Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.09.2004, Qupperneq 10
„Mig langar að kanna hvort ekki sé hægt að nota fiska meira í þessar tilraunir, frekar en mýsn- ar,“ segir Pétur Henry Petersen líffræðingur, sem nýverið hlaut tveggja ára styrk frá EMBO, samtökum evrópskra sameinda- líffræðinga. Pétur hefur meðal annars rannsakað hlutverk ákveðinna gena í tilurð taugakerfisins. Hann lauk nýverið doktorsprófi frá Yale-háskóla í Bandaríkjun- um, en hyggst nota styrkinn til þess að stunda rannsóknir í Nor- egi næstu tvö árin. „Við höfum aðallega áhuga á að skoða þar svokallaðar stjörnufrumur og vinna með ákveðið gen í þeim. Þessar frum- ur eru ákaflega mikilvægar fyrir alla heilastarfsemi, en áður héldu menn að þær væru bara í aukahlutverki.“ Einnig er vitað að heilakrabbamein er oft leitt af þessum stjörnufrumum, eða astrocytes eins og þær heita á útlenskunni. „Ein hugmyndin er hvort við getum fylgst með fari og starf- semi þessara frumna í lifandi vef. Ein af ástæðum þess hve erfitt er að eiga við heilakrabba- mein, ef það er leitt af þessum stjörnufrumum, er að stuttu eftir að krabbameinið verður til eykst farið á þeim og þar af leið- andi eru þær fljótt komnar út um allan heila. Þá er orðið erfitt að skera þær burtu.“ Einnig er talið að ákveðið gen í þessum stjörnufrumum geti átt einhvern þátt í flogaveiki, og Pétur hefur meðal annars áhuga á að kanna hvort hægt sé að slökkva á eða lækka tjáningu á þessu geni. „Ég veit ekki hvað af þessu kemur til með að ganga upp. Oft er rennt blint í sjóinn með hvað gengur upp og hvað ekki, en maður reynir að setja markið hátt og vona það besta.“ Tilraunir af þessu tagi eru oftar en ekki stundaðar með músum. Þær fara gjarnan þan- nig fram að geni er eytt í ákveðnum vef, og síðan skoðað hvaða afleiðingar það hefur. Í meistaraverkefni sínu við Háskóla Íslands fjallaði Pétur um stofnerfðafræði þorsks, og hefur sem fyrr segir áhuga á því að notast meira við fiska í til- raunum sínum en gert hefur verið. „Það er kannski liður í því að færa sig nær Íslandi aftur. Ég hef verið sex ár í Bandaríkjun- um og verð núna í tvö ár í Noregi, og er þá reyndar strax kominn nær Íslandi.“ Pétur hyggst reyndar vera með annan fótinn hér á landi þótt hann stundi rannsóknir sínar í Noregi. „Konan mín og sonur okkar verða á Íslandi þannig að ég verð fljúgandi á milli.“ ■ 10 12. september 2004 SUNNUDAGUR JESSE OWENS Þessi magnaða íþróttahetja fæddist á þessum degi árið 1913. AFMÆLI Jón Bergþórsson, fyrrum stöðvarstjóri á Nýju sendibílastöðinni, er 80 ára í dag. Hann verður að heiman á afmælisdag- inn. Jón Hákon Magnússon al- mannatengill er 63 ára. Luca Lúkas Kostic knatt- spyrnumaður er 46 ára. ANDLÁT Júlíus Pálsson, Hjarðartúni 5, Ólafsvík, lést 9. september. Haraldur Kr. Jóhannson, áður til heimil- is í Hólmgarði 66, lést 6. september. Hvað heitir blaðberinn? Karl Sigurðsson. Hvað ertu búin að bera út lengi ? Frá upphafi. Hvað ertu með í vasanum ? Síma, veski og blaðberalykla. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera ? Þvælast um. Hvert er þitt mottó ? Margur er smár þótt hann sé lítill ;) [ BLAÐBERI ] VIKUNNAR Steven Biko, einn ötulasti baráttu- maður fyrir réttindum blökku- manna í Suður-Afríku, lést á þess- um degi árið 1977 af völdum höfuð- áverka sem hann hlaut eftir bar- smíðar rannsóknarlögreglumanna sex dögum fyrr. Steven Bantu Biko fæddist árið 1946 og var því 31 árs þegar hann lést. Hann barðist af kappi gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku og fékk að gjalda fyrir andóf sitt með lífi sínu. Hann komst vitaskuld oft í kast við lögin og var færður til yfirheyrslu í borginni Port Eliza- beth þar sem rannsóknarlögreglu- menn misþyrmdu honum harka- lega. Hann fékk meðal annars þung höfðuðhögg en í stað þess að fá læknisþjónustu var hann hlekkj- aður við gluggarimla í sólarhring. Þann 11. september var honum svo fleygt nöktum og hlekkjuðum aftur í lögreglubíl og síðan var ekið með hann 740 mílur í fangelsi í Pretor- íu. Þar lést hann á steingólfi fanga- klefa síns degi síðar. Þegar yfir- völd tilkynntu andlát hans var því haldið fram að hann hefði dáið án þess að fá hvorki vott né