Fréttablaðið - 14.09.2004, Page 12

Fréttablaðið - 14.09.2004, Page 12
14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR JERÚSALEM, AP Tugþúsundir ísraels- kra landnema á Gaza og stuðnings- menn þeirra efndu til mótmæla í Jerúsalem, höfuðborg Ísraels, gegn áformum Ariels Sharon forsætis- ráðherra um að flytja landnemana á brott frá Gaza. Mótmælin fóru frið- samlega fram en nokkrir forystu- menn landnema hafa varað við að nauðungarflutningar kunni að leiða til borgarastríðs. Ísraelska stjórnin hefur ákveðið að byrja á næstu dögum að greiða landnemum bætur fyrir brottflut- ning. Upphaflega stóð ekki til að gera það fyrr en eftir nokkra mán- uði. Hver fjölskylda fær á bilinu fimmtán til 35 milljónir króna. ■ flugfelag.is ÍSAFJARÐAR 5.199 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.299kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 15. - 21. sept. EGILSSTAÐA 6.499 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 6.999 kr.Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.999 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 58 47 09 /2 00 4 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. MÓTMÆLT Í JERÚSALEM Mótmælendur skiptu tugum þúsunda. Þar voru bæði landnemar og stuðningsmenn þeirra. Landtökumenn og stuðningsmenn þeirra: Mótmæltu brotthvarfi frá Gaza VIÐSKIPTI Kenneth Peterson kom fyrst til Íslands haustið 1995 eftir að hafa hitt fulltrúa iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins á ráðstefnu í Bandaríkjunum um álmál. Voru honum kynntir möguleikarnir á byggingu álvers á Grundartanga en leit hafði staðið um skeið að áhugasömum fjárfestum. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig, einu og hálfu ári síðar var fyrsta skóflustungan tekin og straumi var hleypt á kerin sumarið 1998. Tæp- um sex árum síðar seldi Peterson álverið til bandaríska álfyrirtækis- ins Century Aluminum. Menn úr viðskiptalífinu bera honum vel söguna og segja gott að eiga við hann viðskipti. Hann er áhugasamur um land og þjóð og hefur ferðast með fjölskyldu sinni um Ísland. Peterson hefur að und- anförnu dregið sig smátt og smátt út úr álheimum og fært sig í ríkari mæli yfir í veröld fjarskiptanna. Skjótur til ákvarðana Kenneth Peterson er rétt rúmlega fimmtugur lögfræðingur. Hann nam lög við Willamette-lagaháskól- ann í Salem í Oregon-ríki í Banda- ríkjunum og rak lögmannsstofu fyrstu árin eftir útskrift. Afskipti hans af álbræðslu hófust 1987 þeg- ar hann keypti álver í Washington- ríki en rekstur þess hafði verið brösóttur og lokun blasti við. Peter- son tókst að koma rekstrinum á réttan kjöl og í framhaldinu keypti hann eða stofnsetti nokkur málm- vinnslufyrirtæki í fjórum ríkjum Bandaríkjanna. Um miðjan síðasta áratug afréð Peterson að reisa sér nýtt álver og stóð valið lengst af á milli Íslands og Venesúela. Nokkur atriði réðu því að Ísland varð fyrir valinu. Hagstætt umhverfi og festa í þjóðfélaginu höfðu mikið að segja en ekki síður sú staðreynd að ís- lensk stjórnvöld voru einkar áhugasöm um verkefnið og skjót til ákvarðana. Finnur Ingólfsson, sem var iðn- aðar- og viðskiptaráðherra á þess- um tíma, ber Peterson vel söguna. Segir hann glöggan og vinna hratt og vel. „Það var allt öðruvísi að tala við hann en aðra sem við höfðum kynnst áður. Þetta gekk mjög hratt og við lögðum okkur fram um að vinna og hugsa eins og hann.