Fréttablaðið - 14.09.2004, Síða 8

Fréttablaðið - 14.09.2004, Síða 8
14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Teknir fyrir kókaínsmygl: Báðir hafa játað DÓMSMÁL Salvar Halldór Björnsson, sem ákærður er ásamt Sigurjóni Gunnsteinssyni fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni, játaði við fyrirtöku málsins í gær að hafa flutt inn þau 166 grömm af kókaíni sem fundust innvortis í hon- um. Sigurjón og Salvar voru teknir með efnin á Keflavíkurflugvelli annan desember í fyrra. Salvar játaði einnig tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönskum og þremur höfuðhlíf- um. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi og var fallið ákæru vegna tollalagabrotsins á hendur Sig- urjóni eftir játningu Salvars. Við þingfestingu í ágúst játaði Sigurjón innflutning á rúmum 159 grömmum af kókaíni. Rúm 110 grömm fundust í endaþarmi og rúm 49 grömm fundu tollverðir í sokk- um hans. Báðir segja að kókaínið hafi þeir ætlað að nota sjálfir en ekki selja. Báðir segjast aðeins hafa átt og staðið að innflutningi á efn- unum sem þeir báru hvor um sig. Aðalmeðferð málsins verður í lok nóvember. ■ – hefur þú séð DV í dag? Vil dauðann frekar en fóstur- foreldrana Einn á flótta með mömmu sinni KARÍBAHAF, AP Kúbverjar bjuggu sig í gær undir miklar hamfarir en búist var við að fellibylurinn Ívan, sem hefur fengið viður- nefnið grimmi eftir samnefndum rússneskum keisara, gengi yfir eyna í gærkvöld eða í nótt. Þá hafði fellibylurinn, einn sá öflug- asti sem hefur riðið yfir Karíba- haf frá því mælingar hófust, ný- lega látið til sín taka á Cayman- eyjum. Ívan olli minni skemmdum á Cayman-eyjum en víða annars staðar þar sem hann hefur geng- ið yfir. Ástæðan er sú að húsnæði þar þolir mun meiri ágang en víða á fátækari eyjum Karíba- hafsins. Þó bárust víða að fréttir af því að fellibylurinn hefði feykt þökum af húsum og að flætt hefði inn í hús. Talið er að milli fjórð- ungur og helmingur húsa á eyj- unum hafi orðið fyrir skemmdum þegar fellibylurinn gekk yfir. Svo virðist sem íbúar Cayman- eyja hafi sloppið við mannfall af völdum fellibylsins. Því hefur verið öðruvísi farið annars stað- ar þar sem hann hefur gengið yfir eða teygt anga sína. Í það minnsta fimmtán létust á Jamaíka og nær 40 á Grenada. Fimm létu lífið af völdum felli- bylsins í Venesúela, einn á eynni Tobago og annar á Barbados. Fjögur börn létu lífið í Dóminíska lýðveldinu. Yfirvöld á Kúbu ráðlögðu 1,3 milljónum manna að yfirgefa heimili sín áður en fellibylurinn kæmi til Kúbu. Á vesturhluta eyjunnar kepptist fólk við að taka saman helstu nauðsynjar áður en það hélt á brott til að leita sér öryggis „Það fyllir mig depurð að yfir- gefa heimili mitt en ég verð að vernda sjálfan mig og bjarga líf- um fjölskyldu minnar,“ sagði sjó- maðurinn Ricardo Hernandez. ■ Segir 30 milljónir rúmmetra af jarðvegi Í Hálslóni: Undrast leirfokstölur Landsvirkjunar KÁRAHNJÚKAR „Heildarrúmmál á jarðvegi sem lendir undir vatni í Hálslóni þegar það er í hámarki, en er ofan vatnshæðar að vori þegar lægst stendur í lóninu, get- ur verið um 30 milljónir rúm- metra, bara austan megin við lón- ið,“ sagði Þóra Ellen Þórhallsdótt- ir, einn af fjórum sérfræðingum sem Skipulagsstofnun fékk til að fara yfir matsskýrslur um Kára- hnjúkavirkjun á sínum tíma. Þóra kvaðst ekki geta áttað sig á staðhæfingu Péturs Ingólfsson- ar verkfræðings hjá Landsvirkj- un um að mest 100 tonn af leir gætu fokið af 40 ferkílómetra svæði í miðlunarlóni Kárahnjúka- virkjunar við verstu aðstæður. „Mér finnst þetta vera mjög lág tala og ég vil gjarnan sjá hvernig hún er reiknuð út,“sagði Þóra. Ljóst er af viðtölum Frétta- blaðsins að þeir sem standa að rannsóknum á hvernig best muni vera að binda leirmagnið, sem getur fokið úr lóninu þegar lágt stendur í því og hvessir í veðri, hafa mismunandi hug- myndir í þeim efnum. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri nefnir áveitukerfi, svo sem tíðkast í landbúnaðarhéruðum erlendis. Pétur Ingólfsson verk- fræðingur segir í athugun dreif- ingu leirbindiefnis úr flugvél á svæðið. ■ Á FLÓTTA UNDAN FELLIBYLNUM Fjöldi Kúbverja pakkaði saman helstu nauðsynjum og flýði af þeim svæðum þar sem gert er ráð fyrir að fellibylurinn Ívan gangi yfir. FORSMEKKUR Þegar flóðið varð í Jöklu á dögunum kom í ljós örlítill forsmekkur þess sem koma skal. Leirlag settist á bakka litla lónsins sem myndaðist fyrir ofan stífluna á Kára- hnjúkum. Tugir látnir og fjölmenni í hættu Fellibylurinn Ívan heldur áfram að valda usla á Karíbahafi. Nær sjötíu manns höfðu látist af völdum hans áður en hann gekk yfir Kúbu í gær- kvöld. Þar var rúmri milljón manna fyrirskipað að yfirgefa heimili sín. BÁÐIR HAFA JÁTAÐ KÓKAÍNSMYGL Þeir Sigurjón Gunnsteinsson og Salvar Halldór Björnsson hafa báðir játað að hafa flutt inn kókaín innvortis. Salvar segist einn hafa brotið tollalög. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.