þurrt dögum saman þar sem hann hefði verið í hungurverkfalli. Biko varð píslarvottur í baráttunni gegn að- skilnaðarstefnunni og dauði hans vakti heimsathygli og varð til þess að krafa alþjóðasamfélagsins um tilslakanir í Suður ñ Afríku urðu enn háværari. ■ ÞETTA GERÐIST STEVEN BIKO DÓ Í SUÐUR-AFRÍSKU FANGELSI 12. september 1977 Frelsihetja barinn í hel Sökkvir sér ofan í stjörnufrumur TAUGALÍFFRÆÐI: PÉTUR HENRY PETERSEN HLAUT EFTIRSÓTTAN STYRK FRÁ EMBO. „Vikan verður ansi þéttskipuð hjá mér en ég vinn á fullu að Nordisk Panorama, stutt- og heimildarmyndahátíðinni sem haldin verður í Reykjavík eftir tvær vikur, og svo er ég að æfa fyrir Hárið,î segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson. „Það verður nóg að gera við að poppa hátíðina upp og kynna fyrir al- menningi hvað stutt- og heimild- armyndir eru en landinn þekkir ekkert voðalega vel til þess út á hvað þetta gengur og er alls ekkert vanur að hlaupa til þegar svona efni kemur í bíó. Þetta er risastórt dæmi og það er frábær reynsla að fá að standa að þessu með Evu Maríu Jónsdóttur í for- svari. Ég hef fulla trú á að þetta verði flottasta Nordisk Panorama hátíðin sem haldin hefur verið á Íslandi.“ Þetta verkefni ætti að vera vel til þess fallið að yfirtaka líf Þorvaldar næstu vikurnar en hann þarf þó einnig að nota tím- ann til að æfa nýtt hlutverk í Hárinu en hann stekkur inn í eitt aðalhlutverkanna í söng- leiknum um mánaðamótin. „Ég verð að sinna Nordisk Panorama á daginn og æfa á kvöldin. Stefnan er að nota öll kvöld í vikunni í að lesa hand- ritið.“ Það eru rúmlega 120 myndir á dagskrá Nordisk Panorama og Þorvaldur ætlar sér að sjálf- sögðu að vera búinn að sjá vænan hluta þeirra áður en há- tíðin skellur á. „Þetta er góður slatti og ég er búinn að kíkja á einhverjar. Sumar eru auðvitað ekkert sérstakar en aðrar þræl- skemmtilegar og hver og einn hlýtur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kosturinn við há- tíðina er líka sá að með því að kaupa armband, sem gildir sem aðgöngumiði á allar myndirnar, á 800 krónur getur maður skoðað þær allar og finnir þú ekki einhverja mynd við þitt hæfi hlýtur að vera frekar erfitt að gera þér til geðs.“ ■ VIKAN SEM VERÐUR: ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON SÉR FRAM Á ANNASAMA DAGA. Liggur yfir stuttmyndum og les Hárið „Öll eigum við okkur drauma. En til þess að þeir geti ræst þurfum við að vera ákveðin, einbeitt, sjálfsöguð og tilbúin til að leggja á okkur erfiði.“ - Íþróttahetjan Jessie Owens vissi hvað hann söng þegar hann talaði um lykilinn að því að ná árangri. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, sem lést miðvikudaginn 18. ágúst sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldór Ó. Stefánsson, Bára Halldórsdóttir, Brynja Halldórsdóttir og fjölskyldur. PÉTUR HENRY PETERSEN Ætlar að verja næstu tveimur árum í Noregi til að rannsaka stjörnufrumur í heila. ÞETTA GERÐIST LÍKA 1873 Fyrstu ritvélarnar voru settar á al- mennan markað. 1953 Öldungadeildarþingmaðurinn John F. Kennedy gekk að eiga Jacqueline Lee Bouvier. 1953 Nikita Krushchev var kosinn fyrsti aðalritari Sovéska kommúnista flokksins. 1954 Sjónvarpsþættirnir um hundinn snjalla Lassie hófu göngu sína á CBS. Síðasti þátturinn fór svo i loftið 12. september 1971. 1959 Sovétmenn skutu tunglfarinu Luna 2 á loft og þann 13. sept- ember varð það fyrsta geimfarið sem komst til Tungslins. 1983 Arnold Schwarzenegger fékk bandarískan ríkisborgararétt. Hann flutti til Bandaríkjanna 14 árum áður. KARL SIGURÐSSON Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hann hefur borið út frá upphafi og finnst skemmtilegast að þvæl- ast um. STEVEN BIKO Þessi baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður- Afríku dó pílsardauða í fengelsi þar í landi árið 1977. ÞORVALDUR DAVÍÐ KRISTJÁNSSON Stekkur inn í eitt aðalhlutverkanna í Hárinu í lok mánaðarins. Hann eyðir því öllum kvöldum í að lesa handritið auk þess sem hann verður á fullu að kynna myndirnar á Nordisk Panorama í vikunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R G ÍS LA SO N Dóru Gunnfríðar Brynjólfsdóttur,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.