Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 6
6 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Heilsuefling:
Akureyringar
í megrun
HEILBRIGÐISMÁL Einn, tveir og nú er
yfirskrift heilsuátaks sem hófst í
gær á Akureyri. Heilsueflingarráð
Akureyrar stendur fyrir átakinu
Hvetja á bæjarbúa til aukinnar
hreyfingar og samveru. Virkja á
börn á grunnskólaaldri og foreldra
þeirra til reglulegrar hreyfingar.
Heilsueflingarráð Akureyrar
telur offitu og hreyfingarleysi vera
eitt stærsta heilbrigðisvandamál
21. aldarinnar. Þess vegna verður
fjölskyldukortum dreift til grunn-
skólanema, þar sem þeim er ætlað
að færa inn reglulega hreyfingu
allrar fjölskyldunnar, þ.m.t. göngu-
ferðir, þátttöku í íþróttum og
fleira. Kortinu má skila fyrir tí-
unda hvers mánaðar og úr innsend-
um kortum verða dregin nokkur
nöfn, sem fá verðlaun fyrir þátt-
tökuna. Verkefnið mun standa yfir
allt þetta skólaár. Sundlaug Akur-
eyrar ætlar að þessu tilefni að
bjóða öllum bæjarbúum í sund
næstkomandi sunnudag. ■
Síminn verður seldur
en ekki með hraði
Davíð segir forsætisráðherraskipti tefja sölu Símans en áfram sé stefnt að því að ljúka henni fyrir
lok kjörtímabilsins. Á morgun tekur hann við starfi utanríkisráðherra og segist kveðja miðbæinn
og Kvosina með trega enda fari hann í fyrsta skipti á starfsævinni úr miðbænum „upp í sveit“.
STJÓRNMÁL Davíð Oddsson for-
sætisráðherra segir meintan
ágreining stjórnarflokkanna
hafa verið „kallaðan fram“, lítið
beri í milli í helstu málum, svo
sem Símamálinu, Evrópumál-
um, öryrkjamáli og um fjárfest-
ingar í sjávarútvegi þrátt fyrir
fréttir fjömiðla um ágreining.
Davíð vísar því á bug í viðtali
við Fréttablaðið að hætt hafi
verið við sölu Símans.
„Nei, það er alltof mikið sagt,
ég nefndi til sögunnar í viðtali í
Morgunblaðiðinu að Ólafur Dav-
íðsson myndi láta af því starfi
að vera formaður einkavæðing-
arnefndar og það kemur nýr
fulltrúi inn í nefndina frá mér.
Mér finnst eðlilegt að við þessi
skipti fái nýr forsætisráðherra
og formaður á hans vegum tíma
til að móta hlutina. En þetta er
verkefni kjörtímabilsins. Það
eina sem ég sagði í Morgunblað-
inu var að við værum ekki á
neinni hraðferð. Við Halldór
höfum orðað þetta á sama hátt,
held ég, að það sé bundið í
stjórnarsáttmálann að klára
þetta á kjörtímabilinu og þá
miðum við hvenær er hagfelld-
ast fyrir ríkissjóð og alla að
klára þá sölu. Það er enginn
ágreiningur í þessu máli.“
Davíð gerði einnig lítið úr mis-
munandi áherslum stjórnarflokk-
anna um dreifikerfi Símans. „Ég
heyrði haft eftir formanni þing-
flokks framsóknarmanna að það
þyrfti að bæta 200 milljónum í
tengingar á grunnnetið til að
framsóknarmenn væru sáttir.
Þetta getur ekki haft áhrif á sölu
Símans upp á 50-70 milljarða
hvorum megin þær 200 milljónir
liggja. Mannist sýnist þetta vera
óskaplega lítill ágreiningur, það
getur vel verið að hann eigi eftir
að vaxa; ég vona það að verði
meira fjör en þetta!“
Davíð sat í gær síðasta þing-
flokksfund sinn sem forsætis-
ráðherra en hann hefur verið í
forsæti ríkisstjórnar frá því að
hann settist á Alþingi árið 1991
fyrir rúmum 13 árum. Á morgun
víkur hann úr stjórnarráðshús-
inu við Lækjargötu og tekur við
lyklavöldum í utanríkisráðu-
neytinu við Rauðarárstíg. Davíð
yfirgefur stjórnarráðið og mið-
bæinn með mikilli eftirsjá.