“ Það var annars forvitnilegt að fylgjast með fréttum af samninga- viðræðunum á sínum tíma og á þeim mátti glögglega sjá að bönd Finns og Petersons styrktust með hverjum fundinum. Í upphafi nefn- di Finnur hann jafnan fullu nafni en þegar leið á viðræðurnar talaði hann um Kenneth. Undir það síð- asta lét ráðherra nægja að kalla viðsemjanda sinn Ken og þegar svo var komið mátti öllum vera ljóst að málið var í höfn. Þessi kraftmikli og snaggara- legi kaupsýslumaður hefur skipt um kúrs í viðskiptum. Áður áttu álframleiðsla og tengdar greinar hug hans allan en fjarskiptin hafa náð yfirhöndinni. Eignir hans á álmarkaði eru því sem næst hverf- andi en umsvifin í síma- og annarri fjarskiptaþjónustu talsverð. Á hann hluti í félögum sem starfa beggja vegna Atlantsála og raunar í Ástralíu líka, auk sæstrengs sem liggur milli Bandaríkjanna og Bretlands. Hugsar um hagnaðinn Sala Petersons á álverinu á Grund- artanga fyrr á þessu ári kom Finni Ingólfssyni ekki á óvart. „Það kom oft upp í samningaviðræðunum að hann myndi ekki eiga álverið um aldur og ævi. Þetta var fjárfesting og hann hugsar fyrst og fremst um að græða peninga. Þarna sá hann gott tækifæri og greip það.“ Það kom Finni heldur ekki á óvart þegar Peterson festi fé í fjar- skiptafyrirtækinu Halló. „Honum fannst mjög gott að starfa í ís- lensku viðskiptaumhverfi og ég áttaði mig fljótlega á að vel gæti verið að hann tæki þátt í fleiri verkefnum en álverinu.“ Peterson keypti stóran hlut í símafélaginu Halló – Frjáls fjar- skipti fyrir sléttum fjórum árum og voru þá uppi áform um umsvif á erlendri grundu. Af þeim varð ekki en félagið sameinaðist nokkru síð- ar Íslandssíma, sem enn síðar sam- einaðist Tali og úr varð Og Vodafo- ne. Norðurljós, móðurfélag Fréttar ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, keyptu hlut Petersons í Og Vodafo- ne á föstudag fyrir rúma fimm milljarða. Þá var hermt að hann hefði hagnast um fimm milljarða við sölu álversins í vor. Má segja að hann sé með fullar hendur fjár. Bjarni Þorvarðarson starfar hjá fyrirtæki Petersons en þeirra leið- ir lágu fyrst saman þegar unnið var að fjármögnun Norðuráls. Vann Bjarni þá hjá FBA, sem kom að verkinu. Síðar veitti hann fjár- festingarsjóðnum Talentu forstöðu og í gegnum þau störf hitti hann Peterson á ný, þá vegna viðskipta með hlutabréf í Halló – Frjálsum fjarskiptum. Fór svo að Bjarni réð- ist til fyrirtækis Petersons. Í ljósi þess að stefnan á þeim bænum er að fjárfesta í verkefnum og fyrirtækjum á sviði fjarskipta verður að telja harla ólíklegt að Kenneth Peterson láti að sér kveða á Íslandi á næstunni. „Það gefur auga leið að fjárfestingartækifær- in á íslenska fjarskiptamarkaðnum eru afar takmörkuð,“ segir Bjarni Þorvarðarson. „Hér eru tvö stór og öflug fyrirtæki. Við áttum í öðru þeirra og höfum því ekki verið að leita að öðrum tækifærum á Ís- landi.“ Sem kunnugt er hyggjast stjórn- völd selja Símann en líkurnar á að Peterson kaupi eru hverfandi. „Það væri skrítið ef við seldum Og Voda- fone til að kaupa Símann, sérstak- lega á því verði sem nefnt hefur verið. Þá held ég að við hefðum bara haldið í Og Vodafone,“ segir Bjarni. Þó að flest bendi til að Kenneths sögu Peterson í íslensku viðskipta- lífi sé lokið er allt eins víst að áhri- fa hans muni áfram gæta hér. Hann hefur borið hróður landsins út um heimsbyggðina og Finnur Ingólfs- son veit að á hann er hlustað. „Hann hefur kynnt okkur betur en við sjálf getum gert og það má segja að hann sé sendiherra okkar í leitinni að erlendum fjárfestum.“ Það er því hugsanlegt að ein- hverjir útlendingar fjárfesti hér fyrir hans orð í framtíðinni. bjorn@frettabladid.is KENNETH D. PETERSON Átti miklar eignir á Íslandi fyrr á árinu en hefur nú selt allt sitt hér. Ólíklegt verður að telj- ast að hann fjárfesti hér á nýjan leik á næstunni. Ameríski draumur- inn á Íslandi Kenneth D. Peterson yngri reisti og rak Norðurál á Grundartanga og varð stærsti hluthafinn í Og Vodafone fyrir nokkrum árum. Fyrr á ár- inu seldi hann álverið og á föstudag seldi hann hlut sinn í símafélaginu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.