Fréttablaðið - 07.09.2004, Side 14

Fréttablaðið - 07.09.2004, Side 14
7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR AKUREYRI Samningur um margvís- legt samstarf milli sjálfseignar- stofnunarinnar „Akureyri í önd- vegi“, sem að standa ýmis fyrir- tæki og einkaaðilar, og Akureyrar- bæjar var undirritaður í gær í Ráð- húsi Akureyrar. Samkvæmt samn- ingnum mun Akureyrarbær fá að- gang að hugmyndum sem safnast í samráðsferli með íbúum bæjarins í tengslum við alþjóðlega hugmynda- samkeppni um skipalag miðbæjar- ins, sem Akureyri í öndvegi stend- ur fyrir. Samningur um þá hug- myndasamkeppni var undirritaður í síðastliðinni viku og mun Arki- tektafélag Íslands sjá um fram- kvæmd hennar. Meðal þeirra þátta sem Akur- eyrarbær mun leggja til er húsnæði og aðstaða fyrir opið samráðsþing sem haldið verður þann 18. septem- ber. Bærinn mun einnig leggja til húsnæði fyrir kynningu í kjölfar þingsins sem og kynningu á verð- launahugmyndum í byrjun næsta sumars. ■ FRÁ TÖKUM Á BJÓLFSKVIÐU Fjölmenni var við tökur við Jökulsárlón í gær. Hópurinn heldur til á Höfn og öðrum nærliggjandi stöðum og setur sinn svip á mannlífið. KVIKMYND Það er líf og fjör undir Eyjafjöllum og við Jökulsárlón þessa dagana. Þar fara fram tökur á tveimur kvikmyndum sem eru umfangsmeiri og dýrari en áður hefur þekkst á Íslandi. Um tvö hundruð Íslendingar hafa atvinnu af kvikmyndagerðinni og er sam- anlagður kostnaður við gerð myndanna tveggja um 1,6 millj- arðar króna. Þær eiga það sameig- inlegt að gerast ekki á Íslandi. Landið var valið til takanna þar sem aðstæður hér þykja góðar, starfsfólk hæft, landslagið heppi- legt og skattareglur hagstæðar. Sú staðreynd að hægt er að taka myndirnar samtímis á litla Íslandi er sönnun þess hve hér er mikil þekking og hæfni í kvik- myndagerð. Fjöldi fólks hefur viðamikla reynslu úr faginu, bæði af eiginlegri kvikmyndagerð og einnig af framleiðslu auglýsinga. Þetta sama fólk stóð frammi fyrir einu vandamáli: við hvora mynd- ina það vildi vinna. Það er eitt einkenna íslenskrar kvikmyndagerðar að fólk er reiðubúið að ganga í hvaða störf sem er. Slíkt þekkist ekki úti í heimi þar sem hver situr á sínum bás og hreyfir sig ekki þaðan. Enda raunar víða erfitt um vik því lög og reglur kveða á um að fólk megi aðeins gera það sem það á að gera. Stéttarfélögin standa svo vörð. Skatturinn hefur sitt að segja Í Austur-Landeyjum vinnur Balt- asar Kormákur að tökum á A Little Trip to Heaven sem kostar um 700 milljónir króna. Myndin á að gerast í Minnesota í Bandaríkj- unum og erlendar stórstjörnur fara með aðalhlutverkin. Auk Austur-Landeyja verður tekið í Þykkvabænum, Siglufirði, Grinda- vík og Reykjavík. Tökur á Bjólfskviðu Vestur-Ís- lendingsins Sturlu Gunnarssonar hófust við Jökulsárlón í gær en aðrir tökustaðir eru Höfn í Horna- firði og Vík í Mýrdal. Kostnaður við gerð myndarinnar er áætlaður um 900 milljónir króna. Fjölmarg- ir erlendir leikarar koma fram í myndinni auk nokkurra íslenskra. Þó að háar fjárhæðir séu nefndar fer því víðsfjarri að allir þessir peningar hafni í íslenska hagkerfinu. Eftirvinnsla beggja mynda fer fram í útlöndum og er- lendu leikararnir fá sínar fúlgur greiddar í sínum heimalöndum. Víst er að skattareglurnar, sem kveða á um endurgreiðslu hluta kostnaðarins sem fellur til við kvikmyndagerðina, hafa sitt að segja. Þær vega upp á móti dýrtíð- inni í landinu sem oftar en ekki fælir menn frá að koma hingað. Bílaleiga, matur og gisting kosta sitt og hægt er að fá ódýrari starfskrafta víða um heim, t.d. í Tékklandi sem gerir út á þessi mið. Haft er fyrir satt að