„Ég var að laga til á Þingvöll-
um í gær og í skrifborðinu mínu
í stjórnarráðinu og í læstum
hirslum í gær. Allt tekur þetta á
mann því þetta eru mikil tíma-
mót.“
Davíð segist eiga margar góðar
minningar af ferli sínum. „Ég
vann í Iðnó, í Nathans Olsen-hús-
inu sem nú hýsir Apótekið, Morg-
unblaðshöllinni, Ingólfsapóteki,
Sjúkrasamlaginu í húsinu sem Jón
Þorláksson lét reisa við Tryggva-
götu og auðvitað þinghúsinu og
stjórnarráðinu. Svo útskrifaðist
ég úr M.R. Ég hef ekki mælt það
en ætli radíusinn sé ekki svona
150 metrar og svo er maður allt í
einu kominn upp í sveit! Með full-
ri virðingu.“
as@frettabladid.is
Morð Önnu Lindh:
Fer fyrir
Hæstarétt
SVÍÞJÓÐ, AP Hæstiréttur Svíþjóðar
hefur ákveðið að taka fyrir mál
Mijailo Mijailovic sem fundinn
var sekur um að myrða Önnu
Lindh, þáverandi utanríkisráð-
herra, fyrir ári síðan.
Saksóknarar áfrýjuðu dómi
undirréttar, sem komst að þeirri
niðurstöðu að Mijailovic væri
ekki sakhæfur og því bæri að
vista hann á geðsjúkrahúsi en
ekki í fangelsi. Verjendur áfrýj-
uðu dómnum um að hann hefði
myrt Önnu Lindh og vildu að hann
yrði dæmdur fyrir manndráp en
eftir sem áður vistaður á geð-
sjúkrahúsi. ■
VEISTU SVARIÐ?
1Hvað er þjóðgarðurinn í Skaftafellistór eftir stækkun?
2Hvað heitir skógarvörður Skógræktarríkisins á Suðurlandi?
3Hvað geymdi Mjöll-Frigg á opnusvæði við Kópavogshöfn?
Svörin eru á bls. 30
Tveir dagar til stefnu!
Það má enginn missa af
þjóðargjöfinni á fimmtudag!
Skráðu þig strax í netklúbbinn á
icelandexpress.is
Ferðaþjónusta Iceland Express,
Sími 5 500 600, icelandexpress.is
AÐALFRÉTTIN Í SUÐUR-KÓREU
Suður-Kóreubúar fylgdust vel með fréttum
af sprengingunni fyrir norðan.
Sprengingin mikla:
Fjall sprengt
í loft upp
NORÐUR-KÓREA, AP Gríðarleg
sprenging í Norður-Kóreu fyrir
fáeinum dögum sem hefur vakið
furðu manna var ekkert slys held-
ur hluti af virkjanagerð. Þetta
hafði breskur undirráðherra, Bill
Rammell, eftir Paek Nam Sun, ut-
anríkisráðherra Norður-Kóreu.
Að sögn Paek þurfti að sprengja
fjall til að halda verkefninu
áfram.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu
sögðu David Slinn, sendiherra
Breta í Pyongyang, að hann mætti
fara á vettvang sprengingarinnar
í dag til að ganga úr skugga um að
allt væri með felldu. Sprengingin
vakti grunsemdir sumra um að
Norður-Kóreustjórn væri að gera
tilraun með kjarnorkusprengju. ■
KYNNING Á HEILSUEFLINGARÁTAKI
F.v. María H. Tryggvadóttir, starfsmaður átaksins, Bryndís Arnarsdóttir, formaður heilsuefl-
ingarráðs Akureyrar, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Helgi T. Helgason, útibússtjóri
Landsbankans á Akureyri, og ráðsmenn úr heilsueflingarráði; Þröstur Guðjónsson, formað-
ur ÍBA, og Friðrik Vagn Guðjónsson heilsugæslulæknir.
M
YN
D
/G
U
N
N
AR
E
R
N
IR
DAVÍÐ ODDSSON
Davíð mætir til síðasta þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins sem forsætisráðherra í höf-
uðstöðvum flokksins í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.