulltrúi Clintons, Joel Johnson og Doug Sousnik. Þá er gert ráð fyrir því að nokkrir helstu stjórnenda kosningabar- áttu Clintons 1992, James Carville og Paul Begala auk Stanleys Greenberg komi til með að hafa mikil áhrif í kosningabaráttu Kerrys. ■ Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er að taka á sig mynd: Kerry leitar í smiðju Bills Clinton JOHN KERRY Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að svara ásökunum hvorki tímanlega né nógu vel í kosningabaráttu sinni. Gamlir samherjar Bills Clinton eiga að breyta því. RÚV Gerir tilraunir með stafrænt sjónvarp. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR MIKIL ÖRYGGISGÆSLA VEGNA HEIMSÓKNAR SVÍA Lögreglan í Reykjavík stendur vörð um Karl Gústaf Svíakonung, krón- prinsessuna Viktoríu og drotting- una þýskættuðu Silvíu á meðan á heimsókn þeirra stendur. Lög- reglunni ber að fylgja fjölskyld- unni og föruneyti eftir og gæta öryggis þeirra í veislum og heim- sókum sem þeim er boðið í. Hún fylgir fjölskyldunni eftir á bílum og vélhjólum og stendur einnig vörð við gististað hennar. Norsk kona: Myrt í Írak BAGDAD, AP Norsk kona, sem var gift íröskum kúrda, var skotin til bana fyrir framan heimili sitt. Fimm ára dóttir hennar særðist lítillega í árásinni en eiginmaður- inn slapp ómeiddur. Fjölskyldan var að koma heim eftir að hafa farið í kvöldverðar- boð til vina þegar vígamenn réð- ust að fólkinu og skutu á mæðgurnar. Eiginmaðurinn sagðist halda að íslamskir öfga- menn hefðu skotið konu sína vegna þess að hún væri frá Vest- urlöndum. Árásin átti sér stað í Sulaimaniyah sem hefur verið á valdi kúrda frá 1991. Minna hefur verið um ofbeldi þar að undan- förnu en annars staðar í Írak. ■ LEIGUBÍLAR Farþegi var ósáttur við startgjaldið. MYNDBANDSUPPTÖKUVÉL Í SJÓ Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur fært Háskólanum á Akureyri fullkomna neðansjávar- upptökuvél. Vélin verður nýtt til margvíslegra rannsókna fyrir há- skólann. Hún er með stýribúnað, kapal og farartæki og hefur fjar- stýrða griparma sem gerir mögu- legt að taka sýni neðansjávar. ■ AKUREYRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.