kvik- myndagerðarmenn séu löngu hættir að taka upp atriði í París, eftirmynd borgarinnar er frekar búin til í Prag. Þar er mun ódýr- ara að vinna. Jákvæð áhrif á samfélagið Hornfirðingar hafa vitaskuld orð- ið varir við kvikmyndagerðar- fólkið sem heldur til í bænum þó tökurnar sjálfar fari að mestu fram úti í sveit. Fólkið býr víða, á hótelum, gistiheimilum og í heimahúsum sem tekin voru á leigu. Nokkrir heimamenn hafa fengið bein störf við framkvæmd- irnar, einhverjir koma fram í hópatriðum og verslun og þjón- usta njóta góðs af. Til dæmis hef- ur hlaupið á snærið hjá Svöfu Mjöll Jónasardóttur sem á og rek- ur Sporthöllina á Höfn. „Kvik- myndagerðarfólkið er duglegt að stunda líkamsræktina og tekur vel á því,“ segir hún. Mönnum ber saman um að tök- urnar fari fram á besta tíma, hefð- bundin ferðamannatíð er að baki og viðskiptin nú því hrein viðbót. Haukur Þ. Sveinbjörnsson hjá bílaleigunni Alp segir að kvik- myndagerðarfólkið hafi leigt á milli 20 og 30 bíla af fyrirtækinu. „Það þarf náttúrlega að komast á milli staða,“ segir Haukur, ánægð- ur með umsvifin. Baltasar og hans fólk eru að tökum á eyðibýlinu Steinmóðar- bæ í Vestur-Eyjafjallahreppi og hafa hús og nágrenni fengið svip þess sem tíðkast í Minnesota. Hnátunni á næsta bæ var vel tek- ið þegar hún brá sér yfir girðing- una og túnin í fyrradag og fylgdist með gangi mála. Hún nældi meðal annars í eiginhandaráritanir hjá fræga fólkinu og ætlar eflaust að sjá myndina þegar þar að kemur. Eftir að tökum lýkur við Eyja- fjöll færast þær á aðra staði, meðal annars í Þykkvabæinn, sem hingað til hefur verið kunnari fyrir kart- öflur en kvikmyndir. Þar hafa smiðir verið að störfum að undan- förnu og Sigríður Ingunn Ágústs- dóttir í Miðkoti annast matseldina. „Þetta setur sinn svip á samfélagið og spennan er mikil meðal þorps- búanna,“ segir Sigríður. Björt framtíð Vöxtur kvikmyndagerðar á Ís- landi er mikill og þó að fjöldi gerðra mynda á hverju ári sé breytilegur er augljóst að greinin sem slík hefur styrkst. Skattatil- slökunin hefur haft jákvæð áhrif en að öllu óbreyttu fellur hún úr gildi árið 2006. Hagsmunaaðilar vinna nú að framlengingu enda er hún ein helsta forsenda þess að áfram verði ráðist í stór og dýr verkefni hérlendis. Nokkur viðamikil verkefni eru að baki, t.d. atriði í myndum um Batman, James Bond og Löru Croft og ekki ástæða til að ætla annað en að fleiri slík komi upp á borð á næstu árum. Þá er í bígerð mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um Þórð kakala sem kosta mun á annan milljarð króna. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk og aðrir sem njóta góðs af á hverj- um stað á hverjum tíma geta því litið framtíðina nokkuð björtum augum og haldið í þá von að kvik- myndagerðin verði einn góðan veðurdag að stóriðju. Að Ísland verði ekki bara álland, fiskverkun og ferðamannastaður heldur líka eitt stórt kvikmyndaver. bjorn@frettabladid.is UNDIRSKRIFT Jóhannes Jónsson í Bónusi, Kristján Þór Júlíusson bæjarstóri á Akureyri, Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ og Helgi Teitur Helgason útibússtjóri Landsbankans á Akureyri. Samkeppni um nýtt miðbæjarskipulag Akureyrar: Bærinn í samstarf við fyrirtæki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR E R N IR B IR G IS SO N Kvikmyndaverið Ísland Unnið er að gerð tveggja kvikmynda á Íslandi sem samtals kosta eitt þúsund og sex hundruð milljónir króna. Mikil þekking á kvikmyndagerð hefur orðið til í landinu á síðustu árum. Landslag, skattkerfi og hæft stafsfólk laða verkefnin að.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.